Morgunblaðið - 01.11.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 17
MENNING
Á TÓNLEIKUM Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í kvöld
gefst tónlistarunnendum tæki-
færi til að hlýða á efnisskrá þá
sem Sinfóníuhljómsveitin mun
flytja í tónleikaferð sinni til
Þýskalands í næstu viku.
Þrjú íslensk verk verða flutt
sem öll hafa unnið óskoraða
hylli tónlistarunnenda; „Ice-
rapp“ eftir Atla Heimi, Selló-
konsert eftir Jón Nordal og
Geysir eftir Jón Leifs. Alladin-svíta Carls Niel-
sens fær líka að óma auk „Bolero“ eftir Ravel.
Einleikari er Bryndís Halla Gylfadóttir.
Tónleikarnir hefjast kl. 19.30.
Tónleikar
Geysir, Sellókons-
ert og Icerapp
Bryndís Halla
Gylfadóttir
SKÁLDASPÍRUKVÖLD
númer 89 verður haldið í
Amtsbókasafninu á Akureyri í
kvöld og hefst það kl. 17.15.
Þar munu þeir Þórarinn
Torfason og Björn Þorláksson
lesa upp úr verkum sínum.
Þórarinn les meðal annars úr
óbirtu ljóðahandriti, en Björn
les meðal annars úr óútgefnu
handriti að nýrri skáldsögu.
Aðgangur er ókeypis og öllum
opinn á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að fá sér
hressingu meðan á upplestri stendur. Sem fyrr
er það Benedikt S. Lafleur sem stendur fyrir
uppákomunni.
Upplestur
Þórarinn og Björn
á Amtsbókasafni
Björn
Þorláksson
ÁTTUNDU tónleikar ársins í
hádegistónleikaröð Hafn-
arborgar, menningar- og lista-
stofnunar Hafnarfjarðar, verða
í dag og hefjast klukkan 12. Að
þessu sinni er það Elín Ósk
Óskarsdóttir sem er gestur
tónleikanna og flytur tónlist
frá Þýskalandi, aðallega Wag-
ner-aríur. Tónleikarnir standa
yfir í hálftíma og eru sér-
staklega hugsaðir sem tæki-
færi fyrir fólk sem starfar í Hafnarfirði til að njóta
góðrar tónlistar í hádegishléi. Tónleikarnir eru í
boði Hafnarborgar, aðgangseyrir er enginn og all-
ir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Tónleikar
Elín Ósk í Hafnar-
borg í hádeginu
Elín Ósk
Óskarsdóttir
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
KAMMERSVEIT Reykjavíkur hef-
ur 34. starfsár sitt með tónleikum í
Listasafni Íslands á sunnudagskvöld
kl. 20, en fernir tónleikar verða á dag-
skrá sveitarinnar í vetur.
Heiti fyrstu tónleikanna er: Tónlist
20. aldarinnar –nútímatónlist? Á efn-
isskránni eru verk eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson, Anton Webern og Ígor
Stravinskíj. Í yfirskriftinni liggur sú
spurn hvort enn sé hægt að kalla úr-
valstónlist 20. aldarinnar nútíma-
tónlist. Rut Ingólfsdóttir er listrænn
stjórnandi Kammersveitarinnar. „Við
teflum saman Þorkeli, Anton Webern
og Stravinskíj, til að sýna hvað þetta
er skemmtileg tónlist, þótt hún hafi
einhvern tíma þótt framsækin,“ segir
Rut. „Eftir því sem ég best veit hafa
tvö af verkum Stravinskíjs, Pastorale
og Concertino ekki verið spiluð hér
fyrr.“ Og spurningin um hvenær tón-
list hættir að vera nútímatónlist er
brennandi, því á tónleikum Kamm-
ersveitarinnar á Myrkum mús-
íkdögum í febrúarbyrjun, verður
sannarlega leikin nútímatónlist. „Þar
leikum við þrjú verk sem er verið að
semja núna, eða samin á allra síðustu
árum.“ Verkin sem Rut nefnir eru
Konsert fyrir horn og strengi eftir
Huga Guðmundsson, La serenissima
fyrir klarínett, strengi og slagverk
eftir Hafliða Hallgrímsson og Kons-
ert fyrir fiðlu og strengi eftir Svein
Lúðvík Björnsson. Ekkert verkanna
hefur heyrst hér áður, en verk Haf-
liða hefur verið leikið erlendis.
Elfa Rún einleikari
Jólatónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur hafa um árabil verið
ákaflega vinsælir, en í ár verða þeir
haldnir 16. desember, og eins og
endranær, í Áskirkju. „Elfa Rún
Kristinsdóttir sigurvegari í Bach-
keppninni í Leipzig verður einleikari
á jólatónleikunum, þótt við verðum
líka með ýmislegt fleira. Elfa Rún
ætlar að spila tvo konserta eftir Bach
– en hvorki þann í a-moll né E-dúr
sem fólk þekkir, heldur konserta sem
hún vill meina að hafi upphaflega ver-
ið samdir fyrir fiðlu, þótt þeir séu
bara til í öðrum útgáfum í dag, meðal
annars fyrir sembal.“ Önnur verk á
Jólatónleikum Kammersveitarinnar
eru Vatnasvítur í G-dúr og F-dúr eft-
ir Händel og Brandenborgarkonsert
númer 3 eftir Bach.
18. júní hefst í Reykjavík Norræn
hornráðstefna, og hana sækja allir
megandi hornleikarar Norður-
landanna sem á annað borð eiga
heimangengt. Kammersveit Reykja-
víkur heldur opnunartónleika ráð-
stefnunnar, og eins og gefur að skilja
verður horntónlist í öndvegi. „Við
ætlum að endurtaka verk Leopolds
Mozarts, Sinfonia di Caccia sem gerði
mikla lukku, en þar leika einleik þeir
Joseph Ognibene, Emil Friðfinnsson,
Stefán Jón Bernharðsson og Þorkell
Jóelsson; og leika líka með frábærum
norrænum hornleikurum sem hingað
koma. Ég þekki þá ekki, en hornleik-
ararnir okkar segja að það sé topp-
fólk.“
Útgáfusaga Kammersveitar
Reykjavíkur á sér tæplega nokkra
hliðstæðu meðal íslenskra tónlist-
arhópa í klassískri tónlist. Fimmtán
geisladiskar hafa þegar komið út með
leik hennar á fimmtán árum, bæði
með íslenskri tónlist og erlendri, en
að sögn Rutar er Kammersveitin bú-
in að hljóðrita tónlist á tólf diska með
íslenskri tónlist, og fleiri eru í und-
irbúningi. Þá er Rut sjálf einnig að
gefa út disk með íslenskri tónlist fyrir
fiðlu og píanó, en áður hefur komið út
diskur með leik hennar í íslenskum
einleiksverkum fyrir fiðluna. Spurn-
ingin er hvaðan elja Rutar og Kamm-
ersveitarinnar við flutning og útgáfu
íslenskrar tónlist sprettur.
„Í fyrsta lagi ber okkur skylda að
flytja íslenska tónlist, og það höfum
við gert frá upphafi. Árið 2000 ákvað
ég að við yrðum að gera átak í að taka
íslensku tónlistina upp og gefa út.
Mér finnst okkur renna blóðið til
skyldunnar að gera íslenska tónlist
aðgengilega bæði fyrir Íslendinga og
aðra. Það er miklu auðveldara að
kynna sér tónverk ef þau eru til út-
gefin. Útgáfan hefur ekki gengið
jafnhratt fyrir sig og ég vonaði, við
erum búin að taka upp efni á tólf
diska að minnsta kosti, en sá sjöundi
er að koma út. Eftirvinnslan gengur
hægar fyrir sig. En þetta er ekki bara
skylda okkar, því þetta er mjög góð
tónlist, auk þess sem við höfum þekkt
flest tónskáldanna persónulega. Sjálf
hef ég sérstakar mætur á Jóni Leifs,
þótt ég hafi aldrei kynnst honum, og
að spila kvartettana hans er stórkost-
legt. Og hverjir myndu spila íslenska
tónlist og gefa út ef við gerum það
ekki sjálf?“
Í sumar var Rut veitt franska
orðan Ordre National de Merite,
sambærileg við fálkaorðuna, fyrir að
stuðla að kynningu á franskri tónlist
á Íslandi.
Kammersveit Reykjavíkur hefur 34. starfsárið með tónleikum á sunnudagskvöld
Rennur blóðið
til skyldunnar
Í HNOTSKURN
» Kammersveit Reykjavíkurvar stofnuð árið 1974.
» Rut Ingólfsdóttir hefur fráupphafi verið listrænn stjórn-
andi sveitarinnar.
» Kammersveitin hefur frum-flutt fjölda íslenskra og er-
lendra tónverka.
» Kammersveitin hefur gefiðút 15 geisladiska, tveir koma
út í vetur og fleiri bíða útgáfu.
Rut Ingólfsdóttir „Mér finnst okkur renna blóðið til skyldunnar að gera ís-
lenska tónlist aðgengilega bæði fyrir Íslendinga og aðra,“ segir hún.
BANDARÍSKI leikarinn og söngv-
arinn Robert Goulet lést í fyrradag,
73 ára að aldri. Hann lést á sjúkra-
húsi í Los Angeles þar sem hann
beið lungnaígræðslu.
Goulet skaust upp á stjörnuhim-
ininn árið 1960 þegar hann lék í
söngleiknum Camelot á Broadway,
en þar fór hann með hlutverk Sir
Lancelot á móti þeim Richard Bur-
ton og Julie Andrews.
Í kjölfarið varð Goulet tíður gest-
ur á sjónvarpsskjám í Bandaríkj-
unum, en hann var reglulegur gest-
ur í sjónvarpsþætti Eds Sullivan.
Árið 1962 hlaut hann Grammy
verðlaunin sem besti nýliðinn og ár-
ið 1964 náði lag hans „My Love For-
give Me“ miklum vinsældum. Árið
1968 hlaut hann svo Tony verðlaun-
in fyrir hlutverk sitt í The Happy
Time á Broadway.
Á síðari árum lék hann í auknum
mæli í kvikmyndum, meðal annars í
Beetle Juice og Naked Gun 2½.
Goulet lætur eftir sig eiginkonu,
þrjú börn og tvö barnabörn.
Robert
Goulet látinn
Hlaut bæði Tony- og
Grammy-verðlaun
Reuters
Farsæll Robert Goulet.
FRANSKA skáldið Yves Bonnefoy
hreppti Franz Kafka verðlaunin
þegar þau voru veitt í Prag í vik-
unni. Alþjóðleg dómnefnd sem var
skipuð þýska bókmenntagagnrýn-
andanum Marcel Reich-Ranicki og
breska útgefandanum John Calder
komst að þessari niðurstöðu, en það
er Franz Kafka félagið í Prag sem
stendur að verðlaununum. Verð-
launagripurinn er lítil stytta af
Kafka, smíðuð af listamanninum
Jaroslav Rona, en séu verðlauna-
hafar lítið fyrir styttur, fylgir um
600 þúsund krónur í umslagi fyrir
verðlaunahafann.
Yves Bonnefoy er 84 ára vel
þekktur skríbent og esseyjuskrif-
ari, og einn mesti þýðandi Frakka á
verkum Williams Shakespeares.
Meðal verðlaunahafa síðustu ára
eru Philip Roth, Elfriede Jelinek,
Harold Pinter og Haruki Mura-
kami.
Bonnefoy
fær Kafka-
verðlaunin
SÝNING á verkum Kristjáns Davíðssonar
verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Um er
að ræða afrakstur síðastliðinna sautján ára, að
viðbættum verkum sem bregða ljósi á þróun
listamannsins í átt til þeirra stílbrigða sem
hann hefur ræktað frá lokum 9. áratugarins.
Kristján er nú níræður og hefur list hans
þróast mikið á síðustu áratugum liðinnar ald-
ar. Sýning Kristjáns er í þremur sölum safns-
ins en auk hennar verður í dag opnuð sýning á
úrvali verka úr safni Markúsar Ívarssonar
járnsmiðs.
Sýnir þróun listamannsins
Kristján Davíðsson Sýnir afrakstur sautján ára.
Verk Kristjáns Davíðssonar listmálara í Listasafni Íslands
Fjallað verður um Kristján Davíðsson í Les-
bók Morgunblaðsins næstkomandi laug-
ardag.
♦♦♦