Morgunblaðið - 01.11.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.11.2007, Qupperneq 20
20|Morgunblaðið Eitt af því sem er ómissandi á aðventunni er heimsókn í Tiger-verslanirnar. Þar er hægt að finna sniðugu, nytsömu og ódýru jólagjafirnar handa mömmu og pabba, afa og ömmu og vin- um og vandamönnum á öllum aldri. Vinsæl hjá unga fólkinu Þar er til dæmis hægt að kaupa skvísugler- augu handa ömmu, inniskó handa afa, fallega skál handa mömmu, skrifstofugræjur handa pabba og ódýr og flott kerti fyrir nákomna rómantíkera af báðum kynjum. Aðalkosturinn er auðvitað sá að það þarf ekki að kafa langt ofan í budduna til þess að kaupa fína jólagjöf því allt sem stendur viðskiptavinunum til boða kostar annaðhvort tvö- eða fjögur hundruð krónur. Það má líklega slá því föstu að Tiger- verslanirnar séu vinsælustu gjafavöruversl- anir unga fólksins sem hefur yfir ákveðinni upphæð að ráða til þess að kaupa jólagjafir. Þetta unga fólk er löngu búið að komast að því að það er hægt að labba út úr Tiger með fullan poka af jólagjöfum fyrir nokkra hundrað kalla og eiga afgang fyrir heitum súkkulaðibolla til þess að hlýja sér á áður en lengra er haldið á vit jólaævintýranna. Morgunblaðið/Kristinn Fjölbreytni Ótrúlegt vöruúrval og í hillum og á borðum ægir öllu saman. Flottar jólagjafir sem gæla við budduna Gleraugu Inniskór fyrir afa, skvísu- gleraugu fyrir ömmu eða eitthvað annað skemmtilegt undir tréð. Morgunblaðið/Kristinn Ódýrt Tiger-verslanirnar eru vinsælar meðal ungs fólks. Verðið er viðráðanlegt. Kerti Ljós í skammdeginu í öllum litum og stærðum eru á boðstólunum. Tiger, Laugavegi 13 og Kringlunni Allir vilja ilma eins og englar um jólin og að sjálfsögðu er sjálft jólabaðið há- tíðleg athöfn sem krefst þess að bað- vatnið sé flauelsmjúkt og freistandi. Í Lush-búðunum er til fjöldinn all- ur af spennandi baðvörum og fljót- lega í næstu viku er von á þessum sætu gjafapökkum eins og sjást á myndunum. Hér eru dæmi um skemmtilegar baðbombur og sápur með mismun- andi eiginleikum: Ef þú ert glamúrkisa er sniðugt að eiga glitrandi jól með sápu sem kall- ast Bling Crosby en hún lítur út eins og hálf appelsína sem búið er að dýfa í glimmer. Sápan er með svokölluðum karma-ilmi; appelsínum og kryddi. Gott er að mylja eitt „bling“ undir bununni sem tryggir hressandi og glitrandi bað með froðu. Jólaandinn gerist varla fjörugri. Angel’s Delight er draumkennd ávaxtasápa sem ilmar eins og Jellie babies og hún er líka glitrandi. Þetta er sápan sem lætur manni líða eins og engli þótt eitthvert kringlótt græn- meti hafi verið sett í skóinn í gluggan- um – dag einn í desember. Big Blue-bomban er úr heilnæmu sjávarsalti, slakandi lavender, líf- rænum þara og endurnærandi sítr- usolíu. Í túrkisbláu ævintýraperluna vantar ekkert nema höfrungana. Í Butterball-bombunni er kakósm- jör sem unnið er úr ristuðum kakó- baunum og hún gerir hörundið silki- mjúkt. Auk þess inniheldur hún t.d. muskolíu og sindur af súkkulaði sem bráðnar í baðkarinu. Sex Bomb(an) þokkafulla er nátt- úrlega eggjandi enda unnin úr jas- mínu og fagurbleiku blómi. Tilvalin til þess að deila með öðrum. Jólabaðið – flauels- mjúkt og freistandi Morgunblaðið/Þorkell Ilmur Lush-sápurnar ilma vel. Mjúkur pakki, silki, blúndur, hlýr sloppur og notalega náttföt. Allt þetta tilheyrir notalegheitum jólanna. Margir karlmenn hafa fyr- ir löngu áttað sig á því að konur elska að fá slík herlegheit í jóla- pakkann og þeir gera sér árlega ferð í La Senza í Kringlunni, alsæl- ir í þeirri vissu að eiginkonan kunni vel að meta jólagjöfina. Vanessa Terrazas hjá La Senza segir eig- inmenn vissulega skipa stóran sess í kúnnahópnum. ,,Karlmenn koma hér til þess að kaupa jólagjöf handa sinni heitt- elskuðu en einnig koma ömmur til þess að kaupa náttföt fyrir ungling- inn á heimilinu. Fyrir jólin er vin- sælt að kaupa náttföt sem eru eins og gömlu, góðu náttfötin, þessi með síðu buxunum og náttjakka sem eru hannaðir eins og stórar karl- mannsskyrtur. Við erum líka með rosalega góða náttsloppa, þykka og hlýja, sem verða til í sex fallegum litum fyrir jólin og eru einstaklega vinsælir í jólapakkann.“ Að sögn Vanessu er hreint út sagt brjálað að gera hjá þeim fyrir jólin. ,,Það má í rauninni segja að hér sé allt fullt út úr dyrum í jólaösinni og þegar við lokum versluninni á Þorláksmessu eru allar hillur og slár í versluninni hreinlega gal- tómar,“ segir Vanessa að lokum. Silki, blúndur og nota- leg náttföt fyrir jólin Ostabúðin, Bitruhálsi býður upp á fyrirfram samsettar gjafakörfur auk þess sem þú getur sjálf(ur) sett saman körfu eftir eigin höfði og smekk. Auk þess erum við með frábært úrval af sælkeravörum. Hafðu samband við okkur ostar@ostar.is eða í síma 569 1651 ...eða komdu við. GEFÐU GJAFAKÖRFU FULLA AF GÓMSÆTUM VÖRUM Ostabúðin | Bitruhálsi 2 | 110 Reykjavík ÍSLENSKIR OG ERLENDIR OSTAR HRÁSKINKA ÓLÍFUR GÆÐASÚKKULAÐI SÆLKERASULTUR …og fjöldi af öðrum gæðavörum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.