Morgunblaðið - 01.11.2007, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ver
ð aðeins
600 kr.
SÍ
ÐU
ST
U
SÝ
N.
Ver
ð aðeins
300 kr.
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára
Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS
Good Luck Chuck kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára
Resident Evil kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Superbad kl. 5:30 B.i. 12 ára
Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50
The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 (300 kr.)
Eastern Promises kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Resident Evil kl. 10:10 Síðustu sýn. B.i. 16 ára
Heartbreak Kid kl. 6 - 8 B.i. 12 ára
Good Luck Chuck kl. 6 Síðustu sýn. B.i. 14 ára
Sími 564 0000Sími 462 3500
Dark is Rising kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
4 Months Enskur texti kl. 8 B.i. 12 ára
The Edge of Heaven Enskur texti kl. 5:40 B.i. 12 ára
Halloween kl. 10:20 B.i. 16 ára
Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Good Luck Chuck kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
Sími 551 9000
Brjálæðislega
fyndin mynd!!
Frá gaurnum sem færði okkur
The 40 Year Old Virgin og Knocked Up
- J.I.S., FILM.IS- LIB, Topp5.is
DÓMSDAGURDJÖFULSINS!
FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR
EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS!
eee
Dóri DNA - DV
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA
HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU...
VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR
FRÁBÆR GRÍNMYND
FRÁ LEIKSTJÓRUM
"THERE´S SOMETHING
ABOUT MARY"
Þriðji hlutinn í fram-
tíðartryllinum með Millu
Jovovich í toppformi!
Las Vegas er
HORFIN...
Jörðin er
næst!
FRÁ LEIKSTJÓRANUM
DAVID CRONEBERG
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
eeeee
- Sæbjörn Valdimarsson, Mbl.
eeeee
- Sæbjörn Valdimarsson,
Morgunblaðið
Hann þarf að finna
sex falda töfragripi á
aðeins fimm dögum...
til að bjarga heiminum
frá tortímingu!
Stórkostleg
ævintýramynd
í anda Eragon. TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
þetta sé eintómt grallaragrín hjá okkur en því fer
fjarri. Vissulega er þetta skemmtilegt og fjörugt en
við leggjum metnað og elju í þetta. Hebbi var ekkert
að grínast með þennan kántríáhuga sinn og eins er
Biggi algjör kántríbolti. Og nú er búið að kristna mig.
Við erum svo að plana næstu útrás, en Dark Horse
hljóðverið verður sótt heim aftur eftir áramót og við
ætlum að leika á stærstu kántríhátíðinni í Nashville
næsta sumar.“
Á téðu balli munu Klaufar troða upp en einnig
Birgitta Haukdal (Gitta Hau) og Tamra Rosanes,
skærasta kántrístjarna Danmerkur.
HALLBJÖRN Hjartarson sagði eitt sinn við grein-
arhöfund að á endanum myndi kántríið sigra og verða
vinsælasta tónlist á jarðríki. Ég tók orðum meistar-
ans með hæfilegum fyrirvara en þróun undanfarinna
ára – hérlendis a.m.k. – fer langt með að renna stoð-
um undir kenninguna. Brimkló, Baggalútur, Sviðin
jörð, Hanoi Jane og Föllnu englarnir; allt saman ís-
lenskar sveitir sem eru að umfaðma kántríið og svo
eru það Klaufar, en útgáfa hennar á Stuðmannalaginu
„Búkalú“ var spilað í hengla á Rás 2 í sumar. Fyrsta
plata sveitarinnar, Hamingjan er björt var þá tekin
upp í Nashville fyrr á þessu ári og er komin í gull-
sölu.
Kúrekar úr 101 Reykjavík
Á myspace-síðu Klaufanna kemur þessi hófstillta
setning fyrir: „Við erum úr sveit. Því ekki að spila
sveitatónlist?“. Meðlimir sveitarinnar eiga sér allir
nokkra forsögu í íslensku tónlistarlífi, en Klaufarnir
eru þeir Birgir Nielsen (Land og synir), bræðurnir
Herbert og Leifur Viðarssynir (Skítamórall og Moon-
styx) og Guðmundur Annas Árnason (Soma, Stolið).
Sá síðastnefndi ræddi við blaðamann um þessa ferð
þeirra um gresjurnar.
„Ég hef alltaf verið mikil 101-rotta en fyrir ca.
tveimur árum flutti ég til Selfoss en þaðan er konan
mín,“ segir hann. „Þar kynntist ég Hebba og hann
var mikið að pæla í kántríi og var sí og æ að fitla við
banjóið sitt. Hann smitaði mig fljótlega og við byrj-
uðum bara tveir, með gítar og banjó. Þegar Birgir og
Leifur slógust í hópinn fóru hlutirnir svo að gerast
með undraskjótum hætti.“
Gitta Hau og dönsk kántrístjarna
Í ársbyrjun 2007 bókuðu þeir félagar Dark Horse
hljóðverið í Nashville þar sem mörg stórstjarnan hef-
ur tekið upp. Þar var hent í plötu og leiguspilararnir
Dan Dugmore og Glen Duncan settu mark sitt á plöt-
una, spilarar sem eru eldri en þrevetur í bransanum.
„Maður hafði nú aldrei séð annað eins,“ segir Guð-
mundur. „Ótrúlegir spilarar hreint. Sumir halda að
www.myspace.com/klaufar
Kántrí var það …
Selfysska kántrísveitin
Klaufar býður til
heljarinnar kántríballs
nú á laugardaginn
Jííhaaaaa! Þeir gerast ekki mikið svalari kúasmalarnir
fjórir í Klaufum. Enda komnir upp í gullsölu.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
SPOR Regnbogans er um tuttugu og
fimm mínútna langt verk án orða eft-
ir Karólínu Eiríksdóttur og Messíönu
Tómasdóttur og samkvæmt upplýs-
ingum frá höfundunum er það aðal-
lega ætlað leikskólabörnum. Sagan
sjálf er ekki beinlínis flókin en til þess
að geta fylgst almennilega með henni
er alveg nauðsynlegt að vita eitthvað
meira um þær pælingar sem liggja á
bak við verkið. Slíkar upplýsingar
voru því miður ekki til staðar áður en
sýningin hófst.
Leikpersónur eru þrjár, Ófelía,
Svanurinn og Sóla, og jafnvel ég
skildi að verkið snýst m.a. um að
tengja saman liti og tónlist. Í grófum
dráttum fjallar það um strengjabrúð-
una Ófelíu sem fer að hlusta á flautu-
tónlist í fyrsta sinn en verður upp-
teknari af flautunni en af tónlistinni.
Aino Freyja Järvelä sem stjórnar
Svaninum og Sigríður Sunna Reynis-
dóttir sem stjórnar Ófelíu eru báðar
léttar og fimar í hreyfingum sínum en
ég hafði samt á tilfinningunni að
margar hreyfingar Svansins væru
meira eða minna einfaldar sveiflur,
einungis miðaðar við að koma honum
frá einum stað til annars á sviðinu.
Á blöðum sem ég fékk frá leikstjór-
anum daginn eftir sýninguna segir að
sérhver litur eigi að tákna eitthvað
ákveðið (rauður táknar hugrekki, blá-
grænn „skapar töfra“ o.s.frv.).
Krakkar á sýningum verksins eiga
ekki aðeins að horfa á heldur að taka
þátt og til þess fá þeir grímu, sem fel-
ur einnig í sér ákveðinn hæfileika (t.d.
„ég get töfrað“ eða „ég lækna og
laga“), og litbönd sem þeir eiga „að
sveifla og hreyfa“ og „hafa þannig
áhrif á framvinduna“. Sum börn á
frumsýningunni tóku svona grímu og
litbönd af borði frammi, önnur ekki,
en það hefði verið betra ef öll börnin
hefðu fengið að vita fyrirfram hvað
þau ættu að gera við þessa hluti.
Ýmislegt var skýrt, annað ekki. Það
var til dæmis auðvelt að sjá að brúðan
Ófelía fór að missa áhuga á tónlistinni
og fór í staðinn að leika sér og stríða
flautuleikaranum en af hverju blómin
á sviðinu enduðu öll á nótnastatífi
flautuleikarans í tiltekinni röð var
mér ekki ljóst.
Allt var þetta ljúft og sætt þannig
séð en hvort leikskólabörn geta lært
eitthvað um liti og tónlist í gegnum
svona verk er spurning sem ég
treysti mér ekki til að svara. Greini-
legt var að einhverjum þeirra fannst
skemmtilegt að setja upp grímu og
sveifla litbandi og ef til vill hafa ein-
hver þeirra skynjað betur táknmál og
merkingu verksins en ég. Persónu-
lega fannst mér samband litanna, til-
finninga og tónlistar svolítið torskilið.
Segjum bara að ég heiti Martin og
leikskólakrakkar séu skarpari en ég.
Fyrir skarpa
leikskólakrakka
Morgunblaðið/Frikki
Litríkt Á sýningunni taka krakk-
arnir þátt í leikverkinu.
Martin Regal
LEIKLIST
Möguleikhúsið – strengjaleikhús
Tónlist: SPOR eftir Karólínu Eiríksdóttur.
Leikstjóri og höfundur sögu, brúða og
búninga: Messíana Tómasdóttir.
Flytjendur: Guðrún S. Birgisdóttir flautu-
leikari, Aino Freyja Järvelä og Sigríður
Sunna Reynisdóttir.
Spor Regnbogans