Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 20
ferðalög 20 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir átta árum fórum viðEinar saman til Indlandsog ferðuðumst um norður-hluta landsins. Við vorum bæði alveg heilluð og okkur langaði til að fara aftur, en litlu dætur okkar komu í heiminn fljótlega eftir þessa ferð og því ákváðum við að bíða þar til nú, þegar sú yngri var orðin fimm ára. Maður fer ekki til Indlands með börnin sín nema vera vel undirbúinn og þau komin á þann aldur að maður treysti þeim til að fara í slíka ferð,“ segir Guðrún Helga Jónasdóttir en hún og maður hennar, Einar Ólafs- son, fóru í sumar til Indlands með dæturnar tvær, Kristínu sjö ára og Katrínu fimm ára, ásamt tveimur eldri börnum Einars, þeim Snædísi 16 ára og Gunnari Loga 14 ára. „Við byrjuðum að skipuleggja þetta um síðustu jól, allir þurftu að fara í sprautur og annað slíkt. Við fengum alls konar viðbrögð þegar við tilkynntum ferðaáætlun okkar og sumir spurðu hvort við værum klikk- uð að ætla með börnin til Indlands. Ég segi fullum fetum eftir þessa ferð: Þetta var ekkert mál og mun auð- veldara en við héldum,“ segir Einar en bætir við að vissulega hafi þau þurft að passa vel upp á börnin og aldrei láta þau víkja frá sér. Blóðsugur, kakkalakkar og rottur „Og það er ákveðin vinna sem fylgir því að ferðast með þessum hætti með fjögur börn og bera allan farangurinn. En þetta er allt þess virði og ótrúlega eftirminnilegt. Auð- vitað komu upp vandamál en við leystum þau, rétt eins og við þurfum að gera í hversdagslífinu hér heima. Snædís var til dæmis fyrst svolítið viðkvæm fyrir blóðsugunum, hit- anum og rakanum. Það var visst sjokk fyrir börnin að koma í svona umhverfi þar sem allt er morandi í skordýrum og þónokkuð um ókræsi- legar rottur og kakkalakka. Moskító- flugurnar voru líka stundum til vand- ræða og krakkarnir áttu erfitt með að borða matinn á Indlandi, því hann er svo sterkur. En þau létu þá bara duga að fá sér mangó, brauð og vatn. Og þau voru fljót að aðlagast og stóðu sig vel. Þegar maður ferðast í svona hóp verða allir að vinna sam- an.“ Fjölskyldan flakkaði um tvö héruð sunnarlega á Indlandi, Kerala og Ta- mil Nadu. „Við vorum ekki með nið- urnjörvað plan, heldur spunnum þetta svolítið af fingrum fram. Snæ- dís var til dæmis mjög dugleg að lesa sér til og hún kom oft með tillögur um hvað við ættum að gera og hvert að fara. Gunnar hafði áhuga á hlutum sem við tókum kannski ekki eftir, eins og til dæmis villihundum, svín- um, kúm og krákum, á meðan við þessi fullorðnu spáðum meira í fólkið og menninguna. En þetta var einmitt svo skemmtilegt og við sáum aðrar hliðar fyrir vikið. Líf undir tjaldi á gangstétt Allt er svo framandi á Indlandi. Til dæmis er það eitt að ferðast með rútu þar mikil upplifun. Það er eins og að vera staddur í túnfiskdós, algjörlega stappað og fólk hangandi utan á.“ Þau gistu á ódýrum gististöðum og gerðu engar kröfur um lúxus. „Þarna er allt annar standard en hér heima og við löguðum okkur að því. Okkur leið eins og við værum útilegumenn þegar við komumst aftur á vestrænar slóðir.“ Einari fannst merkilegast að sjá hvernig fólk getur aðlagast og komist af með lítið og við hvaða aðstæður það getur búið. „Í Mumbai bjuggu til dæmis heilu fjölskyldurnar á gang- stéttum undir tjaldi þar sem hundar, rottur og aðrir gestir gerðu sig heimakomna. Þetta minnir okkur á hversu mikið val við höfum á Vest- urlöndum og hvað vandamál okkar eru mörg hver léttvæg.“ Eitt af því sem þau segja svo frá- bært við Indland er að þar sáu þau alltaf eitthvað nýtt og heillandi á hverjum degi. „Við mælum hiklaust með fjölskylduflakki um þetta land. Þetta er hægt og þetta er ekki galið. Fólk þarf aðeins að vera með opinn hug og tilbúið að taka við hinu óvænta. Það er líka svo dýrmætt að eyða svona miklum tíma með börnunum. Við hvetjum alla til að fara í svona ferð þó ekki væri nema til að kunna betur að meta það sem við höfum.“ khk@mbl.is Apaköttur Gunnar og Snædís voru sérstaklega spennt fyrir þessum karli og þá ef til vill ekki hvað síst hans fim aförunaut . Eins og í túnfiskdós Glókollarnir Kristín og Katrín fengu alltaf sæti í yfirfullum rútunum. Indversk stemning: Einar, Guðrún Helga, Gunnar, Kristín, Katrín og Snædís máluð að indverskum sið. Við lok ferðar Þessa fiskimenn hittu þau í Kovalam, á syðsta tanga Ind- lands, þeir voru um 30 saman á árabáti úti í brjáluðu briminu á leið í land. Líka erfitt Burðurinn tók stundum í og biðin eftir rétta farartækinu gat verið löng. Allir dagar ævintýri á Indlandi „Eruð þið orðin klikkuð?“ sögðu sumir og supu hveljur þegar þau til- kynntu að þau ætluðu til Indlands að þvælast um með börnin í heilan mán- uð. Kristín Heiða Krist- insdóttir heimsótti flökkufjölskyldu. Þeir sem vilja lesa nánar um flakk ferðalanganna kíki inn á bloggið þeirra: www.indlandsrokk.blogg.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.