Morgunblaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MÁLFRELSI, RÉTTINDI OG GILDI Umræða um málfrelsi og gildisem stangast á hafa veriðáberandi á bókmenntahátíð- inni sem hófst á sunnudag. Nób- elsverðlaunahafinn J.M. Coetzee flutti setningarávarp þar sem hann ræddi málfrelsið. „Ég vildi að ég gæti sagt að þetta væru góðir tímar fyrir málfrelsið en því miður er sú ekki raunin,“ sagði Coetzee og bætti við: „Fyrir tveimur áratugum, um 1989 og 1990, gerðu menn sér mikl- ar vonir um að ritskoðun og kúgun höfunda heyrði brátt sögunni til. En frá árinu 2001 hafa þær vonir orðið að engu og frá víðara sjónarhorni sætir það á vissan hátt furðu. Því það eru ekki alræðisríkin sem eink- um standa fyrir ritskoðun og kúgun nú á dögum – þau hafa ekkert breyst að þessu leyti, þau haga sér jafn illa og endranær – heldur rík- isstjórnir á Vesturlöndum, ríkis- stjórnir sem til skamms tíma bás- únuðu virðingu sína fyrir mannréttindum, þar á meðal fyrir tjáningarfrelsi, svo ekki sé minnst á lagalegan rétt eins og þann að mæta ákærendum sínum fyrir sanngjörn- um og opnum dómstóli.“ Coetzee gagnrýnir að allmargar vestrænar ríkisstjórnir hafi beinlínis gert að glæp að tjá og birta vissar hugsanir. Leynilegt eftirlit með borgurunum hafi að auki gert mjög áhættusamt fyrir einstaklinga að tjá vissar hugsanir í einkasamtölum við vini: „Það vantar ekki mikið upp á að martröð George Orwells um hugsanaglæpi verði að veruleika.“ Ayaan Hirsi Ali kom fram í há- degissamtali við Egil Helgason í Norræna húsinu í gær. Hirsi Ali er frá Sómalíu en býr nú í Bandaríkj- unum. Hún hefur skrifað nokkrar bækur og vakið heimsathygli með þátttöku sinni í hollenskum stjórn- málum þar sem hún sat á þingi um skeið. Í Norræna húsinu gagnrýndi hún Coetzee fyrir að segja aðeins hálfa söguna. Ekki mætti gleyma ritskoðunartilburðum múslíma sem reyndu að stöðva gagnrýna umræðu eða sveigja hana að sínum gildum. „Málfrelsi er rétturinn til að móðga,“ sagði hún og bætti við að ef fólk ræddist aðeins kurteislega við yrði málfrelsið ónauðsynlegt. Hirsi Ali þekkir það að vera ofsótt vegna skoðana sinna af eigin raun. Hún ólst upp í múslímskri fjölskyldu í Sómalíu, Saudi-Arabíu, Eþíópíu og víðar. Eftir hryðjuverkin 11. sept- ember 2001 snerist hún frá trúnni og gerðist mjög gagnrýnin. Hún gerði stutta mynd, Undirgefni, ásamt hollenska kvikmyndagerðar- manninum Theo Van Gogh þar sem kaflar úr kóraninum voru letraðir á bert kvenmannshold. Myndin vakti mikla reiði sumra múslíma. Árið 2004 myrti múslímskur öfgamaður Van Gogh á götu í Amsterdam. Und- anfarin ár hefur Hirsi Ali notið lög- regluverndar vegna morðhótana ísl- amista. Hirsi Ali var í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í gær þar sem hún ræddi árekstra ólíka gilda: „Ef þið fáið hingað fólk sem kemur með eigin gildi og hefðir og gerir kröfur um að fá að halda í þau, ef þið gerið lengi vel engar athuga- semdir, jafnvel þótt gildi þeirra stangist á við ykkar, þá verða þessi gildi þeirra að réttindum. Það er erfitt að fjarlægja áunnin réttindi.“ Hirsi Ali er sérstaklega umhugað um réttindi kvenna í íslömsku sam- félagi og sættir sig ekki við að bíða átekta eftir að hlutirnir breytist. Það er rétt hjá henni þegar hún seg- ir að ekki sé hægt að leyfa til- teknum hópi í vestrænu samfélagi að brjóta mannréttindi með tilvísun til ólíkra hefða og gilda. Hún gerir sér líka grein fyrir því að leið boða og banna er varasöm. „Ríkið verður að skapa aðstæður fyrir einstaklinginn til að vera frjáls og tækifæri til að feta þann veg í líf- inu sem hann vill sjálfur en ríkið getur ekki gefið skipunina: þú mátt ekki bera höfuðklút. En ef við nálg- umst þetta með samskipti einstakra borgara í huga er það alltaf sam- ræðan sem ég legg áherslu á. Við getum alltaf reynt að sannfæra hvert annað.“ Ofbeldi ber vitaskuld að hafna skilyrðislaust en áhersla á boð og bönn fer ekki saman við frjálslynt og opið samfélag. Ayaan Hirsi Ali og J.M. Coetzee eru í raun að tala um nátengd mál. Andrúmsloftið eftir hryðjuverkin 11. september hefur víða orðið til þess að kæfa umræðu. Coetzee talar um kælingaráhrif fjandsamlegra laga sem þar með hafi náð tilgangi sínum og kallað fram ótta við að setja fram skoðanir sem kalla fram ásakanir um að „sýna svokallaða hryðjuverkastarf- semi í jákvæðu ljósi“. Hirsi Ali talar um tilraunir íslamista til að þagga niður neikvæða umræðu um íslam, meðal annars með vísan til upp- námsins vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni í danska blaðinu Jyllands-Posten. Sá veruleiki, sem kemur fram í orðum Coetzee og Hirsi Ali, kann að virðast Íslendingum framandi en er það svo? Íslenskt samfélag hefur breyst mikið á undanförnum árum og útlendingum fjölgað verulega. Frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær um að manneklan á Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi sé slík að ákveðið hafi verið að ráða útlendinga til starfa sýnir að þessar breytingar munu halda áfram. Hingað kemur fólk sem þjóðfélagið þarf einfaldlega á að halda. „Staðan væri hreint og beint skelfileg ef ekki kæmi til erlent vinnuafl,“ segir Sigríður Kristjáns- dóttir, framkvæmdastjóri Svæðis- skrifstofunnar, í fréttinni. Umræðan um þessar breytingar þarf að vera opin og gagnrýnin með það markmið að forðast mistök, sem gerð hafa verið í nágrannalöndunum, og hún á ekki að snúast um innflytjendur heldur er skilyrði að þeir taki þátt í henni. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skemmtiferðaskipið Grand Princess lagðistað Skarfabakka í Reykjavík í gærmorg-un og fór þaðan aftur í gærkvöldi.Þriggja manna áhöfn dráttarbátsins Magna aðstoðaði skipið við komuna og gekk það vel að vanda. Grand Princess er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins á þessu sumri, tæplega 109 þúsund tonn og um 290 metrar að lengd. Magni er heldur minni eða um 270 tonn að þyngd og rúmir 22 metrar að lengd en dráttarkrafturinn er upp á 40 tonn. Júlíus Guðnason var skipstjóri á Magna í gær- m b í h á u s b s g h s v b morgun. Hann segir að frá því að hann hafi farið út og þar til hann hafi komið inn aftur hafi liðið tvær klukkustundir og fimm mínútur. Þar af hafi vinnan við skemmtiferðaskipið tekið um klukkutíma. Að sögn Júlíusar er Grand Princess vel útbúið skip með þrjár hliðarskrúfur að framan og þrjár hliðarskrúfur að aftan. Hins vegar hafi skipstjóri skemmtiferðaskipsins talið að þessi útbúnaður dygði ekki til að snúa skipinu og leggjast að bryggju vegna vindsins. Því hafi komið til kasta Magna. Magni ýtir „Það er hægt að gera þetta á tvo vegu,“ segir Júlíus. „Annars vegar með línu úr dráttarbátnum og þá tosar hann í línuna eða eins og við gerðum í Auðvelt að snúa Prinse Tvö stærstu fátækrahverfi íAfríku er að finna í Nai-robí, höfuðborg Kenýa,og neyðin er mikil. Í þessu 30 milljóna samfélagi lifa rúm 40% á innan við dollara á dag og um 15% fullorðinna eru með al- næmi. Ástandið kemur verst niður á konum og börnum, sem eru fjöl- mennust í fátækrahverfunum og hafa yfirleitt ekki fasta vinnu til að framfleyta sér. Jona Kitheka er framkvæmda- stjóri Provide International, frjálsra og óháðra samtaka sem reka fimm heilsugæslustöðvar í fá- tækrahverfum Nairobí. Hann er staddur hér á landi til að kynna starfsemina, vinna að fjáröflun og leita eftir sjálfboðaliðum. „Neyðin í fátækrahverfunum er mikil,“ segir Jonah. „Þrátt fyrir að efnahagur landsins hafi batnað nær það ekki til fátæka mannsins. Verð á brauði er til dæmis tengt olíuverði og hefur hækkað þrisvar á þessu ári, þannig að þeir fátækustu hafa ekki lengur efni á því og þurfa að fara aðrar leiðir í fæðuvali.“ Kitheka var einn stofnenda Pro- vide fyrir tveim áratugum. Til að byrja með snerist starfsemin um að afla matar fyrir munaðarlausa krakka, en fljótlega kom á daginn að ekki var nóg að veita þeim nær- ingu; það þurfti einnig að huga að heilsu þeirra. „Enn í dag má sjá orma detta úr krökkum í fátækra- hverfunum þegar þeir eru að leik,“ segir Kitheka. Provide stofnaði heilsugæslu- stöðvar í Korogocho, Dandora, Mathare, Kayole og Umoja og sinntu þær um 100 þúsund sjúk- lingum í fyrra. Undanfarin tvö ár hafa þrjátíu íslenskir lækna-, hjúkrunarfræði og tannlæknanem- ar farið utan til hjálparstarfs á veg- um samtakanna. Þeir hafa stofnað nýjan bíl til sjúkraflutning tveim vikum lést til dæmis barn vegna þess að sjúkrab ekki fáanlegur á staðinn. Þ værum með læknisaðstoð á barnsins náðist ekki að hal lífi nógu lengi.“ Nýr bíll með búnaði kost félag, Kenýa-verkefnið, sem vinnur nú að fjáröflun til kaupa á bíl til sjúkraflutninga. „Við erum afar ánægð með sam- starfið við íslensku sjálfboðaliðana, því þeir halda áfram hjálparstarfi eftir komuna til Íslands,“ segir Kit- heka. „Þeir þekkja vel þörfina fyrir Þegar neyðin er stærs Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Morgunblaðið Kátína Krakkar í fátækrahverfi senda friðarmerki til sjálfboðali frá Íslandi, en 30 lækna-, hjúkrunarfræði- og tannlæknanemar h ið að hjálparstarfi á vegum Provide í Nariobi síðastliðin þrjú ár. Stofnandi Jonah Kitheka er einn stofnenda Provide Internation rekur meðal annars 5 heilsugæslustöðvar í fátækrahverfum Nair

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.