Morgunblaðið - 01.11.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.11.2007, Qupperneq 16
16|Morgunblaðið Fornar sálir á öllum aldri geta ekki hugsað sér jól án þess að kíkja við hjá Fríðu frænku. Það er eins gott að gefa sér góðan tíma í heimsókn- ina til þess að geta grúskað í ótal koppum og kirnum sem í margra augum eru sannkallaðar fjársjóðs- kistur. ,,Hér kaupir fólk allt milli himins og jarðar,“ segir Anna Ringsted verslunareigandi. ,,Fólk gefur ótrú- legustu hluti til jólagjafa, allt frá einni fallegri, gamalli tölu til þess að skreyta jólaskyrtuna og upp í mik- ilfenglega ljóskrónu. Hér er bók- staflega allt til, bollar og diskar, skartgripir, töskur, húsgögn, stór og smá, hattar og húfur, hanskar, skór og treflar sem allt hefur yfir sér gamalt og gott yfirbragð.“ Anna segir að margir viðskiptavinanna séu svo forsjálir að byrja að kaupa jólagjafirnar í júní og geti með því móti sparað bæði tíma og peninga. Anna er þó ekki á því að mesta jóla- ösin sé byrjuð þó fólk sé greinilega komið í startholurnar. ,,Annars hafa margir af fasta- kúnnunum mínum það fyrir sið að kíkja hingað á Þorláksmessu og þá er alltaf mikið fjör og mikið gaman.“ Stærsta fjársjóðs- kistan í bænum Morgunblaðið/Sverrir Gína Það væri ekki ónýtt að fá svona jólagjöf til að hafa á snyrtiborðinu og hengja hatt og skartgripi á. Morgunblaðið/Sverrir Vetr- arfuglar Undurfagrir svanir sem sóma sér á hvaða heim- ili sem er. Morgunblaðið/Sverrir Spákúla Þessi glerkúla er skrautleg og skemmtileg. Kannski er hægt að nota hana til að sjá inn í framtíðina? Morgunblaðið/Sverrir Ekki byrjað Anna Ringsted húsráðandi á Vesturgötunni segir að jólaösin sé ekki komin á fullt en fólk sé greinilega komið í startholurnar. Morgunblaðið/Sverrir dsf asddf sf JÓLAGJAFIR FYRIRTÆKJA VANDAÐAR VÖRUR SEM BERA MERKIÐ ÞITT VÍÐA FÖT / TÖSKUR / KLUKKUR / LYKLAKIPPUR / REGNHLÍFAR / V Ö Í Í Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 567 0500, fax 587 8495 M b l 9 2 2 3 4 7 auglýsingavörur Jólagjafa- bæklingurinn kominn út Erum með ýmsar stærðir af gjafakössum fyrir vín, bæði úr tré og pappa. Bjóðum fyrirtækjum upp á að útbúa kveðju með lýsingu á víninu og festum á viðkomandi flösku. Vínó ehf. • www.vino.is • vino@vino.is • Sími 568 2290/860 2291

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.