Morgunblaðið - 05.09.2007, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Steinunn JanaSigurey Guð-
jónsdóttir fæddist
á Gíslabala í Ár-
neshreppi í
Strandasýslu 17.
nóvember 1916.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
vangi fimmtudag-
inn 23. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar Jönu voru
Guðjón Steindór
Guðmundsson,
bóndi í Litlu-Ávík í
Árneshreppi frá 1922 til ævi-
loka, f. 9. febrúar 1883, d. 2.
janúar 1947, og Guðrún Sigur-
borg Jónsdóttir, f. 13. des. 1881,
látin. Jana átti tvær systur,
Þórdísi Jónu, bjó í Litlu-Ávík,
fyrri maður Magnús Sveinbjörn
Guðbrandsson frá Veiðileysu,
seinni maður Guðjón Jónsson,
og Guðmundu Kristveigu, gift-
ist Jóhanni Andréssyni, bjuggu
þau lengst af á Bassastöðum við
Hólmavík. Þær eru báðar látn-
ar.
Árið 1949 giftist Jana
Jóhanni Fr. Vigfússyni, vél-
stjóra, d. 10. nóvember 1981.
Foreldrar hans
voru Vigfús Benja-
mínsson, látinn, og
Sigurborg Krist-
jánsdóttir, f. 6.
apríl 1888, d. 19.
nóvember 1964.
Jana og Jóhann
eignuðust tvö börn,
þau eru: a) Jóna
Sigurborg f. 25.
desember 1948,
gift Kristni Erlendi
Guðnasyni raf-
virkja, þau eiga tvo
syni, Jóhann Arnar
vélfræðing, f. 25. október 1975,
og Vigfús Þór prentara, f. 13.
nóvember 1977. b) Frímann, vél-
stjóri, f. 21. nóvember 1950, d.
31. mars 1993. Sonur Frímanns
og Stefaníu Þórnýjar Þórðar-
dóttur er Davíð Már, f. 16. októ-
ber 1978.
Jana og Jóhann hófu sinn bú-
skap í Skerjafirði. Fluttu síðar
til Keflavíkur og að lokum til
Hafnarfjarðar og þar bjuggu
þau til æviloka, lengst af á
Krosseyrarvegi 1.
Útför Jönu verður gerð frá
Hafnarfjarðarkapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Í dag kveðjum við hana Jönu.
Síðustu árin dvaldi hún á Hjúkr-
unarheimilinu Sólvangi og leið
henni ákaflega vel þar og viljum
við fjölskylda Jönu þakka öllu
starfsfólki á Sólvangi fyrir frábært
starf, einkum viljum við færa
þakkir til 3. hæðar, því þar dvaldi
Jana.
Á hverjum degi fór hún í föndur-
stofuna og starfsfólk þar fær sér-
stakar þakkir. Hún hafði gaman af
handavinnu og hlakkaði alltaf til að
fara í föndrið.
Hún kom um hverja helgi heim
til okkar, hún var klædd og á róli
til hinstu stundar. Hún bjó hjá
okkur alla tíð eftir eftir að maður
hennar lést 1981 og fyrr, því hann
var sjómaður og oftast langdvölum
að heiman, því er skrítið að engin
Jana sé lengur hjá okkur en við
vitum hana nú á góðum stað og
þökkum henni samfylgdina.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Jóna, Kristinn,
Jóhann og Vigfús.
Steinunn Jana Sigurey
Guðjónsdóttir
Ný stígvél, nýjar
gallabuxur, ný skyrta
og blár vinnujakki. Í brjóstvas-
anum óátekinn pakki af Viceroy-
sígarettum og kveikjari. Tvíblaða
hakinn klauf loftið og það boga-
dregna risti mosa og lyng ofan af
þúfu. Aftur á loft og í þriðja sinn
sökk það í mjúka moldina, rótaði
henni upp, hófst enn á loft og nú
sneri hitt blaðið niður, örlítið
frambogið og skar lóðréttan vegg í
Eiríkur Björgvin
Eiríksson
✝ Eiríkur Björg-vin Eiríksson
fæddist í Dagverð-
argerði í Tungu-
hreppi í N-Múla-
sýslu 16. desember
1928. Hann lést á
elliheimilinu Grund
25. ágúst síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskapellu 3. sept-
ember.
holuna sem komin
var. Ég lagði rætur
stafafurunnar við
hann og huslaði að,
sparkaði í með hæln-
um og hjó í svörðinn
á ný, hálfu öðru
skrefi framar. En þar
með kláruðust plönt-
urnar úr körfunni og
orðið tímabært að
taka pásu. Settist á
þúfu og tók af mér
stígvélin því það var
heitt í veðri þennan
dag í júní sumarið
1966 í skóginum fyrir innan Atla-
víkurlæk.
Eiríkur settist niður líka á aðra
þúfu í seilingarfjarlægð, móður af
erfiðinu og sveittur um þunnhærð-
an kollinn. Fór í vasann á upplit-
aðri, ófóðraðri úlpu með ásaumaðri
framlengingu á ermum og fiskaði
upp lúið Half & Half tóbaksbréf.
Dró upp úr því pípuhaus, slitinn af
áralangri barsmíð utan í fjárhús-
stoðir og grjótveggi og nærri
sléttfullan af hörðu seti, stuttan
hólk úr óskilgreindu efni og gat-
slitið munnstykki við einhvern
annan pípuhaus og byrjaði að raða
þessu saman. Sótti að því búnu
sígarettustubb í tóbaksbréfið og
muldi niður í hausinn þau fáu korn
sem hann rúmaði og gerði sig lík-
legan til að kveikja í með eldspýtu
sem hann þó fann enga nema
brunnar í eldspýtustokk sem var í
stíl við tóbaksbréfið. Horfði
stórum, útstæðum, vatnsbláum
augum fram fyrir sig, hóstaði
nokkrum sinnum, stakk öllu í
úlpuvasann aftur, greip saman
höndum um hnén og sat hreyfing-
arlaus. Ég horfði í þunglyndislegri
angist á þennan nýfengna vinnu-
félaga minn. Fermingarúrið frá í
hittifyrra silaðist varla áfram
þennan morgun og boðaði að kom-
andi 3 vikur sem þessi gróðursetn-
ing tæki yrðu eilífð. Ég tók Vi-
ceroy-pakkann úr vasanum,
spretti honum upp, sló fram 3 eða
4 sígarettum til hálfs og meira í
rælni en af ásetningi bauð ég Ei-
ríki. Með eldsnöggu viðbragði
hófst beinaber höndin á loft og
löngum fingrum greip hann sígar-
ettuna, braut af henni filterinn og
stakk öfugri milli vara sér. Ég
gerði minni sömu skil og kveikti í
hjá okkur báðum. Við höfðum ekk-
ert sagt þennan morgun er við
hittumst fyrsta sinni og sögðum
ekkert enn, bara reyktum filter-
lausar Viceroy-sígarettur og gónd-
um, Eiríkur út í fjarskann, ég á
nýju stígvélin mín sem þarna lágu.
Þannig algerlega upp úr eins
manns hljóði hefur Eiríkur upp
raust sína, í fyrstu djúpa en svo
skærari og loks skræka á síðustu
atkvæðunum: „Þakka þér fyrir, fé-
lagi!“
Sannarlega urðum við félagar.
Eiríkur var mikill andi, skarp-
greindur, stálminnugur, óháður og
ótrúlega frjáls miðað við veraldleg
kjör sín. Kímnigáfan óbrigðul og
kætin ólgandi. Á augabragði var
hugur hans kominn víðsfjarri í
stað og tíma og sögur og fróð-
leikur streymdu af vörum hans af
fádæma nákvæmni og andagift. Í
fimm sumur gróðursettum við tug-
þúsundir trjáplantna saman,
sveittir og kátir, við þúsundir
sagna og þúsundir hlátra. Það var
gott líf, félagi.
Gunnlaugur Sigurðsson
frá Hallormsstað.
Þriðja september
sl. hefði Þorbergur
Gíslason átt að halda
upp á sinn 22. afmælisdag ef hann
hafði ekki þurft að yfirgefa þennan
heim svona fljótt. Hann var í
blóma lífsins og átti svo margt eft-
ir, en það sem hann hafði gefið
þessum heimi var svo mikið og
held ég að allir sem þekktu hann
geti tekið sér svo margt til fyr-
irmyndar frá honum til að lifa eft-
ir. Heiðarleiki, hreinskilni og
traust eru orð sem lýsa honum
mjög vel, hann var vinur í raun
sem hægt var að treysta á hvenær
sem var.
Ég minnist hans frá því skipti
sem ég hitti hann síðast, sem var í
útskriftinni hans. Hann var svo
stoltur og glaður að það hefði ekki
getað farið fram hjá nokkrum
manni sem þar var að hann var að-
almaðurinn þetta kvöld, það geisl-
aði svo af honum. Við áttum gott
kvöld saman þarna eins og svo oft
áður.
Þegar við unnum saman á
Grand þá var sú stund sem ég
hlakkaði alltaf mest til þegar ég
skutlaði honum heim eftir vinnu.
Þá gátum við rætt um allt milli
Þorbergur
Gíslason Roth
✝ ÞorbergurGíslason Roth
fæddist 3. septem-
ber 1985. Hann
fórst í bílslysi í
Norðurárdal að-
faranótt 8. júlí síð-
astliðins og var út-
för hans gerð frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 17. júlí
sl.
himins og jarðar og
það sem hann gat tal-
að um var ótrúlegt.
Hann var alltaf að
segja manni frá ein-
hverju sem maður
hafði aldrei spáð í,
sem var samt svo
fróðlegt og skemmti-
legt. Það sem var
líka svo gott við Þor-
berg var að ef eitt-
hvað var að angra
mann þá var hann
alltaf í því að hressa
mann við. Það var
ósjaldan sem ég hringdi í hann
bara svona til að heyra í honum
hljóðið og mér leið alltaf betur eft-
ir það.
Þær eru svo margar góðar
minningar sem ég á um þennan
dreng sem fá mann til að brosa í
gegnum tárin. Það sem hægt var
að fá hann til að gera og það sem
hann tók upp á var svo margt
ógleymanlegt og eitthvað sem eng-
inn annar en hann hefði gert.
Ég sendi fjölskyldu Þorbergs
allan minn stuðning og bið góðan
guð að styðja þau. Elsku Bergur
minn takk fyrir allt sem þú hefur
gefið mér, þú varst einn af mínum
bestu vinum og mun ég ávallt
geyma minningu þína í hjarta
mér …
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Magnús Már Byron
Haraldsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er
um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast
er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að
senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningargreinar
FRÉTTIR
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
DANÍELS G. EINARSSONAR,
Sundlaugavegi 18,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki L1 á Landa-
koti fyrir alúð og umhyggju þann tíma sem hann
dvaldi þar.
Eva Þórsdóttir,
Sigurberg Hraunar Daníelsson,
Kristinn V. Daníelsson, Unnur Garðarsdóttir,
Sigríður I. Daníelsdóttir, Þórður R. Guðmundsson,
Þór Ingi Daníelsson, Anneli Planman,
Einar Daníelsson, Kristjana Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
SJÓKLÆÐAGERÐIN 66° norður
hefur aukið umsvifin með opnun
tveggja nýrra verslana, í Kaup-
mannahöfn og Vilnius, höfuðborg
Litháens. Fyrirtækið er stærsti
framleiðandi útivistarfatnaðar á Ís-
landi og vörur frá fyrirtækinu eru
seldar í verslunum í 15 löndum
bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
Verslunin sem nú hefur verið
opnuð í Kaupmannahöfn er sú
fyrsta sem opnuð er undir merkinu
66°North í Danmörku og með opn-
uninni er farið að óskum viðskipta-
vina 66° norður sem lengi hafa beð-
ið eftir verslun í Danmörku.
Verslunin er í gömlu sláturhúsi í
miðbænum og er stíllinn á henni
hrár með tilvísun í gamla tímann
með innréttingum. Við opnunina
voru framleiddir sérstakir númer-
aðir 66°North-bolir sem seldir
verða í skamman tíma.
Ný verslun 66°
norður í Vilnius
Í JANÚAR síðastliðnum tók til
starfa forvarnaskóli þar sem boðið
er upp á nám fyrir þá sem vinna að
forvörnum og útskrifuðust fyrstu
nemendur skólans sl. vor.
Nemendur Forvarnaskólans læra
að gera forvarnaáætlanir og verk-
efnisstjórnun, grundvallaðar á nýj-
ustu rannsóknum um árangur.
Áhersla er lögð á að nemendur geti
að loknu náminu sett upp og verk-
stýrt forvarnaáætlunum.
Námið við skólann er viðurkennt
af hálfu alþjóðasamtakanna
IC&RC.
Síðustu forvöð eru að skrá sig í
nám á haustönn. Námsgjald fyrir
önnina er 175.000 krónur. Umsókn-
areyðublöð fást hjá Ráðgjafarskóla
Íslands, netfang: stefanjo@xnet.is.
Nám í
forvörnum
MARYAM Namazie flytur fyrirlest-
ur á vegum Alþjóðamálastofnunar,
Siðmenntar – félags siðrænna húm-
anista og Skeptíkusar. Erindið kall-
ar hún „Afneitun trúarinnar, fyrrum
múslimar og áskoranir pólitísks ísl-
ams“. Í erindinu ræðir Maryam þró-
un pólitísks íslams í Evrópu og leiðir
til að vinna gegn áhrifum þess. Hún
fjallar einnig um það hvernig verja
þarf algild mannréttindi.
Maryam Namazie fæddist í Teher-
an en flúði ásamt fjölskyldu sinni ár-
ið 1980 í kjölfar klerkabyltingar-
innar. Hún er aðgerðarsinni sem
berst fyrir mannréttindum, álits-
gjafi um Íran, Mið-Austurlönd, rétt-
indi kvenna, menningarlega afstæð-
ishyggju, veraldarhyggju, siðrænan
húmanisma, trúarbrögð, íslam og
hina pólitísku hlið íslam.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og
aðgangur er ókeypis. Hann verður á
ensku og fer fram í Odda, stofu 101,
kl. 12.15 fimmtudaginn 6. septem-
ber.
Fyrirlestur um
pólitískt íslam
HÁSKÓLAHÁTÍÐ að hausti verður
haldin í Háskólanum á Bifröst laug-
ardaginn 8. september næstkom-
andi. Athöfnin hefst klukkan 14.
Í fréttatilkynningu frá skólanum
segir að útskrifaðir verði 60 nem-
endur með BA og BS gráður; 16 úr
félagsvísindadeild, 32 úr lagadeild
og 12 úr viðskiptadeild. Þá munu 4
nemendur útskrifast úr meistara-
námi. Við athöfnina verður flutt
tónlist og verðlaun veitt fyrir góðan
námsárangur. Dr. Ágúst Einarsson
rektor flytur hátíðarræðu.
Nemendur Háskólans á Bifröst
hafa aldrei verið fleiri en þeir eru
nú á haustdögum eða um 1100 tals-
ins. Umsóknir um skólavist fyrir
skólaárið 2007 – 2008 voru um 900
talsins og þar af fengu 600 skólavist.
Háskólahátíð
og útskrift