Morgunblaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 17 SUÐURNES Eftir Júlíus G. Ingason Vestmannaeyjar | Síminn minntist með margvíslegum hætti aldaraf- mælis fyrirtækisins árið 2006 en síðasta athöfnin sem tilheyrði af- mæli fyrirtækisins fór fram inni á Eiði í Vestmannaeyjum á miðviku- dag. Þar var afhjúpaður minnis- varði um það merka afrek Eyja- manna að leggja sæsímastreng úr landi í einkaframkvæmd á árinu 1911. Viðstaddir afhjúpunina voru meðal annars fulltrúar Símans hf. og forstjóri fyrirtækisins, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og bæjarstjórn Vestmannaeyja. Afdrifaríkt símtal Hermann Einarsson, grunn- skólakennari í Vestmannaeyjum, hélt stutta tölu við afhjúpunina og sagði frá því hvað Eyjamenn hefðu mátt leggja á sig árið 1910 til að komast í síma. Þá fóru nokkrir menn að morgni dags sjóleiðina frá Vestmannaeyjum og upp í Land- eyjar þar sem finna mátti símstöð. Luku þeir símtölum sínum síðar sama dag og hugðust sigla aftur heim en þá var orðið ófært og urðu þeir veðurtepptir í tvær vikur. Það þótti því ljóst að full þörf var fyrir símtengingu til Vest- mannaeyja og veturinn 1911 sam- þykkti Alþingi að Vestmannaeying- um væri heimilt að fara út í framkvæmdina en þó með þeim skilyrðum að Landssíminn gæti leyst til sín strenginn sem fyr- irtækið gerði ári síðar og fengu hluthafar í fyrirtækinu sem lagði símstrenginn 15% arð, svo arðbær var framkvæmdin. Mikill samtakamáttur Talið er að framkvæmdin hafi kostað á þessum tíma um 50 þús- und krónur en framreiknað eru það í dag um tveir og hálfur millj- arður. Það er því ljóst að framtak Vestmannaeyinga á þessum tíma var mikið afrek. „Þarna kom í ljós hversu sam- takamáttur Eyjamanna er mikill. Ef við stöndum sameinuð getum við lyft grettistaki en sundraðir er- um við linir,“ sagði Hermann. Afhjúpaður minnisvarði um afrek Eyjamanna Morgunblaðið/Sigurgeir Athöfn Árni Mathiesen fjármálaráðherra, fulltrúar Símans og fleiri gestir sóttu Eyjamenn heim við afhjúpun minnisvarðans á Eiði. Morgunblaðið/Sigurgeir Saga Hermann Einarsson kennari sagði söguna af símastrengnum. Símastrengur lagður úr landi á árinu 1911 Hveragerði | Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fékk á ársþingi Nátt- úrulækningafélagsins afhent við- urkenninguna EUROPESPA sem er gæðamerki Samtaka evrópskra heilsustofnana (ESPA). Innan vébanda ESPA eru 24 heilsustofnanir frá 21 landi í Evr- ópu. Eitt meginverkefni samtak- anna síðustu árin hefur verið að þróa gæðastaðla. Staðlarnir eru veittir stofnunum eftir ítarlega út- tekt og verða þær að standast 80% af kröfum samtakanna til að fá gæðamerkið EUROSPA. Úttektin tekur til 400 mismun- andi atriða, helstu flokkar hennar eru; gæða- og öryggismál, með- ferðar- og hvíldaraðstaða, aðstaða til lækninga, sund-, bað- og gufu- aðstaða, gistiaðstaða, matsalar og eldhúss, annarrar meðfeðr- araðstöðu og frístundamöguleika jafnt á stofnuninni sem og í ná- grenni hennar. Heilsustofnun NLFÍ er tutt- ugasta stofnunin sem fær þessa við- urkenningu hjá ESPA. Það var Joachim Lieber, framkvæmdastjóri ESPA, sem afhenti Gunnlaugi K. Jónssyni, stjórnarformanni Heilsu- stofnunar, viðurkenninguna en hann afhenti hana áfram til Ólafs Sigurðssonar framkvæmdastjóra. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gæði Jan Triebel yfirlæknir, Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Heilsu- stofnunar, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri, Joachim Lieber fram- kvæmdastjóri ESPA og Gunnlaugur K. Jónsson stjórnarformaður. Heilsustofnun fær gæðamerki ESPA Njarðvík | Lionsklúbburinn Æsa í Njarðvík afhenti nýlega gjafir til Íþróttamiðstöðvarinnar í Njarðvík og til Tómstundastarfs eldri borg- ara. Lionskonur færðu Íþrótta- miðstöðinni að gjöf hjartastuðtæki sem að sögn Hafsteins Ingibergs- sonar, forstöðumanns hússins, get- ur skipt sköpum þegar bregðast þarf við á vettvangi áður en sjúkra- bíll kemur á staðinn. Kemur þetta fram á vef Reykjanesbæjar. Starfs- fólk íþróttamiðstöðvarinnar hefur þegar fengið kennslu í notkun tæk- isins sem verður kynnt í öðrum íþróttamannvirkjum bæjarins. Jóhanna Arngrímsdóttir tók við 150.000 kr. styrk Lionsklúbbsins sem veittur var til þátttöku eldri borgara í Landsmóti UMFÍ í sumar. Jóhanna sagði að styrkurinn hefði komið sér vel en einnig hefðu aðrir aðilar stutt vel við bakið á eldri borgurum sem gerði þeim kleift að taka þátt í mótinu án mikils til- kostnaðar. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Styðja tóm- stundastarf Gjöf Estíva Einarsdóttir afhenti Jó- hönnu Arngrímsdóttur gjöfina. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Lestrardrottning og lestrarkóngur voru krýnd í fyrsta sinn á Bókasafni Reykjanes- bæjar síðastliðinn laugardag. Til- efnið var uppskeruhátíð sumarlestr- ar og voru kóngurinn og drottningin vel að heiðrinum komin. Það var Birkir Orri Viðarsson, á sjöunda ári, og Heiðrún Birta Sveinsdóttir, átta ára, sem urðu heiðursins aðnjótandi en þau lásu samtals 58 bækur í sumar. Metþátttaka var í sumarlestrin- um í ár, alls 232 börn lásu 1.571 bók, sem er nokkur fjölgun frá því í fyrra. Viðhalda lestrarkunnáttu Bókasafn Reykjanesbæjar hefur boðið upp á sumarlestur fyrir grunnskólabörn síðan 2004. Mark- miðið með sumarlestrinum er að börnin viðhaldi lestrarkunnáttu sinni yfir sumarið, ásamt því að kynna þeim fjölbreyttan bókakost safnsins og að þau kynnist nýjum heimum með lestri bóka. Einnig er lagt mikið upp úr því að börnin læri að tjá sig um verkin sem þau lesa og með það að leiðarljósi verða þau að skila umsögn um hverja lesna bók til að fá stimpil í bókaskrána sína. Eftir hverjar þrjár lesnar bækur fá þátttakendur verðlaun. Frá því að bókasafnið hóf að bjóða upp á sumarlestur sem einn valkost fyrir börn í Reykjanesbæ í sumarfríinu hefur þátttaka aukist jafnt og þétt. Frá árinu í fyrra fjölgaði þátttakendum um 22 en þátttaka hefur aukist um helming á fjórum árum. Fyrsta uppskeruhátíðin Er þetta í fyrsta sinn sem haldin er uppskeruhátíð en þar kom fram að allar líkur væru á því að sum- arlestrinum yrði lokið með sam- bærilegum hætti á næstu árum. Auk krýningar á lestrarkóngi og lestrardrottningu voru 28 þátttak- endur verðlaunaðir fyrir góðar um- sagnir. Einnig var tekið tillit til þess að þátttakendur læsu bækur sem hæfðu aldri þeirra og getu. Auk þess að uppfylla þessi skilyrði lásu lestrardrottningin og lestrar- kóngurinn flestar bækur; Heiðrún Birta 30 og Birkir Orri 28. Í tilefni af færeysku þema á bókasafninu fengu hátíðargestir innsýn í færeyska menningu og les- in var bókin „Vængjað myrkur“ eft- ir hinn þekkta færeyska höfund Willam Heinesen. Lestrarkóngur og -drottning krýnd Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sumarlestur Heiðrún Birta Sveinsdóttir var krýnd lestrardrottning og Birkir Orri Viðarsson lestarkóngur á uppskeruhátíð sumarlesturs. Þau duglegustu lásu 28 til 30 bækur í sumar Garður | Hafinn er undirbúningur að hátíðarhöldum í tilefni hundrað ára afmælis Garðsins. Afmælishátíð- in verður 15. júní en tímamótanna verður minnst með ýmsum atburð- um á afmælisárinu. Ákveðið hefur verið að efna til ljósmyndasamkeppni á afmælisárinu og verður haldin sýning á afrakstri hennar. Stefnt er að því að efna til sýninga á verkum lista- og hags- leiksfólks úr Garðinum. Þá er búist við að fjölskyldur úr Garðinum muni halda þar ættarmót á afmælisárinu. Gegnum aldirnar hefur verið mik- ið útræði í Garði enda stutt á fengsæl fiskimið. Í Gerðahverfi fór að mynd- ast þéttbýliskjarni skömmu eftir aldamótin 1900. Nú eru liðlega 1500 íbúar í sveitarfélaginu Garði. Auður Vilhelmsdóttir er formaður undirbúningsnefndar vegna afmæl- ishaldsins og með henni starfa Sæ- rún Ástþórsdóttir og Ásgeir Hjálm- arsson. Haldið upp á afmæli Garðsins Garður | Þrjár konur sýna verk sín í Flösinni, veitingahúsinu á Garð- skaga. Sýningin var opnuð 1. sept- ember og stendur út mánuðinn. Listakonurnar eru Þóra Jónsdótt- ir, Inga Rósa Kristinsdóttir og Unn- ur Magnea Sigurðardóttir. Þær sýna um 25 verk. Þar er um að ræða hefð- bundin olíumálverk og verk unnin með blandaðri tækni. Sýna saman í Flösinni ♦♦♦ LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.