Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKRITIÐ um hann Gosa spýtu-
dreng er sýnt um þessar mundir í
Borgarleikhúsinu og samkvæmt
markhópnum er leikritið bráð-
skemmtilegt. Það sama er hægt að
segja um geisladiskinn um Gosa
sem fylgir sýningunni og gerir
aðdáendum spýtukarlsins kleift að
upplifa gleðina aftur og aftur.
Karl Ágúst Úlfsson semur leik-
ritið um Gosa við tónlist Þorvaldar
Bjarna Þorvaldssonar, en það er
byggt á sögu Carlos Collodis. Á
geisladisknum er Karl Ágúst í hlut-
verki sögumanns og ekki er hægt
að segja annað en að hann hafi ynd-
islega nærveru sem fangar athygl-
ina og hlustandinn bíður fullur eft-
irvæntingar eftir framvindu
sögunnar. Gosi, Tumi Engispretta,
dísin, Jakob og allar hinar persón-
urnar sem koma við sögu í þessu sí-
gilda ævintýri hafa svo sannarlega
lifnað við í glæsilegum flutningi
leikenda. Handritið er grípandi og
sagan flæðir hispurslaust. Dæmi-
sagan um Gosa hefur margt gott
fram að færa enda er hún spenn-
andi, fyndin og sönn. Efniviðurinn í
Gosa spýtukalli, sem er svo langt
frá því að vera fúinn, á alltaf erindi
við börn á öllum aldri enda er
fjallað um vináttu, sorgir, fórnfýsi
og mikilvægi þess að finna gleðina í
lífinu – algjör klassík. Það sama má
segja um tónlist Þorvaldar Bjarna
og útsetningar hans, en þar er einn-
ig algjör klassík á ferð. Þorvaldur,
sem fékk búlgörsku sinfón-
íuhljómsveitina til liðs við sig, fram-
kallar ævintýralega tóna – fagra og
fágaða. Útkoman minnir mig á hið
besta úr klassískum Disney-
myndum en einnig kom upp í huga
mér fallegt tónverk Sergeis Proko-
fievs um Pétur og úlfinn. Sú stað-
reynd að hljómlistin virkar jafnvel
og raun ber vitni á ef til vill rætur
sínar að rekja til þess að hlust-
endur gjörþekkja þennan stíl, enda
er hann sígildur og margnýttur, en
styrkur tónmáls Þorvalds Bjarna
felst einmitt í því auk þess sem
hann nær að forðast allar klisjur.
Flutningur leikara á lögum sýning-
arinnar er persónulegur og snjall.
Víðir Guðmundsson, sem túlkar
Gosa, er ferlega góður og vinur
hans Tumi engispretta, leikinn af
Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa), er
fyndinn og afar sprækur. Hin al-
þýðlega einlægni, uppfull af hlýju
og sannfæringu í allri túlkun, er til
staðar og afrek í sjálfu sér að svo
vel hafi tekist til í hljóðveri. Tvö
góð dæmi eru flutningur Sveppa og
Jóhanns Sigurðarsonar á „Ósk-
astjörnunni“ og svo söngur Jóhanns
í „Hvar ertu Gosi?“ sem er há-
dramatískur og gott dæmi um
metnaðinn sem allir leikarar leggja
í flutning sinn.
Fín myndskreytt textabók fylgir
disknum. enda er passað upp á að
allt sé fyrsta flokks. Rúsínan í
pylsuendanum er svo að hægt er að
nálgast öll lögin úr Gosa án söngs á
heimasíðu Borgarleikhússins til nið-
urhals – þá geta börn og fullorðnir
sungið með af sannri innlifun.
Að lokum er óhætt að segja að
Gosi gefi öllum þeim sem efast um
gæði barnaefnis samtímans langt
nef enda eiga allir þeir sem koma
að þessari útgáfu hrós skilið – Gosi
lifir.
Frábær
Gosi
Morgunblaðið/Kristinn
Gosi Útkoman minnir á hið besta úr klassískum Disney-myndum.
Jóhann Ágúst Jóhannsson
TÓNLIST
Geisladiskur
Gosi bbbbb
FIMMTÁN myndir hafa verið
valdar í forval óskarsakademíunnar
fyrir bestu tæknibrellurnar. Seinna
fá svo 3-5 myndir tilnefningu.
Transformers þykir hvað sigur-
stranglegust, enda er aðal-
samkeppnin framhaldsmyndir sem
hafa notað svipaðar brellur áður.
Myndirnar fimmtán eru:
Beowulf
The Bourne Ultimatum
Evan Almighty
The Golden Compass
Harry Potter and the Order of the
Phoenix
I Am Legend
Live Free or Die Hard
National Treasure: Book Of Sec-
rets
Pirates Of The Caribbean: At
World’s End
Ratatouille
Spider-Man 3
Sunshine
300
Transformers
The Water Horse
Töfrum líkast Tæknibrellurnar í Transformers þykja mjög vel gerðar.
Bestu brellurnar
/ ÁLFABAKKA
BEOWULF kl. 83D - 10:303D B.i.12.ára 3D
BEOWULF kl. 5:30 - 8 B.i.12.ára LÚXUS VIP
SIDNEY WHITE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
AMERICAN GANGSTER kl. 8 B.i.16.ára
AMERICAN GANGSTER kl. 10:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP
SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
GRÍNLEIKARINN VINCE VAUGHN
ER FRÁBÆR Í HLUTVERKI
STÓRA BRÓÐUR JÓLASVINSINS
JÓLAMYND SEM KEMUR
ALLRI FJÖLSKYLDUNNI Í
SANNKALLAÐ JÓLASKAP
Paul GiamattiVince Vaughn
FRED CLAUS kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
ALVIN OG ÍKORNARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl.6D LEYFÐ
BEE MOVIE m/ensku tali kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 LEYFÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK OG SELFOSSI
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS
❄ ❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄❄
❄
❄
❄
❄
❄ ❄ ❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄ ❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄❄ ❄
Jólaþjónusta starfsfólks
Jól í görðunum
Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og
Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við
munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast
upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum: www.gardur.is
Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770
Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími
585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00.
Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og
afhendum ratkort ef þörf krefur.
Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag
Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 9:00 og 15:00, verða starfsmenn
Kirkjugarðanna á vettvangi og taka á móti ykkur og leiðbeina að leiðum.
Fossvogskirkja verður opin á aðfangadag frá kl. 10:00 til 15:00.
Á aðfangadag frá kl. 09:00 til 15:00 er allur akstur um kirkjugarðinn í
Fossvogi óheimill, nema fyrir hreyfihamlaða.
Tilkynning frá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæma
Gleðilega jólahátíð
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
www.kirkjugardar.is
❄❄❄❄❄❄❄ ❄ ❄❄❄❄❄ ❄ ❄
❄ ❄❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄
❄ ❄❄ ❄