Morgunblaðið - 01.11.2007, Side 12
12|Morgunblaðið
Það svífur dulúð yfir skreyttum gluggum Norna-búðarinnar. Þeir sem gefa sér tíma til þess aðkíkja í gluggana freistast oftar en ekki til þessað gægjast inn og kynna sér það sem þar
leynist innan dyra. Það er hægt að gera alla virka daga
vikunnar frá klukkan tvö til sex, en þá tekur yfirnornin,
Eva Hauksdóttir, á móti gestum og gangandi, les í rúnir
og gefur góð ráð.
Galdrauppskriftir á gamla vísu
Þessi forvitnilega verslun er eina verslunin á Íslandi
sem býður upp á galdur í neytendapakkningum. Eva
segir að allar galdrauppskriftir Nornabúðarinnar séu
hannaðar með venjulegt nútímafólk í huga.
,,Þær byggjast að sjálfsögðu á gömlum grunni, og er
norræn rúna- og jurtahefð mest áberandi en við höfum
einnig nýtt okkur hugmyndir annarra menningar-
samfélaga um galdur,“ segir Eva og bætir við að henni
hafi alltaf þótt hugmyndafræðin á bak við galdur
heillandi. Ég hef alla tíð verið mjög upptekin af táknum
og táknrænum athöfnum og tel að til séu fleiri lögmál
sem stjórna veruleikanum en hið vísindalega orsakalög-
mál.“ Líklega eru þeir til sem ekki sjá samband á milli
jóla og galdrakukls en Eva segir að það sé mikill mis-
skilningur. ,,Hingað koma margir til að kaupa jólagjafir,
ekki bara þeir sem hafa gaman af galdri. Hér er mikið
úrval af gjafavöru sem eigendur fyrirtækja, makar, for-
eldrar og vinir geta stungið í jólapakkana, á verði sem
allir ættu að geta ráðið við. Við seljum til dæmis kerti
sem skipta litum sem hafa verið mjög vinsæl til gjafa,
einnig staup og könnur með galdrastöfum, sem henta
bæði konum og körlum, auk ýmissa heillagripa. Við höf-
um handunnin og falleg ognd-spil og lumum einnig á
galdrabrúðum og þótt þær séu í stíl við hinar alræmdu
vúdú-dúkkur eru þær ætlaðar til heilla og alls ekki til
ills.“
Spábollasett í viðarskríni
Nornabúðin hugsar einnig til þeirra sem hafa hug á
því að forvitnast inn í framtíðina. Eva tekur sem dæmi
listina að spá í bolla lifa ennþá góðu lífi á Íslandi.
„Í Nornabúðinni fást spábollar sérmerktir Nornabúð-
inni. Þá er hægt að fá hvort heldur er í stykkjatali eða
tvo saman í gjafasetti, ásamt pakka af Nornakaffi. Við
seljum líka sérstök spábollasett í fallegu viðarskríni.
Settið samanstendur af tveimur spábollum, íslenskri bók
um bollaspádóma og pakka af sterkri kaffiblöndu. Skrín-
ið, sem er mjög fallegt, er íslensk hönnun. Við eigum líka
mikið úrval af spádómsspilum, bæði fyrir byrjendur og
lengra komna, til dæmis tarots, englaspil, álfa- og sí-
gaunaspil.“
Eva segist hafa gaman af því að taka þátt í jólagjafa-
vali fyrirtækja og einstaklinga og fer létt með það að
raða saman íslenskum jurtum, olíum og kremum og öllu
því sem verslunin hefur upp á að bjóða, hvort sem við-
skiptavinirnir hafa áhuga á göldrum eða ekki.
Galdur í jóla-
pakkningum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Spádómar Tarot-spil eru notuð til þess að spá fyrir mönnum og sögð upprunnin á Indlandi.
Morgunblaðið/Ásdís
Fyrir alla Eva
Hauksdóttir,
eigandi Norna-
búðarinnar,
segir að versl-
unin sé ekki
bara fyrir þá
sem hafa gam-
an af galdri.
Morgunblaðið/Ásdís
Ekki gleyma
gæludýrunum
Gæludýrin þurfa líka sitt á jólunum. Bæði hundum
og köttum finnst spennandi að rífa jólapappírinn ut-
an af gjöfunum sem þau fá.
Nagbein, bolti eða annað leikfang eða jafnvel
poki með sælgæti er tilvalin
gjöf fyrir þá ferfættu á
heimilinu.
S ím i : 568 9955 - t k@ t k . i s - www. t k . i s
www. t k . i s
jólagjöfin fyrir hana
Árstjarnan 2007
Nú er rétti tíminn að panta jólagjafir starfsmanna þinna.
Leyfðu okkur létta undir með þínu fyrirtæki og
veldu flottar hönnunarvörur frá Tékk-Kristal
Öllum fyrirtækjagjöfum er fallega innpakkað.
Hægt að skila og skipta. Gerum verðtilboð.
Verðin hjá okkur koma þér á óvart!
Kynntu þér þjónustuna, hafðu samband við
Erlu S: 893 0018 eða Ingu S: 568 9955.
Vertu velkomin!