Morgunblaðið - 01.11.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.11.2007, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÖDD ALMENNINGS Einn ánægjulegasti þátturinn íþróun þjóðfélagsmála í landiokkar síðustu árin er hin beina þátttaka almennra borgara ekki bara í opinberum umræðum heldur með beinni íhlutun í gang mála. Dæmi um slíkt er sú undirskrifta- söfnun, sem Hannes Friðriksson, inn- anhúsarkitekt og íbúi í Reykjanesbæ hefur haft forgöngu um, þar sem skor- að er á sveitarstjórnarmenn að tryggja að Hitaveita Suðurnesja verði áfram í meirihlutaeigu sveitarfélag- anna og annist áfram orkuöflun og sölu og dreifingu á vatni og rafmagni á því svæði. Ýmsar vísbendingar hafa komið fram um, að íbúum á Suðurnesjum standi ekki á sama um þá þróun, sem orðið hefur í málefnum Hitaveitu Suð- urnesja á undanförnum mánuðum. Nú gefst fólki á Suðurnesjum færi á að sýna afstöðu sína í verki með þátttöku eða ekki þátttöku í undirskriftasöfn- uninni, sem Hannes Friðriksson hefur komið af stað. Slík þátttaka almennings í ákvörð- un um eigin málefni er hin æskilega þróun í lýðræðisríki. Og eins og Morg- unblaðið hefur margbent á er full ástæða til að fólkið sjálft í sveitar- félögum eða á landsvísu taki ákvarð- anir um meginmál. Þannig er alls ekki fráleitt að ræða þann möguleika, að framtíð Hitaveitu Suðurnesja verði ákveðin í beinni kosningu fólksins, sem býr á þjón- ustusvæði fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum eru stundum ótrúlega mislagðar hendur eins og skýrt hefur komið fram í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur síðustu vikur. Og ekki hefur ástandið á þeim vett- vangi batnað eftir að nýr meirihluti tók við í borgarstjórn. Kjörnir fulltrúar eru stundum í erf- iðri stöðu til þess að taka ákvarðanir. Þeir geta legið undir miklum þrýst- ingi frá aðilum, sem gæta sérhags- muna. Enginn þarf að efast um, að bæjarfulltrúar meirihlutans í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar hafa legið undir miklum þrýstingi vegna mál- efna Hitaveitu Suðurnesja frá sér- hagsmunaaðilum. Hið góða við að ákvarðanir um meg- inmál séu teknar í almennum at- kvæðagreiðslum er einmitt að sér- hagsmunaaðilar geta ekki komizt að hverjum og einum kjósanda, þótt þeir geti vissulega reynt að hafa áhrif á þá með almennum áróðri. Stundum geta þær aðferðir snúizt í höndum þeirra eins og kom í ljós í kosningunni í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík. Það verður fróðlegt að sjá hvaða ár- angri Hannes Friðriksson nær í und- irskriftasöfnuninni á Suðurnesjum. En það hlýtur líka að koma til um- ræðu, að grundvallarákvörðun um framtíð Hitaveitu Suðurnesja verði tekin af fólkinu sjálfu en ekki tiltölu- lega fámennum hópi manna, þótt þeir hafi verið kjörnir til trúnaðarstarfa í þágu fólksins. Hvað skyldu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins segja um það? SVIKNAR VONIR Aðstandendafélag heimilisfólks áhjúkrunarheimilinu Skjóli og hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöð- um fundaði með heilbrigðisnefnd Al- þingis í fyrradag vegna vandans, sem við er að eiga í hjúkrunarheimilum landsins. Fulltrúar félagsins höfðu ástæðu til að fara vongóðir til fund- arins. Á sambærilegum fundi í fyrra voru gefin loforð um úrbætur og sagði Halldór Torfason, fulltrúi úr nýstofn- uðu Aðstandendafélagi heimilisfólks á Droplaugarstöðum, í samtali við Morgunblaðið í gær að nú hefði verið vonast eftir yfirlýsingum um aðgerð- ir. Engar slíkar yfirlýsingar voru gefnar. Sagði Halldór að ástandið hefði ekkert skánað þrátt fyrir að ár væri liðið og ný ríkisstjórn komin til valda. Hvernig stendur á því að ekkert gerist í þessum málum? Vandinn er þekktur og lausnir á honum voru ræddar á fundinum í fyrradag: stytt- ing biðtíma á hjúkrunarheimilum, fleiri valkostir heimilismanna, upp- bygging innra starfs, örvun starfs- fólks og að bætt verði úr viðvarandi skorti á fagfólki. Vandinn liggur í því að ekkert gerist, en alltaf er ástæða til að gera enn eina úttektina. Ljóst er að það kostar peninga að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. Skort á fagfólki má að hluta til leysa með því að bæta kjör þess. Þá myndu örugglega margir, sem hafa horfið til annarra starfa, snúa aftur í það fag, sem þeir hafa menntað sig til. Biðtími á hjúkrunarheimilum er einnig alvarlegt vandamál. Það er al- varlegt mál þegar fólk, sem jafnvel er orðið ófært um að hugsa um sig sjálft, fær ekki umönnun við hæfi. Stundum strandar það á því að beðið er eftir greiningu, sem getur tekið óratíma að fá í hendurnar, þótt vitað sé í raun hvað er að. Stundum strandar það á því að plássið er einfaldlega ekki fyrir hendi. Afleiðingin getur verið skelfi- leg fyrir einstæðinga, sem eiga fáa eða engan að. 422 einstaklingar, sem töldust í mjög brýnni þörf, biðu eftir að fá hjúkrunarrými 31. júlí, þar af 331 í Reykjavík og nágrannasveitarfélög- um, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Landlæknisembættisins. Þar segir einnig: „Samkvæmt meginmarkmið- um heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 er stefnt að því að bið eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir fólk sem er í mjög brýnni þörf verði ekki lengri en 90 dagar. Á landinu öllu var óslitinn meðalbiðtími hjá þessum hópi 138 dagar á síðastliðnu ári en var 169 dag- ar árið 2005 og 191 dagur 2004 svo að nokkuð miðar í rétta átt. Hins vegar þurfa Reykvíkingar að bíða lengst, en óslitin bið þeirra var í fyrra um 275 dagar.“ Þetta ástand er óviðunandi. „Vonsvikin eftir fund með heil- brigðisnefnd Alþingis“ var fyrirsögn fréttar Morgunblaðsins í gær. Hversu lengi á að svíkja vonir fólks? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is S kuldbindingargildi „samnings- ins“ um samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) er að minnsta kosti álitamál, að mati lögfræðings úr við- skiptalífinu. Enda segir hann að í hlutafélagalögum sé mælt sérstaklega fyrir um ákveðið ferli við samruna tveggja félaga. „Samruni á sér stað í tilteknum skrefum og á grundvelli ákveðinna gagna.“ Hann segir að sú spurning vakni óhjá- kvæmilega hvort menn geti, til hliðar við formkröfur laga, samið um samruna þannig að bindandi sé. Í þessari fréttaskýringu er rætt við virta lögfræðinga á sínu sviði, en þar sem um við- kvæmt mál er að ræða vildu þeir aðeins tjá sig undir nafnleynd. Engu að síður var talin full ástæða til að leyfa þessum lögfræðilegu sjón- armiðum að koma fram, til þess að dýpka um- ræðuna, þó að það væri undir nafnleynd. Í lögum er kveðið á um það meðal annars að fyrir þurfi að liggja samrunaáætlun, grein- argerð félagsstjórnar þar sem samrunaáætl- unin er skýrð og rökstudd og staðfesting end- urskoðanda á því að endurgjaldið sé sanngjarnt og efnislega rökstutt og að hags- munum kröfuhafa sé ekki stefnt í voða. Ákvörðun um samruna í yfirteknu félagi er síðan tekin á hluthafafundi. Hið sama á við um ákvörðunina í yfirtökufélagi ef breyta þarf samþykktum þess félags vegna samrunans. Þegar tekin er afstaða til samrunans eiga þessi gögn að hafa legið fyrir í síðasta lagi mánuði fyrir hluthafafund. „Þannig að menn eru í sjálfu sér að byrja á öfugum enda.“ Ástæðan fyrir öllum þessum formreglum er sú að hluthafar eiga sjálfir að geta lagt mat á hvort samruni sé gerður á eðlilegum for- sendum. „Og síðan kemur að atkvæðagreiðslu á fundi!“ „Samningurinn“ um REI og GGE felur ekki í sér „samruna“ í lagalegum skilningi, þar sem samrunaferlinu er ábótavant, að mati lögfræð- ingsins. „Sjálfsagt má halda því fram að sá „samningur“ geti ekki falið í sér meira en viljayfirlýsingu um að félögin renni saman á þessum forsendum, þó að það trufli reyndar það sjónarmið að meira og minna sömu menn- irnir standi að baki gjörningunum.“ Ekki orðinn gjörningur Stjórnar- og eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur tók afstöðu með samruna 3. októ- ber sl. og heimilaði þá stjórnarformanni og forstjóra að „undirrita samning og önnur sam- runagögn þegar þar að kemur“. Hin eiginlegu gögn lágu því ekki fyrir á fundinum, sem sýnir að samruninn getur varla kallast frágenginn, að mati lögfræðings sem talað var við, og forstjóra og stjórnarformanni er því treyst til að leggja mat á gögnin. En hann bendir á að hægt sé að afturkalla það umboð. „Það er bara gilt þar til það er aft- urkallað.“ Og þeirri spurningu er til dæmis velt upp hvað gerist ef endurskoðendur finni eitthvað athugavert við þær forsendur sem liggja að baki „samningnum“ um samrunann. „Sem dæmi má nefna að endurskoðandi gerði at- hugasemdir við þær aðferðir sem notaðar voru við ákvörðun skiptihlutfalla milli félag- anna tveggja. Í því sambandi hlýtur t.d. mat á óefnislegum eignum REI, þ.e. einkaréttar- samningi við OR, að koma til skoðunar.“ Og þetta er ekki orðinn endanlegur gjörn- ingur, að mati lögfræðings. „Samruninn er einfaldlega ekki orðinn; hann verður ekki fyrr en búið er að fara í gegnum hið lögbundna ferli. Síðan er það sérstakt skoðunarefni hvort af því myndast skaðabótaskylda að samruninn verði aldrei að veruleika.“ Því er haldið fram að ef sveitarfélög nýti forkaupsrétt sinn að hlut Orkuveitu Reykja- víkur í Hitaveitu Suðurnesja, sem Orkuveitan ætlaði að leggja inn í samrunann, sé hægt að færa rök fyrir því að samningurinn verði ógildur. „Þá má segja að þessi samningur gangi ekki eftir samkvæmt efni sínu.“ Og ekki ætti að myndast skaðabótaskylda við það, þar sem báðir aðilar þekki vel til forkaupsrétt- arfyrirkomulagsins. s h a b v f h i a m v h s á a „ u m f O G r v h T r e s i e h k s k á h h h i þ s g Talað hefur verið um að samningur OR við REI sé forgangsréttarsamningur en ekki einkaréttarsamningur. „Hefur einhver haldið því fram að þetta sé ekki einkaréttarsamn- ingur,“ spyr lögfræðingur forviða. „Þetta er einkaréttarsamningur. Hér er meira að segja orðið einkaréttur notað – „óframseljanlegur einkaréttur til að fá þjónustuna hjá OR“. Og hann telur að ákvæðið um „first right of refu- sal“ sé jafnvel í mótsögn við annað í samn- ingnum. Var umboð fyrir hendi? Veikleikinn í samrunaferli REI og GGE felst að miklu leyti í því að færa má rök fyrir því að þau búi við tvö kerfi, opinbert kerfi jafnræðisins og lokað kerfi samkeppninnar. „Og þau virka illa saman.“ Það er áberandi í málflutningi stjórnenda Orkuveitunnar að þeir telja hana ekki falla undir reglur stjórnsýsluréttar, þar sem OR sé sameignarfyrirtæki og falli því undir einka- rétt. En þetta kann að orka tvímælis eins og spurningar sem umboðsmaður Alþingis lagði fram að eigin frumkvæði bera með sér. Úr þeim má lesa að um OR kunni að gilda óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttarins, s.s. jafnræðisreglan og reglan um að allar at- hafnir skuli byggðar á málefnalegum sjón- armiðum. Það er byggt á þeim rökum að OR sé í 100% eigu opinberra aðila, sveitarfélaga, og lúti að öllu leyti stjórnunarvaldi þeirra. Veigamesta spurningin sem umboðsmaður lagði fram varðar líklega umboð þeirra sem ákvörðunina tóku um samrunann á stjórnar- og eigendafundinum. Enda kann hún að mati lögfræðinga sem rætt var við að leiða til ógild- ingar. Ein spurning umboðsmanns lýtur að því hvort borgarstjóri hafi þurft að fá umboð frá borgarráði eða sínum borgarstjórnarflokki til þess að greiða atkvæði með samrunanum á stjórnarfundi eða eigendafundi OR. Í svörum Reykjavíkurborgar til umboðs- manns sem birt voru í gær sagði að í ákvörð- unum á fundinum hefðu ekki falist ábyrgðir eða skuldbindingar eigenda sem samþykkja þyrfti af viðkomandi sveitarstjórnum. „Nauð- synlegt er að fram komi að ekki var verið að Byrjað á Samruninn er einfaldlega ekki orðinn – á enn eftir að fa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.