Morgunblaðið - 01.11.2007, Side 2
2|Morgunblaðið
V
erslunin hét upp-
runalega bara Kristall
en nafninu var síðar
breytt í Tékk kristall.
„Við fluttum mikið af
vörum frá þáverandi Tékkóslóvakíu
svo nafnið lá nokkuð beint við, en
með árunum hefur þetta breyst og
nú flytjum við inn hönnunarvörur
alls staðar að úr heiminum,“ segir
Erla Vilhjálmsdóttir.
Víða komið við
Verslunin selur að sjálfsögðu
kristal ennþá og ber þar kannski
hæst framleiðslu hins heimsþekkta
austurríska fyrirtækis Swarovsky-
.„Vörurnar frá Swarovsky þykja
meðal þess besta sem framleitt er á
heimsmælikvarða úr kristal, bæði
hvað listrænan skurð og marg-
breytileika varðar, þar má nefna
bæði stjörnur og styttur, sem og
skartgripi sem allt er listavel unnið,“
segir Erla.
Að auki selur verslunin hönn-
unarvörur frá fyrirtækjunum Iittala,
Rosenthal, Erik Bagger og fleiri
heimsþekktum fyrirtækjum.
„Við erum líka með danskt jóla-
skraut, hannað af danska fyrirtæk-
inu Menu sem hefur notið mikilla
vinsælda hjá viðskiptavinum okkar.
Svo erum við með stjörnumerkin frá
Royal Copenhagen, sem hinn heims-
þekkti hönnuður Christel hannaði á
sínum tíma,“ segir Erla.
Hollensk olíumálverk
Verslunin selur einnig breitt úrval
af annars konar vörum og Erla segir
það áhersluatriði að allir við-
skiptavinir verslunarinnar, stórir
sem smáir, geti fundið einhverjar
gjafavörur við sitt hæfi.
„Það er náttúrlega misjafnt hvert
tilefnið er og hvað menn hafa í
hyggju þegar fyrirtæki panta gjafa-
vöru frá okkur, en vegna þess hve
vöruúrvalið er breitt finna flestir
eitthvað sem er við hæfi.“
Erla segir að allar gjafavörur sem
verslunin selur séu sérstaklega
merktar þannig að fólk geti skipt
þeim ef svo ber undir.
„Svo erum við með mikið úrval af
sængurfötum og rúmteppum frá
Þýskalandi og Portúgal sem notið
hafa mikilla vinsælda. Vönduð eld-
húsáhöld, bæði skálar, hnífa, hita-
öskjur, salatgafla og svo mætti lengi
telja,“ segir Erla.
Tékk kristall hefur líka málverk
og leikföng á boðstólum. Málverkin
eru ýmist íslensk eða erlend en
verslunin hefur flutt inn mikið af ol-
íumálverkum frá Hollandi, en Erla
segir að lágt verð geri flestöllum
kleift að koma upp hjá sér ekta olíu-
málverki.
Áhersla á góða þjónustu
Tékk kristall hefur á 37 ára ferli
sínum lagt sérstaka áherslu á góða
þjónustu við viðskiptavini sína og
Erla segir það aðalsmerki versl-
unarinnar í dag.
„Góð þjónusta, lipurð og áreið-
anleiki ásamt hraðri afgreiðslu eru
það sem við leggjum mikla áherslu
á. Við viljum að viðskiptavinirnir séu
ánægðir enda sýnir það sig að sama
fólk kemur aftur og aftur til að
versla hjá okkur. Þannig getur fólk
komið og keypt einn hlut sem vantar
í sett, glas sem hefur brotnað eða
hnífapör sem eitthvað vantar í eða
annað. Það þarf ekki að kaupa heilt
sett en getur fengið það sem það
vantar,“ segir Erla.
12 fastir starfsmenn starfa hjá
Tékk kristal, en á álagstímum geta
þeir verið fleiri.
„Það er orðið þannig að opið er
alla daga vikunnar og þá þarf að
manna verslunina samkvæmt því.
Þegar jólaösin hefst fyrir alvöru
verðum við svo að kalla inn aðstoð,
en það er víst orðið þannig hjá flest-
um.“
Vandað og breitt vöruúrval
Verslunin Tékk kristall er 37 ára um þessar
mundir og landsmönnum að góðu kunn vegna
vandaðs og breiðs vöruúrvals. Kristján
Guðlaugsson ræddi við Erlu Vilhjálmsdóttur,
eiganda verslunarinnar.
Morgunblaðið/Þorkell
Dönsk hönnun
Irish-kaffisett
sem hannað
var fyrir rúm-
um aldarfjórð-
ungi, settið er
úr stáli og gleri
og framleitt
hjá Menu.
Morgunblaðið/Þorkell
Menu Skál til að halda sósunni
heitri, pískur og sósuskeið fylgja.
Morgunblaðið/Þorkell
Danskt Sal-
atskálar frá
Menu, dönsk
gæðavara.
Hægt að nota
bæði sem
ostabakka og
salatskál.
Morgunblaðið/RAX
Smádýr
Framleiðsla
hins heims-
þekkta
fyrirtækis
Swarovsky
er fjölbreytt.
morgunblaðið/RAX
Saga Erla Vilhjálmsdóttir eigandi og Inga Magnúsdóttir, verslunarstjóri Tékk kristals.
Umsjónarmaður efnis: Kristján Guðlaugsson
Blaðamenn: Hrund Hauksdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Þormóður Dagsson
Auglýsingasala: Sigríður Hvönn Karlsdóttir
Heildsöludreifing: Glófi ehf., Auðbrekku 21, 200 Kópavogi.
Sími 464 7300 • rvk@glofi.is
Glæsilegu Álafoss ullarteppin
eru tilvalin jólagjöf handa starfsfólki
og viðskiptavinum.
Mikið úrval af fallegum teppum.
Jólagjöfin
í ár
M
b
l 9
27
89
0