Morgunblaðið - 05.09.2007, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ASTRÓPÍA kl. 8:30 - 10:30 LEYFÐ
LICENSE TO WED kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára DIGITAL
THE BOURNE ULTIMATUM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
/ KRINGLUNNI
KNOCKED UP MasterCard 2 fyrir 1 FORSÝND kl. 8 B.i.14.ára
KNOCKED UP FORSÝND kl. 8 LÚXUS VIP
DISTURBIA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i.14.ára
DISTURBIA kl. 5:30 - 10:40 LÚXUS VIP
LICENSE TO WED kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.7.ára
ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8:10 - 10:20 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ DIGITAL
THE TRANSFORMERS kl. 5:30 - 10:30 B.i.10.ára
WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeee
- S.V, MBL
SÝND M
EÐ ÍSLE
NSKU
OG ENS
KU TAL
I
Ertu að fara að gifta þig?
Þá viltu alls ekki
lenda í honum!!!
Drepfyndin gamanmynd
með hinumeina sanna
Robin Williams og ung-
stirninu Mandy Moore.
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Þrjár vikur
á toppnum í USA
BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI?
/ ÁLFABAKKA
HLJÓÐ OG MYND
FÁTT er í heimi hér ógeðfelldara en
rotta, eða svo líður vísast flestum sem
lesa þetta. Þrátt fyrir það eru rottur um
margt stórmerkileg dýr,
nánast ódrepandi og út-
sjónarsamar, gáfaðar og
einbeittar. Margir sem
halda rottur sem gæludýr
lofa þær einmitt fyrir það
hve þær eru gáfaðar og
skemmtilegar og eftir að
hafa átt rottu sem gæludýr
get ég svosem tekið undir það. Aftur á
móti eru þær líka ógeðfelldir skaðvaldar,
smitberar sem éta og eyðileggja milljónir
tonna af matvælum um allan heim og
valda milljarðaskemmdum.
Í þessari bók, sem er reyndar líkari
langri blaðagrein en bók, rekur kanadíski
blaðamaðurinn Jerry Langton uppruna
rottunnar frá frumskógum Suðaustur-Asíu
og til þess að hún hefur breiðst út um all-
an heim. Hann segir sögur af samskiptum
fólks um allan heim við rottur, frá mann-
skæðum plágum sem þær (eða réttara
sagt rottuflær) hafa borið um heiminn, frá
notkun þeirra sem gæludýra og rottuati,
skemmdum sem þær valda og hvaða áhrif
þær hafa haft á lífríki víða um heim og
hvernig glíman milli rottu og manns hefur
gengið í gegnum tíðina. Fróðlegt er og að
lesa lýsingu hans á því hvernig brúnrottan
hefur smám saman lagt undir sig heiminn
og svartrottan þurft undan að hörfa
(Selma Lagerlöf lýsir þessum átökum ein-
mitt á mjög dramatískan hátt í sögunni
um Nilla Hólmgeirsson og ævintýraför
hans um Svíþjóð).
Eins og Langton rekur söguna munu
menn ekki ná að vinna fullnaðarsigur í
þeirri orrustu, og í raun líklegra að rottan
eigi eftir að hafa betur þegar allt er skoð-
að. Málið er nefnilega það að rottan er
mun hæfari en maðurinn í flestu, getur
skriðið um örmjó göt (rifin falla saman),
synt dögum saman, étið nánast hvað sem
er, fjölgað sér með ógnarhraða og vegna
þess hve hún þróar hratt með sér ein-
kenni er hún fljót að byggja upp mótstöðu
við eitri.
Rotturnar rokka
Rat eftir Jerry Langton. St. Martins Press
gefur út. 207 síður innb.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. Kalteis – Andrea Maria Schenkel
2. Tannöd – Andrea Maria
Schenkel
3. Millionär – Tommy Jaud
4. Harry Potter and the Deathly
Hollows – J.K. Rowling
5. Der Schrecksenmeister –
Walter Moers
6. Das Spiel der Könige –
Rebecca Gablé
7. Die italienischen Schuhe –
Henning Mankell
8. Kalte Asche – Simon Beckett
9. Am Strand – Ian McEwan
10. Knochen zu Asche –
Kathy Reichs
Der Spiegel
1. A Thousand Splendid
Suns – Khaled Hosseini
2. Play Dirty – Sandra Brown
3. Away – Amy Bloom
4. The Quickie – James Patterson
og Michael Ledwidge
5. The Sanctuary – Raymond
Khoury
6. Sweet Revenge – Diane Mott
Davidson
7. Power Play – Joseph Finder
8. Loving Frank – Nancy Horan
9. The Secret Servant – Daniel
Silva
10. Sandworms Of Dune – Brian
Herbert og Kevin J. Anderson
The New York Times
1. Atonement – Ian McEwan
2. Sword Song – Bernard
Cornwell
3. The Mission Song – John Le
Carre
4. A Spot of Bother – Mark
Haddon
5. The Afghan – Frederick
Forsyth
6. The Other Side of the Bridge –
Mary Lawson
7. Wolf of the Plains – Conn
Iggulden
8. The House at Riverton – Kate
Morton
9. Relentless – Simon Kernick
10. The Kite Runner – Khaled
Hosseini
Waterstones
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
EITTHVAÐ er það við Sherlock
Holmes, sögupersónu Arthurs
Conans Doyles, sem gerir að
verkum að hann hefur haldið velli
í 120 ár.
Vissulega nýtur hann ekki
sömu vinsælda og þegar best lét í
lok þarsíðustu aldar og byrjun síð-
ustu aldar, en enn eru menn að
fjalla um hann, skrifa stælingar
og útúrsnúninga og líka ævisögur
hans. Þannig er bók Nick Renn-
ison sem hér er nefnd til sögunnar
ekki fyrsta „ævisaga“ Sherlock
Holmes og eflaust ekki sú síðasta.
Vitnisburður um liðin tíma
Þó Holmes sé um margt skrípa-
fígúra er hann mannlegur og ofur-
mannlegur í senn, gallaður snill-
ingur, og raunverulegri fyrir
vikið. Hann er líka vitnisburður
um liðinn tíma, þegar lífið var ein-
faldara, tilfinningar hreinni og
heimurinn rökréttari, eða svo
finnst manni í það minnsta þegar
maður les sögurnar af afrekum
hans.
Galdur Nicks Rennisons er aft-
ur á móti sá að draga upp fyllri
mynd en við höfum áður haft af
Holmes, þó að sú mynd sé upp-
diktuð líkt og persónan.
Rennison byggir ævisöguna að
mestu á verkum Conans Doyles,
þeim fjórum skáldsögum og 56
smásögum sem hann skrifaði um
Holmes, en skáldar einnig í eyð-
urnar, býr til ættinga og atburða-
rás sem honum sýnist.
Víða þarf hann að grípa til
ímyndunaraflsins til að greiða úr
flækjunum sem Conan Doyle
skildi eftir sig, enda var hann ekki
ýkja vandvirkur þegar sögulegt
samhengi var annars vegar; særð-
ist Watson til að mynda í öxlinni
eða fætinum, hvernig var með
hjónbandsmál hans og hét hann
James eða John? Öðrum þræði er
bókin svo saga hneykslismála frá
seinni hluta nítjándu aldar og
stórskemmtileg sem slík þó að
stundum sé farið fullhratt yfir
sögu.
Ekki merkilegur litteratúr
Skýringin á þessu er vitanlega
sú að Conan Doyle fannst hann
ekki vera að skrifa merkilegan
literatúr, honum þótti lítið til Hol-
mes koma og vandaði sig lítið við
skrifin, nennti ekki að fletta upp
ártölum eða nöfnum eða atburð-
um sem vitnað var til – hann var
að skrifa fyrir ódýr tímarit og
gerði sjálfsagt ráð fyrir að menn
fleygðu ritinu að lestrinum lokn-
um.
Annað kom á daginn – sögurnar
um Sherlock Holmes gerðu Con-
an Doyle að auðugum manni, þó
að hann hafi jafnan skammast sín
fyrir verkið, og Holmes er orðinn
ein þekktasta bókmenntapersóna
allra tíma, þó að húfan sem við
tengjum við hann sé seinni tíma
tilbúningur.
Sherlock Holmes: The Unaut-
horized Biography eftir Nick
Rennison. Atlantic Books gefur
út. 280 síður innb. með registri.
Forvitnilega bækur | Ævisaga Sherlock Holmes
Gallaður snillingur
Spæjari Sherlock Holmes og John Watson. Eða var það James Watson?