Morgunblaðið - 01.11.2007, Side 4
4|Morgunblaðið
Það er fyrirtækið Rinconadaí höfuðborginni Montevi-deo sem hefur sérhæftsig í hönnun og fram-
leiðslu skrautlegra og skemmti-
legra dýra, sum þeirra eru dýr
sem við þekkjum úr náttúrunni
önnur eru furðudýr eins og ein-
hyrningar.
„Dýrin eru búin til úr leir, sem
síðan er málaður og brenndur og
skreyttur 18 karata gulli. Allar
vörurnar eru handunnar og mikil
vinna lögð í þær,“ segir eigandi
Eldberu ehf., María Sigmunds-
dóttir.
Hún stofnaði fyrirtækið árið
2004, en þá sá hún myndir af dýr-
unum frá Úrúgvæ á netinu og
sendi fyrirtækinu tölvupóst með
fyrirspurn um hvort hún mætti
gerast umboðssali þess hérlendis.
Allt á netinu
María rekur ekki verslun í
venjulegum skilningi, allar vörurn-
ar eru til sölu á vefsíðu sem hún
kom sér upp.
„Raunar eru þrjár verslanir með
vörur frá mér til sölu, en það eru
verslunin Valrós á Akureyri, Tékk
kristall í Reykjavík og Ramma-
gerðin í Keflavík. Mér gengur vel
að selja á netinu og hef engar sér-
stakar fyrirætlanir um að setja
upp venjulega verslun,“ segir
María.
Nafnið Eldbera á sér skemmti-
lega sögu, en María skírði fyr-
irtækið sitt eftir frægri vörðu í
Reykjahverfi í Suður-Þingeyj-
arsýslu.
„Maðurinn minn er ættaður það-
an og fjölskyldan á þar sum-
arbústað og okkur fannst tilvalið
að láta fyrirtækið heita í höfuðið á
vörðunni. Þetta er svolítið sér-
kennilegt nafn og margir hafa
spurt mig út í það hvernig ég hafi
dottið niður á það,“ segir María.
Heimsþekktar vörur
Artesania Rinaconda-munirnir
eru þekktir úti um allan heim fyrir
að vera einstakir að gerð og frum-
leika og eru sennilega eitt besta
dæmið um hönnun á leirmunum í
dag.
„Þeir eru handgerðir og út-
skornir í hreinan, mjúkan leir. Eft-
ir að munirnir eru brenndir, heldur
skreytingin áfram með handverki
og svo eru stytturnar málaðar,
slípaðar og glerungur settur á þær,
en hann er notaður til að leggja
áherslu á einstaka hönnun og ein-
kenni munanna. Brenna þarf sér-
staklega hverja umferð af lit og
gljá til að varðveita hina sérstöku
liti,“ segir María
Fyrsta hönnun Rinaconada var
„Classic“-línan sem var handunnir
leirmunir tvíburabræðranna Jesus
og Javier Carbajeles, sem gerðu
hana árið 1972 í Montevideo. Þeir
fæddust á Spáni árið 1930 en fluttu
til Úrúgvæ þegar spænska borg-
arastyrjöldin braust út 1936. Þeir
hafa sótt mikið til frægra
spænskra listamanna í hönnun
sinni, meistara á borð við Salvador
Dali, Pablo Picasso og Joan Miro.
Nýjar og spennandi línur
Stærstu dýrin eru merkt frá ein-
um til þúsund og ekki framleidd
fleiri dýr af sömu gerð þegar þús-
und eru seld.
„Fyrirtækið hefur þróast mikið
frá því að það var stofnað og sér-
staklega hefur verksmiðjustjórinn,
Jorge De Rosa, komið þar við
sögu. Undir hans forystu hefur
fyrirtækið þróað seríu með dýr-
astyttum skreyttum með gulli og
hvítagulli til minningar um 25 ára
afmæli upphaflegu „Classic“-
línunnar. Þessi nýja hönnun hlaut
nafnið „Silver Anniversary“-línan.
En fyrirtækið hefur líka þróað
fleiri línur, bæði litlar styttur og
bjöllur og út úr samvinnu De Rosa
og hönnuðarins Olgu Pareja kom
svo hin þekkta kattalína,“ segir
María.
Fyrir tveimur árum kynnti fyr-
irtækið svo tvær nýjar línur, en
önnur þeirra er safn af með-
alstórum dýrastyttum með 18 ka-
rata gulli og hvítagulli, en það var
gert í tilefni 35 ára afmælis leirlist-
arhönnunarinnar hjá Rinaconada.
Marglit
furðudýr
frá Úrúgvæ
Eldbera ehf. er sennilega einhver sérstæðasta
gjafavöruverslun landsins. Allar vörurnar eru frá
Úrúgvæ og eru listavel hannaðar. Kristján
Guðlaugsson leit inn hjá Maríu Sigmundsdóttur
og ræddi við hana.
Morgunblaðið/RAX
Dýragarður María Sigmundsdóttir selur einvörðungu hönnunarvörur úr brenndum og máluðum leir frá fyrirtæk-
inu Rinaconada í Úrúgvæ.
Morgunblaðið/RAX
Lundi Páfagaukur Norðursins er vinsæll
meðal margra.
Morgunblaðið/RAX
Fjölskylda
Þessir
skemmtilegu
ísbirnir eru
mjög vinsæl-
ir, enda
kaupa þá
margir sem
jólagjafir.
Morgunblaðið/RAX
Númeraðar Stærstu stytturnar frá Úrúgvæ sem María sel-
ur eru númeraðar frá eitt til þúsund.
Carbajales-bræðurnir, sem flúðu
grimmd spænsku borgarastyrjald-
arinnar aðeins sex ára gamlir og
fóru til Úrúgvæ með foreldrum sín-
um, völdu náttúruna sem viðfangs-
efni í listaverkum sínum, blandaða
venjulegum suður-amerískum stíl en
með sterkum súrrealískum áhrifum.
Nafnið Artesiana Rinconada er
spænskt orðasamband sem þýðir
„list hornsins“ en bræðurnir völdu
þetta nafn af því að þeir unnu í litlu
horni af stofunni sinni í mörg ár.
Þrátt fyrir nafnið gátu listamenn-
irnir og hönnuðirnir Jesus og Javier
ekki lokað sig og listmuni sína af í
horni lítillar vinnustofu. Heimurinn
uppgötvaði þessi listaverk og síðan
hafa bæði þau og hróður bræðranna
borist víða um heim.
Bræðurnir halda samt áfram að
kenna muni sína við Artesiana
Rinconada.
Súrrealísk
áhrif