Morgunblaðið - 01.11.2007, Síða 13
Morgunblaðið/G.Rúnar
Seiður Eva með sitthvað til
skemmtunar á blótshátíðum.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Galdrastafir Á þessum kaffibollum
eru þekktir galdrastafir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Nornir Eva Hauksdóttir og Eyrún
Skúladóttir fyrir utan búðina.
Morgunblaðið |13
Öll þurfum við að vera í góðu innra
jafnvægi – og kannski sérstaklega
eftir annasaman desembermánuð
en þá er nauðsynlegt við gefum
okkur tíma fyrir okkur sjálf og
ræktum líkama og sál.
Dekurþjónusta fyrir konur
Baðhúsið býður einmitt upp á
fjölbreytta dekurþjónustu fyrir kon-
ur þar sem markmiðið er endur-
næring og slökun í afslappandi um-
hverfi. Þar er hægt að leita til
faglærðra snyrtifræðinga og nudd-
ara sem geta gert lítil kraftaverk.
Ótal möguleikar og meðferðir eru í
boði í dekrinu þar sem mögulegt er
að verja jafnvel heilum degi í að
láta dúlla við sig. Mæðgur og vin-
konur taka sig stundum saman og
gera sér glaðan slökunardag í frið-
sælu umhverfi.
Klassískt nudd
Hér er leitast við að uppfylla
þarfir hvers einstaklings. Blandað
er saman ólíkum tegundum nudd-
aðferða eins og djúpum strokum og
teygjum, í þeim tilgangi að mýkja
upp þreytta og stífa vöðva. Nudd er
mjög streitulosandi og er heilsu-
samlegt vopn í baráttunni gegn
daglegu álagi.
Um er að ræða líkamsmeðferð
fyrir konur sem vilja grennast og
losna við appelsínuhúð. Meðferðin
er orkuaukandi, losar líkamann við
eiturefni og örvar blóðstreymið.
Auk þess örvar hún svitaframleiðslu
og er bæði styrkjandi, grennandi og
slakandi. Kornakrem er einnig bor-
ið á allan líkamann, að því loknu
sérstakt sjávargel sem nuddað er
með aðstoð raftækis. Eftir að
maska hefur verið vel smurt á allan
líkamann og hann látinn vinna með
hjálp hitapoka, er hann skolaður af í
sturtu og líkaminn svo nuddaður
með sérstöku nuddkremi. Þessi lúx-
usmeðferð tekur um tvær him-
neskar klukkustundir.
Dásamlegt fyrir dekurrófur
Frikki
Dekur Linda Pétursdóttir í Baðhús-
inu býður konum dekurþjónustu.