Morgunblaðið - 05.09.2007, Page 36

Morgunblaðið - 05.09.2007, Page 36
Flatskjár! hrópuðu barnabörnin, það voru fyrstu viðbrögð þeirra við einni af uppáhaldsmyndum afa og ömmu… 39 » reykjavíkreykjavík ALLA þessa öld hefur Úlfur Chaka Karlsson glímt við hvítblæði, en fyr- ir veikindin var hann mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og á morgun, fimmtudag, verða tónleikar til styrktar Úlfi í Iðnó. Tónleikarnir kallast Minifestival og hefjast kl. 20, aðgangseyrir er 1.500 krónur og all- ur ágóði rennur til Úlfs. Það er Bogi Reynisson sem á frumkvæðið að tón- leikunum en hann var áður í hljóm- sveitinni Stjörnukisa þar sem Úlfur var söngvari en þeir unnu Músíktil- raunir fyrir röskum áratug. „Við er- um allir góðir vinir Úlfs, allir sem taka þátt í þessu eru vinir hans og kunningjar. Ég setti þetta í gang en svo hefur hópurinn sístækkað.“ Úlfur er núna á spítala að jafna sig eftir meðferð í Svíþjóð sem Bogi segir hafa gengið vel þótt hann sé af- skaplega veikburða ennþá. Ásamt því að vera í Stjörnukisa vann Úlfur mikið í myndlist og meðal annars var skissa sem hann átti notuð í veggspjaldið sem tónleikarnir hafa verið kynntir með. Þá var hann að vinna hjá CCP, fyrirtækinu sem skapaði Eve Online. Unnin kjötvara En hverjir eru það sem spila á tónleikunum? Fyrsta má telja Ba- con, hljómsveit Boga, en nafnið dregur sveitin af því hve tónlistin, rétt eins og kjötvaran, er mikið unn- in. „Tónlistin er búin að fara í gegn- um mikinn prósess, er samin á tölv- ur, þýdd yfir á venjuleg hljóðfæri og fer svo aftur yfir á tölvur.“ Undirtit- ill sveitarinnar er Live Support Un- it, unit-ið sem spilar Bacon-lögin á tónleikum, en auk þess hafa þeir gef- ið út tvær geislaplötur og sú þriðja er á leiðinni. Sex aðrar hljómsveitir til viðbótar spila á tónleikunum, þetta er það sem Bogi hafði um þær að segja: „Pornopop eru ólíkindatól og mögnuð hljómsveit. Þau hafa ver- ið að í áratug en koma bara fram þegar þeim sýnist. The Way Down er neðanjarðarrokkhljómsveit sem var að gefa út plötu hjá nýju ís- lensku útgáfufyrirtæki sem heitir Dead og rafræni trúbadorinn Mr. Silla hefur unnið sér mjög traustan sess í íslensku neðanjarðarsenunni. Svo eru Mínus náttúrlega rokk- kóngar Íslands og Reykjavík! fylgja þeim fast á eftir. Singapore Sling er náttúrlega vel þekkt stærð en þeir deildu lengi æfingahúsnæði með Stjörnukisa rétt eins og Pornopop.“ Styrktartónleikar fyrir Úlf Chaka á morgun Morgunblaðið/Kristinn Bacon Gísli Már, Magnús, Guðmundur, Bogi og Pétur Már.  Það virðist ekki bara á sviði við- skipta sem Íslendingar eru að ger- ast aðsópsmiklir í Danmörku. Þessa dagana ber mikið á íslenskum kvik- myndum þar í landi, en í Morg- unblaðinu í gær var greint frá því að Börn Ragnars Bragasonar og Vesturports keppi til verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn síðar í mán- uðinum. Á hátíðinni verður jafn- framt blásið til Íslandsmyndakvölds þar sem auk Barna verða sýndar Foreldrar Ragnars og Vesturports og Mýrin eftir Baltasar Kormák. Þá eiga Danir þess kost að sjá Börn og Fullorðna í almennum sýn- ingum í dönskum kvikmyndahúsum í október og nóvember. Árlegir bíódagar verða svo haldnir á Norðurbryggju í Kaup- mannahöfn hinn 6. nóvember næst- komandi og þar verður kvikmyndin Köld slóð eftir Björn Brynjúlf Björnsson opnunarmynd. Íslenskt bíó í Danmörku  Vikulega kemur út í New York tímarit sem nefnist Time Out og greinir þar frá því helsta sem er á döfinni á sviði menningar og lista þar hverju sinni. Í nýjasta hefti tímaritsins er sér- staklega mælt með tónleikum hljómsveitarinnar amiinu sem fram fara þar í borg í kvöld. Þar segir gagnrýnandinn meðal annars að „kraft amiinu skuli ekki vanmeta“. Hafið það hugfast. Mælt með amiinu Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is H ann kom með örlitlu geimskipi til jarðar sem kornabarn og var ættleiddur af góðhjörtuðu fólki og virtist hafa hlotið ýmsa óvenjulega hæfileika þegar hann varð eldri. Hann er aðalpersóna teiknisagna sem gengið hafa í áraraðir en hér er þó ekki átt við Kal-El, seinna Súpermann, heldur Þórgný, sem var ættleiddur af víkingum og gat náttúrlega ekki notað gleraugu til þess að dul- búa sig því þann augnabúnað átti enn eftir að finna upp. Fyrstu tvö bindi sagnanna um Þórgný komu nýverið út á íslensku. Þórgnýr heitir Thorgal upp á frummálið, frönsku, en um er að ræða belgíska röð sem belgíski rit- höfundurinn Jean van Hamme hefur unnið með pólska teiknaranum Grzegorz Rosinski og úti eru bækurnar orðnar 29 talsins. Norrænar sagnir gera strandhögg Það er Ingunn Thorarensen sem þýðir bækurnar fyrir Fjölva en hún sá bækurnar fyrst á ferðalagi í Belgíu. „Ég varð mjög hrifin en það varð ekki neitt úr þessu. Þá kemur stúlka sem hefur búið úti í Frakklandi í mörg ár í heimsókn og spyr af hverju ekkert er gefið út af teiknimyndasögum hér. Ég spyr hana hvað við ættum að gefa út og það fyrsta sem hún nefnir er Þórgnýr og þá hugsaði ég með mér að það væri tímabært að við skelltum okk- ur í þetta.“ Ingunn segir þetta mjög vinsælar bækur ytra enda sé þar merkilega mikill áhugi á víkingum og goðafræðinni okkar. „Það kom raunar til mín áðan Portúgali með handrit að bók um sögur úr norrænni goðafræði og bað mig að kíkja á hana, sem sýnir að þetta lifir góðu lífi í Evrópu,“ segir Ingunn sem vonar að Íslend- ingar taki bókunum vel – „og ættu að gera það fyrst þetta gekk svona vel í Frakka og Belga.“ Okkur verður tíðrætt um vöntun á teiknisög- um á íslensku á markaðinn, markað sem var raunar mjög blómlegur þangað til hann hrundi skyndilega í kringum 1990 en áður komu fjöl- margir góðkunningjar íslenskra barna út hjá Fjölva, Iðunni og fleiri forlögum, margir raun- ar á vegum Þorsteins heitins Thorarensen, föð- ur Ingunnar. En skyndilega hurfu teiknisög- urnar nær algjörlega, hvort sem um er að kenna bókasnobbi, áhugaleysi útgefenda eða nýrri afþreyingu. Draumar, tímaferðalög og kvenskörungar Fyrstu bækurnar sem gefnar eru út eru merkilegt nokk númer 7 og 14 í röðinni en í kjölfarið mun bók númer eitt koma út. Ástæð- an er að þær fjalla um æsku aðalpersónanna og eru þær gefnar út í þessari röð að ósk höf- undanna. „En Þórgnýr fer fram og aftur í tíma og inn í drauma sem eru kannski ekki endilega draumar – því hvað eru draumar og hvað er veruleiki?“ segir Ingunn um sögurnar og bætir við: „Þetta gengur samt allt upp, les- andinn er ekki skilinn eftir í lausu lofti, enda er þetta vel planað og plottað hjá höfund- unum.“ Sagan fjallar jöfnum höndum um vík- inga, geimferðir, goðafræði og tímaferðalög – og gamlar sögur um að guðirnir séu geimfarar ganga aftur. Titilpersónan Þórgnýr er þó ekki eina að- alpersóna sagnanna, vinkona hans Árdís er ekki síður mikilvæg persóna. „Hún er mikill kvenskörungur og í mörgum tilfellum sterkari aðilinn af þeim tveimur. Og í sögunum eru sterkar konur að hætti hinna norrænu sagna,“ segir Ingunn sem segir bækurnar höfða jafn- sterkt til stráka og stelpna, já og karla og kvenna vitaskuld. Það á eftir að koma í ljós hversu ör útgáfan verður, það fer allt eftir viðtökunum. „Bæk- urnar komu út síðsumars og allar bókabúðir verða fullar af skólabókum á næstunni – en við förum að markaðssetja þær af alvöru að því liðnu. Ef vel gengur gætu þetta orðið 4 bækur eða jafnvel 6 á ári.“ Voru guðirnir geimfarar? Teiknimyndasögurnar um geimvíkinginn Þórgný koma loksins út á íslensku Þórgnýr „Sagan fjallar jöfnum höndum um víkinga, geimferðir, goðafræði og tímaferðalög – og gamlar sögur um að guðirnir séu geimfarar ganga aftur.“ Og fljúgandi ketti, risa og dverga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.