Morgunblaðið - 01.11.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 47
X
E
IN
N
IX
0
7
10
0
11
Þinn draumur
...okkar veruleiki
Inn X Innréttingar
bjóða upp á stílhreinar og sérlega notendavænar
ítalskar innréttingar. Þarlendir sérfræðingar,
með eldheita ást á matargerð hafa náð fullkomnun
í aðlögun eldhúsumhverfis að þörfum þeirra sem njóta þess
að elda - og borða góðan mat.
Gæðin eru ótvíræð,
en þó er það verðið sem kemur mest á óvart.
Komdu í glæsilegan sýningarsal okkar að Dalvegi 10-14
og leyfðu hönnuðum okkar að aðstoða þig við að setja saman
draumaeldhúsið þitt.
Þín veröld - veldu Inn X
Innrétting á mynd er Etrusca og er framleidd í hnotu.
Innrettingar
Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur
Sími 577 1170 • Fax 577 1172 • www.innx.is
TÓNLIST
Geisladiskur
Hörður Torfa – Jarðsaga JARÐSAGA er þriðji hlutinn í kons-
eptverki Harðar Torfasonar, Vit-
anum. Næst er það Vatnssaga og svo
verður allt bundið
saman með þeirri
fimmtu, Vitanum.
Það er mikið
undir á þessum
plötum. Í gegnum
textana er Hörður
að skoða gáfur og
galla mannskepnunnar, um leið hefur
hann verið í einslags sjálfskoðun en
einnig eru innviðir samfélagsins
(Ælands) settir undir mæliker. Lögin
eru því til skiptis björt og myrk, og
áferð platnanna tveggja sem út eru
komnar nokkuð ólík. Sú fyrsta, Elds-
saga, var kröftug og tilfinningarík, á
meðan Loftssaga var dimm og dumb-
ungsleg. Ég gagnrýndi Hörð á tveim-
ur fyrri plötunum fyrir að missa sig
stundum út í tilgerð og offors og það
mætti segja að þessi plata sé sú hóf-
stilltasta til þessa, rúllar einhvern
veginn jafnt og þétt. Lagasmíðarnar
sjálfar eru misspennandi en textarnir
standa alltaf fyrir sínu. Hörður geng-
ur óhikað til verks að vanda, í „Skúff-
ur og skápar“ segir: „Í skúffur og
skápa/menn skömm sína láta/en leynd
vill upp lúkast/lifna og brúkast“ og í
„Spegilmyndin“ er þessu slengt fram-
an í hlustandann: „Ég er lesbía
hommi arabi gyðingur/öryrki svert-
ingi útlendingur“.
Menn eiga það til að lýsa fjálglega
yfir að nú ætli þeir að gera þetta eða
hitt og oft eru markmiðin háleit en
minna verður úr verki. Ég tek því of-
an fyrir Herði, þetta verkefni virðist
sigla örugglega áfram og leiðin að Vit-
anum nú meira en hálfnuð. Spennan
er því tekin að magnast. Hvað verður
eiginlega leitt í ljós þar uppi?
Arnar Eggert Thoroddsen
Vitinn
nálgast
FINNSKA skrímslarokksveitin
Lordi, sem sigraði í Eurovision
söngvakeppninni fyrir tveimur ár-
um komst í hann krappan í Ken-
tucky í Bandaríkjunum, þar sem
sveitin er nú á ferðalagi. Vopnaðir
ræningjar óku upp að hljómsveit-
arrútu þar sem Lordi og hópur
áhangenda hennar höfðu safnast
saman og ógnuðu hópnum með
byssu.
Umboðsmaður sveitarinnar flýði
á næsta bar og hringdi í lögregl-
una, sem kom of seint á vettvang
því ræningjarnir voru á bak og
burt.
Að sögn söngvara sveitarinnar
var um að ræða hóp eiturlyfjafíkla
sem þegar var leitað af lögreglu
þar sem þeir höfðu stolið bifreið
fyrr um kvöldið. Fíklunum hefur
greinilega ekki þótt finnsku
skrímslin meira ógnvekjandi en svo
að þeir þóttu prýðileg fórnarlömb
vopnaðs ráns.
Þjófarnir leika enn lausum hala,
en engum sögum fer af því hvað
þeir höfðu upp úr krafsinu.
Lordi rændir af
eiturlyfjafíklum
Ófrýnilegir En ekki nógu til að hræða eiturlyfjafíklana á brott.
TÓNLIST
Geisladiskur
Thundercats – New Wave THUNDERCATS er að stofni til þeir
Magnús Leifur Sveinsson og Bjarni
Guðmann úr hafnfirsku rokksveitinni
Úlpu. Það var fyrir
réttum tveimur ár-
um sem þeir félagar
fundu hjá sér þörf
til að stíga út úr
ramma rokksveit-
arinnar, urðu að
fara aðeins úr úlpunum til að koma
sköpunarvessunum í gang. Nið-
urstaðan varð þessi hljóðgervladúett,
nefndur eftir sígildum teiknimyndum
frá miðjum níunda áratugnum. Þessi
fyrsta plata hans var reyndar tekin
upp fyrir um ári, og er gefin út af litlu
þýsku merki, Nordic Notes, en eins
og nafnið gefur til kynna er fókusinn
þar á tónlist frá Norðurlöndunum.
Hann er alltaf jafn óbilandi, áhugi
þýskra á því norræna.
En ekki að það skipti neinu að hér
sé um árs gamla plötu að ræða og vís-
un hljómsveitarinnar í ríflega tuttugu
ára gamlar teiknimyndir segir ým-
islegt um hvaðan hún er að koma tón-
listarlega. Hér er á ferðinni einslags
nútíma kuldarokk, ísi lagt hljóðgervl-
arokkið hefði smellpassað með fyrstu
útgáfum Mute útgáfunnar bresku,
rétt upp úr 1980. Stundum minnir
tónlistin á The Cure, í kringum Faith
plötuna („Back to Future“) og De-
peche Mode, New Order og Front 242
koma í hugann. Hljómborðsnóturnar
eru því viljandi „retro“ en undir niðri
gárar um leið Úlpulegur nýbylgjugít-
ar. Stemningin er í heildina dimm og
drungaleg, eiginlega vísindaskáld-
söguleg. Lögin skilja reyndar mis-
mikið við sig, og sum bera þess merki
að það er fyrst og fremst verið að
máta þennan „nýja“ hljóm. Þó að
kettirnir séu á margan hátt að krafsa
sér leið hér er ýmislegt til að byggja á
og þeir eiga því góða möguleika á að
koma niður á öllum fótum í næstu um-
ferð.
Úr úlpunni
Arnar Eggert Thoroddsen