Morgunblaðið - 11.09.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 247. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Forsala í fullum gangi
Frumsýning 15. september
Miðasala: 4 600 200
www.leikfelag.is
FULLKOMIÐ
HELENA ER KOMIN TIL DALLAS OG HÚN ER
MEIRA EN SÁTT VIÐ AÐSTÖÐUNA >> ÍÞRÓTTIR
EINSTÆÐ UPPLIFUN
Á INDLANDI
ÖÐRUVÍSI
FJÖLSKYLDUFERÐ >> 20
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„VIÐ höfum talað fyrir því að menn reyni
að nýta betur þau háhitasvæði, sem þegar
hafa verið virkjuð að hluta, í stað þess að
farið sé inn á ný, ósnortin svæði,“ segir
Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Landverndar, þegar hann er inntur eftir af-
stöðu samtakanna til nýtingar háhitasvæða.
Segist Bergur vilja sjá betri nýtingu hjá öll-
um starfandi jarðvarmavirkjunum á land-
inu. Bergur bendir í þessu samhengi á
djúpborunarverkefni ÍSOR, sem geti ef
vonir nái fram að ganga jafnvel fimmfaldað
vinnslugetu hvers svæðis fyrir sig, auk þess
sem huganlega sé hægt að auka endingu
vinnslusvæðanna til muna.
Í samtali við Ólaf G. Flóvenz, forstjóra
ÍSOR, segir hann að komi eitthvað bita-
stætt út úr rannsóknum á djúpborunum þá
gætu þær skilað einhverju eftir einn til tvo
áratugi. Þegar Bergur er spurður um þenn-
an tímaás segir hann einn áratug vissulega
býsna langan tíma í rekstri fyrirtækis. „En
einn áratugur er afskaplega stuttur tími í
framvindu eins samfélags. Svona ákvarð-
anir þarf að taka á samfélagslegum grund-
velli en ekki til að bjarga ársfjórðungs-
skýrslu einstakra fyrirtækja.“
Frankvæmdir skoðaðar í samhengi
Bergur kallar einnig eftir því að Skipu-
lagsstofnun nýti heimildir til að skoða mats-
skyldar framkvæmdir í heild en samkvæmt
5. gr. laga nr. 106/2000 með lagabreytingu
nr. 74/2005 getur Skipulagsstofnun í „þeim
tilvikum þegar fleiri en ein matsskyld fram-
kvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða
framkvæmdirnar eru háðar hver annarri
[…] að höfðu samráði við viðkomandi fram-
kvæmdaraðila og leyfisveitendur ákveðið
að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sam-
eiginlega“.
Að sögn Stefáns Thors, skipulagsstjóra
ríkisins, hefur tvisvar reynt á þetta, annars
vegar í tengslum við Kárahnjúka árið 2001
og síðan vegna fyrirhugaðra framkvæmda í
Helguvík. Nú reyni á þetta lagaákvæði í
tengslum við umsókn Hitaveitu Suðurnesja
vegna rannsóknaborana á Reykjanesi. Stef-
án segir eðlilegt að reynt sé að fá heild-
arsýn í tengdum framkvæmdum í stað þess
að taka aðeins afstöðu til einstakra þátta
framkvæmda eða einstakra borholna.| 4
Morgunblaðið/ÞÖK
Orkan nýtt Jarðvarmavirkjun Orkuveitu
Reykjavíkur á Hellisheiðinni.
Nýta ætti
svæðin
betur
Of löng bið eftir
tækniframförum?
AFAR fjölmennum félagsfundi Flugfreyju-
félags Íslands lauk ekki fyrr en seint á tólfta
tímanum í gærkvöldi. Þar var að sögn Sig-
rúnar Jónsdóttur, formanns félagsins, gríð-
arlega góð stemning og nánast áþreifanleg.
Um 160 flugfreyjur og -þjónar sóttu fund-
inn en í ágústmánuði voru 605 flugþjónar á
launaskrá Icelandair. „Það er mikil samstaða
innan hópsins,“ sagði Sigrún og bætti við að
á fundinum hefði m.a. verið samþykkt álykt-
un og uppsagnirnar harmaðar. Auk þess var
samþykkt að fara að fordæmi Félags ís-
lenskra flugmanna og vinna ekki umfram
vinnuskyldu.
Sigrún greindi einnig frá því að rætt hefði
verið við stjórnendur Icelandair um mótvæg-
isaðgerðir, s.s. að þeim sem ekki hefur verið
sagt upp verði boðið að taka sér frí, launa-
laust leyfi eða minnka við sig starfshlutfall í
desember til mars. Vonast er til að ástandið
verði betra frá aprílmánuði. | 2
Mikill hiti í flugþjónum
„Mikil samstaða innan hópsins,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands
Uppsagnir harmaðar og samþykkt að vinna ekki umfram vinnuskyldu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HALD hefur verið lagt á á sjö-
unda tug skotvopna í aðgerðum
lögreglunnar það sem af er ári og
er það meira en allt árið í fyrra.
Síðast lagði lögregla hald á af-
sagaða haglabyssu, sem stolið
var á síðasta ári, og riffil í húsi í
miðborg Reykjavíkur um miðjan
dag á sunnudag. Á sama stað
fundust ofskynjunarlyf og fleiri
fíkniefni.
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu handtók karlmann á
fimmtugsaldri og tvær konur á
fertugsaldri í tengslum við hús-
leitina. Þegar lögreglu bar að
garði sat fólkið við neyslu fíkni-
efna en það er grunað um aðild að
þjófnaðarmáli sem tilkynnt var
um fyrr á sunnudeginum.
Við leit í húsnæðinu fundust
líkt og áður segir haglabyssa og
riffill en einnig skotfæri, hnífar
og þýfi auk nokkurs magns af
fíkniefnum, s.s. LSD, amfetamíni
og hassi. Fólkið var allt handtek-
ið og fært í fangageymslur þar
sem það var látið sofa úr sér enda
ekki hæft til samræðna vegna
vímuáhrifa. Því var sleppt að
loknum yfirheyrslum í gærdag.
Að sögn Karls Steinars Vals-
sonar, yfirmanns fíkniefnadeild-
ar lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu, hefur lögreglan lagt
hald á 32 haglabyssur það sem af
er ári, 24 riffla og fimm skamm-
byssur. Á öllu síðasta ári var hins
vegar lagt hald á 38 haglabyssur,
18 riffla og fjórar skammbyssur.
„Þetta eru tölur sem maður
staldrar við,“ segir Karl Steinar
en t.a.m. var aðeins lagt hald á
tvær skammbyssur árið 2005.
„Tölur sem mað-
ur staldrar við“
Morgunblaðið/Júlíus
Afrakstur Þórður Þórðarson að-
alvarðstjóri með byssurnar tvær.
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
YFIRTÖKUNEFND mun rannsaka
hvort yfirtökuskylda hefur mynd-
ast í Tryggingamiðstöðinni eftir að
FL Group eignaðist í gær að fullu
eignarhaldsfélagið Kjarrhólma sem
á 37,75% hlut í TM. Í síðustu viku
eignaðist Glitnir banki 39,8% hlut í
tryggingafélaginu en FL Group er
langstærsti hluthafi Glitnis. Vegna
þessara nánu tengsla mun þykja
ástæða til þess að kanna hvort yfir-
tökuskylda hafi myndast. Þess ber
að geta að þegar kaup Glitnis voru
tilkynnt í síðustu viku kom fram að
bankinn hygðist selja hlutina áfram
en ekki hefur verið greint frá því
hvenær sú sala fer fram eða hverjir
hugsanlegir kaupendur eru. Yfir-
tökuskylda myndast þegar einn eða
fleiri sem tengjast nánum böndum
eignast 40% hlut í fyrirtæki.|13
Rannsaka hvort yfirtöku-
skylda hefur myndast í TM