Morgunblaðið - 19.12.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 19.12.2007, Síða 24
|miðvikudagur|19. 12. 2007| mbl.is daglegtlíf Gætum að geðheilsu barnanna okkar yfir hátíðirnar. Jól eftir skilnað eða sambúðarslit geta verið erfið. » 26 hollráð Vinsælir netleikir á borð við Club Penguin valda áhyggjum af því hvort verið sé að ýta und- ir neysluæði hjá börnum. » 29 börn Njótið jólamatarins en gætið hófs þegar kemur að hangikjöt- inu, segir Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur. » 28 heilsa Íslenskan er máttug og kannskisvo máttug að hún geti leittsaman fólk frá ólíkum heims-álfum. Fe Galicia Isorena, eða Níní eins og hún er kölluð, flutti frá Filippseyjum til Íslands árið 1998 og kynntist þar manninum sínum, Þórði Inga Guðjónssyni íslenskufræðingi. Íslenskan kemur að minnsta kosti við sögu á þeim bænum en Níní hefur kennt íslensku sem annað tungumál í Fellaskóla í Reykjavík í fimm ár. Tvær systur Níníar og móðir þeirra búa líka á Íslandi og er mikill samgangur á milli fjölskyldna. Um síðustu jól lagði allur hópurinn, ellefu manns, upp í ævintýraferð til Filipps- eyja í mánuð og naut hátíðanna á hlýjum eyjunum með ættingjum og vinum. Ingunn Sif, tveggja ára dóttir Níníar og Þórðar Inga, heimsótti annað heimalandið sitt í fyrsta sinn og lærði þar að ganga og segja „mamma“. Þórður Ingi hafði heldur aldrei komið þangað og því var þetta stór stund í lífi fjölskyldunnar. Jólagjafir bara fyrir börn „Jól á Filippseyjum eru ekki svo ólík jólum á Íslandi en þjóðin er eina kristna þjóðin í Asíu,“ segir Níní, spurð um jólahald Filippseyinga. Kaþólsk trú er iðkuð þar í landi. Fjölskyldan skemmti sér kon- unglega í ferðinni. „Það sem mér fannst merkilegast var hve sterk fjöl- skylduböndin eru á Filippseyjum. Það var óskaplega gaman að hitta alla ættingja Níníar sem búa í Manila, þ.á m. eru þrjú systkini hennar og faðir, og þetta var mikill barnaskari,“ segir Þórður Ingi og bætir því við að vestrænum áhrifum sem ríki í land- inu megi sjá stað í jólahaldinu, raunar sé þjóðin mun kirkjuræknari en hin íslenska. Níní kinkar kolli: „Já og þar er byrjað að skreyta fyrr eða eftir allraheilagramessu 1. nóvember, þá má alls staðar heyra jólalög.“ Níní lýsir „gömlu“ jólunum sínum af nokk- urri eftirsjá enda alin upp við mjög sterkar jólahefðir. „En það er ekki eins mikið um gjafir eins og hérna. Mér fannst það voða skrítið fyrst að ég fengi líka gjafir, fullorðin mann- eskja, því úti eru gjafirnar bara fyrir börn.“ Þar sé m.a.s. sjaldgæft að pör gefi hvort öðru jólagjafir. „Níu nóttum fyrir jól fara allir í kirkju mjög snemma að morgni, klukkan fjögur, og í messunni er talað um Jesú og af hverju jólin eru haldin. Ég sakna þessarar hefðar hér. Prest- urinn segir skemmtilegar sögur og við syngjum saman; það er mjög gaman og hátíðlegt. Það reynir líka á að vakna svo snemma,“ segir Níní kát í bragði og Þórður Ingi kveðst ekki alveg geta séð fyrir sér að Íslend- ingar fylgi þessum sið eftir. Jólanóttin er í hávegum höfð á Fil- ippseyjum og er í hlutverki að- fangadagskvöldsins hér á landi. „Við setjumst að borðum klukkan tólf á miðnætti – þá sefur enginn. Fjöl- skyldan á að vera saman á þessum tíma!“ Þá fá börnin líka að taka upp pakkana. Að sögn Níníar er maturinn ákaf- lega fjölbreyttur, eins konar hlað- borð. „Þú mátt elda eins mikið og þú vilt, þar er t.d. kjúklingur, svínakjöt, nautakjöt og mikið af ávöxtum.“ Eftir að borðhaldinu lýkur er svo „opið hús“. „Þá líta nágrannarnir inn til að spjalla og borða.“ Þessi hefð kom Þórði Inga spánskt fyrir sjónir: „Jafnvel ókunnugt fólk sem átti leið hjá í góða veðrinu gekk inn, kom sér fyrir og fór að borða með okkur! Þetta er sérstakt en afskaplega hlý- legt, eins og fólkið sjálft, þótt bílstjór- arnir geti verið stressaðir eins og hérna,“ bætir hann við. Gamlársdagshefðinni á Filipps- eyjum svipar mjög til þeirrar ís- lensku; þá sameinast fjölskyldan yfir góðum mat og flugeldum á miðnætti. Veisla eftir veisluna Í raun hafa íslenskar hefðir yf- irhöndina hjá fjölskyldunni á jól- unum. Hangikjöt er t.a.m. á borðum á aðfangadag en Níní var ekki hrifin af því í fyrstu. „Það venst … það tók mig tvenn jól og núna finnst mér það mjög gott,“ segir hún brosandi og Ingunn Sif leggur orð í belg: „Ég líka.“ Hamborgarhryggur er svo venjulega á jóladag. „Níní er með svo mikla aðlögunarhæfni, borðar slátur og ýsu en þó ekki skötu,“ segir Þórð- ur. Samt sem áður segir Níní filipps- eyska matarhefð lifa góðu lífi og vera svo ríka hjá systrunum að eftir að þær hafi þegið matarboð einhvers staðar þurfi þær alltaf að koma sam- an strax á eftir hjá einni þeirra til að elda meira, því þeim finnist svo skrít- ið að hafa sjálfar ekkert lagt til borð- haldsins. Einhverjir hafi reyndar átt svolítið erfitt með að skilja þessa þörf. „Mér fannst ég varla gera neitt annað í ferðinni úti en að borða. Þar eru miklar matarhefðir og gestrisni mik- il,“ botnar Þórður Ingi. Að auki ýti undir stemninguna að Filippseyingar eigi sín eigin jólalög. „Vinsælasta lag- ið það árið glumdi í eyrum eiginlega allan tímann.“ Þau segjast að lokum örugglega eiga eftir að leita aftur til föðurlands Níníar á jólatímanum, þótt langur sé vegurinn. „Desember og janúar er líka besti tíminn fyrir okkur Íslend- inga að ferðast til Filippseyja, hita- stigið er 25-30°C en fer stundum upp fyrir 40°C með vorinu,“ segir Þórður Ingi. Jól í sól – er það kannski stund- um málið? thuridur@mbl.is Sól í janúar Skötuhjúin Níní og Þórður Ingi brugðu sér í skrautlegan bún- ing Ita-ættflokksins í upphafi ársins í blíðunni á Filippseyjum. Morgunblaðið/Kristinn Við jólatréð Níní, Ingunn Sif og Þórður Ingi fylgja hefð Filippseyinga að skreyta snemma. „Við setjumst að borð- um klukkan tólf á miðnætti – þá sefur enginn,“ segir Níní um jólanóttina í heimalandinu sínu. Gamlárskvöld 2006 Stórfjölskyldan fagnar áramótum, uppi á þakinu á húsi elstu systur Níníar. Opið hús á filippseyskri jólanótt Ísland-Þýskaland-Kína- Filippseyjar og aftur til baka: Jólaleiðangur ellefu manns í fyrra var langur og vel heppnaður – en hvernig kemst maður í jólaskap í blíðviðri á borð við það sem jafnan ríkir á Filippseyjum? Þuríður Magnúsína Björnsdóttir leitaði svara; eru jól í sól kannski æskilegri en rauð jól?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.