Morgunblaðið - 11.09.2007, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Uss, það þýðir ekkert að fletta upp einhverjum gömlum syndum, Pétur minn, ég er nú með
einn hérna á skjánum, og sé ekki betur en að það fari bærilega um hann hjá ykkur, þrátt
fyrir peningaglamrið í þeirri skjóðu.
VEÐUR
Það er sláandi þegar gengið er ummiðborgina í fylgd lögreglu-
manna hversu margir finna sig
knúna til að segja eitthvað við þá,
annaðhvort til að tjá þeim þakklæti
sitt eða úthúða þeim. Fyrir vikið hef-
ur lögreglan engan frið til að sinna
erfiðu og oft vanþakklátu starfi.
Er þetta SS?“ sagði fullorðinn mað-ur með grá-
sprengt hár.
„Nei, eruð þið í
flottu búning-
unum?“ sagði
stúlka í röðinni
við Sólon.
„Þetta eru fá-
vitar,“ hreytti
stúlka út úr sér
sem slagaði eftir
miðjum Lauga-
veginum.
„Þið eruð rosalega fínir,“ sagði
ung kona í rauðri kápu, „er það ný
regla að þið séuð á röltinu?“
„Ég sat bara við borðið og mér
var hent út,“ kvartaði strákur fyrir
framan skemmtistað.
„Nasistar,“ kallaði einn.
„Farðu og sinntu þínu helvítis
starfi,“ kallaði óánægð stúlka.
„Ógeðslega sexí lögga,“ kallaði
önnur.
„Strákar mínir, ég er ánægður
með þetta,“ var kallað út um bíl-
glugga.
„Með lögum skal land byggja,“
var kallað úr röðinni við Oliver.
„Það er gott að vita af ykkur
hérna,“ sagði ung leikkona.
„Þessar löggur eiga að vera
skotnar,“ kallaði önugur maður.
Þetta var aðeins brot af því semStefán Eiríksson lögreglustjóri
og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón
H.B. Snorrason og Hörður Jóhann-
esson fengu að heyra á göngu sinni
um miðbæinn, auk þess sem fólk tók
utan um þá, stundum miður vinsam-
lega, karpaði við þá, kastaði á eftir
þeim bjórdósum og einn gekk svo
langt að reyna að stela húfunni af
Herði.
Hvað á þetta að þýða?
STAKSTEINAR
Stefán
Eiríksson
Virðingarleysi við lögreglu
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!"
:
*$;<
!
" # $ " %
& ' *!
$$; *!
#$ !%
$ &
'
"(
=2
=! =2
=! =2
#'% ) *+ ,
$ -
=7
(
#
& " % "
=
)
*
+ ,"" +,
-."
/ " % 0 1 -.
//
" 0&
")
3'45 >4
>*=5? @A
*B./A=5? @A
,5C0B ).A
1
1
1
2
2
2 1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1 1
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Þröstur Helgason | 9. september 2007
Coetzee stökk ekki
bros en …
JM Coetzee talaði um
málfrelsið í ræðu sinni
við setningu Bók-
menntahátíðar í dag.
Það kom ekki á
óvart. Margrét Attwo-
od talaði líka um mál-
frelsi í ræðu sinni við setningu hátíð-
arinnar fyrir tveimur árum.
Cotezee sagði að heimurinn væri
ekkert betur settur í þeim efnum nú
en fyrir fall múrsins 1989.
Það kom heldur ekki á óvart.
Meira: vitinn.blog.is
Guðný M | 10. september 2007
Mánuður fram yfir!
Ástin, ég er kominn
einn mánuð fram yfir.
Ég er viss um að nú er
ég ófrísk. […] Að
morgni næsta dags
kom maður frá Orku-
veitunni til þess að loka
fyrir rafmagnið, þar sem ungu hjón-
in höfðu ekki greitt síðasta reikning.
Hann hringdi dyrabjöllunni og þeg-
ar unga frúin kom til dyra sagði
hann; „Þú ert kominn mánuð fram
yfir“. „Hvernig í ósköpunum veist
þú það?“ spurði unga frúin.
Meira: gudnym.blog.is
Eydís Hentze | 10. september 2007
Málþroski
Það er því afar mik-
ilvægt fyrir mæður og
feður að vera dugleg
við að tala við og
syngja fyrir hið
ófædda barn. […] Kon-
ur hafa alltaf vitað
þetta, en fóru svo að efast, þegar
þeim var sagt af sérfræðingum að
þetta væri tilgangslaust, að börnin
þeirra skildu ekki eða jafnvel að þau
væru heyrnarlaus. Verum óhræddar
við að fylgja og treysta visku for-
mæðra okkar.
Meira: eydis.blog.is
Anna K. Kristjánsdóttir
| 10. september
Öfgafólk í
umhverfismálum!
Fyrir nokkru síðan var
mín vika í ruslinu í
blokkinni þar sem ég
bý og veitti ég því at-
hygli að komin var
vond lykt í rusla-
geymsluna. Við leit að
orsökum kom í ljós að ein tunnan var
með sprunginn botninn og þar hafði
lekið einhver óþverri niður sem or-
sakaði að þrífa þurfti ruslageymsl-
una og fjarlægja leku tunnuna.
Það var kallað til fundar í hús-
félaginu. Ekki bara vegna þessarar
einu tunnu, heldur vegna fjölda ann-
arra mála sem þurfti að ræða í hús-
félagi þar sem samkomulag er gott
og þar sem íbúarnir eru allir sam-
mála um að gera morgundaginn
betri en gærdaginn. Á fundinum var
samþykkt að fækka um eina svarta
ruslatunnu en taka þess í stað eina
græna tunnu fyrir flokkað sorp og
eina bláa fyrir dagblaðapappír.
Á sunnudagskvöldið voru nokkrir
íbúanna að ræða óformlega um enn
frekari framkvæmdir í stigagang-
inum þegar einn íbúinn sást læðast
út frá sér og ætlaði að setja ruslið í
sorprennuna. Rak þá einhver augun
í að glitti í tóma mjólkurfernu í
ruslapoka íbúans og var honum
snarlega gert að snúa við og flokka
sorpið áður en hann henti því.
Meira: velstyran.blog.isMeira:
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir | 10.
september 2007
Ömurlegur áfanga-
staður í boði einok-
unarflugfélagsins … á
uppsprengdu verði
Þar kom að því að Ís-
lendingar hættu að láta
bjóða sér áfangastaði
eins og Minneapolis.
Hvað þangað á að
sækja er mér óskilj-
anlegt! En það er
örugglega ódýrt að lenda þar því
enginn vill vera þar. Og nógu gott
handa íslensku þjóðinni sem hefur
bara gaman af því að hanga í Mall of
America eða hvað? Meira:
steinunnolina.blog.isMeira:
BLOG.IS
HREYFING er að komast á aðild-
arfélög ASÍ eftir sumarfrí og menn
farnir að huga að viðræðuáætlun fyr-
ir næstu kjarasamninga. Gylfi Arn-
björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ,
segir að þótt ekkert sé enn fast í
hendi sé ljóst að væntingar fyrir
næstu kjarasamninga séu miklar
innan aðildarfélaga sambandsins.
„Menn eru farnir að bera saman
bækur sínar í heimahéraði,“ segir
Gylfi, „og umræður að byrja um
hvernig skynsamlegt sé að haga
sér.“ Hann segir að þó að viðræðu-
áætlunin sé í sjálfu sér einfalt mál,
vilji menn hafa umboðin frá sínum
aðildarfélögum skýrari. „Fram-
kvæmdastjórn Starfsgreinasam-
bandsins fundar á morgun [í dag] og
framkvæmdastjórn Landssambands
verslunarmanna fundaði í síðustu
viku.“
Hann segir að engin launung sé á
því að nú séu talsvert meiri vænt-
ingar en menn hafi séð áður. „Það
tengist því að menn upplifa það
þannig að launafólk hafi að sumu
leyti setið eftir,“ segir Gylfi. „Það er
ljóst að aukið launabil í landinu skil-
ar sér inn í kjarasamninga í vænt-
ingum um að undið verði ofan af
þeirri breytingu.“
Miklar væntingar
„VIÐ HÖFUM verið að benda á að
við lítum á kjarasamninginn sem
lágmarksviðmið en sveitarfélögin
hafa hins vegar kosið að líta á
hann sem hámarksviðmið,“ segir
Björg Bjarnadóttir, formaður Fé-
lags leikskólakennara. Hún mun
funda með formanni leikskólaráðs
Reykjavíkurborgar á morgun þar
sem farið verður yfir ástandið á
leikskólum borgarinnar.
Í yfirlýsingu sem barst frá
stjórn Kennarasambands Íslands,
og Björg skrifar undir ásamt Ólafi
Loftssyni, formanni Félags grunn-
skólakennara, segir m.a: „Stjórn
KÍ skorar á sveitarstjórnarmenn
að grípa nú þeg-
ar til úrræða
sem duga til að
manna lausar
stöður og nýta
sér ákvæði
kjarasamninga
til að greiða
hærri laun en
lágmark kjara-
samninga kveður
á um.“
Um 200 manns vantar til starfa
á leik- og grunnskólum höfuðborg-
arinnar og vonast Björg til að
fundurinn á morgun muni skila
einhverjum árangri.
Björg
Bjarnadóttir
Grípa þarf til úrræða