Morgunblaðið - 01.11.2007, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þú bara fljúga í útlandið Óla mín, það er svo leiðinlegur ég alltaf vera fá þennan höfuð-
verkur, þú vera heima.
VEÐUR
Einn af fréttamönnum RÚV gerðiDag B. Eggertsson borgarstjóra
rökþrota í fréttum sjónvarpsins í
gærkvöldi.
Orkuveitan er aðallega í eiguReykjavíkurborgar en að litlum
hluta tveggja annarra sveitarfélaga.
Borgarstjórn er kjörin til að fara
með málefni borgarinnar og þar
með fyrirtækja
hennar.
Svandís Svav-arsdóttir
borgarfulltrúi fer
í mál til að fá eig-
endafund Orku-
veitunnar fyrir
nokkrum vikum
úrskurðaðan
ólögmætan vegna
þess að ekki var farið að sam-
þykktum um boðun fundarins.
Forstjóri Orkuveitunnar ákveður ísamráði við lögmenn fyrirtæk-
isins að krefjast frávísunar. Borg-
arstjórinn í Reykjavík staðfesti í
samtali við RÚV í gærkvöldi að hann
vildi ekki blanda sér í málið.
Fréttamaðurinn spurði borg-arstjórann hvort ekki væri nauð-
synlegt að fá efnislegan dóm um lög-
mæti umrædds fundar.
Borgarstjórinn, sem ekki vildiblanda sér í málið, sagði að það
væri nauðsynlegt að taka af skarið.
En er hægt að taka af skarið,spurði fréttamaðurinn efnislega,
ef ekki gengur efnisdómur í málinu?
Borgarstjóranum vafðist tungaum tönn og sagði að það væru til
aðrar leiðir. Hvaða aðrar leiðir?
Af hverju má ekki fá efnislegan úr-skurð dómstóls um þetta mál
Dagur?
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Þarf að taka af skarið Dagur?!
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
"!
:
*$;< ###
!"
# $
! !%
!%&'(!)!
*!!!
+! ,
,
&-!
, .
"/!
! *!
$$; *!
$ %
&
#
#%
#
! ' !
=2
=! =2
=! =2
$ & #()*#+ !,
! -
*
0,*0(
!!(
! ,12&' #
!
! /
!
!
,
#
,
"(!
)!
&'/!
*!
!12
&
=7
1! $
3
0#
!02
*! *!&' #
!*!
!, %&
-. ##!// ! # #0
! !#()
3'45 >4
>*=5? @A
*B./A=5? @A
,5C0B ).A
1 2
2
13
1 1
31 31 31 1
1
31 1
2
2
2
23
2
2
2
2
2
23
2
2
2
2
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Eygló Harðardóttir | 31. október
Áskorun …
… Ég tel það skipta
miklu fyrir Vest-
mannaeyjar að HS
komist ekki í meiri-
hlutaeigu einkafyrir-
tækja, þar sem gróða-
hugsunin skiptir
mestu en ekki hagur okkar neyt-
enda. Þegar eru fordæmi um
hversu slæmt þetta getur verið
fyrir neytendur og má þar nefna
orkuskortinn í Kaliforníu, raf-
magnsleysið á austurströnd
Bandaríkjanna 2003 og úttekt á
raforkumarkaðnum í Svíþjóð.
Meira: eyglohardar.blog.is
Hlynur Hallsson | 31. október
Lífrænt: Hollara og
betra á bragðið
… Lífrænt ræktaða
grænmetið reyndist al-
mennt innihalda meira
af andoxunarefnum og
minna af fitusýrum.
„Niðurstöðurnar
stangast á við núver-
andi stefnu breska Matvælaeftirlits-
ins (Food Standards Agency), sem
kveður á um að engar vísbendingar
séu um að lífrænt ræktað grænmeti
sé hollara en annað.“ Vonandi verð-
ur þetta til þess að enn meiri áhersla
verði lögð á lífræna ræktun …
Meira: hlynurh.blog.is
Sigríður Laufey Einarsdóttir | 31. okt.
Skálholtsstaður …
Komið hefur fram í
fréttum að kirkjan
hyggst reisa sum-
arhúsabyggðir í Skál-
holti sér til tekjuaukn-
ingar. Skálholtsstaður
var um langan aldur
höfuðstaður þjóðarinnar í trúar-
legum og veraldlegum skilningi. Þar
var einnig skóli eins og þekkt er.
Biskupsstóllinn þurfti tekjur til að
standa undir umsvifum; tíund var
sett á, og stóllinn átti verstöðvar
eins og Grindavík sér til framfærslu.
Staða Skálholts hefur ekki breyst
hvað varðar veraldleg umsvif sér til
framdráttar. Ef þær tekjur sem
koma af sumarbústaðabyggð eru
notaðar til frekari andlegrar starf-
semi í Skálholti þá helgar tilgangur-
inn meðalið? Niðurlægingartímabil
Skálholts hófst þegar kaþólsk trú
var… niðurlögð og stóð fram á sjö-
unda tug síðustu aldar þegar Sigur-
björn Einarsson þáverandi biskup
stóð…
Meira: logos.blog.is
Kristján B. Jónasson | 31. október
Tíu litlir negrastrákar
Í síðustu viku boðaði
Alþjóðahúsið til fund-
ar til að ræða
hugtakanotkun í sam-
tímaumræðu um fólk
af erlendum uppruna
vegna endurútgáfu
bókarinnar Tíu litlir negrastrákar
eftir Gunnar Egilsson með mynd-
um Guðmundar Thorsteinssonar,
Muggs. Mér var boðið að koma
þarna að ræða á fremur óformlegan
hátt sýn bókaútgefenda á málið.
Mörður Árnason og Hallfríður Þór-
arinsdóttir voru einnig í pontu og
var ætlað að ná utan um kynþátta-
hyggju í hugtakanotkun hvoru á
sinn hátt. Ég bjóst við að fáeinar
hræður myndu láta sjá sig og
hnykkti því aðeins við þegar ég
kom. Bæði var setið í hverju sæti og
svo var þarna fullt af fjölmiðlafólki
sem ég hafði ekki búist við, meira
að segja sjónvarpsmyndavélar.
Einhver hafði greinilega verið að
vinna plöggvinnuna sína. Skemmst
er frá að segja að fjallað var um
þennan litla atburð í nærri öllum
fjölmiðlum. Ég hélt að síðan myndi
málið lognast út af en misreiknaði
það algerlega. Þeir fjölmörgu sem
eiga börn af erlendum uppruna,
eiga „blönduð“ börn eða einfaldlega
nána vini eða þá ættingja sem eru
sökum hörundslitar síns á einhvern
hátt skotspónn meira og minna
meðvitaðrar kynþáttahyggju virð-
ast einfaldlega hafa fengið nóg.
Þeir nenna ekki lengur að burðast
með óuppgerða arfleifð íslenskrar
kynþáttahyggju. Þeir nenna ekki að
heyra fólk segja að „negri“ sé alls
ekkert rasískt orð, fremur en nokk-
ur önnur orð í íslensku og að fólk
hafi nú sungið Tíu litla negrastráka
í æsku og ekki orðið meint af. Og
það nennir heldur ekki að vera
skilningsríkt andspænis viðhorfi
sem bloggsíðurnar virðast nokkuð
seigar að viðhalda: Hvað banna þeir
nú næst? Á bara ekki að fara fram
bókabrenna! Hvað sjá menn eig-
inlega athugavert við myndir af
blökkubörnum sem eru limlest,
smáð og drepin á hugvitsamlegan
hátt uns frábær fjölgunarhvöt
þeirra margfaldar töluna að nýju?
Ég hef fengið tölvupóst frá fólki
sem hefur innt mig frekar eftir
skoðun minni á málinu. Í áhrifaríkri
bloggfærslu Gauta Eggertssonar –
bróður borgarstjóra og undra-
manns að sögn allra sem til hans
þekkja – sem farið hefur eins og
eldur í sinu um bloggheima í gær og
dag er mín óverðugs getið í sam-
bandi við undarlega stuðningsmenn
þessarar útgáfu og fólk hefur
hringt í mig til að ræða málin. Í
stuttu máli sagt er ekkert lát á um-
ræðunni um …Tíu litla negra-
stráka, hún bara magnast.
Meira: kristjanb.blog.is
BLOG.IS
WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
Týpa: PV70
VERÐLAUNAÐ
SJÓNVARP
219.900-
Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni sem
fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun.
HDTV Ready / Upplausn1024x768 / Skerpa: 10.000:1
42” plasma