Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TILLAGA Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um að selja allt að 95% hlut af eign Hafnarfjarð- arbæjar í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur var samþykkt í gær á fundi bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar. Eignarhlutur Hafnar- fjarðar í HS er rúm 15,4%. Tillagan var samþykkt með 8 atkvæðum en 3 voru á móti. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að selja allan hlut bæj- arins í HS til OR var felld á fundinum með 8 at- kvæðum gegn 3. Um tveggja klst. langar umræður urðu um mál- ið. Fulltrúar flokkanna voru á sama máli um að selja ætti eignarhlut í HS og ekki kom fram ágreiningur um þátttöku Hafnarfjarðar í Suður- lindum ofh. ásamt Grindavík og Vogum um nýt- ingu náttúruauðlinda innan lögsögu sveitarfélag- anna, en félagið verður stofnað á morgun. Almar Grímsson, Sjálfstæðisflokki, fagnaði því við um- ræðurnar að sveitarfélögin hefðu sameinast um „sjálfa gullnámuna“. Á fundi bæjarstjórnar í gær gagnrýndu 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harðlega tillögu Samfylkingar og VG einkum fyrir að bærinn haldi eftir ákveðnum hluta í HS og gert væri ráð fyrir að bærinn eignaðist hlut í OR með hlutafjárskiptum. Fullyrtu sjálfstæðismenn að fjárfestingin í OR gæti numið 2-3 milljörðum kr. Einnig var tekist á um hvernig ráðstafa ætti söluandvirðinu. Fram kom í máli Lúðvíks Geirssonar bæjar- stjóra að með þessu væri verið að tryggja bænum ákveðna aðkomu að fyrirtækjunum, enda keypti bærinn þjónustu af þessum fyrirtækjum. Lúðvík greindi frá því að nýtt verðmat á HS lægi fyrir, „sem gefur okkur verðgildi upp á 4,7, sem er nokkru hærra en það verðmat sem hefur verið á fyrirtækinu fram til þessa,“ sagði hann. Hafnar- fjarðarbær fengi því talsvert meira fyrir hlut sinn í HS. Hins vegar væri beðið eftir verðmati á OR. Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sagði það mikil vonbrigði að vinstri menn í bæjarstjórn vildu ekki selja allan hlutinn í HS. Engin rök hefðu verið færð fyrir því hvaða ávinningur væri í að halda hlut eftir í félaginu eða að bærinn ætlaði að eignast hlut í OR. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG, sagðist hafa verið alfarið á móti sölu á hlutnum í HS en hún hefði skipt um skoðun í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á umliðnum mánuðum. Eðli HS hafi gjörbreyst eftir að einkaaðilar keyptu hlut ríkisins í fyrirtækinu. Bæjarstjórn samþykkir að selja allt að 95% hlut í HS Sjálfstæðismenn gagnrýna að Hafnarfjörður fjárfesti fyrir 2-3 milljarða í OR FORSETI Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti í gær ungmennum verðlaun í net-ratleik sem efnt var til í grunnskólum landsins á Forvarnardaginn. Verð- launahafarnir eru frá vinstri Vilhjálmur Patreksson, Landakotsskóla, Eiður Rafn Hjaltason, Heiðarskóla í Leirársveit og Magnús Ellert Steinþórsson, Grunnskól- anum á Þingeyri. Þeir leystu verkefni sem samið var af fulltrúum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ung- mennafélagi Íslands og Bandalags íslenskra skáta. Verkefnið snerist um þekkingu á starfsemi hreyfing- anna sem byggði á því að kynna sér hana á heimasíðum þeirra. Hundruð grunnskólanemenda sendu inn réttar lausnir. Forvarnardagurinn var haldinn um allt land hinn 21. nóvember sl. Sérstök dagskrá var í öllum 9. bekkjum grunnskóla landsins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fengu viðurkenningu frá forsetanum FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is ALLSHERJARNEFND Alþingis hefur um þessar mundir til með- ferðar frumvarp dómsmálaráðherra til laga um meðferð sakamála. Í því er m.a. skerpt á lagagreinum um far- bann en í dag er kveðið á um farbann í lögum um meðferð opinberra mála. Ráðherra útilokar ekki að enn frekar verði skerpt á téðum greinum, ef þörf er talin á því að mati þing- manna. Tveir pólskir karlmenn hafa nýverið komist úr landi þrátt fyrir að sæta farbanni vegna gruns um aðild að kynferðisbroti. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, og Jóhann R. Bene- diktsson, lögreglustjóri á Suðurnesj- um, hafa lýst skoðunum sínum á tíðum farbannsúrskurðum dómstóla, m.a. í Morgunblaðinu. Haft var eftir Ólafi Helga 7. desember sl., eftir að fyrri maðurinn slapp úr landi, að ekkert launungarmál væri að emb- ætti hans hefði viljað halda mann- inum í gæsluvarðhaldi til að tryggja nærveru hans, en einnig sagðist hann telja farbann ófullnægjandi kost. Undir þetta hefur Jóhann R. tekið og jafnframt sagst telja að dómstólar ættu að sýna lögreglu aukinn skiln- ing þegar um er að ræða einstaklinga sem hafa lítil sem engin tengsl við landið, þ.e. ættu hér hvorki fjöl- skyldu né fasta búsetu. Jóhann hefur þá einnig bent á það úrræði að menn í farbanni setji tryggingu fyrir við- veru sinni hér á landi. Kveðið á um tryggingu Í lögum um meðferð opinberra mála er kveðið á um að hægt sé að setja tryggingu fyrir frelsi einstak- lings. Orðrétt segir í 109. gr.: „Nú kemur til greina að setja mann í gæsluvarðhald [...] og getur dómari þá, ef hann telur það nægilegt, ákveðið að sakborningur haldi frelsi sínu gegn því að hann setji trygg- ingu. Dómari ákveður fjárhæð trygg- ingar. Hún skal sett í reiðufé, en dómari getur þó tekið gild verðbréf, ábyrgð innlánsstofnunar eða sjálf- skuldarábyrgð annarra manna.“ Rjúfi einstaklingurinn skilyrði tryggingarinnar rennur féð til ríkis- sjóðs. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um að einstaklingar hafi verið krafðir um tryggingu í nýlegum málum, nema þá vegabréf. Frjálsar hendur ákæruvalds Í júlí árið 1999 dæmdi Hæstiréttur Kio Alexander Briggs í farbann fram í október s.á. Ákæruvaldið fór fram á að Briggs yrði gert skylt að gefa sig fram við lögreglu á hverjum degi, á fyrirfram ákveðnum stað og tíma, meðan á farbanni stæði. Hvað varðar ósk ákæruvaldsins vísaði Hæstiréttur í 110 gr. laga um meðferð opinberra mála: „Í samræmi við grunnrök 110. gr. laga nr. 19/1991 er sóknaraðila rétt að gera ráðstaf- anir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja framkvæmd farbanns yfir varnaraðila. Er varnaraðila heimilt að bera ákvarðanir sóknaraðila um nánari tilhögun farbanns undir dóm- ara samkvæmt 75. gr. laganna. Hins vegar brestur skilyrði til þess að dómstólar ákveði, að kröfu sóknarað- ila, hvernig nánari tilhögun farbanns verði háttað.“ Með þessari túlkun Hæstaréttar má segja að ákæruvaldinu hafi verið gefnar frjálsar hendur til að tryggja framkvæmd farbanns yfir Briggs. Hann hafi þó samkvæmt lögum heimild til að bera ákvarðanir ákæru- valdsins fyrir dómara. Meðal þeirra úrræða sem bent hefur verið á að taka ætti upp eru staðsetningartæki sem einstakling- um sem sæta farbanni yrði skylt að bera. Spurður út í þetta atriði segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að tækni vegna rafræns eftirlits sé alltaf að verða einfaldari og verið sé að huga að því sem hluta af viður- lagakerfi lögreglu og fangelsisyfir- valda.  Frumvarp til laga um meðferð sakamála er til meðferðar hjá Allsherjarnefnd  Dómsmálaráð- herra útilokar ekki að ákvæðum um farbann verði breytt, það sé undir þingmönnum komið Ákæruvaldið hefur ýmis úrræði Morgunblaðið/Júlíus Varðhald Færður fyrir dómara. Í GÆRMORGUN var umræðuþætt- inum „Leiðtogafundur um framtíð- ina: Björgum jörðinni“ sjónvarpað á heimsrás CNN. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var meðal þátttakenda í umræðuþættinum ásamt forystu- mönnum í loftslagsmálum víða að úr veröldinni, sérfræðingum og vísinda- mönnum. Stjórnandi þáttarins var Richard Quest, einn helsti þátta- stjórnandi alþjóðaútgáfu CNN. Forsetinn flaug fyrir nokkrum dögum til Singapore, þar sem þátt- urinn var tekinn upp. Í þættinum var rætt um yfirvof- andi loftslagsbreytingar, hækkun sjávarborðs, bráðnun jökla, nýja stefnu í orkumálum og nýtingu hreinna orkugjafa, reynslu Íslend- inga og þær breytingar sem nauð- synlegt er að gera á efnahagskerfi heimsins. Þátturinn verður endursýndur nokkrum sinnum á heimsrás CNN. Hann verður sýndur kl. 10.00 og 19.00 laugardaginn 22. desember og kl. 12.00 og 18.00 sunnudaginn 23. desember. Forseti kom fram í þætti á CNN ÍSLAND er dýr- asta land í heimi samkvæmt tölum sem Alþjóða- bankinn hefur birt í viðamikilli rannsókn á stærð hagkerfa heims- ins, en tölurnar miðast við árið 2005. Fram kemur að það sé 54% dýrara að búa á Íslandi miðað við Bandaríkin, séu þau sett sem viðmið- unargildi (=100). Danir koma í öðru sæti, en þar er 42% dýrara að búa heldur en í Bandaríkjunum. Fimmtán Evrópu- ríki eru á lista yfir 20 dýrustu ríki heims. Japan er dýrasta land utan Evrópu, en þar er 18% dýrara að búa en í Bandaríkjunum. Ísland er meðal ríkustu landa heims ef lífskjörin eru skoðuð út frá neyslu heimilanna í landinu. Ef litið er til fátækustu landa heims kemur í ljós að í 40 löndum er verðlagið 60% ódýrara en í Banda- ríkjunum. Neðst er Tadsjikistan en Gambía og Eþíópía eru skammt und- an. Dýrast að búa á Íslandi 54% dýrara en í Bandaríkjunum ORKUVEITA Reykjavíkur hefur orðið fyrir milljónatjóni í óveðri undanfarna daga. Ljósaperur í götuljósum hafa sprungið, ljósa- staurar skekkst og jafnvel brotnað og jólaskreyting- ar fokið út í veður og vind. Orku- veita Reykjavíkur hefur haldið úti fimm körfubílum með áhöfnum til þess að freista þess að sinna við- gerðum, en mjög víða eru heilu íbúðar- og umferðargöturnar ljós- lausar eða ljóslitlar. Viðgerðarflokkar hafa ekki haft undan og því hefur ekki tekist að koma lýsingu alls staðar á, en unnið er eins hratt og hægt er við að skapa fullnægjandi öryggi með lýs- ingu, samkvæmt upplýsingum frá OR. Milljónatjón OR í óveðrinu ♦♦♦ ÁKVÖRÐUN bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að selja allt að 95% hlut í Hitaveitu Suðurnesja hf. byggist á hluthafasamkomulagi í HS frá 11. júlí sl. Þar segir að komi til sölu á hlut Hafnarfjarðar til OR muni Reykjanesbær og Geysir Green Energy ekki nýta forkaupsréttarheimild sína að þeim hlut. Júlíus Jónsson, forstjóri HS, segir að þarna sé samið um að forkaupsréttur Geysis og Reykjanesbæjar gildi ekki í þessu tilviki. Grinda- vík, Sandgerði, Garður og Vogar sem eiga 1,25%, hafi ekki verið aðilar að samkomulaginu en ekki er búist við að þau nýti forkaupsrétt. Ekki forkaupsrétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.