Morgunblaðið - 01.11.2007, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í LJÓSI um-
ræðna um um-
hverfismat nýrra
virkjana Orku-
veitu Reykjavík-
ur undir Hvera-
hlíð og í Bitru
hefur fyrirtækið
ákveðið að bjóða
til nýs kynning-
arfundar um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir. Einungis einn gestur
mætti á fund sem auglýstur var í
blöðum og haldinn í höfuðstöðvum
OR 3. október sl.
Nýr fundur verður haldinn
þriðjudaginn 6. nóvember kl. 17 á
Bæjarhálsi 1. Frummatsskýrslur
vegna framkvæmdanna eru m.a.
aðgengilegar á vef Orkuveitunnar
á slóðinni http://www.or.is/
Forsida/Frodleikur/Skyrslurum-
umhverfismal.
Nýr kynning-
arfundur, einn
á fyrri fundi
STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur
féllst á þriðjudag á málaleitan Far-
ice og ríkisstjórnarinnar um að
taka þátt í fjármögnun nýs sæ-
strengs sem efli fjarskiptaöryggi.
Hagsmunir Orkuveitunnar og
annarra orkufyrirtækja sem að
málinu koma felast í því að nýr sæ-
strengur mun auðvelda netþjóna-
búum, sem falast hafa eftir orku-
kaupum hér á landi, að hasla sér
völl, segir í tilkynningu. OR mun
leggja 500 milljónir sem hlutafé til
verkefnisins og sama fjárhæð mun
koma frá Landsvirkjun og Hita-
veitu Suðurnesja. Ríkissjóður legg-
ur einnig fram nýtt hlutafé.
OR með 500
millj. í Farice
BARNASPÍTALI
Hringsins er 50
ára í ár. Í tilefni
af afmælinu er
efnt til málþings
í Hringsal við
Barnaspítala
Hringsins í dag,
fimmtudaginn 1.
nóvember, kl. 9 til 16. Kynnt verða
brot úr starfseminni, árangur og
þróun þjónustunnar. Margir at-
hyglisverðir fyrirlestrar verða
fluttir.
Hátíðardagskrá verður síðan á
morgun, föstudaginn 2. nóvember, í
Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6,
kl. 13.30 til 16. Í fjölbreyttri dag-
skrá verður m.a. farið yfir sögu
Barnaspítalans.
Málþing og
hátíðardagskrá
MINNINGARFYRIRLESTUR Vil-
hjálms Stefánssonar 2007 verður
haldinn 7. nóvember. Að þessu sinni
flytur dr. Astrid
Ogilvie, veðurfars-
sagnfræðingur við
Institute of Arctic
and Alpine Rese-
arch í Boulder,
Colorado, fyrirlest-
urinn. Efnið er
loftslag, saga og
mannvistfræði á
norðanverðu Íslandi í ljósi þverfag-
legra rannsókna. Nánari upplýs-
ingar um Astrid og hennar verk er
að finna á slóðinni http://insta-
ar.colorado.edu/people/bios/
ogilvie.html.
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
boðar að venju til fyrirlestursins og
að þessu sinni í samstarfi við Há-
skólann á Akureyri og RANNÍS.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15 í stofu
L201 í húsnæði Háskólans á Ak-
ureyri á Sólborg og eru allir vel-
komnir.
Erindi í minn-
ingu Vilhjálms
Vilhjálmur
Stefánsson
NOKKRIR núverandi og fyrrver-
andi starfsmenn Bónuss, Hagkaupa
og Krónunnar hafa greint frétta-
mönnum á fréttastofu Ríkisútvarps-
ins frá því að verð í búðunum sé
lækkað þegar verðkannanir fara
fram. Einnig segja starfsmenn að
samstarf sé á milli fyrirtækjanna um
vöruverð. Forsvarsmenn verslana-
keðjanna hafa alfarið neitað þessu.
Útvarpið greindi fyrst frá málinu í
hádegisfréttum í gær. Þar kom fram
að fyrrverandi starfsmaður hjá ann-
arri af stóru lágvöruverðskeðjunum,
þ.e. Bónus eða Krónunni, hefði
greint fréttastofu frá því að Bónus
og Krónan hefðu í kjölfar verðstríðs
vorið 2005, gert með sér munnlegt
samkomulag þess eðlis að sambæri-
legar vörur hækkuðu samtímis hjá
báðum keðjunum og að verð á þeim
vörum sem eru á boðstólum í báðum
verslununum væri í flestum tilfellum
einni krónu lægra í Bónus. Einnig að
verð væri hækkað seinnipart dags
og um helgar þegar skrifstofa Al-
þýðusambands Íslands er lokuð en
eins og kunnugt er gerir ASÍ reglu-
lega verðkannanir á matvörumark-
aði.
„Verðkannanakjöt“
Eftir því sem leið á daginn höfðu
fleiri starfsmenn verslananna sam-
band við fréttastofuna og staðfestu
það sem kom fram í hádegisfréttum.
Einn þeirra sagði að verðkannanir
væru brandari í sjálfu sér. Keypt
væri sérstakt „verðkannanakjöt“
sem væri geymt í kössum í geymslu
eða í botninum á kjötkælum.
Einn þeirra heimildarmanna sem
Ríkisútvarpið ræddi við sagði frá því
að verðmiðar væru teknir hjá ann-
arri keðjunni og komið í hendurnar á
starfsmönnum hinnar. Einnig kom
fram hjá heimildarmönnum að verð-
ið væri lækkað síðdegis og um helg-
ar þegar ekki væri von á fólki frá
ASÍ til að gera verðkannanir.
Enginn þessara starfsmanna vildi
koma fram undir nafni og sögðust
þeir óttast viðbrögð yfirmanna
sinna, núverandi og fyrrverandi.
Fréttamannaverð í Krónunni?
Í fyrradag, daginn áður en frétta-
flutningur af málinu hófst, höfðu
tveir fréttamenn farið í verslanir
Bónuss og Krónunnar og kom fram í
fréttum að þeir hefðu sannreynt
margt af því sem starfsmennirnir
sögðu frá.
Fyrst fóru þeir á vettvang sem
„óbreyttar húsmæður“ og kynntu
sér verð á nokkrum vörutegundum.
Í öllum tilvikum var verð á pakka-
vörum krónu lægra í Bónus, eins og
heimildarmenn sögðu að væri sam-
starf um, auk þess sem kílóverð á
kjöti var lægra þar. Hálftíma síðar
höfðu þeir vistaskipti, þ.e. sá sem fór
í Bónus fór nú í Krónuna. Í það
skiptið kynntu þeir sig sem frétta-
menn sem vildu kanna vöruverð.
Sama verð var á vörunum í Bónus
hvort sem húsmóðirin eða frétta-
maðurinn keyptu inn. Verðið í Krón-
unni hafði á hinn bóginn lækkað um-
talsvert. „Á þeim hálftíma sem leið
milli ferða húsmóðurinnar og frétta-
mannsins í Krónuna lækkaði kíló-
verð á kjúklingabringu um 34% auk
þess sem afsláttur við kassa var 50%
í stað 10% hálftíma áður. Afsláttur á
nautahakki jókst einnig úr 15% í
30% á þessum hálftíma,“ sagði Guð-
rún Frímannsdóttir, fréttamaður
Ríkisútvarpsins í kvöldfréttum. Allir
starfsmenn, núverandi og fyrrver-
andi, hefðu staðfest að verð væri
lækkað meðan kannanir fara fram.
Bæði Guðmundur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Bónuss, og Krist-
inn Skúlason, rekstrarstjóri Krón-
unnar, neituðu þessum ásökunum í
viðtölum við Ríkisútvarpið í gær.
Kristinn var spurður hvernig
hann gæti útskýrt að „óbreytt hús-
móðir“ fengi kíló af kjúklingabring-
um á 2.500 krónur, auk 10% afsláttar
við kassa, en þegar húsmóðir kynnti
sig sem fréttamann hefði starfsmað-
ur Krónunnar fundið kjúklinga-
bringur á kílóverðinu 1.875 krónur
og þar að auki hefði verið veittur
50% afsláttur við kassa.
Þessu svaraði Kristinn svona: „Þú
sem viðskiptavinur kemur kannski
að borðinu og þú sérð í 90% fram-
stillingu eru kjúklingabringur sem
eru merktar frá Móum á þessu
[verði, 2.500 krónur] sem þú varst að
tala um. Síðan látum við framleiða
fyrir okkur, vikulega, kjúklinga-
bringur sem eru merktar Krónunni
á þessu verði [1.875 krónur]. Það er
ekki það mikið magn sem við fáum
þannig að það er kannski ekki mjög
sýnilegt fyrir viðskiptavininn nema
hann leiti sér upplýsinga um það.“
Aðspurður hvort þetta væri ekki
óheiðarlegt, að draga vöruna fram
þegar ljóst væri að verðkönnun
stæði yfir neitaði hann því og sagði
að varan væri sýnileg og til í versl-
uninni.
Fréttamaður benti honum þá á að
varan hefði ekki verið sýnileg, tals-
vert hefði verið leitað eftir ódýrari
kjúklingabringum en þær ekki fund-
ist. Þegar fréttamaðurinn hefði
kynnt sig sem slíkan hefði starfs-
maður Krónunnar fundið bringurn-
ar en við leitina stóð „hann nánast á
haus ofan í kælidisknum, leitaði og
gróf og fann tvo pakka sem voru
ódýrari,“ sagði Guðrún Frímanns-
dóttir, fréttamaður. Hún spurði líka
hvort viðskiptavinir sem vildu fá
ódýrustu vöruna yrðu að kalla eftir
starfsmanni og óska sérstaklega eft-
ir henni. Því neitaði Kristinn og
sagði að í flestum tilvikum væri búð-
in með mikla og góða framstillingu á
vörum sínum. „En alltaf er einhver
undantekning á vörum sem þú getur
fundið á hrikalega lágu verði sem
kannski er ekki raunhæft að sé
markaðverð,“ sagði hann.
Fari til samkeppnisstofnunar
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, sagði að-
spurður að Bónus svindlaði hvorki í
verðkönnunum né stundaði Bónus
samráð. „Við trúum því og treystum
að ef menn hafa rangt við, þá fá
menn það í bakið seinna meir. Við
stundum ekki svoleiðis vinnubrögð,“
sagði hann. Hann hvatti alla sem
teldu sig hafa upplýsingar um annað
til að snúa sér til Samkeppnisstofn-
unar. „Bónus hefur ekkert að fela.“
Svindla í verðkönnunum?
Morgunblaðið/ÞÖK
Geymt Einn viðmælenda RÚV sagði að keypt væri sérstakt „verðkann-
anakjöt“ sem væri geymt í kössum í geymslu eða í botninum á kjötkælum.
Í HNOTSKURN
» Heimildarmenn Rík-isútvarpsins hafa sagt frá
því að Bónus og Krónan hafi
gert með sér munnlegt sam-
komulag í kjölfar verðstríðs-
ins vorið 2005 um að hafa sam-
ráð um verð á tiltekinni vöru.
» Þessir heimildarmenn erufyrrverandi og núverandi
starfsmenn þessara lág-
vöruverðskeðja.
» Þeir sögðu einnig frá þvíað þegar ASÍ gerði verð-
kannanir væri verðið lækkað.
» Þegar óbreytt húsmóðirhafði kynnt sig sem frétta-
mann lækkaði verðið í Krón-
unni en breyttist ekki í Bónus.
» Í Krónunni hrapaði verð ákjúklingabringum.
RÚV greinir frá meintu ólöglegu samráði í verslunum og svindli í verðkönn-
unum Verðið lækkaði í Krónunni þegar húsmóðir kynnti sig sem fréttamann
GYLFI Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri Al-
þýðusambands Ís-
lands, segir að þær
ásakanir sem fram
komu í Ríkisútvarpinu
í garð Bónuss, Hag-
kaupa og Krónunnar
séu gríðarlega alvar-
legar.
Ólöglegt verð-
samráð sé alvarlegasta
brotið á samkeppnislöggjöfinni og
ásakanirnar hljóti að kalla á rann-
sókn samkeppnisyfirvalda. Varðandi
hinn hluta ásakananna, að blekk-
ingum sé beitt gagnvart verðlagseft-
irliti ASÍ, segir Gylfi að þótt hann sé
ekki viss um að það sé beinlínis ólög-
legt hljóti það sömuleiðis að teljast
gríðarlega alvarlegt.
Gylfi segir að til skamms tíma hafi
verslanakeðjurnar borið hvor á aðra
að blekkingum væri beitt í könn-
unum. Í samkomulagi sem hafi verið
gert við verslanirnar sé klárt að
bannað sé að breyta verðlagningu
meðan á verðkönnun stendur. Verð-
lagseftirlitið byggist á samstarfi og
trausti milli aðila og ASÍ reyni eftir
megni að koma í veg fyrir blekkingar.
„En við getum ekki útilokað að það sé
hægt að blekkja okkur frekar en
aðra,“ segir Gylfi.
Þegar ASÍ gerir verðkönnun láta
starfsmenn þess vita af komu sinni.
Gylfi segir að þetta sé gert til þess að
réttu verðin séu skráð niður. „Þetta
byggist á trausti milli aðila um að
menn séu að vinna þetta af heið-
arleika. Ég verð að viðurkenna það,
að ef þetta er satt sem fullyrt er, þá
verður Alþýðusambandið að endur-
skoða frá grunni alla sína aðkomu að
þessu,“ segir hann. ASÍ tekur niður
verð í hillu en ekki kassaverð og hef-
ur ekki gert kannanir þar sem verð-
merkingar eru rafrænar.
Eftirlitið hefur byggst
á samstarfi og trausti
Gylfi Arn-
björnsson
HAGAR hf., sem reka verslanir
Bónuss, Hagkaupa og 10-11,
sendu í gær frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem þeim ásökunum sem
fram komu í RÚV í gær, bæði í
fréttum og í síðdegisútvarpi, er
alfarið hafnað.
„Hér er um að ræða alvarlega
aðför að orðspori fyrirtækisins og
æru starfsmanna þess. Undir
henni verður ekki setið þegjandi
og munu Hagar hf. íhuga rétt-
arstöðu sína vegna þessa.
Bónus hefur frá upphafi verið
leiðandi hér á landi í sölu mat-
væla til almennings á lágu verði.
Aldrei frá stofnun félagsins og til
dagsins í dag hefur átt sér stað
samráð við keppinauta á markaði.
Hið sama gildir um aðrar versl-
anir Haga hf.,“ segir í tilkynning-
unni.
Hagar íhuga
réttarstöðu