Morgunblaðið - 01.11.2007, Qupperneq 18
18|Morgunblaðið
Margir trúa því og treysta aðundir jólatrénu leynist freist-andi karfa frá Ostabúðinni,full af girnilegum kræs-
ingum. Mörgum verður að þeirri ósk sinni
því þau eru ófá fyrirtækin og einstakling-
arnir sem fá starfsfólk Ostabúðarinnar til
þess að útbúa körfur, stórar sem smáar,
til jólagjafa.
Sælkerakörfur
Að sögn Jóhanns Jónssonar eru þetta
svokallaðar sælkerakörfur og í þær ratar
hitt og þetta sem þeir hjá Ostabúðinni
framleiða sjálfir og er ekki til sölu í stór-
mörkuðunum. „Stjórnendur fyrirtækja
jafnt sem einstaklingar leita til okkar með
ákveðnar óskir í huga og við útbúum körf-
urnar samkvæmt þeim. Þær innihalda til
dæmis ýmsar tengundir af forréttum
ásamt sérhrærðum rjómaostum og sósum
til þess að nota með forréttunum. Und-
anfarin ár hefur heitreykt gæsabringa
verið vinsæl og einnig paté sem við fram-
leiðum sjálfir úr gæsalærum.“
Fyrir einu ári hóf Ostabúðin innflutning
á alls kyns lostæti frá Suður-Frakklandi,
svo sem kexi, sem bæði er hægt að borða
með ostum og nota sem snakk eitt og sér.
Einnig flytja þeir inn dýrindis chutney og
fleira í þeim dúr, sannkallað jólahnoss-
gæti. Jóhann segir fólk koma með hitt og
þetta sem það vill láta fylgja með góðgæt-
inu í körfunum, svo sem rauð- og hvítvíns-
flöskur, og jafnvel bækur og geisladiska.
Þessu er svo öllu pakkað inn í fallegar gja-
faumbúðir.
Jólagjöf á að vera falleg
„Sælkerakörfurnar njóta sívaxandi vin-
sælda,“ segir Jóhann og bætir við að í
fyrra hafi þeir ekki getað orðið við beiðn-
um frá um það bil eitt þúsund manns.
„Það er því betra að panta tímanlega. Við
viljum frekar segja nei en að lofa upp í
ermina á okkur og kasta til höndunum.
Mottóið okkar er að gera vel. Jólagjöf á að
vera falleg og það þarf að vera góður hug-
ur og hugsun á bak við hana. Það er ekk-
ert gaman að því að henda bara einhverju
saman.“ Starfsfólk Ostabúðarinnar gefur
sér ekki tíma til skemmtanahalds fyrir jól.
„En við bætum okkur það upp með því að
halda veglega árshátíð strax eftir jólin, í
byrjun janúar,“ segir Jóhann að lokum.
Heitreykt gæsabringa,
chutney frá Suður-Frakk-
landi og fleira góðgæti
Morgunblaðið/Eggert
Ofgnótt
Virkilegir
ostaelsk-
endur og sæl-
kerar geta
valið úr fjölda
osta.
Úrval Ostabúðin er með
mikið úrval af alls konar
ostum frá mörgum löndum.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Jólin nálgast Jóhannes í Ostabúðinni biður fólk að panta tímanlega.
Meðlæti Ostur er sjálfsagt veislu-
kostur en ýmislegt annað gott er
á boðstólunum í Ostabúðinni.
Hafið samband í skerjaver@skerjaver.is
eða síma 891-9344 og við gerum
ykkur tilboð eftir stærð pöntunar.
Bezt á - kryddin hafa algjörlega
slegið í gegn sem gjafir til
viðskiptavina fyrirtækja og
stofnana, bæði hérlendis sem
og erlendis. Kryddblöndurnar
eru ein vinsælasta kryddvaran
á Íslandi í dag og eiga sér
fjölmarga trygga aðdáendur.
www.alltmerkt.is
Mikið úrval Jólagjafa
fyrir starfsmenn og viðskiptavini
S: 511 1080 / 861 2510
sala@alltmerkt.is