Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 25
MYGLUSVEPPUR er ekki góður
sambýlingur ef marka má banda-
ríska rannsókn. Rök híbýli þar sem
myglusveppir hafa hreiðrað um sig
geta nefnilega beinlínis leitt til
þunglyndis.
Að sögn forskning.no hafa nokkr-
ar eldri rannsóknir frá Bretlandi
sýnt fram á samhengi milli þung-
lyndis og myglusvepps á heimili en
Edmond Shenassa og kollegum
hans við Brown University í Banda-
ríkjunum þóttu þær niðurstöður
ekki sannfærandi. Þeir ákváðu því
að afsanna kenninguna … með
harla slökum árangri.
„Við vorum sannfærðir um að um
leið og tillit yrði tekið til annarra
þátta sem geta leitt til þunglyndis,
s.s. atvinnu viðkomandi og húsnæð-
isþrengsla, myndu þessi tengsl milli
myglusveppa og þunglyndis
hverfa,“ segir Shenassa í frétta-
tilkynningu. „En þar skjátlaðist
okkur. Við fundum sterk tengsl
milli þunglyndis og þess að búa í
röku húsnæði þar sem myglu-
sveppir höfðu gert sig heima-
komna.“
Hann bendir engu að síður á að
ekki sé hægt að segja hver sé orsök
þessa samhengis. Það er t.d. ekki
víst að sjálfur myglusveppurinn hafi
líkamleg áhrif á þá sem búa við
hann heldur geta húsnæðisaðstæð-
urnar sem slíkar einfaldlega haft
áhrif á andlega líðan.
Framleiðir eiturefni
Í rannsókninni voru skoðuð gögn
frá 5.882 fullorðnum frá 2.982 ólík-
um heimilum í Evrópu. Gögnin voru
hluti af stórri könnun sem Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin (WHO) stóð að
á árunum 2002 og 2003. Þátttak-
endur svöruðu fjölda spurninga sem
margar hverjar snerust um klassísk
einkenni þunglyndis. Viðtölin voru
tekin heima hjá þátttakendum og
þeir sem stýrðu þeim reyndu að
taka eftir vísbendingum um myglu í
húsunum sem þeir sóttu heim. Nið-
urstöðurnar sýndu greinilega að
húsnæði hafði áhrif á heilsu þeirra
sem þar bjuggu, þar með talið and-
lega heilsu.
Vísindamennirnir telja tvær
mögulegar ástæður fyrir því að
samhengi er á milli myglusvepps í
húsnæði og þunglyndis. Önnur er að
íbúanum finnist hann ekki hafa
stjórn á aðstæðum. Á hinn bóginn
gæti verið um líkamleg áhrif af
völdum myglusveppsins að ræða.
Þannig er myglusveppur tengdur
öndunarörðugleikum, úthaldsleysi
og kvefsækni enda er vitað að hann
framleiðir ákveðið eiturefni. She-
nassa og félagar hans rannsaka nú
hvort þau efni geti haft áhrif á
taugakerfi manna, ónæmiskerfi og
heila.
Morgunblaðið/Ásdís
Þunglyndi Getur sambýli við
myglusveppi verið orsakavaldur?
Þunglyndi af völdum
myglusvepps
KARLMENN horfa grunnt og konur
djúpt þegar kemur að mökunarferl-
inu að því er nýleg rannsókn við In-
diana-háskólann í Bandaríkjunum
leiðir í ljós. En á meðan karlar eru
líklegir til að horfa á útlit kvenna þeg-
ar kemur að kærustuvalinu hallast
konurnar frekar að mönnum sem eru
líklegir til að veita efnahagslegt ör-
yggi.
Rannsóknarteymið horfði á hegð-
un 46 einstaklinga sem þátt tóku í
hraðstefnumótum. Að mati rannsak-
enda eru slík stefnumót góð leið til að
skýra þætti, sem fólk er að vega og
meta innra með sér, sem skiptir máli í
makaleitinni. Þátttakendur voru
spurðir eftir hverju þeir væru helst
að leita í fari verðandi maka. Í lang-
flestum tilfellum voru svörin á þá leið
að helst vildi fólk af báðum kynjum
einhvern sem líktist því sjálfu. Þegar
á hólminn var komið fór fólk þá fljót-
lega að munstra sig við ákveðnar fyr-
irmyndir auk þess sem karlar voru að
meðaltali líklegri en konur til að fara
á mörg stefnumót að því er segir í ný-
legri frétt á vefmiðli BBC.
„Á meðan mannfólkið gortar sig af
þroska umfram aðrar lífverur hér á
jörðu haga flestir menn sér eins og
týpískir apar þegar kemur að mök-
unarferlinu,“ segir Peter Todd, yf-
irmaður rannsóknarinnar.
Konur vandlátari
í mökunarferlinu
Reuters
Fegurð eða fjárhagsöryggi? Do-
nald og Marla Trump falla vel að
niðurstöðvum rannsóknarinnar.
-hágæðaheimilistæki
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is
CUPesf3553
Stærð: h 180,6 sm/br 60 sm/d 63,2 sm
Kælir: 230 ltr
Frystir: 92 ltr
Orkuflokkur A+
Með ryðfríum stálhurðum
Verð áður kr. 185.200 stgr.
Þýskir gæðakæliskápar
AFSLÁTTUR
30%
kr. 129.640 stgr.
LIEBHERR TILBOÐ
Verið velkomin í glæsilegar verslanir
Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og
kynnið ykkur Liebherr kæliskápana.
Tilboðið gildir meðan birgðir endast.
Decorette
Bæjarlind 14-16
Glæsileg gjafavöruverslun
Stærð: 171,8 fm
Fjöldi herbergja: 0
Byggingarár: 0
Brunabótamat: 0
Bílskúr: Nei
Verð: 19.900.000
Rekstur á glæsilegri gjafavöruverslun er nú til sölu ásamt vörulager. Decorette er í vel staðsettu 200 fm
leiguhúsnæði við Bæjarlind í Kópavogi. Verslunin er með umboð á þekktum erlendum vörumerkum og
einnig með eigin innflutning. Mjög góð viðskiptasambönd eru fyrir hendi og stór viðskiptamannalisti.
Verslunarhúsnæðið er með leigusamning til tveggja ára í senn. Verslunin er öll hin glæsilegasta og björt
með stórum gluggum á framhlið. Næg bílastæði að framan. Mörg ónýtt tækifæri til staðar.
Lind
Þórarinn Jónsson
Lögg. fast. hdl.
Skúli Örn
Sölufulltrúi
thorarinn@remax.is
skuli@remax.is
Eyþór Jónsson
Sölufulltrúi
eythorj@remax.is
Gott tækifæri og miklir möguleikar
RE/MAX Lind - Bæjarlind 14-16 - 201 Kópavogur - Sími: 5209500 - www.remax.is
897 0798
892 2325