Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 33 SEM betur fer eigum við ótal dæmi um byggingar og umhverf- isrask þar sem þarfir manns og náttúru fara vel saman, en stund- um finnst mér eins og fólk hafi gef- ist upp á því að finna leiðir til þess að byggja Ísland í slíkri sátt. Vissu- lega geta komið upp aðstæður þar sem einhverju þarf að fórna og það getur verið sárt, en dæmin sanna svo ekki verður um villst að þörfin fyrir fórnir er stórlega ofmetin og hefur valdið ómældum skaða. Ekk- ert lát virðist á þessari áráttu sem sífellt er réttlætt með atvinnusköp- un, oft mjög vafasamri. Hver á að ráða? Er eðlilegt að sveitarstjórnir og einstaka landeigendur geti haft úr- slitaáhrif þegar til álita kemur að fórna landi? Er eitthvað undarlegt við að sveitarstjórn taki afstöðu með landfórnum ef orkufyrirtæki bjóða viðkomandi sveitarfélagi eða einstaka landeigendum gull og græna skóga í staðinn, allt í skjóli þess að landstjórn muni ekki huga að bættum hag með öðrum ráðum? Nýlega fékk Lára Hanna Ein- arsdóttir, baráttumaður gegn Bitruvirkjun, birtan í Morg- unblaðinu samning OR við Sveitar- félagið Ölfus sem sýnir glöggt hvernig að þessu er staðið. Sama má segja um gylliboð Landsvirkj- unar til Flóamanna og tilboð til ein- stakra landeigenda. Um svona nokkuð mætti nefna mörg dæmi og mörgum á eftir að stilla upp við vegg, t.d. með hótun um eignarnám og þá er ekki spurt hvort almanna- heill krefjist slíks. Svo er talað um fyrirhugaðar fram- kvæmdir eins og allt sé klappað og klárt og vei þeim sem vinnur gegn „hags- munum“ fólks á þessum svæðum, allt í skjóli þess að annað sé ekki í boði. Sama dag og fyr- irsögn á BB.is birtist um einhug til að reisa olíuhreins- unarstöð var önnur fyrirsögn um að at- vinnuleysi karla sé minnst á Vest- fjörðum. Hið sama gilti um Austfirði þegar ákvörðun um Kárahnjúavirkjun var tekin, atvinnu- leysi var innan við ½% og ákvörðunin tekin í skjóli atvinnu- sköpunar. Hvað sem bæklingi Samfylk- ingar „Fagra Ís- landi“ líður liggur fyrir yfirlýst stefna oddvita þeirra í Norðausturkjör- dæmi, að hann mun styðja bygg- ingu risaálvers við Húsavík og hversu margir fá ekki í hnén á Suð- urnesjum vegna stóriðju í Helgu- vík. Græna ímyndin Eftirfarandi kom fram í frétta- flutningi nú nýverið: „Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra lýsti þeirri skoðun sinni við gangsetn- ingarathöfn Kárahnjúkavirkjunar að um leið og virkjunin væri tekin í notkun væri settur lokapunktur í hörðustu deilum á Íslandi um langt árabil. Ráðherrann óskaði þjóðinni til hamingju með verk- fræðilegt og tæknilegt stórvirki og sagði að Landsvirkjun ætti mestan heiður af grænni ímynd sem Ís- land hefði meðal þjóða.“ 1. Össur gleymdi að skýra frá því að með fyllingu Hálslóns var drekkt um 40 ferkíló- meturm af fjölskrúð- ugu mjög fallegu gróðurlendi. 2. Hann gleymdi að skýra frá því að með- alrennsli Jöklu er 152 m3/sek. og að aur- burður hennar er um 120 tonn á klst. sem er ávísun á enn meiri landeyðingu vegna aurfoks úr lónsstæð- inu þegar staða þess verður lægst á hverju vori. 3. Hann gleymdi að minnast á ýmsa áhættuþætti, t.d. að skýra frá fram- hlaupum í Brúarjökli sem hafa verið á 60- 80 ára fresti og að slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólk, náttúru og mannvirki. 4. Hann gleymdi að ómetanlegum jarðsöguminjum hefur verið eytt. 5. Hann gleymdi að stórum bú- svæðum hreindýra og fugla hefur verður eytt. 6. Hann gleymdi að skýra frá því að á lónsstæðinu fundust 296 smá- dýrategundir, um 470 gróðurteg- undir sem nú hefur verið drekkt og að 24 fuglategundir verptu þar. 7. Hann gleymdi tilkomumiklum árfarvegum, fallegum ám og öll- um fallegu fossunum sem rask- ast eða hverfa, um 60 fossum. 8. Hann gleymdi að tala um Lag- arfljót og hvernig ásýnd og líf- ríki þess mun breytast. 9. Hann gleymdi að tala um land- eyðingu við Héraðsflóa. 10. Hann gleymdi að Náttúruvernd ríkisins, Landgræðsla ríkisins og aðrar fagstofnanir ásamt Skipulagsstofnun höfnuðu Kárahnjúkavirkjun vegna um- talsverðra óafturkræfra um- hverfisáhrifa. 11. Hann gleymdi að Skipulags- stofnun taldi hagrænar stoðir virkjunarinna veikar. 12. Hann gleymdi að í rammaáætl- un fyrrv. ríkisstjórnar um helstu virkjunarkosti kom fram að Kárhnjúkavirkjun veldur hvað mestum umhverf- isspjöllum og er ekki meðal hagkvæmustu kosta þrátt fyrir stærð. 13. Hann gleymdi að Kára- hnjúkavirkjun verður skammlíf, er óendurnýjanleg og breytir endurnýjanlegri auðlind í eyði- mörk, stærstu meðvituðu gróð- ureyðingu Íslandssögunnar. 14. Hann gleymdi að Kára- hnjúkavirkjun er rányrkja af verstu sort og að álverið á Reyðarfirði mun valda gríð- arlegri mengun. Össur gleymdi mörgu á þessari „hátíðarstund.“ Hann gleymdi t.d. að velta upp þeirri spurningu hvort atkvæðin hefðu verið allra þessara fórna virði og hvernig stæði á því að Íslendingum fjölgar oft á vit- lausum stöðum, t.d. á Akureyri og ekkert álver þar. Samspil manns og náttúru Snorri Sigurjónsson segir ekk- ert lát á landfórnum sem sífellt eru réttlættar með atvinnu- sköpun, oft mjög vafasamri Snorri Sigurjónsson » Vissulegageta komið upp aðstæður þar sem ein- hverju þarf að fórna og það getur verið sárt, en dæmin sanna að þörfin fyrir fórnir er stór- lega ofmetin … Höfundur er lögreglufulltrúi og félagi í Íslandshreyfingunni. Sá sem er að staðaldri í miklum hávaða ætti að láta sérfræðing rannsaka eyrun að minnsta kosti árlega. Ef grunur leikur á um að heyrnin sé skert, hvað er til ráða? Það fyrsta, sem þú skalt gera, er að fara í heyrnargreiningu hjá heyrnarfræðingi eða háls-, nef- og eyrnalækni. Þá kemur í ljós hvort um heyrnarskerðingu er að ræða eða hversu alvarleg hún er og þú færð að vita hvað er helst til ráða. Einnig kemst þú að því hvernig þú getur notið sem best þeirrar heyrnar sem þú hefur. Það er ekki hægt að lækna heyrnarskerðingu af völdum há- vaða vegna þess að þegar hin ör- fínu skynhár í innra eyranu eru einu sinni skemmd verða þau það til frambúðar þau vaxa ekki aftur. Það þýðir að menn geta ekki leng- ur heyrt á eðlilegan hátt. Þó geta heyrnartæki magnað hljóð sem heyrast illa og bætt þannig heyrn- ina að menn eigi auðveldara með að skilja tal. Nýjustu heyrnartæki geta næstum alveg leiðrétt væga heyrnarskerðingu. Loksins eru komin heyrnartæki sem ráða við hátíðni heyrnartap sem er algengt meðal þeirra sem unnið hafa í hávaða án heyrn- arhlífa. Þeim sem vita um heyrn- artap sem áður hefur ekki verið hægt að meðhöndla með heyrn- artækjum er bent á að kynna sér nútíma heyrnartækni. Hægt er að fá lánuð heyrnartæki til reynslu í 10-15 daga til að komast að því hvort að þau henti. Nútíma heyrn- artæki eru einföld í notkun og hægt að hlaða þau, því þarf ekki lengur að vesenast með einnota rafhlöður. En það er betra að huga að verndun heyrnarinnar í tíma. Höfundur er heyrnarfræðingur hjá Heyrn ehf. heyrn@heyrn.is O P I Ð : M Á N U D A G A T I L F Ö S T U D A G A K L . 9 : 0 0 - 1 7 : 0 0 – w w w. h u s i d . i s Nýuppgert 295,5 fm skrifstofuhús- næði á 2. hæð í mjög góðu húsnæði við Bæjarhraunið. Hæðin er í dag eitt rými og hentar vel undir skrif- stofur o.fl. Samkvæmt samþykktum bygginganefndarteikningum er samþykkt fyrir 80 fm húsvarðaríbúð. Góðar svalir eru á norður- og suður- hlið hæðarinnar. Á gólfunum er lagt ljóst steinteppi. Atvinnuhúsnæði Bæjarhraun - Hfj. Mjög gott 290 fm verslunarhús á 2. hæðum sem er rekið sem pöbb/veitingahús. Leigusamn- ingur er til ársins 2014 og eru leigugr. um 600 þús pr. mán. Allar innréttingar sem og tæki er rekstrinum fylgir eru eign hús- eiganda. V 74m. Atvinnuhúsnæði Engihjalli - Kóp. Mjög gott ca 900 fm verlsunar og iðnaðarhúsnæði, ca 300 fm verslunarhúsnæði og ca 550 fm verlsunar- og iðnarhúsnæði með innkeyrsluhurð og góðu úti- plássi. Gott auglýsingargildi. Möguleiki að seljast í sitt hvoru lagi. Atvinnuhúsnæði Hamraborg - Kóp. Mjög gott ca 630 fm iðnaðar- húsnæði + milliloft á þessum frábæra stað með góðu malbik- uðu útiplássi. 4 innkeyrsludyr. Eignin skiptist í 3 hluta í dag en selst í einu lagi. Auðvelt að opna á milli. Eignin er öll í útleigu. Verð 125 m. Atvinnuhúsnæði Hamarshöfði - Rvk. Mjög gott 159 fm iðnaðarbil með góðri lofthæð á jarðhæð með tveimur innkeyrsluhurðum og góðu millilofti. Lofthæð er mest 5,2 m í mæni. Milliloftið er ekki skráð í FMR, ca 17 fm, en þar er skrifstofa og kaffiaðstaða. V. 27m. Atvinnuhúsnæði Stapahraun - Hfj. Tvö 274,4 fm iðnarðarbil í Rauð- hellu í Hafnarfirði. Um er að ræða fullbúið hús með malbik- uðu bílaplani. Húsnæðið er stál- grindarhús og eru tvær inn- keyrsluhurðir, stærð ca 4,0 X 4,5 og ca 5,5 metra lofthæð. Hús- næðið hefur gott auglýsingagildi frá Reykjanesbraut. Í dag eru báðar einingarnar í leigu af sama aðila. Góðar leigutekjur. Atvinnuhúsnæði Rauðhella - Hfj. Glæsilegt 146,3 fm verslun- arrými við Laugaveginn, ný- lega endurgert. Stórt óskipt rými án gólfefna með lýs- ingu og máluð ein umferð í ljósum lit, flotað gólf. Innst í rými er flísalögð skrifstofa, salerni uppkomið en kaffi- stofa án innréttinga. Tilvalið fyrir þá sem vilja innrétta og ráða sjálfir um útlit. Húsnæðið afhendist við kaupsamning. V 57,8m. Atvinnuhúsnæði Laugavegur - Rvk. Mjög gott 207 fm atvinnuhúsnæði á þessum góða stað sem er í góðri útleigu. Húsnæðið er með nýlegri innkeyrsluhurð. Húsnæði er allt hið snyrtilegasta og er nýtt í dag undir matvælaiðnað. Leigusamningur er í gildi til 2011 og eru leigutekjur um 280 þús. á mán. í dag. V. 39,5 m. Atvinnuhúsnæði Smiðjuvegur - Kóp. Mjög gott atvinnuhúsnæði á besta stað í Kópavogi við Auðbrekku. Um er að ræða 540m² atvinnuhúsnæði á tveim hæðum. 2. hæð (1. hæð frá Löngubrekku) eignarinnar er með góða glugga út á Auðbrekku og tvær góðar innkeyrsludyr til suðurs sem snúa út á stórt plan. Mikil lofthæð er á báðum fyrstu hæðum eignarinnar. Á 3. hæð eignarinnar er fullkláruð um 110m² íbúð og liggja fyrir teikningar af tveim öðrum íbúðum á hæðinni. Mikið og gott útsýni er til norðurs af efstu hæð eignarinnar og möguleiki á góðum svölum á góðum stað til suðurs. Fyrirhugaðar eru breytingar á að- alskipulagi Kópavogsbæjar á hverfinu þar sem breyta á húsnæðinu í íbúðarhúsnæði með þjónustutengdri starfsemi á 1. hæð. Eignin býður upp á mjög mikla möguleika með góðri framtíðarsýn. Allar nánari uppl. í síma 820 0303, Ólafur Sævarsson, og 893 1485, Heimir Eðvarðsson. Atvinnuhúsnæði Auðbrekka - Kóp. Suðurlandsbraut 50 Bláu húsin v/Faxafen husid@husid.is Sími 513 4300 Vilhjálmur Bjarnason lögg. fast.sali Guðbjörg Róbertsdóttir lögg. fast.sali Heimir H. Eðvarðsson sölumaður Ólafur Sævarsson sölumaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.