Morgunblaðið - 01.11.2007, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 37
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl.
9-16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, út-
skurður og myndlist kl. 13-16.30, víd-
eóstund kl. 13.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handav. kl.
8-16, smíði/útskurður kl. 9-16.30,
leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45, myndlist
kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð-
un, jóga, myndlist, almenn handa-
vinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaað-
gerðir, hádegisverður, bókband, kaffi.
Ævintýri í Iðnó kl. 14. Miðaverð og
kaffiveitingar kr. 2.500. Rútuferð frá
Bólstaðarhlíð kl. 13.10.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids kl. 13. Árshátíð FEB 2. nóv-
ember kl. 19.30, í sal Ferðafélagsins,
Mörkinni 6. Húsið opnað kl. 19, veislu-
matseðill, skemmtiatriði og Klassík
leikur fyrir dansi. Uppl. í s. 588-2111.
Félag kennara á eftirlaunum | Bók-
menntaklúbburinn í Kennarahúsinu
kl. 14-16. Nýir félagar velkomnir.
Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ-
kórinn æfir í KHÍ kl. 17-19. Nýjum
röddum tekið fagnandi.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05 og 9.55, rammavefnaður kl.
9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30,
hádegisverður kl. 11.40, róleg leikfimi
kl. 13, bókband kl. 13, myndlist-
arhópur kl. 16.30, stólajóga kl. 17,
jóga á dýnum kl. 17.50.
Félagsheimilið Gullsmára 13 |
Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, hádeg-
isverður kl. 11.40, handavinna og
bridds kl. 13, jóga kl. 18.15.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 12.40, karlaleikfimi
kl. 13, boccia kl. 14, bókband kl. 10,
gler- og leirlist kl. 13, handavinnuhorn
kl. 13, námskeið í bútasaumi og al-
mennri handavinnu kl. 13.
Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund
kl. 10.30 í umsj. séra Svavars Stef-
ánssonar. Frá hádegi eru vinnustofur
opnar, m.a. myndlist. Á morgun kl. 10
er prjónakaffi/bragakaffi og kl. 10.30
er fjölbreytt leikfimi (frítt) í ÍR heim-
ilinu v. Skógarsel. S. 575-7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við
böðun kl. 9, smíðar og alm. handa-
vinna. Farið í Iðnó kl. 13.15, kaffiveit-
ingar kl. 15.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9,
boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádeg-
ismatur kl. 12, félagsvist kl. 14, kaffi
kl. 15.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9,
leikfimi kl. 11.20, tréskurður kl. 13,
bingó kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir kl. 9-
16 hjá Þorbjörgu. Boccia kl. 10, fé-
lagsvist kl. 13.30, 1. og 2. verðlaun,
kaffiveitingar. Böðun fyrir hádegi, há-
degisverður kl. 11.30.
Hæðargarður 31 | Ókeypis tölvu-
leiðb. e.h. á miðvd. og fimmtud. Nám-
skeið í jólapakka- og leiðisskreyt-
ingum. Ævintýri í Iðnó á 110 ára
afmælinu. Guðrún Ásmundsdóttir 6.
nóv. Nýtt framsagnarnámskeið að
hefjast. S. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er
sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl.
9.30 og listasmiðjan á Korpúlfs-
stöðum er opin kl. 9-12 og 13-16.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund og spjall kl. 9.45, boccia karla-
klúbbur kl. 10.30, postulínsmálun kl.
13, boccia kvennaklúbbur kl. 13.30,
kaffiveitingar kl. 14.30.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund og
samvera kl. 10, opin salur kl. 13, leik-
fimi kl. 13.15, bingó eða félagsvist kl.
14.30.
Kirkjustarf
Áskirkja | Samvera með nýbúum kl.
17.30. Spjall, súpa og brauð. For-
eldramorgunn í neðri safnaðarsal kl.
10, Sigrún K. Barkardóttir hjúkr-
unarfræðingur ræðir um umönnun
ungbarna. Söngstund með Magnúsi
Ragnarssyni organista kl. 14, kaffi-
veitingar. Kl. 17 klúbbur 8 og 9 ára
barna og kl. 18 TTT-starfið, fundarefni
beggja fundanna er fóstursystkinin.
Samkirkjuleg bænastund kl. 16.30 á
ensku. Fylgt er kverinu True life in
God, prayer meeting guidelines.
Breiðholtskirkja | Biblíulestur kl. 20,
í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs-
sonar.
Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl.
10-12, leikfimi ÍAK kl. 11, bænastund kl.
12, 6-9 ára starf kl. 16-17, æskulýðs-
starf Meme fyrir 8 bekk kl. 19.30-
21.30. (www.digraneskirkja.is).
Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn
kl. 10-12, samverustundir og fyr-
irlestrar. Kaffi, djús og brauð fyrir
börnin.TTT fyrir 10-12 ára kl. 15-16 í
Víkurskóla.
Háteigskirkja | Íhugunartónlist, orð
Guðs, bænir, kvöldmáltíð Drottins,
fyrirbæn með handayfirlagningu og
smurningu kl. 20.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Vinafundur kl. 14 í Setrinu .
KFUM og KFUK | Sameiginlegur
fundur AD KFUM og KFUK kl. 20, í
Dómkirkjunni í Reykjavík. Sr. Hjálmar
Jónsson dómkirkjuprestur segir frá
kvöldkirkjunni.
Kristniboðsfélag kvenna | Háaleit-
isbraut 58-60. Fundur í kristniboðs-
salnum hefst með kaffi kl. 16.15. Gest-
ur fundarins er Helgi Hróbjartsson
kristniboði. Allar konur velkomnar.
Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl.
12, orgeltónlist í kirkjuskipi kl. 12-
12.10. Léttur málsverður í safn-
aðarheimilinu kl. 12.30. Helgistund í
félagsaðstöðunni á Dalbraut 18-20 kl.
15. Umsjón hefur sr. Bjarni.
Lágafellskirkja | Allra heilagra
messa. Bænastund kl. 20, ritning-
arlestur, tónlist, bænir, látinna
minnst.
Neskirkja | Foreldramorgunn kl. 10.
Kaffi og spjall, umsjón hefur Elínborg
Lárusdóttir.
Njarðvíkurkirkja | Foreldramorgunn
kl. 10.30 í safnaðarheimilinu. Umsjón
Þorbjörg Kristín Þorgrímsdóttir.
70ára afmæli. Í dag, 1. nóvember,er sjötugur Ólafur Þórðarson,
Austurvegi 10, Vík í Mýrdal. Eigin-
kona hans er Kolbrún Valdimarsdóttir.
Þau eru stödd á Kanaríeyjum.
50ára afmæli. Fimmtug er í dag,1. nóvember, Gréta Björg Er-
lendsdóttir. Í tilefni þess eru vinir og
vandamenn boðnir velkomnir á heimili
hennar eftir kl. 18 í dag að Ísalind 4.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 1. nóvember, 305. dagur ársins 2007
Orð dagsins: „Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.“ (Jóh. 14, 7.)
Verkefnið Mannauður stend-ur fyrir hádegisnámskeiðiá föstudag. Náðu lengra íkrafti orða og látbragðs er
yfirskrift námskeiðsins, sem kennt
verður í húsi Háskolans í Reykjavík,
kl. 12 til 13.30.
Margrét Jónsdóttir, for-
stöðumaður alþjóðasviðs HR kennir
námskeiðið: „Námskeiðum Mann-
auðs er ætlað að veita þátttakendum
samkeppnisforskot og aukin lífs-
gæði,“ segir Margrét. „Rétt notkun
tungumálsins getur haft gríðarleg
áhrif til að styrkja stöðu okkar, og
fæst námskeið föstudagsins við leiðir
til að nota tungumálið okkur til fram-
dráttar.“
Margrét segir flestum koma til
hugar málfræðivillur eins og þágu-
fallssýki og óvandað mál, en slíkt sé
aldeilis ekki viðfangsefni föstudags-
ins: „Hádegisfyrirlesturinn gengur
út á að kenna einstaklingnum að
beita tungumálinu þannig að hann
styrki stöðu sína og komi skoðunum
sínum og hagsmunum á framfæri
með markvissari hætti. Það skiptir
nefnilega ekki aðeins máli hvað við
segjum, heldur hvernig við segjum
það.“
Á námskeiðinu verður farið yfir sjö
lykil-heilræði: „Meðal þeirra má
nefna ráðið um ég-veikina. Margir
hafa tilhneigingu til að hefja setn-
ingar á „ég held“, eða „mér finnst“.
Þetta hefur þau áhrif að veikja stöðu
þess sem talar og má bera saman
setningarnar „mér finnast skattar
allt of háir“, og „skattar eru alltof há-
ir“. Sá sem setur sjálfan sig í for-
grunn fullyrðingar með þessum
hætti er því að nota minni-máttar
orðræðu því aðalatriðið er að skattar
eru of háir en ekki hvað viðkomandi
finnst.“
Að sögn Margrétar geta þeir sem
kunna með að fara, notað veikjandi
og styrkjandi mál eftir þörfum
hverju sinni: „Margir enda t.d. setn-
ingar á „er það nokkuð?“ eða „er það
ekki?“Þetta stílbragð getur verkað
veikjandi, eins og þörf sé á við-
urkenningu. Hins vegar geta lævísir
stjórnendur notað þennan stíl mark-
visst, til að láta undirmenn halda að
þeir hafi eitthvað um málin að segja.“
Þáttökugjald á námskeiðinu er kr.
2.500 og er hægt að skrá þátttöku á
heimasíðu Mannauðs, á heimasíðu
Háskólans í Reykjavík: www.hr.is.
Menntun | Námskeið Mannauðs á föstudag kl. 12 um úthugsaða orðræðu
Með vald á málinu
Margrét Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1966.
Hún lauk B.A.
gráðu í spænsku
frá HÍ 1991,
meistaragráðu
frá Princeton
háskóla 1995,
doktorsgráðu
frá sama skóla 2001 og MBA-gráðu
frá HR 2006. Margrét var lektor við
HÍ 1995-2003, síðan lektor við HR
og síðar dósent. Hún er nú for-
stöðum. alþjóðasviðs HR og í for-
svari fyrir Mannauð. Eiginmaður
Margrétar er Már Jónsson prófess-
or og eiga þau þrjá syni.
Tónlist
Hafnarborg | Hádegistónleikar kl.12. Elín
Ósk Óskarsdóttir sópran syngur og Ant-
onia Hevesi spilar á píanó, verk eftir Wag-
ner og Weber. Engin aðgangseyrir.
Óliver | Tepokinn leikur djass og salsam-
úsík meistara á borð við Tómas R. og Tito
Puente.
Myndlist
Kirkjuhvoll, Akranesi | Í tilefni Vökudaga,
menningarviku á Akranesi, hefst sýning
sem nefnist „Svart á hvítu“. Á sýningunni
eru þrívíð verk, málverk, teikningar og
grafík eftir íslenska og erlenda listamenn.
Sýningin stendru til 18. nóv. Opið kl. 15-18
alla daga nema mánudaga.
Söfn
Þjóðmenningarhúsið | Handan um höf –
þýðingar og frumsamin ritverk Helga Hálf-
danarsonar er ný sýning í bókasal. Helgi
Hálfdanarson er afkastamesti bókmennta-
þýðandi Íslendinga fyrr og síðar. Hann er
einn helsti málræktarmaður þjóðarinnar
og vel að sér um íslenskar fornbókmenntir.
Mannfagnaður
Húnvetningafélagið í Reykjavík | Árlegur
kirkju- og kaffisöludagur Húnvetninga-
félagsins verður 4. nóv. Messa í Kópavogs-
kirkju kl. 14, séra Gísli Kolbeins þjónar fyrir
altari, Karl Helgason frá Blönduósi flytur
stólræðu og kirkjukór frá Skagaströnd flyt-
ur gospeltónlist. Frá kl. 15 er kaffihlaðborð
o.fl. í Húnabúð, Skeifunni 11.
Fyrirlestrar og fundir
Sri Chinmoy-miðstöðin | Skúlagötu 30.
Hægt er að læra grundvallaratriðin í hug-
leiðslu á fjórum námskeiðum sem fara
fram fimmtud. 1. nóv. kl. 20, föstud. 2. nóv.
kl. 20, laugard. 3. nóv. kl. 15 og sunnud. 4.
nóv. kl. 15. Námskeiðin fara fram í miðstöð-
inni, á 3. hæð. Skráning í síma 561 5250.
Geðhjálp | Túngötu 7. Sjálfshjálparhópur
þeirra sem þjást af kvíða er starfræktur kl.
18 í húsi Geðhjálpar.
Höndin | Dr. Agnes Agnarsdóttir sálfræð-
ingur flytur fyrirlesturinn „Sjálfsmynd,
sjálfsvirðing og sjálfstraust“ í safn-
aðarheimili Háteigskirkju kl. 20. Fund-
arstjóri er Edda Jóhannsdóttir blaðamað-
ur. Kaffi og spjall.
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við
Fjarðarkaup kl. 13-17.
Frístundir og námskeið
www.ljosmyndari.is | Grunnnámskeið í
Photoshop 24.-25. nóv. kl. 13- 17. Verð kr.
15.900. 3ja daga ljósmyndanámskeið verð-
ur 19.-22. nóv. og 3.-6. des. Kennslutími kl.
18-22. Verð kr. 17.900. Leiðb. Pálmi Guð-
mundsson. Uppl. á www.ljosmyndari.is.
FRÉTTIR
LEIKMANNASKÓLI þjóðkirkj-
unnar stendur fyrir námskeiði sem
unnið er í samráði við fulltrúa
nokkurra trúfélaga hér á landi.
Námskeiðið fer fram í safnaðar-
heimili Grensáskirkju á miðviku-
dagskvöldum í nóvember og hefst
kl. 20.
7. nóvember: Hvað er trú? Bjarni
Randver Sigurvinsson, doktors-
nemi í trúarbragðafræði, skoðar
helstu skilgreiningar trúar og
átrúnaðar út frá trúarlífsfélags-
fræðilegum skilgreiningum.
14. nóvember: Félag múslima og
Bahá’í samfélagið. 21. nóvember:
Gyðingar og Kirkja Jesú Krists
hinna síðari daga heilögu (mormón-
ar).
28. nóvember: Búddistafélag Ís-
lands og Ásatrúarfélagið.
Um er að ræða tveggja tíma
kennslu í hvert sinn og skiptist hún
í tvær 50 mínútna kennslustundir.
Boðið verður upp á kaffi og te í hléi.
Umsjón með námskeiðinu hefur
Steinunn A. Björnsdóttir guðfræð-
ingur. Skráning fer fram á Bisk-
upsstofu í síma 535-1500 eða á
www.kirkjan.is/leikmannaskoli.
Hvað veistu um
þessi trúfélög?
STJÓRN Landssambands fram-
sóknarkvenna fagnar nýjum meiri-
hluta í borgarstjórn Reykjavíkur þar
sem félagshyggjan er ráðandi, eins
og segir í ályktun sem blaðinu hefur
borist. „Sérstaklega fögnum við því
að Sæunn Stefánsdóttir tekur að sér
formennsku í nýrri stjórnkerfis-
nefnd Reykjavíkurborgar og vænt-
um við mikils af hennar störfum.“
Jafnframt lýsir stjórn LFK yfir
ánægju sinni með störf framsóknar-
kvenna í sveitarstjórnum landsins.
Í annarri ályktun sem samþykkt
var í haust vil Landssamband fram-
sóknarkvenna vekja athygli á notk-
un skólafatnaðar í skólum landsins,
en framsóknarkonur hvetja sveitar-
félög og foreldra landsins til að huga
að kostum þess að innleiða skóla-
fatnað.
Formaður Landssambands fram-
sóknarkvenna er Ólöf Pálína Úlfars-
dóttir, varaformaður Gerður Jóns-
dóttir, gjaldkeri Inga Ólafsdóttir,
meðstjórnandi Svafa Hinriksdóttir. Í
varastjórn sitja: Salvör Gissurar-
dóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir.
Fagna nýjum meirihluta