Morgunblaðið - 30.09.2007, Side 18

Morgunblaðið - 30.09.2007, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Styrkur til listamanna Með fyrirvara um að bæjarstjórn samþykki framlag fyrir árið 2008, er Ryvarden-styrkurinn auglýstur, að upphæð 20.000 norskar kr., sem veittur er einum styrkþega. Styrkurinn er veit- tur í tengslum við Galleri Ryvarden, Ryvarden- vitann og styrkþeginn þarf að dvelja og vinna í vitanum 4—6 vikur úthlutunarárið. Í vitavarðarbústaðnum, sem er á landi, er vinnustofa. Æskilegt er að styrkþeginn haldi sýningu árið 2009 (í apríl). Nefndin áskilur sér rétt að nota styrkinn á annan hátt til að stuðla að framgangi listar í Ryvarden. Nánari upplýsingar um Ryvarden og úthlut- unarreglur er hægt að fá hjá Sveio-bæjar- félaginu í síma 00 53 74 80 00. www.ryvarden.no. Um styrkinn geta sótt listmálarar, grafíklista- menn og/eða teiknarar, sem eru meðlimir í listamannasamtökum sem tengjast Norske Billedkunstnere eða sambærilegum íslenskum samtökum. Umsókn, ásamt verkaskrá og ljósmyndum af 5 verkum á CD, skal senda Sveio kommune, Postboks 40, 5559 Sveio, Noregi, fyrir 1. nóvember 2007. Umsóknir skal merkja: „Ryvarden-stipendet“. Styrkir úr Þróunarsjóði innflytjendamála 2007 Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda innflytjend- um aðlögun að íslensku samfélagi og gera samfélaginu betur kleift að koma til móts við þá. Lögð er áhersla á að verkefni séu í samræmi við og í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda. Styrkir munu almennt veittir félögum, sam- tökum og opinberum aðilum. Einstaklingum verða að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna. Til ráðstöfnunar eru 10 m. kr. Styrkir geta numið allt að helmingi heildar- kostnaðar við verkefni. Umsóknarfrestur er til 22. október 2007. Sótt skal um styrk á sérstök umsóknareyðublöð sem eru á heimasíðu félagsmálaráðuneytis http://www.felagsmalaraduneyti.is/ Þar er einnig að finna stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda og reglur Þróunarsjóðs innflytjendamála með nánari upplýsingum um skilyrði styrkveitinga. Trúnaðar er gætt við meðferð umsókna. Nánari upplýsingar fást í félagsmálaráðuneyti í síma 545 8100 og hjá ingibjorg.broddadottir@fel.stjr.is Sjóðurinn Blind börn á Íslandi veitir styrki til blindra og sjónskertra barna á Íslandi allt að 18 ára aldri. Úthlutað verður styrkjum úr sjóðnum á fyrsta vetrardag sem er 27.október næstkomandi. Umsóknir um styrki þurfa að hafa borist eigi síðar en 15.október 2007 Umsóknir skal senda til Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17. Þær skulu vera skriflegar og þeim fylgja kostnaðaráætlun vegna þess sem sótt er um. Náms- og rannsóknarstyrkur Vísinda- og rannsóknarsjóður Fræðslunets Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk úr sjóðnum árið 2007. Styrkurinn nemur 750.000 krónum. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs, bakkalárgráðu (BA/BS), sambærilegrar eða hærri gráðu. Verkefni, sem er lokið þegar umsóknarfrestur rennur út, telst ekki styrkhæft. Stjórn Fræðslunets Suðurlands áskilur sér rétt til að leita eftir vott-orði umsjónar- manns um að verkefni sé ólokið. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að finna í starfs- reglum sjóðsins sem birtar eru í heild á heimasíðu Fræðslunets Suðurlands, http://fraedslunet.googlepages.com, en þar kemur m.a. fram að rannsóknarverkefnið skuli tengjast Suðurlandi og þjóni ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Umsóknir um styrk ásamt ítarlegri verklýsingu og verkáætlun (sjá 5. gr. starfsreglna) póst- leggist til Fræðslunets Suðurlands, Tryggvagötu 25, pósthólf 130, 802 Selfoss, í síðasta lagi 3. nóv. 2006. Nánari upplýsingar veitir Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, í síma 480 8155. KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Menningarstarf í Kópavogi • Lista- og menningarráð Kópavogs aug- lýsir eftir umsóknum um styrki til verk- efna /viðburða á sviði menningar og lista í Kópavogi. Einstaklingar, félagasamtök og stofnanir geta sótt um styrki úr sjóðnum. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum umsóknareyðublöðum fyrir 15. október nk., ásamt fylgiskjölum. Eyðublöðin fást á skrifstofu Tómstunda- og menningarsviðs Fannborg 2, 2. hæð og á heimasíðu Kópavogs, www.kopavogur.is Lista- og menningaráð Kópavogs veitir styrki til menningarstarfs í Kópavogi tvisvar á ári, í október og apríl. Styrkir LAUNAKOSTNAÐUR á Íslandi er hærri en í öllum evru- ríkjunum þegar horft er til almenna vinnumarkaðarins. Munurinn mælist 30% á 2. ársfjórðungi 2007 en árið 2004 var munurinn 13%. Launakostnaður á Íslandi hefur hækkað um 26,1% í evrum reiknað á þessu tímabili samanborið við 9,9% hækkun í evruríkjunum. Launakostnaður hefur því hækkað tæplega 15% meira á Íslandi en í evruríkjunum. Mestu munar í byggingarstarfsemi þar sem launakostnaður er 66% hærri á Íslandi en þar á eftir koma samgöngur með 29% hærri kostnað. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð SA um launakostnað, sem birt var á vefsíðu samtakanna fyr- ir helgi. Íslenska leiðin Frá árinu 2004 hafa laun hækkað mikið á Íslandi og mun meira en í löndum innan Evrópusambandsins, hvort sem hækkanir eru bornar saman við Evrópusambandið í heild eða evruríkin. Fyrr á þessu ári birti Hagstofa Íslands al- þjóðlegan samanburð á heildarlaunakostnaði árið 2004 (e. Labour Cost Survey) á almennum markaði. Samanburður þessi er gerður á fjögurra ára fresti af Hagstofu Evrópu- sambandsins (Eurostat). Helstu niðurstöður hvað Ísland varðar voru þær að í þeim atvinnugreinum sem könnunin náði til var launakostnaður á Íslandi í öllum tilvikum hærri en að meðaltali í ESB ríkjunum 27 og einnig hærri en að meðaltali í ríkjunum sem nota evru í þremur atvinnugrein- um af fjórum. Hvað Ísland varðar nær könnunin til fjögurra atvinnugreina, þ.e. iðnaðar, byggingarstarfsemi, verslunar og samgangna. Framreikningur launakostnaðar Frá árinu 2004 til 2. ársfjórðungs 2007 hefur vísitala launakostnaðar hækkað um 24,3% á Íslandi. Á 2. ársfjórð- ungi 2007 var gengi krónunnar 1,4% hærra gagnvart evru en að meðaltali árið 2004 þannig að í evrum reiknað hækkaði heildarlaunakostnaður á Íslandi um 26,1% að jafnaði á þessu tímabili. Til samanburðar hækkaði heildarlaunakostnaður um 9,9% að meðaltali í evruríkjunum á sama tímabili. Launakostnaður hækkaði þar af leiðandi um tæplega 15% meira á Íslandi en í evruríkjunum. Heildarlaunakostnaður 30% hærri á Íslandi Framreikningur niðurstaðna ársins 2004 fram til 2. árs- fjórðungs 2007 leiðir í ljós að heildarlaunakostnaður á Ís- landi í atvinnugreinunum fjórum er orðinn mun hærri en að meðaltali í evruríkjunum. Mestu munar í byggingarstarfsemi þar sem launakostnaður er 66% hærri, þar á eftir koma samgöngur með 29% hærri kostnað, þá verslun með 26% hærri kostnað og loks kemur iðnaður með 13% hærri kostn- að en í evruríkjunum. Ísland í efstu sætum í öllum atvinnugreinum Framreikningur könnunar Hagstofunnar og Eurostat til 2. ársfjórðungs 2007 á vegnu meðaltali heildarlaunakostnaðar á klukkustund í atvinnugreinunum fjórum í evruríkjunum 13 auk Bretlands, Danmerkur, Svíþjóðar og Íslands leiðir í ljós að launakostnaður er hærri á Íslandi en í öllum evruríkj- unum, en hann er einungis hærri í Danmörku þegar litið er til allra landanna í samanburðinum. Launakostnaður er 32,6 evrur á klukkustund á Íslandi en 33,6 evrur í Danmörku. Hæstur launakostnaður í evruríkjunum er í Hollandi en launakostnaður í flestum evruríkjum er á bilinu 25-30 evrur. Lægstur launakostnaður er í Portúgal og Slóveníu, 10 og 11 evrur. Morgunblaðið/Golli Greinargerð SA hafa gert greinargerð um launakostnað. Launakostnaður 30% hærri á Íslandi en á evrusvæðinu Morgunblaðið/Þorkell Launahækkun Frá árinu 2004 hafa laun hækkað mun meira á Íslandi en í löndum innan Evrópusambandsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.