Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FLUGFJARSKIPTI ehf. munu í lok þessa mánaðar hefja rekstur fjarskiptamastra á gamla varnarsvæðinu í nágrenni Grindavíkur, að sögn Brands Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Flugfjarskipta. Í dag rekur félagið möstur við Rjúpnahæð í Kópavogi, en á því svæði stendur til að byggja og þurfa möstrin því að víkja. Þau möstur verða þó ekki flutt til Grindavíkur heldur munu Flugfjarskipti nota möstur sem bandaríski herinn skildi eftir við fjallið Þorbjörn. Landinu verður skilað í áföngum Brandur segir að möstrin við Rjúpnahæð verði tekin niður og gerður hafi verið samn- ingur við Kópavogsbæ um frágang þess máls. „Við skiluðum hluta af landinu í september í fyrra. Svo gerum við ráð fyrir að gera þetta í áföngum á þessu ári og næsta ári,“ segir hann, en Flugfjarskipti hafa nýtt tæplega 70 hektara land á Rjúpnahæð. Möstrin sem Flugfjarskipti hyggjast taka í notkun í námunda við Grindavík eru um 10-12 talsins, en þau verða notuð til fjarskipta við flugvélar á flugi í íslenska flugstjórnarsvæðinu yfir Norður-Atlantshafi. Fengu ekki að hafa möstrin í Flóahreppi Í fyrra keyptu Flugfjarskipti hluta jarðar- innar á Galtarstöðum í Flóahreppi og hugðust flytja möstrin sem standa á Rjúpnahæð þang- að. Stjórn hreppsins hafnaði hins vegar beiðni Flugfjarskipta um að fá að reisa möstrin þar, en hæð þeirra átti að vera 18-36 metrar. „Við eigum hana ennþá en við höfum ekki tekið neina ákvörðun um hvað við ætlum að gera við hana,“ segir Brandur um jörðina, sem er 86 hektarar að stærð. Hann segir töluverðan kostnað og rask hafa skapast í kjölfar ákvörð- unar hreppsins um að leyfa ekki að möstrin yrðu reist á Galtarstöðum. Stefnt hafi verið að flutningi þangað í apríl á þessu ári, en ekki verði byrjað með starfsemina á gamla varn- arsvæðinu fyrr en í september. Möstrin á Rjúpnahæð verða í notkun þar til fyrirtækið er endanlega flutt á nýjan stað, að sögn Brands. Ný möstur senn í notkun Flugfjarskipti ehf. hefja rekstur 10-12 fjarskiptamastra á gamla varnarsvæðinu í lok mánaðarins Morgunblaðið/Frikki Fjarlægð Flugfjarskipti ehf. reka í dag fjarskiptamöstur á Rjúpnahæð en þar á að byggja. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is NEMENDUR framhaldsskóla og háskóla á höfuðborgarsvæðinu eru um þessar mundir að snúa sér aftur að skólabókunum eftir sumarfríið. Í vetur býðst þeim í fyrsta skipti að ferðast gjald- frjálst með strætó, en þetta er til- raunaverkefni á vegum sveitarfé- laganna sjö. Því verður haldið áfram ef fyrirkomulagið reynist vel. Ekki er annað að sjá en að námsmenn kunni vel að meta þessa búbót og nýti sér frekar al- menningssamgöngur í ár en áður. Líf er að færast í strætisvagnana sem hafa undanfarin misseri ver- ið hálftómlegir á að líta. Morg- unblaðið tók nokkra framhalds- skólanemendur tali þar sem þeir voru á leið í skólann í morguns- árið í gær. Þarf ekki að sníkja far „Ég tek oftast strætó, þá þarf ég ekki að sníkja far með mömmu,“ segir Ágúst Pálsson, en hann setur það ekki fyrir sig að ferðast í fjörutíu mínútur ofan af Norðlingaholti til þess að mæta í fyrsta tíma í Kvennaskólanum. Hann segir að gjaldfrjálsar al- menningssamgöngur gætu orðið til þess að hann festi síður kaup á bíl þegar hann nær bílprófsaldri á næsta ári. „Það er náttúrlega erfitt að redda sér stæði og svona.“ Ása Kristín Einarsdóttir og Óskar Kjartansson leiddust inn í biðstöðvarhúsið við Hlemm og sökktu sér ofan í leiðarkort til þess að finna rétta vagninn í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem þau stunda bæði nám. Þau verða yfirleitt samferða í skólann á morgnana. Ása og Ósk- ar segja mörg skólasystkini sín hafa verið með skólakort í fyrra- vetur og því sé mesta breytingin fólgin í því að námsmenn spari sér nú umtalsverð útgjöld. Þau efast þó um að átakið skili þeim í vagnana sem hafi ekki notað þá áður. Ingunn Sigurðardóttir, nem- andi við Menntaskólann í Hamra- hlíð, tekur strætó vestan af Sel- tjarnarnesi í skólann og er alls um tuttugu mínútur að komast á milli með tveimur vögnum. Hún er ánægð með þessa nýju fyr- irgreiðslu til námsmanna, en seg- ir ferðavenjur sínar ekki hafa breyst þó að hún þurfi ekki að borga fyrir strætóferðirinar leng- ur. Vinir hennar ferðast að henn- ar sögn fæstir með strætó. „Þau eru orðin svo kúl eftir að þau fengu bílpróf,“ segir Ingunn. Guðfinnur Gústafsson stundar nám í tölvunarfræði við Iðnskól- ann í Reykjavík og segir það muna miklu að fá ókeypis í strætó. Það hafi mikil áhrif á þá ákvörðun hans að nota almenn- ingssamgöngur. „Þetta virkar fínt,“ segir Guðfinnur. „Maður er stundum svolítið lengi, en þetta er allt í lagi.“ Byrjaði að keyra vinstra megin Vagnstjórar finna fyrir því að fleiri taka sér far með strætó í haust en áður og þá sérstaklega á álagstímum. Þegar Sigurður Magnússon hóf störf sem strætó- bílstjóri var enn vinstriumferð í Reykjavík, en hann hefur ekið fólki um borgina með hléum síð- an 1963. „Fram undir 1975 voru vagnarnir alltaf fullir fram á kvöld. En núna, – það liggur við að maður sé eins og mannafæla ef maður sér einhvern á stoppi- stöð.“ Hann segir að síðustu daga hafi farþegum fjölgað og líst vel á þessa tilraun borgaryfirvalda til að fá námsmenn í strætisvagn- ana. „Ég hef alltaf verið hlynntur því að það yrði frítt í strætó fyrir alla vegna þess að það marg- borgar sig fyrir borgina.“ Námsmenn kunna vel að meta gjaldfrjálsar almenningssamgöngur Líf að færast í strætisvagnana Um borð Námsmenn í framhalds- og háskólum spara með því að nýta sér gjaldfrjálsar almenningssamgöngur. Á eigin vegum Ágúst þarf ekki lengur að sníkja far með mömmu. MH-ingur Ingunn komin á Hlemm vestan af Seltjarnarnesi. Í Iðnskólann Guðfinnur stundar nám í tölvunarfræði. Strætórómantík Ása og Óskar verða samferða í skólann á morgnana. Í HNOTSKURN »Sveitarfélögin semstanda að ókeypis strætó- ferðum fyrir námsmenn von- ast til að umferðarþungi og mengun minnki meðan á til- rauninni stendur. »Alls njóta nemendur 22skóla á höfuðborg- arsvæðinu góðs af átakinu. Strætókortið, sem dreift hef- ur verið í skólunum að und- anförnu, samsvarar 30.000 króna samgöngustyrk fyrir hvern nema. Morgunblaðið/Frikki GUNNAR Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að í samningi Kópavogsbæjar við Flug- fjarskipti ehf. felist að bærinn kaupi möstrin af þeim. Fyrstu mánuðina sem Flugfjarskipti reki starfsemina frá Grindavík þurfi að sam- keyra möstrin þar og á Rjúpnahæð, en að þeim tíma loknum verði möstrin á Rjúpna- hæð felld. Rjúpnahæð uppbyggð 2010-2011 Kostnaður bæjarins við að fella og fjar- lægja möstrin nemi um það bil 500 milljónum króna. Til stendur að reisa um það bil 450 íbúðir á Rjúpnahæð og verða þær flestar í sérbýli. Gunnar segir að framkvæmdir vegna fyrirhugaðra íbúða séu komnar á fulla ferð og um þessar mundir sé unnið að gatnagerð á svæðinu. Um þriggja til fjögurra mánaða seinkun hafi orðið á verkefninu vegna þess tíma sem það tók að semja við Bandaríkja- menn um notkun mastranna í námunda við Grindvík. Nú sé reiknað með því að hægt verði að hefja húsbyggingarnar af fullum krafti næsta sumar. „Við reiknum með að þetta svæði verði að mestu leyti uppbyggt 2010-2011,“ segir Gunnar. Kostar 500 milljónir að fjar- lægja möstrin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.