Morgunblaðið - 11.09.2007, Side 34

Morgunblaðið - 11.09.2007, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SÆLL, HERRA KLUMPUR... ÞAÐ ER ALLT Í FÍNASTA LAGI HJÁ OKKUR ÞEIR ERU BÚNIR AÐ HAGA SÉR EINS OG LITLIR ENGLAR OG? ÉG HLÝT AÐ HAFA HRINGT Í SKAKKT NÚMER HEFUR ÞÚ FARIÐ MEÐ SNOOPY Á HUNDA- SÝNINGU? ÉG VEIT EKKI HVAÐA TEGUND HANN ER... Í HVAÐA FLOKK FER HANN? HVAÐ MEÐ... „ANNAГ? GAKKTU Í BÆINN, RÓSA. KALVIN ER UPPI AÐ FELA SIG FYRIR ÞÉR. VONANDI VERÐUR KVÖLDIÐ RÓLEGT HJÁ YKKUR ÞAÐ VONA ÉG LÍKA... ÉG ER AÐ FARA Í PRÓF Á MORGUN HOBBES, HEYRÐIR ÞÚ ÞETTA? HEE! HEE! NÚNA NÁUM VIÐ FRAM HEFNDUM! KONUNGNUM HAFA BORIST MARGAR KVARTANIR VEGNA SKATTS SEM TENGDUR ER TEKJUM... HANN HEFUR BREYTT ÞESSU OG VERÐUR SKATTURINN ÞVÍ Í SAMRÆMI VIÐ FJÖLDANN AF LAUFUM Á ÞESSU TRÉ! ER TIL MEIRI KJÖTRÉTTUR MAMMA? NEI, ELSKAN... MAMMA BJÓ BARA TIL LÍTIÐ AF KJÖTRÉTTINUM VEGNA ÞESS AÐ ÉG ELDAÐI KJÚKLING EF ÞÚ ERT ENNÞÁ SVANGUR ÞÁ ER HELLINGUR AF KJÚKLING EFTIR ALLT Í LAGI ÉG SLEIKI BARA DISKINN UNDAN KJÖTRÉTTINUM AF HVERJU FÆR HANN AÐ GERA ÞAÐ? MÉR FANNST ÞINN RÉTTUR EKKERT SVO SLÆMUR... ÉG OG M.J. VORUM ÚTI AÐ BORÐA ÞEGAR ELDURINN BRAUST ÚT VIÐ VORUM AÐ RÆÐA UM HLUTVERKIÐ HENNAR Í NÝJU MYNDINNI OKKAR... HALLÓ? PARKER, HVAÐ ERT ÞÚ AÐ HANGSA ÞEGAR ÞÚ ÆTTIR AÐ VERA ÚTI AÐ TAKA FORSÍÐUMYNDIR FYRIR MIG?!? dagbók|velvakandi 3G-þjónusta Símans ekki fyrir mig EINS og allir vita fór Síminn nýlega að bjóða upp á nýja þjónustu, svo- kallaða 3G-þjónustu sem virkar m.a. þannig að þú getur horft á sjónvarpið í símanum þínum og færð háhraða- tengingu við netið. Þetta hljómar nú bara vel og hefði undirritaður eflaust nýtt sér þessa þjónustu hefði ekki verið fyrir auglýsinguna sem var bú- in til í sambandi við þetta. Þar er gert grín að síðustu kvöld- máltíð Jesú Krists. Í auglýsingunni eru allir sestir við kvöldverðarborðið nema Lúkas. Jesús tekur þá upp sím- ann og hringir í Lúkas og fær beina mynd af honum í símann sinn og get- ur þannig talað við Lúkas gegnum símann í mynd. Þetta á víst að heita fyndið og sniðugt og er þessi auglýs- ing frekar meint sem grín en sem al- vara. Ég er 24 ára karlmaður, ég er ekki sérstaklega trúaður. Ég fer aldrei í kirkju nema um jól. Mín persónulega skoðun á svona auglýsingum er sú að þetta viðfangsefni sé alls ekki við hæfi. Það að taka síðustu kvöldmál- tíðina, sem er með því allra heilag- asta sem við kristnir menn eigum, og gera úr því grín í þeim tilgangi að búa til auglýsingu ber bara vott um siðleysi og dónaskap af verstu sort. Ef mönnum þykir virkilega í lagi að nota þetta viðfangsefni til að auglýsa sig er þeim greinilega ekkert heilagt. Ég fór því daginn eftir að hafa séð þessa auglýsingu í fyrsta sinn rak- leiðis í Símann til að segja upp áskrift minni. Ég hafði verið með GSM- áskrift hjá þeim í fjögur ár en því miður sé ég mér ekki fært að skipta við fyrirtæki sem þykir greinilega í lagi að nota þjáningar Jesú Krists til að auglýsa sig. Ég fór því annað með mín viðskipti. Tryggvi Rafn Tómasson, Fannafold 99, Rvk. Betra seint en aldrei ÞAÐ er meira en lítið undarlegt að sjá það að borgarstjórnin og lög- reglan virðast núna fyrst vera að uppgötva hvernig ástandið er í mið- borginni um helgar. Þó vita allir, sem vilja vita, að þetta ástand hefur við- gengist árum saman, eða alla tíð síð- an bjórinn var leyfður. Það eina sem breyst hefur er að afgreiðslutíminn er alltaf að lengjast og kránum að fjölga. Og hvernig hefur það farið fram hjá þeim sem stjórna að flestir gestirnir standa úti þegar líður á nóttina? Er það þetta sem verið er að bjóða upp á að sjá þegar verið er að lokka hingað útlendinga? Spyr sá sem ekki veit. Þorbjörg. Lokalagið í þætti Jónasar Jónassonar ÞÁTTURINN góði hans Jónasar Jónassonar, sem er í Ríkisútvarpinu á föstudagskvöldum, endar alltaf á sama laginu. Lagið er mjög fallegt, sungið á ensku af kvenmanni. Er ein- hver sem veit hvaða söngkona þetta er. Ef svo er, vinsamlegast hringið í Guðrúnu í síma 893-2167. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HRINGTORGIN eru ófá sem ekið er um þegar keyrt er í gegnum Mosfells- bæinn. Þau munu vera sjö talsins. Er ástæðan væntanlega sú að hægja á umferð þarna í gegn. Hér keppast vinnandi menn við að klára fram- kvæmdir við hringtorgið við Þingvallaveg áður en veturinn skellur á. Morgunblaðið/Sverrir Tekið til fyrir veturinn Skipasund 51 – Reykjavík OPIÐ HÚS Í DAG ÞRIÐJUDAG 11. september 2007 Kl. 18.00-18.30 Falleg 3ja til 4ra herbergja risíbúð. Verulega spennandi eign. Gengið inn garð meginn. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898 1177

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.