Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 25 UM 3,3, milljarðar manna geta nú nýtt sér farsíma- tæknina en að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende á rúmlega helmingur jarðarbúa gsm-síma. Var farsímanet að finna í 224 löndum í september í ár – 1987 voru þau hins vegar ekki nema 35. „Farsímaiðnaðurinn hefur til þessa alltaf farið fram úr björtustu spám um fjölgun símnotenda,“ hef- ur blaðið eftir Mark Newman sem fer fyrir rannsóknadeild greiningarhússins Informa Telecom & Media. Informa áætlar að nú í sumar hafi farsímanetið getað náð til um 90% jarðarbúa. Eru 60% þeirra sem búa á svæðum með far- símasamband með slíkan síma. Í 59 löndum, m.a. í Danmörku, er enginn landshluti án gsm-sambands og víða eru farsímafyrirtækin fleiri en eitt. Það er svo kúveiska farsímafyrirtækið Zain sem getur státað af hæsta meðalreikningnum –um 4.500 kr. reikningi á mánuði. Lægstur er meðalreikn- ingurinn hins vegar hjá símafyrirtækinu Sheba Telecom í Bangladesh og nemur hann tæpum 200 kr. á mánuði. Helmingur jarðar- búa með gsm-síma Gsm Um 90% jarðarbúa eru í sambandi. Rúnar Kristjánsson las nýlegaað Íslandsdeild Amnesty hefði sent forsetanum bréf til að vekja athygli hans á kjörum verkafólks í Kína. Ekkert svar barst þó frá forsetanum og Rúnar orti: Forsetinn við lúxus lifir, ljóst það dæmin sýna. Og veltir ekki vöngum yfir verkafólki í Kína. Jónas Hallgrímsson varð Rúnari yrkisefni: Jónas forðum gekk um grund, gaddur blés í kaunin. Þurfti alla ævistund einn að ganga hraunin. Soltinn oft á sinni för sat hann uppi um nætur, við að leggja á landans skör ljóðmenningarbætur. Dó hann svo á danskri fold, dökk var tímans móða, meðan lá þar lengi í mold listaskáldið góða. Týndist margt þeim tíma í, telst þó fjölga meinum, ef menn grenja út af því yfir dönskum beinum! Að lokum sendir hann umsjón- armanni jólakveðju og þakkar sambandið á árinu sem er að líða: Yfir þér og þínum sé þráfalt gæfuvörnin, sú er ljúfust lífs um vé leiðir góðu börnin. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Jónasi og forsetanum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 -hágæðaheimilistæki vi lb or ga @ ce nt ru m .is GJAFAKORT KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR - SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD Aðrir söluaðilar fyrir Magimix: Kokka, Laugavegi - Villeroy & Boch, Kringlunni - Egg, Smáratorgi Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is fást í Eirvík JÓLAGJAFIRNAR Námskeið við þráhyggju og áráttu • Sækja á þig þrálátar, óþægilegar eða ógeðfelldar hugsanir? • Valda þessar hugsanir þér vanlíðan? • Finnst þér þú knúin(n) til þess að gera hluti endurtekið og átt erfitt með að sporna við því? • Ertu óþarflega upptekin(n) af hreinlæti, röð og reglu, réttu og röngu eða hættum af ýmsum toga? Skráning á námskeiðið er þegar hafin á kms@kms.is eða í síma 822 0043. Skráningu lýkur 26. desember n.k. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Kvíðameðferðarstöðvarinnar: www.kms.is Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir 3 vikna námskeiði fyrir fólk með þráhyggju og áráttu sem hefst 2. janúar á komandi ári. Einn helsti sérfræðingur sálfræðinga á sviði þráhyggju og áráttu, dr. Þröstur Björgvinsson sálfræðingur, mun stýra námskeiðinu. dr. Þröstur Björgvinsson sálfræðingur M b l 9 51 18 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.