Morgunblaðið - 01.11.2007, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SÁLFRÆÐINGAR verða sann-
arlega varir við hversu leitandi fólk er
eftir skýringum á vanlíðan sinni eða
erfiðum kringumstæðum. Mann-
skepnan þolir ekkert tómarúm sagði
Thomas Gilovich, og er margt til í því.
Við leitum skýringa á því sem fyrir
okkur kemur, til dæmis þegar við
veikjumst, og viljum síður trúa því að
veikindin séu tilviljunarkennd eða að
við höfum fæðst undir óheillastjörnu.
Með skýringum finnst okkur við geta
haft áhrif á örlög okkar og reynum að
finna árangursríkar leiðsagnarreglur
til að komast í gegnum erfiðleika í líf-
inu. Það er því ekki nema eðlilegt að
við leggjum við hlustir þegar einhver
býður okkur, að því er virðist, einfald-
an og auðskiljanlegan leiðarvísi um
völundarhús lífsins.
Lögmál aðdráttaraflsins, sem sett
er fram í bókinni Leyndarmálið (The
Secret), er dæmi um slíkan leiðarvísi,
sem á mikilli hylli að fagna um þessar
mundir. Virðist fljótt á litið, sem ráð-
gáta lífsins hafi verið leyst. Verst er
bara hvað lausninni hefur verið haldið
lengi frá okkur! Lögmál aðdrátt-
araflsins er sagt náttúrulögmál og
skilgreint þannig að hugsanir, sem
varpað er út í himingeiminn, laði að
sér, líkt og segull, hluti af sömu
bylgjulengd. Þannig getur fólk öðlast
það sem það vill með því að hugsa
nógu sterkt um það, hvort sem um er
að ræða peninga, draumahúsið, heilsu
eða annað sem hugurinn girnist. Ef
þetta er rétt, að fólk fái yfir sig það
sem það hugsar, má þá ekki draga þá
ályktun að það sé engum um að kenna
nema því sjálfu ef það lendir í veik-
indum eða annars konar áföllum?
Einhverjir kunna að spyrja sig
hvort þessi hugmyndafræði sé ekki í
anda hugrænnar atferlismeðferðar.
Er þar ekki lagt til að fólk sé það sem
það hugsar og að það eigi að hugsa já-
kvætt? Ekki alveg. Hugræn atferl-
ismeðferð snýst um að hugsanir okk-
ar hafi áhrif á líðan okkar og athafnir.
Hugsun sem er óhóflega neikvæð get-
ur stuðlað að vanlíðan (þótt hún ein og
sér orsaki hana ekki) og dregið úr
fólki. Hugsun sem er óhóflega jákvæð
getur vissulega stuðlað að vellíðan og
sjálfsánægju en jafnframt komið fólki
í vandræði, eins og þegar fólk telur
sig geta allt í oflætisástandi. Þó getur
eilítil bjartsýni og jákvæð skekkja í
eigin garð, eins og flestir hafa, gert
lífið bærilegra. Margur telur sig til
dæmis vita betur en náunginn og
hneykslast á aksturslagi annarra.
Hugræn atferlismeðferð felst ein-
mitt í því, í mörgum tilvikum, að að-
stoða fólk við að aðgreina sig frá
hugsunum sínum og sjá að það er
ekki það sem það hugsar. Hæfi-
leikaríkasta og greindasta fólk getur
hugsað um sig sem óalandi og óferj-
andi og tággrannar unglingsstúlkur
geta álitið sig feitar. Það er einmitt
kjarni vandans, þegar þráhyggja og
árátta er annars vegar, að fólki finnst
að hugsanir endurspegli sinn innri
mann og að óboðnar hugsanir geti
leitt af sér slæma atburði. Þannig get-
ur manneskja til dæmis séð fyrir sér
hvernig börnin hennar lendi í bílslysi
og leiðst út í áráttuhegðun eins og
halda börnunum sínum heima, til að
afstýra mögulegu slysi. Staðreyndin
er sú að fólk fær fleiri þúsundir hugs-
ana á dag, sumar þeirra óboðnar og
ógeðfelldar, aðrar fallegar. Ef við er-
um það sem við hugsum, hvað af því
sem við hugsum erum við þá? Af
þessu má sjá að lítið vit er í orða-
sambandinu „Þú ert það sem þú
hugsar“.
Sú hugmynd, að hugsanir geti
framkallað atburði, blundar í mörgum
okkar. Þegar fólk er
beðið um að skrifa á
miða, að það óski þess
að einhver því nákom-
inn lendi í slysi, kemur
hik á flesta. Okkur
finnst við jafnvel hafa
séð mýmörg dæmi
þess að úr því rætist
sem við hugsum og
gleymum þeim til-
vikum þar sem eitt-
hvað gerist sem okkur
hafði ekki órað fyrir.
Við veltum því sjaldan
fyrir okkur hversu fátt af því sem við
höfum áhyggjur af, verður að veru-
leika. Við tökum nefnilega sér-
staklega vel eftir því sem samræmist
hugmyndum okkar og leiðum annað
hjá okkur. Hefurðu einhvern tímann
verið að leita þér að bíl af ákveðinni
tegund og skyndilega farið að sjá
þessa bílategund út um allt? Hvort
skyldi það vera, að bílar af þessari
tegund hafi í bókstaflegri merkingu
sogast að þér fyrir tilstilli aðlög-
unarlögmálsins, eða fórst þú skyndi-
lega að taka betur eftir þessari bíla-
tegund en áður? Það þarf meira en
hugsun til að framkalla atburði og
áþreifanlega hluti. Flest af því sem er
einhvers virði að verða sér úti um,
krefst fyrirhafnar. Það þarf meira að
segja að leggja á sig töluverða vinnu
til að breyta hugarfari sínu. Hins
vegar er það ábatasöm vinna, þar
sem breytt hugarfar getur stuðlað að
breyttri líðan og við erum líklegri til
að gera eitthvað ef við trúum að við
getum það. Það er einnig hjálplegt að
setja sér markmið, eins og bent er á í
Leyndarmálinu, samanber það sem
kötturinn sagði við Lísu í Undralandi
þegar hún sagðist ekki vita hvert hún
vildi fara: „Þá er alveg sama hvert þú
ferð“. Það að rækta með sér upp-
byggilega hugsun og setja sér mark-
mið telst hvort tveggja til við-
urkenndra aðferða innan
sálfræðinnar, og er í raun um æva-
forna speki að ræða sem víða hefur
komið fram í ritum og hvergi verið
haldið leyndri.
Ert þú það sem þú hugsar?
Sóley D. Davíðsdóttir og Auður
R. Gunnarsdóttir skrifa um lög-
mál aðdráttaraflsins
Sóley D. Davíðsdóttir
»Hugræn atferl-ismeðferð snýst um
að hugsanir okkar hafi
áhrif á líðan okkar og at-
hafnir.
Auður R. Gunnarsdóttir, sérfræð-
ingur í klínískri sálfræði og formaður
Félags um hugræna atferlismeðferð.
Sóley D. Davíðsdóttir, sálfræðingur
við Kvíðameðferðarstöðina.
Auður R. Gunnarsdóttir
FRUMVARP á Alþingi (þver-
pólitískt) um sölu áfengis í mat-
vöruverslunum hefur vakið mikla
andstöðu og umræðu í
samfélaginu. Öllum
má ljóst vera að áfengi
hefur skaðleg áhrif,
veldur sjúkdómum,
slysum og dauða. Að
léttvín sé hollt getur
verið rétt en þarf alls
ekki að innihalda alkó-
hól til að svo sé. Hin
hliðin á neyslu áfengis
er hvernig það er með-
höndlað; hvaða venjur
verða viðmið í þjóð-
arsálinni/menning-
unni. Áfengi er vímu-
efni er ber að
meðhöndla út frá þeirri forsendu.
Vínið á ekki erindi inn í mat-
vöruverslanir þar sem ákveðin teg-
und yrði auglýst með þessum eða
hinum réttinum sem á að neyta þann
daginn. Víntegundir og kjöt eða fisk-
ur munu verða sett hlið við hlið í
kjöt- eða fiskborðinu með áberandi
hætti þar sem vínið er „ómissandi“
með mat. Áfengið fær ranga ímynd í
hugum manna og skaðsemi þess
verður fjarlæg.
Vínbúðir geta vel leiðbeint þeim
sem vilja fá ráðgjöf um víntegundir
með mat. Með því að takmarka að-
göngu áfengis getum við dregið úr
því böli sem áfengi veldur og skapað
sterka hefð, að um vímuefni sé að
ræða, sem beri að umgangast með
varúð. Heilbrigðisráðherra boðaði
(Stöð 2, 28.10.) áherslur
í forvörnum og nefndi
geðhjálp í því sambandi
og er það vel. Jafnframt
lýsti hann yfir stuðningi
við áfengisfrumvarpið,
að æskilegt væri að
selja áfengi í mat-
vöruverslunum. For-
varnir ráðherrans orka
því tvímælis hvað varð-
ar sölu áfengis. Erlend-
is er reynslan að áfeng-
isdrykkja eykst þegar
aðgengi víns er aukið
og verð lækkar, t.d. í
Finnlandi. Áfeng-
isneysla þar jókst umtalsvert með
tilheyrandi aukaverkunum svo sem
tíðni slysa, ölvun við akstur, fjöl-
skylduofbeldi og slagsmálum. Lýð-
heilsustöð hefur lýst fram-
angreindum vandamálum og mælir
ekki með auknu aðgengi áfengis.
Biskup Íslands hefur lýst sömu
skoðun ásamt fræðslustjóra og
skólamönnum sem þekkja forvarnir
mjög vel og hvaða gildi þær hafa.
Með framgreindu áliti ráðherrans
er frumvarpið ekki lengur þver-
pólitískt heldur orðið stefna um-
rædds ráðherra í heilbrigðismálum,
þvert ofan í þá stefnu sem Alþingi
mótaði á síðasta þingi. Innan allra
flokka er sterk andstaða gegn frum-
varpinu, ekki síst Sjálfstæðisflokks-
ins. Með stuðningi heilbrigð-
isráðherra fær málið pólitískan
stimpil til handa framangreindum
flokki og mun tæplega auka vinældir
eða fylgi flokksins til frambúðar.
Sorglegt hvað margir nýir og ung-
ir þingmenn hafa lagt þessu frum-
varpi lið og nú með heilbrigð-
isráðherrann í fararbroddi. Virðist
vanta samfélagslega yfirsýn eða
meðvitund hjá þessum ungu þing-
mönnum sem vilja ná áfeng-
isfrumvarpinu fram í nafni frels-
isins. Frelsi og ábyrgð verða ekki
sundurslitin þegar ákvarðanir um
almannaheill eru teknar. Fram-
angreindir þingmenn og heilbrigð-
isráðherrann eru á villigötum í
ábyrgri áfengisstefnu til framtíðar.
Þingmenn og ráðherrar
á villigötum?
Sigríður Laufey Einarsdóttir
skrifar um verslun með áfengi
Sigríður Laufey
Einarsdóttir
»Hin hliðin á neysluáfengis er hvernig
það er meðhöndlað;
hvaða venjur verða við-
mið í þjóðarsálinni/
menningunni.
Höfundur situr í fjölmiðlanefnd bind-
indissamtaka IOGT.
MORGUNBLAÐIÐ hefur á
síðustu dögum og vikum farið
hamförum í málflutningi sínum
gegn frumvarpi sem
ég og sextán aðrir al-
þingismenn úr þrem-
ur stjórnmálaflokkum
flytjum. Þá hefur
Morgunblaðið gagn-
rýnt Guðlaug Þór
Þórðarson heilbrigð-
isráðherra fyrir að
styðja frumvarpið.
Fyrir þá sem það
ekki vita er markmið
frumvarpsins það að
afnema ríkiseinokun
á sölu léttvíns og
bjórs.
Í ljósi sögunnar og
þeirra viðhorfa sem
Morgunblaðið hefur
síðustu áratugina
barist fyrir kemur á
óvart að blaðið skuli í
umræðum um þetta
frumvarp kjósa að slá
skjaldborg um rík-
iseinokun og rík-
iseinkasölu. Sú var
tíðin að Morg-
unblaðið studdi sjón-
armið sem stuðluðu
að minni ríkisaf-
skiptum og frjálsri
verslun og við-
skiptum. Ný viðhorf virðast nú
hafa rutt sér til rúms innan rit-
stjórnar blaðsins. Það finnst mér
miður.
Á laugardaginn var okkur
flutningsmönnum frumvarpsins
sýndur sá heiður að Staksteinar
Morgunblaðsins voru helgaðir
okkur. Þar fullyrðir höfundur
Staksteina að með frumvarpinu
og þeim tillöguflutningi sem þar
er að finna séu þeir sjálfstæð-
ismenn sem að frumvarpinu
standa að leika sér að pólitískum
eldi. Svo segir Staksteinahöf-
undur:
,,Sennilega er lífsreynsla þeirra
svo takmörkuð, að þeir vita ekki
hvað þeir eru að gera og stjórn-
málareynsla þeirra ekki meiri en
svo, að þeir átta sig ekki á því
hvað þeir eru að vega alvarlega
að baklandi eigin flokks.“
Höfundur Staksteina hefur
óþarfar áhyggjur af því að ég og
aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins sem stöndum að frumvarpinu
njótum ekki stuðnings almennra
sjálfstæðismanna í málinu. Það
hefði hann séð í hendi sér ef
hann hefði haft fyrir því að
kynna sér stefnu Sjálfstæð-
isflokksins áður en hann tók sér
penna í hönd. Í ályktun Lands-
fundar Sjálfstæð-
isflokksins, sem
haldinn var í apríl á
þessu ári, um við-
skipta- og neytenda-
mál segir m.a.:
,,Halda þarf áfram
að létta álögum af
viðskiptalífi og neyt-
endum, en í næstu
skrefum í átt að öfl-
ugra og betra við-
skiptalífi þarf einnig
að felast að ríkið
dragi sig alfarið út
úr verslunarrekstri,
svo og öðrum rekstri
þar sem það er í
samkeppni við einka-
aðila. Landsfundur
leggur áherslu á að
einkarétti ríkisins á
verslun með áfengi
verði aflétt. Eðlilegt
er að hægt sé að
kaupa bjór og léttvín
utan sérstakra
áfengisverslana, t.d.
í matvöruversl-
unum.“
Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins
fer með æðsta vald í
málefnum Sjálfstæðisflokksins.
Þar er stefna Sjálfstæðisflokks-
ins mörkuð og samþykkt. Sú
stefna sýnir að við sem að þessu
frumvarpi stöndum höfum fast
land undir fótum. Okkar bakland
eru samþykktir og stefna Sjálf-
stæðisflokksins.
Vera má að Staksteinahöf-
undur sé þeirri stefnu ósammála.
Hins vegar hefur það hingað til
talist til heilindamerkja og
stefnufestu þegar stjórn-
málamenn leggja sig fram um
það að koma stefnu eigin flokks
til framkvæmda. Það er því í
meira lagi einkennilegt að höf-
undur Staksteina telji slíka við-
leitni okkar til marks um skort á
lífsreynslu og stjórnmálareynslu
og að í því felist alvarleg aðför
að okkar eigin pólitíska baklandi.
Það er merkileg niðurstaða
sem erfitt er að fá botn í.
Með fast
land undir fótum
Sigurður Kári Kristjánsson
svarar skrifum í Morg-
unblaðinu
Sigurður Kári
Kristjánsson
» Það kemur áóvart að
Morgunblaðið
skuli í um-
ræðum um
þetta frumvarp
kjósa að slá
skjaldborg um
ríkiseinokun og
ríkiseinkasölu.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík.
Skólavörðustíg 18
RÝMINGARSALA
FRÁBÆRAR JÓLAGJAFIR
50-70% AFSLÁTTUR