Morgunblaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 18
Þetta er ósköp svipað og að stundaíþróttir. Jafnvel þótt maður séþreyttur endurnærist maður á æf-ingunum og upplifir eintóma gleði.“ Svona lýsir Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir starfinu í Selkórnum þar sem hún hefur sung- ið í 20 ár. Undir þetta tekur Páll Gunn- laugsson, kórfélagi Guðrúnar sem hefur þanið raddböndin í sama hóp undanfarin 12 ár. „Það hefur aldrei pirrað mig að þurfa að mæta á æfingarnar því þær hreinsa svo hugann. Það er bara hvíld í því að koma.“ Selkórinn var stofnaður á Seltjarnarnesi árið 1968 sem kvennakór sem síðar varð blandaður. „Það vita allir á Nesinu af Sel- kórnum,“ útskýrir Páll. „Við troðum t.d. reglulega upp á torginu fyrir bæjarbúa og eins syngjum við á hverju ári fyrir gamla fólk- ið á Nesinu. Kórinn er því með svolítið „lókal“ starfsemi.“ Guðrún kinkar hlæjandi kolli. „Svo höldum við alltaf tónleika á Seltjarnar- nesi svo það er ákveðinn þorpsbragur á þessu.“ Skemmtileg blanda fólks Enginn þorpsbragur er hins vegar á tón- listinni sem þau tvö ætla að flytja ásamt fé- lögum sínum og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói á fimmtudag. Þá flytja kórinn og hljómsveitin Völuspá, um 20 mínútna verk eftir Jón Þórarinsson sem fagnar níræð- isafmæli sínu sama dag. „Þetta er ekta íslensk tónsmíð, ótrúlega skemmtileg en um leið furðulegt torf fyrir þá sem koma að því að æfa hana í fyrsta skipti,“ segir Páll og Guðrún heldur áfram. „Margir jesúsuðu sig þegar þeir heyrðu fyrstu tónana en eftir að við fór- um að kafa í nóturnar fannst okkur verkið frá- bært og textinn ekki síðri.“ Bæði hafa þau verið viðloðandi tónlist og kórastarf í gegnum tíðina. Guðrún lærði lengi á píanó og söng í ólíkum kórum, allt frá menntaskóla. Þá tók hún upp á því að fara í söngnám, löngu eftir að hún gekk í Selkórinn. Páll lék í Lúðrasveit Austurbæjar sem unglingur og fór svo að „góla í kvartett“ í kringum landsprófið og í framhaldinu í Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð. En hvað fær arkitekt eins og Pál og mat- vælafræðinginn Guðrúnu til að drífa sig í kór? „Arkitektinn fer til að hitta matvælafræð- ing,“ svarar Páll og Guðrún samsinnir. „Það er auðvitað stór hluti af þessu, að hitta fólk úr ólíkum starfsstéttum. Þetta er mjög skemmti- leg blanda og frábær félagsskapur enda er ofsalega léttur og góður andi í hópnum.“ Fyr- ir utan æfingar einu til tvisvar sinnum í viku eru æfingarbúðir einu sinni á ári þar sem heil helgi er tekin í söng og samveru. Hápunktur kórstarfsins eru þó án efa utanlandsferðirnar en Selkórinn hefur farið í þær nokkrar til jafn ólíkra staða og Sankti Pétursborgar í Rúss- landi og Rómar á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Eins og eldgos Líkt og kórfélagarnir er verkefnavalið býsna fjölbreytt, ef marka má þau Guðrúnu og Pál. „Við höfum nokkrum sinnum sungið með sinfóníunni áður. Svo sungum við með Ragga Bjarna og Eivöru Pálsdóttur í vetur ásamt 40 manna hljómsveit, alvöru söng- leikjalög sem var ótrúlega gaman. Fyrir nokkrum árum sungum við argentínska messu með Bubba Morthens og Jóhanni Helgasyni í Borgarleikhúsinu.“ Þau segja verkefnin því gífurlega ólík. „Það gerir þetta svo lifandi,“ útskýrir Páll. „Eitt- hvað annað en t.d. handboltinn sem er alveg eins í ár og í fyrra. Það er alltaf verið að klifa á því hvað hann sé spennandi en fyrir mér er hann algerlega tilbreytingarlaus. Í kórnum eru alltaf ný og ný verkefni, nýjar hljóm- sveitir, nýir einsöngvarar eða þá að við syngj- um með tríói eða orgeli. Og það heldur manni rækilega á tánum.“ Í því sambandi er samstarfið við Sinfó ekki síst spennandi. „Hljómsveitin er svo jákvæð og það er frábært að fá að koma inn í þetta at- vinnumannaumhverfi,“ segja þau með áherslu. „Vikan fyrir sinfóníutónleika er alltaf mjög skemmtileg því þá hittum við hljóm- sveitina og stjórnandann. Það er alltaf magn- að að koma á fyrstu æfinguna því þá sér mað- ur hljóðfæraleikarana rýna í sínar nótur á sinni fyrstu æfingu og svo er bara talið í. Svo er unnið stíft fram að tónleikum. Það er svakalega gaman að syngja á tónleikum með svona hljómsveit og mikið „kikk“, jafnvel þótt maður sé bara einn af kórnum. Þá verður bara gos – og svo er allt búið.“ Það má því nærri geta að fimmtudagsins er beðið með eftirvæntingu. „Auðvitað hlökkum við til,“ segja þau með áherslu. „Maður verður að hafa svolitla spennu í maganum – annað er ekki hægt.“ ben@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Söngvarar Þau Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir og Páll Gunnlaugsson hafa þanið raddböndin með Selkórnum á Seltjarnarnesi í fjölda ára. Og svo er bara talið í… Það er svakalega gaman að syngja á tónleikum með svona hljómsveit og mikið „kikk“, jafn- vel þótt maður sé bara einn af kórnum. Þá verður bara gos – og svo er allt búið. Selkórinn Verkefnaval í kórnum er fjölbreytt og æfingarnar, að sögn kórfélaga, endurnærandi. |þriðjudagur|11. 9. 2007| mbl.is daglegtlíf Það getur verið erfitt fyrir ný- bakaða foreldra að ná fullum nætursvefni eftir að nýr ein- staklingur kemur í heiminn. » 21 heilsa Það er ekkert mál að fara með börnin til Indlands segja þau Einar Ólafsson og Guðrún Helga Jónsdóttir. » 20 ferðalög LITSTERK klæði á borð við glitrandi sarí er efa- lítið það fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar talið berst að indverskri fatatísku. Þunnar efnislengjur sarísins voru þó víðs fjarri á tískusýningu indverska fatahönnuðarins Rohit Bal sem sýndi nýjustu línu sína í Delí nú um helgina. Með notkun málmkenndra litatóna virðist Bal þess í stað leita innblásturs í vís- indaskáldsögum og myndi fatnaðurinn á mynd- inni til að mynda sóma sér vel í klassískum vís- indaskáldskap á borð við Blade Runner. AP Málmkennd framtíðarsýn Hvað fær arkitekt til að hvíla blýantinn og reglustikuna og skrá sig í kór? Jú, hann fer til að hitta matvælafræðing. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir hitti þá báða og var snarlega komið í skilning um að Selkórinn er miklu meira spennandi en handbolti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.