Morgunblaðið - 05.09.2007, Side 27

Morgunblaðið - 05.09.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 27 MINNINGAR ✝ Georg St. Schev-ing fæddist á Seyðisfirði 26. mars 1937. Hann andaðist á Droplaugarstöðum 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Árnason Scheving, f. á Hræ- rekslæk í Hróars- tungu 23. ágúst 1898, d. 1. nóvember 1963, og Sigríður Ragn- hildur Haraldsdóttir, f. 3. desember 1900 á Seyðisfirði, d. 10. júní 1990. Systkini Georgs eru 1) Hall- dóra Jóna, f. 28.7. 1926, gift Karli Bóassyni, 2) Guðmundur, f. 28.7. 1926, d. 30.7. 1927, 3) Anna Guð- munda, f. 23.7. 1927, d. 15.4. 1945, 4) Árni, f. 21.12. 1928, kvæntur Ingibjörgu Rafnsdóttur, 5) Har- aldur, f. 19.4. 1935, d. 6.7. 1935, og son, f. 1980. Synir þeirra eru Viktor Árni, f. 2004, og Kristófer Logi, f. 2007. b) Einar, f. 1985. 2) Stefán Sigurður, f. 7.4. 1963, var kvæntur Stefaníu Unnarsdóttur, f. 1973. Dóttir þeirra er Birta Kristín, f. 1997. 3) Berglind, f. 19.12. 1970, sambýlismaður Sigurbjörn Vil- hjálmsson, f. 1971. Dóttir Berg- lindar og Aðalsteins Sveinssonar, f. 1963, er Anna Guðný, f. 1991. Georg ólst upp í Firði á Seyðis- firði og lauk þaðan grunnskóla- námi. Hann fór ungur til sjós og var háseti á fiskibátum og togurum 1951-1955. Georg hóf nám í far- mannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1962. Að námi loknu hóf hann störf hjá skipadeild SÍS sem stýrimaður og síðan skipstjóri frá 1976-1997 er hann lét af störfum vegna veikinda. Á sjómannadaginn 2001 var Georg heiðraður af sjómannadagsráði fyr- ir farsæl og vel unnin störf. Georg verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 6) Garðar tvíburabróð- ir Georgs, f. 26.3. 1937, kvæntur Huldu A. Scheving. Georg kvæntist 5. september 1959 Önnu Guðrúnu Hannesdótt- ur. Foreldrar hennar voru Úndína Sigurðar- dóttir og Hannes Sigurlaugsson. Fóstur- foreldrar Önnu voru Jóhanna Guðný Páls- dóttir og Jón Brynjólfs- son, ættuð úr Önund- arfirði. Börn Georgs og Önnu eru: 1) Jóhanna Guðný, f. 18.10. 1959, gift Vilberg Margeirs- syni, f. 1967. Börn þeirra eru Sigríð- ur Elín, f. 1996, og Georg Margeir, f. 2001. Börn Jóhönnu Guðnýjar með fyrrverandi sambýlismanni, Knúti Einarssyni, eru: a) Katrín, f. 1980, sambýlismaður Júlíus Ingi Júlíus- Elsku afi minn, eftir að hafa barist við þennan sjúkdóm í fjöldamörg ár fékkstu loks hvíldina, líkami þinn gat bara ekki meir. Þú varðst skyndilega svo veikur og kominn með háan hita en ekki bjóst ég við að þetta tæki svona fljótt af. Um kaffileytið hinn 27. ágúst hafði ég ákveðið að finna pössun og komast sem fyrst í heim- sókn til þín, en ég missti af þér elsku besti afi minn. Enda fékk það mjög á mig þegar ég frétti að þetta væri bú- ið, ég var ekki tilbúin að sleppa þér alveg strax. Ég held að ég sé rétt að átta mig á því núna að þú ert ekki lengur hér. Ég er samt svo fegin að ég gat hitt þig fjórum dögum áður og að þú gast eytt dágóðum tíma með yngsta langafastráknum þínum. Það er svo sárt að strákarnir mínir skuli ekki fá tækifæri til að kynnast lang- afa sínum betur en ég veit að þú munt fylgjast með þeim og passa upp á þá fyrir mig. Ég mun svo vera dugleg að segja þeim frá þér og þeim tímum sem við áttum saman, eins og þegar ég fékk að fara út á sjó með þér í stóra skipinu og sitja í skipstjórasæt- inu þínu, því gleymi ég aldrei. Og þegar ég var lítil fannst mér alltaf jafn skemmtilegt þegar þú komst til Ólafsvíkur á Stapafellinu og stoppað- ir í landi í nokkra tíma, þú hafðir þá alveg tíma til að koma heim til okkar í kaffi og alltaf komstu með eitthvað handa okkur barnabörnunum. Þú varst svo sterkur og yndislega hávær og sagðir alltaf skemmtilegar sögur af ferðalögunum þínum með miklum tilþrifum. Þessar sögur ætla ég að segja strákunum mínum sem fengu þann heiður að vera hluti af lífi þínu, þótt það væri ekki nema í stuttan tíma, en ég sé til þess að þeir muni aldrei gleyma Georg afa sínum. Ég gæti endalaust talið upp allar yndislegu stundirnar sem við höfum átt saman og ég mun alltaf geyma þær í hjarta mínu. Ég á eftir að sakna þín svo óskaplega mikið en ég veit að nú líður þér miklu betur. Þú ert laus úr veikum líkama og aftur kominn um borð í stóra skipið þitt og kíkir svo í heimsókn til okkar allra í draumi og heldur áfram að segja okkur skemmtilegu sögurnar þínar. Guð veri með þér elsku afi minn. Þín Katrín. Hverfurðu, sól mín, af himinsins brún? Hvort ertu þreytt á að vaka? Hrímnóttin líkklæðir heiðgræn tún, ef þú hylur þig; hvar á að taka þitt ljós og þinn yl, eða roðarún? Réttu mér geisla – og taktu þá aldrei til baka! Brostu mín sól, að ég syngi þér alt – ekki um sorg, heldur gleðina mína! Hefðirðu talið hvert tár, sem valt af titrandi krónum við brottför þína, þá hefðirðu aldrei – og aldrei þú skalt, ylríkust sól meðal sólnanna, hætta að skína! Sól stattu kyrr! þó að kalli þig sær til hvílu – ég elska þig heitar. Þú blindar mín augu’, en þú ert mér svo kær og eins hvort þú skín, eða bæn minni neitar. Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær – þótt þú fallir í djúpið mitt hjarta til geislanna leitar! (SS) Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi … Þessar ljóðlínur koma upp í hug- ann nú þegar við kveðjum ástkæran tvíburabróður, mág og frænda. Síðastliðna daga hafa minningarn- ar streymt um hugann og yljað sál- inni og við fyllumst þakklæti því það er auðlegð að eiga slíkar minningar. Minningar um glaða bernsku og æsku í skjóli ástríkra foreldra og fjöl- skyldu, vinahópurinn stór og um- hverfið á Seyðisfirði kjöraðstæður fyrir athafnasama krakka. Sagt er að umhverfið móti manninn og vissulega mótar það börn að taka þátt í störfum hinna fullorðnu. Snemma kom í ljós að hugur Georgs hneigðist til sjó- mennsku og aðeins 15 ára gamall var hann kominn til sjós. Eftir nám í stýrimannaskólanum réðst hann til skipadeildar SÍS, fyrst sem stýri- maður og síðan sem skipstjóri. Hann var afar farsæll skipstjóri og naut virðingar í starfi. Við Georg vorum afar nánir eins og þeir einir þekkja sem eru tvíburar. Milli okkar var sterkur ósýnilegur þráður og vorum við mjög næmir hvor á annars líðan. Starf hans hafði oft í för með sér langar fjarvistir og eðlilega nýtti hann frítímann með fjölskyldu sinni. En við fórum gjarn- an ef færi gafst saman í veiði, bara tveir einir. Georg var dulur og flíkaði ekki til- finningum sínum en engum duldist ást hans og umhyggja fyrir konu sinni og börnum. Barnabörnin og langafabörnin áttu svo sinn þátt í að fylla líf hans gleði. Það var mikið áfall þegar Georg greindist með hinn erfiða sjúkdóm parkinson sem gerði það að verkum að hann varð að láta af störfum að- eins sextugur að aldri. Það var aðdá- unarvert hvernig hann tók örlögum sínum og ræddi helst ekki veikindi sín. Georg naut umhyggju fjölskyldu sinnar og dvaldi á heimili sínu eins lengi og hægt var. Ekki er ofsagt að þar var hlutur Önnu, konu hans, stærstur er hún annaðist hann af mikilli ást og umhyggju meðan stætt var. Síðastliðið ár dvaldist Georg á Droplaugarstöðum þar sem hann naut góðrar umönnunar og fyrir það ber að þakka. Að leiðarlokum viljum við þakka ástkærum tvíburabróður, mági og frænda samfylgdina og allt það sem hann var okkur. Elsku Anna okkar, Jóhanna, Stef- án, Berglind og fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð blessi ykkur. Garðar, Hulda og fjölskylda. Í dag kveð ég elskulegan Gogga frænda minn. Minningarnar sæki ég helst til æskuáranna þegar hann var í landi og fjölskyldurnar hittust. Goggi frændi hafði alltaf lausa stund handa mér og athugaði hvernig frænka hefði það og var alltaf áhugasamur um mína hagi og velferð. Í mínum huga var Goggi glaðvær og skemmti- legur frændi og það fylgdi honum ævintýraljómi þegar hann sagði sög- ur af sjónum. Ég vil þakka Gogga frænda samfylgdina í gegnum lífið og allar skemmtilegu stundirnar. Tví- burastrengurinn milli hans og pabba er ekki rofinn þótt Goggi sé farinn nú. Ég veit þið munuð fylgjast að alla tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Önnu, Jóhönnu, Stefáns, Berg- lindar og fjölskyldna. Biðjum englana að passa Gogga frænda og vaka yfir ykkur. Ragnhildur Scheving, Inga H. Stefánsdóttir. Í dag kveðjum við föðurbróður okkar Georg Scheving sem lést mánudaginn 27. ágúst s.l. á Drop- laugarstöðum. Georg var fæddur og uppalinn í Brekku á Seyðisfirði ásamt Garðari tvíburabróður sínum, en þeir eru yngstir af sjö systkinum. Ekki komust nema fjögur systkin- anna á fullorðinsár að föður okkar meðtöldum. Guðmundur og Haraldur dóu í bernsku og Anna dó 18 ára göm- ul úr berklum. Alla tíð hefur verið mjög náið og kært samband á milli föðursystkina okkar, þrátt fyrir að Georg, Garðar og Dóra hafi valið sér búsetu í Reykjavík en pabbi á Seyð- isfirði. Georg fór ungur í stýrimannaskól- ann. Að námi loknu starfaði hann á sjónum, ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri. Við vorum mjög stolt af því að eiga frænda sem var skipstjóri á stóru olíuskipi, en einmitt af þeim sökum kom hann oftar í heimsókn til okkar á Seyðisfjörð en hann hefði annars gert. Það var ekki ósjaldan sem Georg hringdi og lét vita að hann væri að koma í land með olíu. Við krakkarnir biðum oft spennt við gluggann og fylgdumst með þegar Stapafellið kom að landi. Það fylgdi því alltaf einhver eftirvænting og spenna þegar von var á Georg. Því fylgdi yfirleitt pönnuköku- og kaffi- ilmur sem ilmaði betur en flest ann- að. Húsið fylltist einnig ólýsanlegri hlýju og umhyggju. Georg var líka einstaklega þægilegur og hlýr maður sem bjó yfir miklu jafnaðargeði. Hann laðaði alla að sér með sinni ró- legheita framkomu, sérstaklega börn. Undirrituð minnist þess hvað Billa systir var hænd að honum þegar hún var lítil og síðar sonur minn sem hreinlega skreið upp í hans hlýja fang og sat þar þangað til Georg fór. Sam- band pabba og Gerorgs var sérstak- lega sterkt. Stundum vakti pabbi fram eftir nóttu til að geta hitt bróður sinn ef skipið kom seint að landi og stoppaði stutt. Georg átti farsæla starfsævi og hamingjuríkt líf. Það var því mikið áfall fyrir fjölskylduna þegar Georg greindist með parkinsonsveiki, sem m.a. orsakaði það að hann varð að láta af störfum fyrr en ella. Veikindi Georgs tóku töluvert á fjölskylduna en þó mest á hann sjálfan og Önnu konu hans. Kæri Georg, nú er þrautargöngu þinni lokið. Við systkinin í Firði kveðjum góðan dreng og þökkum samfylgdina í þessu lífi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Elsku Anna, Jóhanna, Stefán, Berglind og fjölskyldur. Ykkur send- um við okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd systkinanna í Firði 1. Guðrún Katrín Árnadóttir. Kveðja frá Oddfellowbræðrum Góður vinur og bróðir í stúku okk- ar, Georg S. Scheving skipstjóri, er í dag borinn til grafar eftir nær ára- tugar baráttu við illvígan sjúkdóm, sem lagði hann að velli fyrir aldur fram. Georg gekk í Oddfellowstúkuna Þorgeir árið 1975 og starfaði þar alla tíð af miklum áhuga og fórnfýsi að mannúðarmálum reglunnar, þótt hann vegna starfa sinna á sjónum gæti löngum ekki tekið reglubundinn þátt í fundum og annarri starfsemi stúkunnar. En fyrir um áratug, þeg- ar hann greindist fyrst með sjúkdóm- inn, kom hann alfarið í land og eftir það tók hann virkan þátt í fé- lagsstarfinu eins lengi og kraftar hans leyfðu. Vart er að efa að félagsskapurinn og hugsjónir Oddfellowreglunnar hafi átt nokkurn þátt í því að auð- velda Georg þær þrautir sem hann átti við að etja á síðustu árum. En okkur félögum hans var hlý nærvera hans ekki síður mikilvæg, og að leið- arlokum skilur hún eftir dýrmætar og lærdómsríkar minningar í huga okkar um ljúfan, traustan og æðru- lausan mann. Þær munu lifa lengi með okkur. Fyrir hönd Oddfellowbræðra í stúkunni Þorgeiri þökkum við sam- fylgd góðs félaga og vinar og kveðj- um hann með söknuði. Eiginkonu Georgs, Önnu, og öðr- um ættingjum vottum við innilega samúð. Stjórn stúkunnar nr. 11, Þorgeirs IOOF. Látinn er heiðursmaðurinn Georg Stefánsson Scheving skipstjóri. Hann lést eftir langvarandi veikindi. Það er sárt að sjá á bak þessum trausta, yndislega manni, sem hefur mátt þola afleiðingar parkinsons- sjúkdómsins í mörg ár, en aldrei heyrðist frá honum æðruorð. Við hjónin höfum átt því láni að fagna að eiga vináttu og tryggð þeirra hjóna, Georgs og Önnu, frá því að þau hjónin kynntust ung að árum. En við Anna höfum þekkst og um- gengist hvor aðra frá barnsaldri og erum nátengdar. Þær eru margar gleði- og ánægju- stundirnar sem fjölskyldur okkar hafa átt saman, á heimilum okkar, í ferðalögum um landið, veiðiferðum og ferðalagi erlendis með börnum okkar, sem er ógleymanlegt. Einnig er Vestfjarðaferðin okkur minnis- stæð, þegar við 10 manns vina- og frændfólk fórum saman um Vestfirð- ina, á æskuslóðir Önnu og okkar fleiri úr hópnum. Alltaf var Georg sami trausti og hógværi maðurinn, tilbúinn að leið- beina eða rétta hjálparhönd og sam- viskusamari mann er ekki auðvelt að finna. Framkoma Georgs var ein- staklega fáguð og hann var mikill herramaður í allri framkomu, en glaðvær og glettinn í vinahópi. Aldrei heyrðum við hann tala illa um nokk- urn mann. Nú er lífsgöngu hans lokið. Þegar við hjónin kvöddum hann stuttu fyrir andlátið var hlýja, trausta handtakið hans það sama og áður var, það sagði svo margt, þótt engin orð fylgdu, því honum var varnað máls. Anna mín, þú ert hetja hvernig þú hefur sýnt manni þínum ást og tryggð, hlúð að honum á allan hátt sem mögulegt var og það eru ekki margir dagarnir sem þú hefur ekki setið við sjúkrabeð Georgs í hans löngu veikindum. Guð veri með þér, börnum, fjöl- skyldum þeirra, barnabörnum og langömmubörnum. Veri Georg Guði falinn. Skúlína, Svavar og börn. Það er erfitt að kveðja góðan vin og sárt að sjá hvernig illvíg veikindi geta leikið hraustan mann. Georg var Seyðfirðingur að upp- runa og um æðar hans rann mikið austfirskt blóð. Æskustöðvarnar voru honum kærar, svo og Austur- land allt. Kynni okkar hófust fyrir nokkrum áratugum og eftir að við fjölskyldan fluttum í Kópavoginn urðu þau kynni náin og góð. Við hittumst við öll möguleg tækifæri og fórum saman í fjölmarga veiðitúra og aðrar ferðir. Ég man vel veiðitilraunirnar í Laxá í Aðaldal og veru okkar á Narfastöð- um, veiðiferðirnar á Arnarvatnsheiði og dvölina á Hvoli við Vestur-Hóp. Fleira mætti upp telja. Minnisstæð er ferðin með „sexun- um“ um Vestfirði og öll gleðin í þeirri ferð. Ekki mun ég gleyma söngnum á Kirkjubóli í Korpudal þegar Georg og Friðbjörn sungu dúettinn og Anna sat við orgelið. Minningarnar um allar góðu og gleðiríku stundirnar sem við áttum saman sækja á. Hvernig má helst lýsa Georg? Hann var gull af manni, fjalltraustur, greiðvikinn og glettinn. Hann var trúr og sannur vinur vina sinna og einstakur félagi í alla staði. Georg var sjómaður allan sinn starfsferil. Hann sigldi á Sam- bandsskipunum og var yfirmaður þar til fjölda ára. Síðast var hann skips- stjóri á Stapafellinu og og gjörkunn- ugur ströndum landsins. Hann var farsæll og vinsæll stjórnandi, gætinn og athugull. Menn sem vegna atvinnu sinnar eru lengi fjarri heimili sínu verða að treysta eiginkonunni fyrir öllu dag- legu amstri. Anna stóð svo sannar- lega undir því sem á hana var lagt og uppeldi barnanna þriggja var auðvit- að drjúgur þáttur í því. Þá er ástæða til að minnast trú- mennsku hennar og dugnaðar í veik- indum Georgs. Alltaf boðin og búin í ást og hlýju. Við vottum Önnu, Jóhönnu, Stef- áni, Berglindi, mökum þeirra og af- komendum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að veita þeim huggun í raun. Systkinum Georgs, ættingjum og vinum vottum við okkar innileg- ustu hluttekningu. Þórólfur og Kristín. Georg St. Scheving Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.