Morgunblaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista kaup- hallar OMX á Íslandi lækkaði um 2,82% í gær og var hún 7.930 stig við lok dags. Einungis eitt félagið hækk- aði í verði í gær en það var færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 11,7%. Skýrist það af fréttum af olíufundi dótturfélags þess. Mest lækkun varð á bréfum 365 hf. sem lækkaði um 5,3%. Viðskipti í gær voru töluverð og nam heildarvelta dagsins 20,3 millj- örðum króna, þar af var velta í hluta- bréfaviðskiptum 9,1 milljarður. Mest velta varð með bréf Kaupþings, 3,3 milljarðar króna. Mikil lækkun ● RÚSSNESKA orku- fyrirtækið Gazprom hafði hug á að eign- ast bandaríska fjöl- miðlafyrirtækið Dow Jones sem Rupert Murdoch bætti ný- lega við dýrgripasafn sitt. Samkvæmt skjölum sem send voru bandaríska fjármálaeftirlitinu, SEC, var Gazprom ekki eina félagið sem hafði áhuga því alls átti Banc- roft-fjölskyldan, eigendur Dow Jon- es, í viðræðum við 21 aðila um sölu á félaginu. Ekki er ljóst hverjir þeir aðilar eru en nefnt hefur verið að framtaksfjárfestingasjóðurinn Blackstone hafi verið þar á meðal, sem og Gazprom sem að und- anförnu hefur bætt við eignasafn sitt, t.d. með fjárfestingum í land- búnaði. Viðræðurnar náðu þó aldrei á það stig að formlegt tilboð bær- ist. Gazprom hafði áhuga á að kaupa Dow Jones ● NAFNI Greiðslumiðlunar, sem einnig er þekkt sem VISA Ísland, hefur verið breytt og heitir félagið nú Valitor. Í fréttatilkynningu segir að nafnbreytingin komi í kjölfar áherslu- og skipulagsbreytinga inn- an félagsins. Eru þær tilkomnar vegna vaxandi starfsemi félagsins á erlendri grundu og aukinnar breiddar í þjónustu þess. Í frétta- tilkynningunni segir að forsvars- menn Valitor sjái mikil tækifæri í útflutningi tækni og þekkingar og unnt að sækja miklar tekjur út fyrir landsteinana. Greiðslukortamark- aðurinn hafi vaxið ört að und- anförnu og þar eigi sér nú stað mik- il samþjöppun. Þrátt fyrir þessar breytingar muni þjónusta við inn- lenda korthafa ekki breytast. Greiðslumiðlun verður Valitor ● HLUTABRÉF færeyska olíu- leitarfélagsins Atlantic Petroleum tóku kipp í gær þegar tilkynnt var um að rannsóknir á Hook Head-svæðinu undan suðvesturströndum Írlands sýndu vísbendingar um olíu- eða gaslindir. Atlantic Petroleum, sem er með skráð hlutabréf í kauphöllinni á Íslandi og í Kaupmannahöfn, á 10% hlut í félaginu sem framkvæmir bor- anir á þessu svæði. Borun niður á 1,6 km dýpi leiddi í ljós nokkurt magn af vetniskolefnasamböndum, sem sagðar eru gefa vísbendingar um olíu- eða gaslindir. Munu frekari rannsóknir fara fram og í tilkynningu til kauphallar lýsir Wilhelm Pet- ersen, forstjóri Atlantic Petroleum, yfir mikilli ánægju með þessar fyrstu niðurstöður. Vísbendingar um olíu- og gaslindir við Írland Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is RÚSSÍBANAREIÐIN á hlutabréfamörkuðum heimsins heldur áfram. Í gær varð lítil breyting á helstu hlutabréfavísitölum Bandaríkjanna eft- ir hátt fall í lok síðustu viku. Fyrirfram mátti jafnvel búast við því að markaðir vestra myndu jafnvel lækka enn meira enda höfðu markaðir í Asíu lækkað töluvert við lokun í gærmorgun – eftir að tilkynnt var að verg landsframleiðsla í Japan hefði dregist saman á milli ársfjórðunga – og í kjölfarið fylgdu helstu markaði Evrópu. Sú varð líka raunin á fyrri hluta viðskiptadags- ins vestra að þar lækkuðu hlutabréf í verði. Síðan tók Eyjólfur að hressast og hafa fregnir af kaupum breska milljarðamæringsins Joseph Lewis á 7% hlut í fjárfestingarbankanum Bear Stearns eflaust haft þar eitthvað að segja. Lew- is þessi hefur byggt hlutinn upp á und- anförnum tveimur mánuðum en hann hefur einna helst getið sér orð í Bretlandi fyrir að eiga stóran hlut í knattspyrnuliðinu Tottenham Hotspurs. Ólga undanfarinna vikna á fjár- málamörkuðum hefur komið einstaklega illa við bankann, eins og fram hefur komið á síðum Morgunblaðsins, og því mátti jafnvel búast við að einhver reyndi að ná þar völdum. Ólíklegt er þó að kaupin verði til þess að lægja mark- aðsöldurnar endanlega. Eitt af því sem olli evrópskum fjárfestum áhyggjum í gær er að breskir bankar standa í vikunni margir frammi fyrir endurfjármögnun skulda. Upphæðin er um 113 milljarðar dala, jafngildi um 7.374 milljarða króna. Þetta myndi að öllu jöfnu ekki skekja markaði en þar sem kjör á lánsfé hafa ekki verið verri í tvo áratugi verður endurfjármögnunin til þess að kynda enn undir þeim óróa sem nú er greinilegur á mörkuðum. Endurfjármögnun kyndir undir AP Fylgst með Miðlarar á Wall Street. Kaup á stórum hlut í Bear Stearns kættu markaðinn í Bandaríkjunum Mikill ytri vöxtur framundan MIKLAR breytingar eru framundan hjá Straumi- Burðarási en forstjóri bankans, William Fall, kynnti þær fyrir blaðamönnum og fjárfestum í gær. Stefnt er að því að árið 2010 verði bankinn fremstur í flokki fjárfestingarbanka í Norður- og Mið-Evrópu og að hann verði fyrsti valkostur fyr- irtækja á því markaðssvæði. Þá er stefnt að því að tekjur bankans fari yfir 1.250 milljónir evra, eignir yfir 14 milljarða evra, þóknunartekjur verði 75% af heildartekjum og arðsemi eigin fjár verði að jafnaði meiri en 20%. Í máli Fall kom fram að til þess að hægt væri að ná þessum markmiðum innan þess tímaramma sem hann hefur sett sér yrði bankinn að vaxa bæði innri og ytri vexti, þ.e. kaupa fyrirtæki í bland við opnun nýrra starfstöðva á erlendri grundu. Þá væri nauðsynlegt að sameina alla starfsemi undir einu nafni. Fall benti á að bankinn hefði legið undir ámæli fyrir skort á gagnsæi og sagði hann nauðsynlegt að bregðast við því. Stefnt er að því að Straum- ur-Burðarás verði leiðandi á sviði upplýsingagjaf- ar og sem liður í því sagði hann að á næsta ári myndi bankinn sjálfur gefa út spá um afkomu sína og frá og með árinu 2009 verða gefnar úr ársfjórðungsspár. Morgunblaðið/Kristinn Forstjóri William Fall kynnir nýjar áherslur. Group, að það sé allt of snemmt að tjá sig um fyrirætlanir félagsins með TM að svo stöddu. Þetta eru önnur stórviðskiptin sem tengjast tryggingafélaginu á nokkrum dögum en í síðustu viku varð Glitnir banki stærsti hluthafinn í félaginu með 39,8% heildarhluta- fjár. Reyndar kom þá fram að bank- inn hygðist selja hlutinn áfram en ekkert hefur komið fram um hve- nær slík sala færi fram eða hverjir hugsanlegir kaupendur væru. FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ FL Group hefur eignast 37,57% hlut í Tryggingamiðstöðinni (TM) eftir að félagið eignaðist Kjarrhólma ehf. að öllu leyti. Fyrir átti FL Group 45% hlut í Kjarrhólma en aðrir hluthafar voru Sund ehf., 45%, Imon ehf., 5%, og Sólstafir ehf., 5%. Samkvæmt til- kynningu til kauphallar fá Sólstafir og Imon greitt fyrir hlut sinn í hlutafé í FL Group, samtals 90 millj- ónir hluta, sem jafngildir 1,1% hluta- fjár. Ekki hefur fengist gefið upp hvernig Sundi er greitt. Leitt hefur verið að því getum að undanförnu að Tryggingamiðstöðin yrði tekin af markaði, enda viðskipti almennt lítil með bréf félagsins. Spurður um það segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi FL FL Group eignast 37,75% í TM          !  " #$% &%%' 3' '4                                                                      . )%! A  #! D"&%&  #! ; A 2 455 465 9 96 778 84 64 458 55 26 67 5 97 22 755 45 745 6 26   9 99 546 729 5 57 72 797 . 5 244 7 595 6 24 87 9 246 666 5 625 95  657 777 5 765 22  66 2  67 4 827 42 . 29 996 66 7  5 66 6 . 62 5 494 . . 834 4735 9538 7362 3 9832 2382 5823 9836 . 58372 435 53 376 4354 5523 4463 5327 53 238 863 53 773 . 943 . . 834 473 95382 235 38 73 437 5843 73 . 5832 43 593 325 4358 53 463 5324 583 2386 8634 . 723 83 95553 . 4322 0$ )%! A 56 76 7 9 569 56  997 8 . 52 77 9 5 55 75 52 5 94 . 7 5 7 . 55 . . E #! )%! ) %! 5 8  5 8  5 8  5 8  5 8  5 8  5 8  5 8  5 8  7 8  5 8  5 8  5 8  5 8  5 8  5 8  5 8  5 8  5 8   8  5 8  5 8  5 8   6  5 8   8  2 8  567 89  8 ' 7 -& F & A,  )$ F & A, C+! , 0 F & A, F  " ,  C! A B #1! ! *G   F & A, ; A@ #" , !" 1! !, ?&! G0 !,& !,   . % !0  " , D, '!! , : .6;< '  942, -!G , - GH & H:0 C   0 # F & A, 0I &  *G GF & A, ? , JK, , D ## # %!$% , ( ! !$% , 5' = 2;>  ,' L  -   L& F ,  A% , M?N M?N   #   / / M?N @N #     / / E&OP& ! J ! Q # # / / 0D C E-N # #  / / M?NA52 M?N=7 # #  / / verður haldinn fimmtudaginn 13. september 2007 á Nordica hótel kl. 8.30–10.00. Morgunverðarfundur SVÞ Aukið heilbrigði – ábyrgð atvinnulífsins Fundarstjóri Sigríður Anna Guðjónsdóttir Aðgangseyrir 2.500 kr. Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000 Dagskrá 8.00 Innskráning og morgunverður 8.15 Ávarp Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra 8.30 Betri lífshættir – ábyrgð verslunarinnar Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ 8.50 Hollustumerki – Hvað er ég að kaupa? Jónína Þ. Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun 9.10 Með hvaða hætti getur atvinnulífið stuðlað að hollum lífsháttum? Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar 9.40 Undirritun yfirlýsingar H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 - 1 4 5 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.