Morgunblaðið - 01.11.2007, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur í Ósló
sibb@mbl.is
FRAM kom á borgarafundi utanrík-
isráðherra fjögurra Norðurlanda um
hnattvæðingu í Ósló í Noregi í gær
að þeir telji Norðurlandabúa helst
geta miðlað umheiminum af tækni-
þekkingu sinni og lýðræðishefð. Carl
Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar,
sagði farsímatæknina vera gott
dæmi um framlag Norðurlandanna
til hnattvæðingarinnar og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, utanríkisráð-
herra Íslands, sagðist telja að Ís-
lendingar gætu fyrst og fremst miðl-
að tækniþekkingu sinni og reynslu af
ábyrgri nýtingu auðlinda. Nefndi
hún þrjár auðlindir sem Íslendingar
hefðu reynslu af að nýta með ábyrg-
um hætti, þ.e. fiskafla, jarðvarma og
kraft kvenna.
Ingibjörg sagði hefð fyrir því á
Norðurlöndum að nýta kraft kvenna
sem í mörgum löndum lægi ónýttur
og því gætu Norðurlöndin ekki síður
unnið umheimin-
um gagn með því
að miðla þeirri
reynslu sinni en
tækniþekkingu.
Þá var hún spurð
að því á fundinum
hvort hún teldi
kvenlega reynslu
sína og störf með
Kvennalistanum
koma að gagni í
starfi sínu nú og þá sérstaklega með
tilliti til umhverfismála og hnattvæð-
ingar. Sagðist hún sjálf hafa velt
þessu talsvert fyrir sér að undan-
förnu og enn vera að leita leiða til að
nýta reynslu sína sem best í nýju
starfi.
Ingibjörg sagði einnig að þrátt
fyrir að samskipti ólíkra menningar-
heima ættu sér langa sögu væru þær
samfélagsbreytingar sem nú væru
að eiga sér stað í heiminum í grund-
vallaratriðum frábrugðnar hnatt-
væðingu fyrri tíma. Þá hefði hnatt-
væðing falist í því að fólk flytti
búferlum og yfirgæfi þannig þau
samfélög sem það hefði búið í. Nú
ættu breytingarnar sér hins vegar
stað innan hvers samfélags og því
hefðu íbúar þess ekki val um það
hvort þeir tækju þátt í þeim eða ekki.
Ilkka Kanerva, utanríkisráðherra
Finnlands, og Jonas Gahr Støre, ut-
anríkisráðherra Noregs, tóku í sama
streng og sögðu það vera í okkar
höndum að skapa hnattvæðingu nú-
tímans. Kanerva sagði tímabært að
endurskilgreina velferð og lífsgæði í
ljósi umræðu um umhverfis- og lofts-
lagsmál og spurði m.a. hvort mögu-
legt væri að bæta lífsgæði með
mengun umhverfisins. Støre sagði
hnattvæðinguna í raun ekki enn vera
orðna til. „Við lifum öll í staðbundnu
umhverfi,“ sagði hann. „Við þurfum
því að búa hnattvæðinguna til sjálf.
Við þurfum að þróa tilfinningu okkar
fyrir henni og gera hana að þeim
raunverulega þætti í lífi okkar sem
við viljum að hún sé.“
Miðla af tækniþekk-
ingu og lýðræðishefð
Utanríkisráðherrar Norðurlanda á fundi um hnattvæðingu
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
VERSLUNARMENN eru að kom-
ast á lokasprettinn við undirbúning
að mótun kröfugerðar skv. upplýs-
ingum Gunnars Páls Pálssonar, for-
manns VR. Kjaraáherslur verslun-
armanna ber hæst á sambandsþingi
Landssambands íslenskra verslun-
armanna sem fer fram á morgun.
Þing LÍV hefur æðsta vald í öllum
málum sambands verslunarfólks. Í
framhaldi af því ættu beinar við-
ræður við viðsemjendur verslunar-
fólks að hefjast af fullum krafti.
Hefur verið skipuð sameiginleg
samninganefnd VR og LÍV eins og í
síðustu samningum.
Viðræðuáætlun gerir ráð fyrir að
nóvembermánuður verði notaður í
viðræður um kaupliði og er mark-
miðið að ljúka samningsgerð fyrir
miðjan desember. Hafi samningar
ekki komist á fyrir 31. desember er
hvorum aðila heimilt að fela rík-
issáttasemjara stjórn viðræðna.
Í launakönnun sem VR gerði
meðal félagsmanna vegna undirbún-
ings samninga kemur m.a. fram að
munurinn á raunlaunum verslunar-
manna og þeim launum sem þeir
telja vera sann-
gjörn er 20%.
Töluverður mun-
ur er á kynjum
hvað þetta varð-
ar. Óskalaun
karla eru að með-
altali 467 þúsund
en kvenna 374
þúsund. Karlar
segja að sann-
gjörn laun fyrir
þeirra vinnu séu 23% hærri en
raunveruleg laun þeirra en hjá kon-
unum er þetta hlutfall 19%. Mun-
urinn á óskalaunum karla og
kvenna er því 20% en til saman-
burðar er 18% munur á heildarlaun-
um kynjanna.
Kröfur Samiðnar í næstu viku
Viðræður verkalýðsfélaga í ASÍ
og atvinnurekenda um kjarabreyt-
ingar og launaliði samninga hefjast
á allra næstu dögum og vikum. Skv.
viðræðuáætlun Samiðnar og SA
munu formlegar viðræður hefjast í
byrjun næstu viku og verður kröfu-
gerð Samiðnar lögð þar fram.
LÍV undirbýr
kröfugerð á þingi
Gunnar
Páll Pálsson
20% munur óskalauna og raunlauna í VR
SAKBENDING fór fram í gær í
nauðgunarmálinu sem lögreglan á
Selfossi hefur nú til rannsóknar og
var það tæknideild lögreglu höfuð-
borgarsvæðisins sem annaðist fram-
kvæmdina. Sakbending er ein
þeirra rannsóknaraðferða sem unnt
er að beita í sakamálum þó sjaldgæf
sé. Gekk hún greiðlega að sögn lög-
reglunnar á Selfossi en niðurstöður
hennar verða ekki gerðar opinberar
að svo stöddu.
Maðurinn sem handtekinn var í
fyrradag vegna rannsóknar málsins
var látinn laus í gær ásamt einum
hinna þriggja manna, sem setið hafa
í gæsluvarðhaldi frá því á sunnudag.
Lögregluskýrslur voru teknar í
gær, en í fyrradag voru teknar 15
skýrslur af vitnum og grunuðum.
Tveir menn eru því eftir í gæslu-
varðhaldi og verður tekin afstaða til
þess hvort krafist verður áfram-
haldandi gæslu í dag, fimmtudag,
þegar gæsluvarðhald þeirra rennur
út.
Tveimur
var sleppt
lausum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
MEÐ AUKNUM fjölda útlend-
inga sem starfa tímabundið hér á
landi hefur venju fremur borið á
vandkvæðum við innheimtu eftir á
lagðra opinberra gjalda og eins við
fullnustu refsinga vegna opinberra
dómsmála. Slík tilvik geta komið
upp þegar erlendir starfsmenn eru
skráðir til lögheimilis hér á landi en
farnir til síns heima – án þess að
vera afskráðir úr kerfinu.
Í Lögbirtingablaðinu nýverið var
birt fyrirkall vegna máls sem höfðað
var á hendur karlmanni af erlendu
bergi brotnum vegna ölvunarakst-
urs. Í ákæru kemur fram íslenskt
heimilisfang en í fyrirkallinu segir
að heimilisfang sé óþekkt. Ólíklegt
er því að maðurinn, sem að öllum lík-
indum hefur yfirgefið landið, þurfi
að greiða skuld sína við samfélagið –
verði hann sakfelldur.
Málið sem um ræðir er rekið fyrir
Héraðsdómi Vesturlands og að-
spurður segir Ólafur Þ. Hauksson
sýslumaður á Akranesi að um ein-
hverja fjölgun sé að ræða á slíkum
málum þó að hann geti ekki sagt
með nákvæmni til um hversu mikil
hún sé. „Það má segja að þessum
málum hafi verið að fjölga því þetta
vinnuafl er nokkuð mikið á ferðinni.
En það hefur alltaf verið sama
vandamál uppi hvað varðar ferða-
menn, þannig að þetta er ekki nýtt
af nálinni.“
Refsað ef þeir koma aftur
Spurður hvort verktakar með út-
lendinga í vinnu eigi ekki að greina
viðeigandi aðilum frá því þegar þeir
yfirgefa landið segir Ólafur allan
gang á því. „Sumir verktakar ganga
mjög vel um þetta, græja manninn
algjörlega áður en hann fer af landi
brott, og sem betur fer eru þeir fleiri
en hinir. En eins og ávallt eru tilvik
þar sem um er að ræða fullkomið
hirðuleysi.“
Þegar útlendingar eru sakfelldir,
eru ekki á landinu og engar upplýs-
ingar liggja fyrir um dvalarstað
þeirra getur verið afar erfitt að birta
þeim dóminn, og þó svo að þeir hljóti
refsingu er í einhverjum tilvikum
ekki hægt að krefjast fullnustu refs-
ingarinnar. Ef hins vegar um alvar-
leg brot er að ræða eru upplýsingar
skráðar í gagnagrunn Schengen, og
eftir atvikum í aðra gagnagrunna,
s.s. hjá Interpol og Europol. Sé brot-
ið minni háttar er skráning í kerfi
lögreglunnar látin duga. Þar kemur
þá fram að dómur hafi fallið í máli
viðkomandi, auk þess sem hann fer á
sakaskrá. Ef viðkomandi kemur aft-
ur til landsins á hann því ávallt refs-
inguna yfir höfði sér.
Æ fleiri sakfelldir útlendingar
komast hjá fullnustu refsingar
TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja-
vík æfir nú gamanóperuna Die
Verschworenen (Hinar eiðsvörnu)
eftir Franz Schubert, hér sjást
vígalegir söngvarar munda vopn
sín. Frumsýningin er í Iðnó á
morgun en verkið verður sýnt
fjórum sinnum, síðast 6. nóv-
ember. Mun þetta vera í fyrsta
sinn sem flutt er ópera eftir Schu-
bert á Íslandi. Verkið er lauslega
byggt á Lýsiströtu Aristófanesar,
konur ákveða að mótmæla hernaði
með því að sverja að neita körlum
sínum um öll blíðuhót þegar þeir
snúi heim úr stríðinu nema þeir
lofi að hætta að berjast. Flækj-
urnar eru miklar en allt endar vel
og ástin sigrar. Sungið er á þýsku
en talkaflar á milli söngatriða eru
þýddir.
Alls taka liðlega 50 manns þátt í
sýningunni. En er auðvelt að
kenna tónlistarnemum að leika?
„Merkilegt nokk sé ég ekki betur
en að þau séu öll farin að leika,
því miður eru ekki nógu mörg far-
in að ofleika en þau sýna öll tölu-
verð tilþrif!“ segir leikstjórinn,
Þórunn Guðmundsdóttir.
Gamanópera eftir Schubert í Iðnó
Morgunblaðið/Ómar
FARÞEGAFLUGVÉL Loftleiða
Icelandic, sem notuð var til að flytja
rúmlega eitt hundrað börn frá Afr-
íkuríkinu Tsjad til Frakklands um
liðna helgi, er staðsett í Tsjad um
þessar mundir. Að sögn Guðna
Hreinssonar, forstjóra Loftleiða Ice-
landic, hefur hann ekki fengið upplýs-
ingar þess efnis að vélin hafi verið
formlega kyrrsett, en félagið fylgist
grannt með þróun mála.
Guðni segir Loftleiðir Icelandic
hins vegar ekki hafa neina beina að-
komu að málinu, heldur aðeins fá upp-
lýsingar frá leigutakanum, spænska
flugfélaginu Girjet. Hann segir að öll
leyfi hafi legið fyrir þannig að hann
sjái ekki hvers vegna halda ætti flug-
vélinni eða flugliðum, sem hafi aðeins
verið að sinna sínu starfi. Þeir voru þó
ákærðir á þriðjudag.
Vélin ekki
kyrrsett
♦♦♦