Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN DAGANA 12.-15. september verð- ur haldin í Reykjavík þverfagleg, norræn gigtarráðstefna, Reuma 2007. Ráðstefnur þessar hafa verið haldnar annað hvert ár á Norðurlöndunum síð- an árið 1987 og eru þær vettvangur fagaðila sem koma að meðferð gigtarfólks og annarra áhugasamra um mál- efni gigtsjúkra. Yf- irskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Þekk- ing, meðferð og lífs- gæði. Fjöldi fagaðila kem- ur að meðferð gigt- sjúkra, læknar, sjúkra- þjálfarar, iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar, félagsráð- gjafar og fleiri. Þekking á eðli og áhrifum gigtar er alltaf að aukast hjá þessum fagaðilum. Það hefur síðan leitt til mikilla framfara í meðferð, t.d. hafa á síðustu árum komið á markaðinn ný lyf sem geta dregið mjög úr áhrifum sumra af alvarlegri gigtsjúkdómunum og rannsóknir eru að sýna fram á mikilvægi þjálf- unar og hversu mikið má þjálfa án þess að hafa skaðleg áhrif á gigtina. Á Reuma 2007 verða kynntar nýj- ungar í lyfjameðferð, fjallað verður ítarlega um verki og verkjameðferð, áhrif þreytu í iktsýki, heilsuhagfræði gigtsjúkdóma, teymisvinnu, nýj- ungar í þjálfun og margt fleira. Árlega greinist fjöldi Íslendinga með gigt og má ætla að um 60.000 manns séu með einhvern gigt- sjúkdóm, en til eru um 200 mismun- andi gigtsjúkdómar. Það hefur áhrif á dag- legt líf að greinast með gigtsjúkdóm en mis- mikil eftir því um hvaða gigt er að ræða. Algengustu um- kvörtunarefni eru verkir, þreyta, stirð- leiki og lélegt úthald. Gigtarsjúkdómar hafa mjög oft áhrif á starfs- getu og afkomu. Þeir eru einnig algeng ástæða örorku, en um 20% öryrkja eru það vegna gigtar. Gigtarfólk ber oft um- talsverðan kostnað af sinni meðferð, meðal annars vegna lyfja, lækn- isheimsókna, þjálfunar, hjálp- artækja og annars. Af þessu má sjá að lífsgæði gigtarfólks eru oft veru- lega skert. Eitt af umfjöllunarefnum ráð- stefnunnar er þáttur gigtarsjúk- lingsins í teymisvinnunni. Áherslur í meðferð hafa breyst frá því að ein- staklingurinn sé óvirkur viðtakandi yfir í að gera hann meira ábyrgan fyrir eigin líðan og hreyfingu. Mik- ilvægt er að rödd gigtarfólks heyrist og það berjist fyrir sínum málefnum. Miklu máli skiptir að afla sér góðr- ar þekkingar á sínum sjúkdómi og kynna sér alla meðferðarmöguleika. Það er mikilvægt að eiga góð sam- skipti við sína meðferðaraðila og gera kröfur til þeirra um að þeir fylgist með nýjungum og hafi góða þekkingu á viðfangsefnum sínum. Það er Gigtarfélag Íslands sem stendur að ráðstefnunni Reuma 2007. Á þeim rúmlega 30 árum sem Gigtarfélagið hefur starfað hefur það barist ötullega fyrir réttindum og málefnum gigtarfólks. Auk þeirr- ar fræðslustarfsemi Gigtarfélagið sinnir, rekur það einnig endurhæf- ingarstöð, sér um hópþjálfun og sinnir áhugahópum innan Gigt- arfélagsins. Ég hvet fólk til þess að kynna sér dagskrá Reuma 2007 og starfsemi Gigtarfélags Íslands. Gigtarráðstefnan Reuma 2007 Hrefna Indriðadóttir fjallar um norræna gigt- arráðstefnu í Reykjavík » Árlega greinist fjöldiÍslendinga með gigt og má ætla að um 60.000 manns séu með ein- hvern gigtsjúkdóm, en til eru um 200 mismun- andi gigtsjúkdómar. Hrefna Indriðadóttir Höfundur er yfirsjúkraþjálfari hjá Gigtarfélagi Íslands. ALVEG er það stórmerkilegt að upplifa það, svona stuttu eftir al- þingiskosningar, hversu fljótt menn halda að þeir verði heilagir eftir að hafa verið hafnað af þjóð- inni. Eftir að hafa verið í ríkisstjórn í 12 ár með Íhaldinu telja sumir Fram- sóknarmenn sig vera þess umkomna að út- nefna sjálfa sig sem merkisbera sannleik- ans og hins sanna réttlætis, þrátt fyrir að reynsla þegnanna af þeirra stjórnvizku sé allt önnur. Rétt- læti þeirra var fyrir fáa útvalda. Aðalljósberi sann- leikans í Framsókn- arflokknum er Bjarni Harðarson alþing- ismaður. Auðvitað er hann í þeirri stöðu að geta gagnrýnt núver- andi ríkisstjórn á all- an hátt, þar sem hann er enn blautur á bak- við eyrun sem þing- maður og ber því þannig lagað ekki ábyrgð á mistökum Framsóknarmanna í síðustu ríkisstjórn. En áður en hann varð Alþingismaður var hann ritstjóri og er því ekki að læra í dag að stýra penna. Ég minnist þess þó ekki að hann hafi gagnrýnt gjörðir fyrri ríkisstjórnar op- inberlega og var þó af nógu að taka. Nú nær hann varla andanum vegna vandlætingar á mistökum á mistök ofan vegna Grímseyjarferj- unnar margfrægu. Flokkurinn hans var þó í ríkisstjórn þegar ákvörðun um þessa blessuðu ferju var tekin. Því ber hann ábyrgð. Það er eins og þegar farþegi sezt upp í bíl hjá drukknum ökumanni. Ekki ætla ég að reyna að verja klúðrið í þessu Grímseyjarferju- máli, enda varla hægt að ætlast til þess. Aldrei hef ég kosið Sjálf- stæðisflokkinn og þaðan af síður Framsókn. Ég treysti Möllernum til að sigla þessu máli í höfn og vona að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins sem tengdust þessu máli axli ábyrgð vegna þess. Það er orðið býsna þreytandi að upp- lifa það aftur og aftur að þeir sem telja sig bera svo mikla ábyrgð í stjórnsýsl- unni skuli alltaf kom- ast upp með það að bera enga ábyrgð og klykkja svo út með því að segjast ætla að læra af þessum mis- tökum, en í reynd er það eina sem þeir læra af mistökum sín- um að endurtaka þau með nýjum útfærsl- um. Í þessu dæmalausa ferjumáli er þó einn ljós punktur. Íslenzkt skipasmíðafyrirtæki fékk verkefni. Er það kannske það sem fer mest fyrir brjóstið á Bjarna? Fyrri ríkis- stjórn tókst að leggja niður íslenzkan skipasmíðaiðnað með markvissum hætti. Ekki man ég eftir að Bjarni hafi gagnrýnt það. Að einu leyti er þó hægt að taka undir áhyggjur Bjarna. Það er varðandi það hver sjái nú um flórmoksturinn fyrir Íhaldið. Framsóknarflokknum tókst það býsna vel og vildi gjarn- an halda starfinu áfram, enda eru þeir einsog skapaðir í það. Sam- fylkingin þarf að sýna ábyrgð gagnvart kjósendum sínum og læra af mistökum Framsóknar- manna. Hún á ekki að taka við skóflunni. Hún á að láta Íhaldið sjálft um að moka undan sér. Samfylkingin á að einbeita sér að því koma á réttlæti í þjóðfélaginu. Til þess var hún kosin. Ljósberi sannleikans Loftur Þór Pétursson segir Framsókn bera ábyrgð vegna kaupa Grímseyjarferjunnar Loftur Þór Pétursson » Í þessudæmalausa ferjumáli er þó einn ljós punkt- ur. Íslenzkt skipasmíðafyr- irtæki fékk verkefni. Er það kannske það sem fer mest fyrir brjóstið á Bjarna? Höfundur er bólstrari. Á FORSÍÐUM dagblaðanna Blaðsins og Fréttablaðsins er í dag, föstudag 7. sept., mynd af tveim mönnum. Er annar að hella úr vasapela í glas þjóðkunnugs manns. Fyrir margt löngu komu templ- arar því í landslög að ekki mætti veita áfengi í opinberum bygg- ingum. Þó svo að ákvæði sem þetta sé barn síns tíma og í dag ekki strangt farið eftir því, þá hef- ur ekki fram að þessu tíðkast að auglýsa það fyrir alþjóð. Þess vegna verður að teljast mjög óvið- eigandi og ekki gott fordæmi að sýna neyslu áfengis á forsíðum dagblaða. Þá er áleitin spurning hvort það sé mikilsvirtu fyrirtæki til fram- dráttar að láta gera auglýsingu þar sem notuð er umgjörð sem tengist einum helgasta atburði kristinnar trúar. Margir eru hneykslaðir yfir þessum barna- skap sem fram kemur í auglýsing- unni og er það að mörgu leyti skiljanlegt. Eigi skal spotta trúar- brögð, – það getur orðið öðrum slæm fyrirmynd og fátt er t.d. eldra fólki jafn viðkvæmt og trú- mál. Annars er einkennilegt að höf- undur auglýsingarinnar hafi ekki fremur farið í sagnaarfinn okkar sígilda. Íslendingasögurnar eru uppfullar af athyglisverðum og eftirminnilegum augnablikum eins og t.d. þá hestur Gunnars á Hlíð- arenda drap fæti sem varð til að Gunnar sneri aftur. Það hefði ábyggilega orðið eftirminnileg ný söguskoðun að nýi síminn hans Gunnars hefði verið þessi vendi- punktur. Síminn hefði getað gert góða auglýsingu úr þessu söguefni án þess að storka þeim sem vilja gjarnan eiga sitt trúarlíf í friði. GUÐJÓN JENSSON Arnartanga 43, Mosfellsbæ Varhugaverð fordæmi Frá Guðjóni Jenssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FÉLAG einstæðra foreldra hefur um árabil rekið neyðarhúsnæði fyrir einstæða foreldra í húsnæðisvanda og hafa húsnæðismál því alltaf verið félaginu bæði hjartfólgin og vel kunn- ug. Húsnæði félagsins hefur verið fjölmörgum einstæðum foreldrum og börnum þeirra bæði heimili og skjólhús í erfiðum aðstæðum og hafa fjölmörg dæmi sannað að slíkt húsnæði er alger nauðsyn, eink- um á meðan aðstæður í húsnæðismálum eru jafnslæmar og raun ber vitni um þessar mundir. Eins og flest annað sem tengist efnahags- ástandi hefur aðsókn í umrætt neyðarhúsnæði verið sveiflu- kennd ár frá ári en þó hefur aðsóknin alltaf verið einhver og oft hefur, sem nú, myndast biðlisti og erfitt reynst að svara eftirspurn. Margir umsækj- endur eru í virkilega slæmri stöðu, ýmist við það að missa húsnæði eða húsnæðislausir og þá oft inni á vinum eða vandamönnum með börn sín, hafi þeir þess almennt kost. Skilyrði fyrir neyðarhúsnæðinu er að leigjandi sé einstætt foreldri með forsjá eða með lögheimili barnsins skráð hjá sér í til- felli sameiginlegrar forsjár. Hús- næðið er með öðrum orðum hugsað sem aðalheimili barnsins. Fimmta grein laga númer 44/1998 um húsnæðismál hljómar svo: Sveit- arstjórn ber ábyrgð á og hefur frum- kvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu. Því miður virðist Reykjavíkurborg ekki taka lagalegar skyldur sínar samkvæmt þessu alvarlega, því úr- ræði, þegar skortur er á félagslegum leiguíbúðum, virðast engin. Fé- lagsbústaðir, velferðarráð og velferð- arsvið Reykjavíkur fullyrða að keypt- ar séu 100 íbúðir á ári í félagslega kerfið. Ef marka má okkar upplifun af húsnæðisástandinu er ekki nema von við spyrjum: „Hvar eru eiginlega þessar íbúðir?“ Félagsþjónustan í Reykjavík hefur í áraraðir vísað skjólstæðingum á fé- lagið vegna neyð- arhúsnæðisins og berst okkur í hverri viku fjöldi fyrirspurna og til- vísana frá ráðgjöfum þjónustumiðstöðvanna vegna þessa. Þrátt fyrir þetta samsvarar það fjármagn sem félagið fær árlega frá Reykja- víkurborg engan veginn raunverulegum rekstr- arkostnaði hússins. Spurningin er: Hvert myndi borgin vísa heimilislausum ein- stæðum foreldrum og börnum þeirra ef við neyddumst til að leggja þjón- ustuna niður? Biðlisti eftir félagslegu húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar er langur og fjöldi einstaklinga kem- ur til greina fyrir hverja eign sem kemur til úthlutunar. Meðalbiðtími eftir úthlutun fyrir manneskju í brýnni þörf getur verið eitt til tvö, jafnvel þrjú ár. Hvernig í ósköpunum á að brúa bilið á meðan? Neyðarhúsnæðið rúmar nú átta fjölskyldur og eru íbúðirnar frá 20-40 fermetrar að stærð. Tvær og tvær fjölskyldur deila bað- og salern- isaðstöðu og er því nálægðin mikil og einkalífið ekkert. Sterk tengsl mynd- ast þó oft á milli íbúanna og er það sennilega jákvæði punkturinn fyrir marga, einkum og sér í lagi fyrir þá sem hafa upplifað félagslega ein- angrun eða eiga fáa að. Flestir íbúar hússins eru í bið eftir félagslegu hús- næði, aðrir eftir stúdentaíbúð eða öðrum úrræðum. Þeir sem bíða eftir félagslegu húsnæði bíða lengst og dagar jafnvel uppi í neyðarhúsnæð- inu þrátt fyrir þrýsting bæði af þeirra hálfu og af hálfu félagsins. Sem áður sagði er ástandið í hús- næðismálum einstaklega slæmt um þessar mundir. Almennt leiguverð er orðið hærra en lágmarkslaun og húsaleigubætur dekka ekki nema lít- ið brot eða að jafnaði ekki nema 1⁄5 af heildarverðinu. Hinar svokölluðu „sérstöku húsaleigubætur“, sem Reykjavíkurborg býður upp á í viss- um tilfellum, hrökkva nú einnig skammt en nærliggjandi sveitarfélög bjóða ekki upp á slíka aðstoð þrátt fyrir sambærilegt leiguástand. Þess má geta að upphæð húsaleigubóta hefur staðið í stað á meðan leiguverð hefur hækkað um 100%. Dæmið gengur ekki upp. Við hjá Félagi einstæðra foreldra viljum hvetja ríkisstjórnina, Reykja- víkurborg og nærliggjandi sveit- arfélög til að taka heimilisleysi barnafjölskyldna föstum tökum. Ein- stæðir foreldrar með lágar tekjur eru í virkilegum húsnæðisvanda og börn þeirra eru að kynnast fyrirbæri sem margir telja ekki vera vandamál á Ís- landi. Heimilisleysi. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að börn skuli þurfa að upplifa heimilisleysi eða jafnvel aðskilnað vegna efnahagslegrar stöðu foreldra. Þessar fjölskyldur hafa ekkert til saka unnið en eru tekjulitlar og jafnvel með skerta starfsgetu vegna heimilisaðstæðna og er því nær fyrirmunað að komast af með góðu móti. Langflestar reyna sitt besta en efnahagskerfið er þeim fjötur um fót. Félag einstæðra for- eldra reynir sitt besta til að styðja þessar fjölskyldur. Gott væri ef yf- irvöld störfuðu með okkur af meiri krafti. Barnafjölskyldur í húsnæðisvanda Laufey Ólafsdóttir skrifar um kjör einstæðra og efnaminni »Ungar, einstæðarmæður eru á göt- unni með börn sín vegna hárrar leigu. Langir biðlistar eru í félagslegt húsnæði. Laufey Ólafsdóttir Höfundur er formaður Félags einstæðra foreldra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.