Morgunblaðið - 01.11.2007, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
RJÚPNAVEIÐAR hefjast nú
fimmtudaginn 1. nóvember. Eins og
landsmenn hafa ugglaust tekið eftir,
hefur Skotveiðifélag Íslands und-
anfarna daga skorað á veiðimenn að
gæta hófs við rjúpna-
veiðar. Rjúpnataln-
ingar sl. vor og seinni
hluta sumars sýndu að
samdráttur í íslenska
rjúpnastofninum hefur
orðið meiri en búist var
við. Ástæður fyrir því
eru ekki kunnar. Vís-
bendingar eru þó ýms-
ar, aukið afrán rándýra
og þá sérstaklega
minks og refs en stofn-
ar þessara dýra hafa
aukist talsvert á und-
anförnum árum. Þá
mætti nefna aðra þætti
eins og breytingar í
náttúrufari og vorhret
2006. Þegar rjúpn-
astofninn er í lágmarki
eru talsverðar líkur á
að veiðar geti haft
áhrif á vöxt og viðgang
stofnsins. Þá eru veið-
arnar eini þátturinn
sem hægt er að hafa
áhrif á. Því ákvað um-
hverfisráðherra, í sam-
ráði við hagsmunaaðila
og þær stofnanir sem málið snerta,
að stytta veiðitímann enn frekar en
var á síðasta ári. Nú eru veiðar að-
eins heimilaðar í nóvembermánuði.
Um er að ræða 4 daga í viku;
fimmtudaga, föstudaga, laugardaga
og sunnudaga.
Ábyrgð veiðimanna
Ábyrgð veiðimanna er mikil nú í
haust. Einfaldast hefði verið að
banna rjúpnaveiðar. Hins vegar hef-
ur sú ákvörðun verið tekin, eins og
áður hefur komið fram, að leyfa tak-
markaðar veiðar. Flestum veiði-
mönnum ætti því að takast að veiða í
jólamatinn fyrir sig og fjölskyldu
sína. Rétt er þó að taka fram að það
er skoðun stjórnar Skotveiðifélags
Íslands að takmarkaðar rjúpnaveið-
ar geti verið heppilegri en algjört
veiðibann, því með því móti fást
ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um
ástand rjúpnastofnsins. Svo virðist
sem niðursveifla sé hafin í rjúpna-
stofninum. Vöxtur mun því ekki
hefjast að nýju í stofninum fyrr en
árið 2010. Stofninn mun því verða
lítill næstu þrjú árin og mjög tak-
markað hægt að veiða úr honum. Því
er mjög brýnt að draga enn frekar
úr rjúpnaveiðum og að hver veiði-
maður veiði aðeins fyrir sig og fjöl-
skyldu sína. Bent hefur verið á að
takmarkið sé að hver veiðimaður
veiði aðeins 7 rjúpur. Þessi tala er
vissulega aðeins til viðmiðunar því
sumir veiðimenn þurfa aðeins 5
rjúpur en aðrir 8, svo dæmi sé nefnt.
Aðalatriðið er hins vegar það að ekki
séu stundaðar græðgisveiðar,
þ.e.a.s. að veiðimenn séu að veiða
meira en þeim ber.
Þeir veiðimenn, sem
haga sér þannig, eru
raunverulega að koma
því þannig fyrir að
verulegar líkur verði á
að friða verði rjúpuna
og eyðileggja þar með
ánægjuna, fyrir lög-
hlýðnum og sómakær-
um veiðimönnum, af að
stunda rjúpnaveiðar í
íslenskri náttúru. Því
er nauðsynlegt að
veiðimenn fylgist vel
með því að farið sé eftir
settum reglum við veið-
arnar. Þeir menn sem
ekki fylgja þessum til-
mælum eru að valda
tjóni eins og refur eða
minkur. Munurinn er sá
að dýrin eru ómeðvituð
um það tjón sem þau
valda en það eru þessir
menn ekki og þess
vegna verðskulda þeir
ekki að kallast veiði-
menn.
Ólafur Nielsen
Á fundi Skotveiðifélags Íslands í
Gerðubergi 28. október var dr. Ólaf-
ur K. Nielsen fuglafræðingur sæmd-
ur gullmerki Skotveiðifélags Ís-
lands. Við það tilefni sagði Sigmar B.
Hauksson, formaður félagsins:
„Rjúpnarannsóknir dr. Ólafs und-
anfarna áratugi eru gríðarlega
merkilegar og með tilkomu veiði-
kortakerfisins árið 1995 má segja að
rannsóknir á íslenska rjúpnastofn-
inum hafi vakið verulega athygli í
heimi rannsókna á villtum veiðidýr-
um. Með rannsóknum sínum hefur
dr. Ólafur safnað ómetanlegum upp-
lýsingum um íslenska rjúpnastofn-
inn, sem er forsenda þess að við get-
um vonandi stundað sjálfbærar
veiðar úr honum um ókomin ár.“
F.h. Skotveiðifélags Íslands vill fé-
lagið þakka dr. Ólafi fyrir samstarfið
og þátt hans í rannsóknum á ís-
lenska rjúpnastofninum. Enn er
mörgum spurningum ósvarað um ís-
lensku rjúpuna. Það eru því næg
verkefni framundan hjá dr. Ólafi og
væntir félagið góðrar samvinnu við
hann á komandi árum og heitir því
að veita honum þann stuðning sem
við veiðimenn getum veitt.
Rjúpnaveiðimenn –
göngum hægt um
gleðinnar dyr
Davíð Ingason skrifar um
rjúpnastofninn
» Þegarrjúpn-
astofninn er í
lágmarki eru
talsverðar líkur
á að veiðar geti
haft áhrif á vöxt
og viðgang
stofnsins.
Davíð Ingason
Höfundur er varaformaður
Skotveiðifélags Íslands.
ÞAÐ er auðvitað afar óskemmti-
legt að verða fyrir því að manni sé
sagt upp atvinnu og enn verra hlýt-
ur að vera að ganga
um atvinnulaus. Þetta
tvennt er þó daglegt
brauð margra Íslend-
inga, því miður. Oftar
en ekki er uppsögn
aðgerð á milli tveggja
aðila, þeas. vinnuveit-
anda og launþega og
fer ekki hátt nema þá
helzt að um fjölda-
uppsagnir sé að ræða.
Þó er undantekning á
þessu. Það er þegar
pólitískt ráðið fólk í
opinberum stöðum
verður fyrir því óláni að breyting
verður á æðri stöðum í stjórnkerf-
inu og fólk sem hefur aðrar pólitísk-
ar skoðanir hefur komist til valda,
vill gera breytingar og rekur við-
komandi aðila úr stöðunni.
Þannig uppsagnir komast oftast í
fjölmiðla og þykja merkilegar frétt-
ir. Gjarnan er gefið í skyn að á bak-
við slíkar uppsagnir búi annarlegar
pólitískar hefndaraðgerðir vegna
einhverra annarra uppsagna eða
stöðuveitinga sem gengu í hina átt-
ina einhverjum misserum fyrr. Fólk
sem fyrir þessu verður öðlast stöðu
píslarvotta í mislangan tíma.
Þeir sem þekkja pólitískar skoð-
anir þess sem þetta ritar halda ef-
laust að hann sé að réttlæta afskipti
núverandi utanrík-
isráðherra af brott-
vikningu fyrrverandi
þingmanns Framsókn-
arflokksins úr góðri
stöðu. Það er alls ekki
svo. Honum var ekki
einu sinni kunnugt um
að þessi góði maður
væri í þessu starfi, eða
hvers vegna hann var
ráðinn í það.
En ætti það ekki að
vera þannig, að fólk
sem er tilbúið að þiggja
stöðu í opinbera geir-
anum vegna flokkspólitísks rétt-
trúnaðar, ætti líka að sætta sig við
að það sé rekið úr þeirri stöðu þeg-
ar pólitíska vindáttin hefur breytzt
?
Sumir hafa jafnvel orðið fyrir því
að stofnanir sem þeir stýra eru
lagðar niður, þær fluttar á milli
landshluta, skipulagi breytt o.s.frv.
til þess að „réttur“ einstaklingur fái
djobbið. Í þannig tilfellum er afar
sjaldgæft að stöðurnar séu auglýst-
ar, enda búið að finna rétta fólkið,
sem oftar en ekki hefur innt af
hendi ómetanlegt starf fyrir „rétta“
stjórnmálaflokkinn.
Þetta þarf ekki endilega að vera
svo slæmt fyrir þann sem missir
stöðuna, enda bíður hans oftar en
ekki glæsilegur starfslokasamn-
ingur sem er sennilega miklu ít-
arlegri og mikilvægari en sjálfur
ráðningarsamningurinn.
Vonandi þarf þingmaðurinn fyrr-
verandi ekki að vera atvinnulaus
lengi. Það vantar allsstaðar gott
fólk í vinnu. Í Kópavogi er mikil eft-
irspurn eftir hvalrekum, enda eru
þeir ekki á hverju strái. Þeir fá
ágæt laun, en þeir verða helzt að
vera vinir bæjarstjórans. Það gæti
líka dugað að þekkja formann bæj-
arráðs.
Opinberir hvalrekar
Loftur Þór Pétursson fjallar
um pólitískar stöðuveitingar
Loftur Þór Pétursson
» Fólk sem er tilbúiðað þiggja stöðu í op-
inbera geiranum vegna
flokkspólitísks rétttrún-
aðar, á líka að sætta sig
við að það sé rekið úr
þeirri stöðu ...
Höfundur er sjálfstætt starfandi
bólstrari án starfslokasamnings.
ÞAÐ er mikill viðburður, þegar ný
þýðing Heilagrar Ritningar kemur
út. Nýja þýðingin nú er augljóslega
stórvirki. Þó að fáir
dagar hafi gefizt til að
fletta henni hygg eg,
að þegar frá líður,
muni hún fá þann dóm,
að vera talin til hinna
merkustu, sem út hafa
komið á íslenzku; text-
inn lipur og mjög víða
fagur. Þýðing úr ritum
Gamla testamentisins
og brjefum Páls post-
ula hefur losnað úr
læðingi hinnar stirð-
legu setningaskipunar,
sem einkennir þýðinguna frá 1908
og gerði það hið mesta vandaverk,
að lesa þessa texta fyrir öðrum.
Þeim, sem fylgzt hafa með fram-
gangi þýðingarinnar í sjerútgáfu
einstakra rita Bibíunnar á und-
anförnum árum, hlýtur að vera það
fagnaðarefni, að texti hinnar nýút-
komnu Biblíu hefur lagfærzt frá því,
sem þar getur að líta, en vakti sann-
ast sagna kvíða hjá mörgum um það,
hvert stefndi. Þetta á í veigamiklum
atriðum við um málfar, einkum hið
hátíðlega, hefðbundna orðalag, svo
og orðfæri, sem skilað hefur sjer inn
í daglegt mál og tungutak þjóð-
arinnar. Þarna virðist þó svo, að
slysast hafi, sums staðar.
Eg hefi gagnrýnt það, að í þýðing-
unni eru orð og hugtök, sem ekki eru
í frumtextanum, svo sem í brjefum
Páls, þar sem hann ávarpar bræð-
urna, en í þýðingunni er skotið inn
sjerstöku ávarpi til
kvenna, til samræmis
við kröfu kynja-
pólitísks rjetttrúnaðar
í samtíðinni. Um þetta
ætla eg ekki að fjölyrða
umfram það að minna
á, að á mjóum þvengj-
um læra hundarnir að
stela. Hvar verða
mörkin, þegar farið er
út á slíkar brautir?
Loks kem eg að til-
efni þess, að eg rita
þessa athugasemd: Það
er þýðing Jóh. 3:16, þ.e. „Litlu Bibl-
íunnar“: „Svo elskaði Guð heiminn,
að hann gaf Son sinn eingetinn
til þess, að hver sem á hann trúir
glatist eigi heldur hafi eilíft líf“.
Guðs eingetinn sonur er þar sagður
einkasonur. Þetta kalla eg beinlínis
ranga þýðingu. Þetta hefur ekki get-
að orðið svo fyrir neina slysni. Fyrir
vikið hlýt eg að vantreysta þýðing-
unni í heild, því fleiri ritningarstaðir
gætu hafa orðið fyrir annarlegum
áhrifum í þýðingunni, fyrst þessi
lykilstaður er svona leikinn. Í þessu
ljósi ber að skilja þau ummæli mín,
að eg muni ekki nota hina nýju bibl-
íuþýðingu. Það merkir, að eg treysti
mjer ekki til þess að lesa hina helgu
texta fyrir söfnuðinum og þannig
vitandi og óafvitandi hafa rangt fyrir
honum. Hins vegar mun eg lesa hina
nýju þýðingu í öðru samhengi og
njóta hennar sem hún er nautnar
verð. Sannast sagna er það í mörgu.
Þar streyma lifandi lindir í tæru
móðurmáli, þó sums staðar gruggist.
Þetta er þeim mun sárara, sem þýð-
ingin er miklu þægilegri til upplest-
urs en sú, sem í notkun hefur verið.
Því vona eg og legg það til, að hinir
tiltölulega fáu vankantar verði lag-
færðir í næstu prentun, einkum
rangar þýðingar grundvallartexta.
Eg þakka Biblíufjelaginu og þjóð-
inni þýðinguna.
Að veturnóttum 2007.
Ný biblíuþýðing
Geir Waage skrifar um nýja
Biblíuþýðingu » Þýðing úr ritumGamla testament-
isins og brjefum Páls
postula hefur losnað úr
læðingi hinnar stirðlegu
setningaskipunar, sem
einkennir þýðinguna frá
1908 …
Geir Waage
Höfundur er sóknarprestur
í Reykholti.
(τον υιον τον μονογενη εδωκεν)
MÉR finnst að við Íslendingar
höfum verið blessunarlega lausir
við kynþáttafordóma, fram undir
þetta. E.t.v. var það vegna fjar-
lægðar frá hringiðu heimsins. Ég
hef grun um að einhver ensk heiti
á blökkumönnum fari fyrir brjóst-
ið á þeim. Sum þessara heita eiga
sér e.t.v. hliðstæður í íslensku, en
ég hef aldrei orðið var við að eitt-
hvert eftirfarandi heita sé öðrum
fremur niðrandi: Blökkumaður –
blámaður – svertingi – negri.
Surtur er e.t.v. undantekning,
þótt mér finnist það oftast notað í
góðlega gamansamri merkingu.
Fyrir mér þýða öll þessi orð
maður með dökka húð. Ég kynnt-
ist þessum orðum fyrst í barna-
og unglingabókum. Þar voru hetj-
urnar ýmist rauðar, gular, svart-
ar, bláar, brúnar eða hvítar og
skúrkarnir líka. Í indjánasögunum
voru hvítir menn stundum kallaðir
bleiknefir af indjánum. Hálf
fannst mér það óvirðuleg nafngift,
en ekki varð því þó á móti mælt
að nefin á þessum skepnum voru
bleik.
Indjánar og rauðskinnar voru
menn með rauðleita húð, sem
byggðu Ameríku, áður en hvítir
menn ruddust þar inn. Kínverjar
voru gulir menn, aðra Asíubúa
þekkti maður lítið, en þó hafði
maður einhverja hugmynd um að
þeir væru ekki eins fagurgulir og
Kínverjar. Ég man ekki til að ég
gerði mér rellu út af því, þótt
fæstir þessara marglitu manna
hefðu ekki gengið í háskóla, en
fannst mikið til um þá reynslu og
þekkingu, sem þeir bjuggu yfir úr
umhverfi sínu.
Ég las auðvitað og söng ljóðið
um tíu litla negrastráka. Ég man
ekki eftir að mér hefði þótt neitt
skrýtið að það skyldu líka vera
gerðar vísur um negrastráka rétt
eins og hann Gutta, sem gegndi
engu. Ég man samt að mér þótti
ljóðið um negrastrákana frekar
sorglegt, þangað til einhver sagði
mér að þetta væri ekki sönn saga.
Menn fetta fingur út í að andlit-
in á negrastrákunum séu öll eins.
Mér finnst ekki vera nein niðr-
andi merking í þessu. Í fyrsta lagi
eigum við erfiðara með að að-
greina svipmót manna af öðrum
kynstofni og í öðru lagi verður
sagan ekki eins sorgleg, ef maður
getur hugsað sér strákana sem
íspinna eða bjórflöskur á vegg, en
það er akkúrat svoleiðis, sem við
hugsum okkur, þetta andlitslausa
fólk, sem ferst af hungri, sjúk-
dómum og sprengingum á hverj-
um degi.
Ég ætla bara að vona að menn
fari nú ekki að búa til einhverjar
neikvæðar merkingar á orð, sem
ekki hafa haft neikvæðar merk-
ingar fram til þessa. Reyndar er
hægt að gera jafnvel hrósyrði nei-
kvæð með raddblænum einum.
Verum jákvæð, þau sem geta, nóg
er samt af hinum.
P.s.
Þegar við hjónin fréttum að
dóttir okkar hefði eignast kærasta
í USA og sögðum fólki, þá spurðu
sumir: „Er hann svartur?“. Við
gátum bara svarað sannleikanum
samkvæmt: „Við vitum það ekki.“
ÞÓRHALLUR
HRÓÐMARSSON,
Bjarkarheiði 19,
Hveragerði.
Tíu litlir negrastrákar
Frá Þórhalli Hróðmarssyni
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is