Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 27
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 27 orrustunnar eða hvað stendur til, þeir vita ekki hvort vel gengur eða illa og hafa enga yfirsýn yfir at- burðarásina. Að þessu leyti er bók Cranes svipuð bókinni Dispatches, sem blaðamaðurinn Michael Herr skrifaði um stríðið í Víetnam. Þar gerir blaðamaðurinn ekki tilraun til að gera grein fyrir gangi stríðsins að neinu marki, en lýsir glundroðanum, hugarheimi hermannanna og reynslu fréttaritaranna. x x x Áttatíu ár eru á milli bókanna ogátakanna, sem lýst er. Orð- bragð hermannanna er annað og vopnabúnaðurinn, en í grunninn hef- ur ekkert breyst. Í hverju stríði eru hetjur, en flestir eru þátttakend- urnir leiksoppar ráðamanna, sem ákveðið hafa að senda annarra manna börn út í opinn dauðann. Fleiri bækur mæti nefna, sem taka með eftirminnilegum hætti á fánýti stríðs –Tíðindalaust á vest- urvígstöðvunum eftir Erich Maria Remarque um tilgangslaust blóðbað fyrri heimsstyrjaldar og The Naked and the Dead eftir Norman Mailer um átök heimsstyrjaldarinnar síðari koma upp í hugann. Hið rauða tákn hugprýðinnar er eftirminnileg ádrepa og ætti að vera hverjum ráðamanni og herforingja skyldu- lesning. en tekst engu að síður að lýsa átökunum með þeim hætti að úr varð ein af lykilskáldsögum bandarískra bók- mennta. x x x Bókin gerist á tím-um borgarastyrj- aldarinnar í Bandaríkj- unum og söguhetjan ákveður að ganga í her- inn, en væntingar hennar snúast fljótt í andstæðu sína. Her- mennirnir hafa ekki hugmynd um markmið Margir hafa skrifaðum stríð, en fáum hefur tekist jafn vel upp og Stephen Crane í bókinni Hið rauða tákn hugprýð- innar, sem komin er út í þýðingu Atla Magn- ússonar. Bókin lýsir með mögnuðum hætti fánýti stríðsátaka frá sjónarhóli óbreytts hermanns, sem álpast um vígvöllinn, ýmist með vopn á lofti eða á flótta undan átök- unum. Höfundurinn barðist aldrei í stríði,      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is SMÁKÖKUR sjást eiginlega bara einu sinni á ári, á aðventunni. Ilm- urinn af gömlu, góðu sortunum og nokkrum nýjum fyllir híbýli sumra og fyrir marga er það sjálfur jóla- ilmurinn. Smákökurnar eru svo maulaðar á aðventunni og yfir jólin, oft með bókalestri. En það má líka nota smákökurnar í skreytingar eins og hér sést þar sem, vanilluh- ingir, loftkökur og mömmukossar fengu nýtt hlutverk í fallegri skreytingu. Rauður silkiborði var þræddur í gegnum vanilluhringina og þeir síðan hengdir á rauðlitaða grein og gerð slaufa. Koníakslit- uðum borða var brugðið utan um loftkökurnar svo þær litu út eins og pakkar, og festir við greinina. Stór nál var notuð til þess að stinga gat í miðju mömmukossana og fjólublár borði síðan þræddur þannig að hann myndaði mynstur áður en hann var hengdur á greinina – og að sjálfsögðu með slaufu. Skreytt með smá- kökum Morgunblaðið/Kristinn uhj@mbl.is Freyju var ekki hugað líf. Í dag hefur hún afrekað meira en margir á hennar aldri. Postulín er viðburðarík og áhrifamikil saga ungrar konu sem lætur ekkert stoppa sig. Postulín einnig fáanleg á hljóðbók, lesari Alma Guðmundsdóttir. almaogfreyja.blog.is „Draumur Freyju er samfélag án mismununar ... hún er nútímahetja sem brýtur staðalmyndir.“ Gunnar Hersveinn Mbl. Við höfum sjaldan verið stoltari af vali okkar á Konu ársins ... Freyja er mikil baráttukona og frábær fyrirmynd sem hefur helgað líf sitt einni hugsjón; því að breyta viðhorfum til fólks með fötlun og stuðla að því að samfélagið geri ráð fyrir öllum. Til hamingju Freyja! Nýtt líf Freyja Haraldsdóttir hlaut Hvatningarverðlaun ÖBÍ í einstaklingsflokki. Freyja var verðlaunuð fyrir áhrif sín í því að breyta viðhorfi fólks til fatlaðra og fyrir að vera frum- kvöðull í að koma á fót notendastýrðri þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.