Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEIRIHLUTI svarenda í neyslukönnun, eða 65%, kannast við að hafa feng- ið gjöf sem þeir hafa ekki not fyrir. Þeir kannast einnig við að hafa ekki skipt henni af tillitssemi við gefandann. Svar- endur telja sig gefa gjafir fyrir um 40 til 50 þúsund á ári og flestir eða 84% telja sig fá þær gjafir sem koma að góðum not- um. 40% kaupa dýrari gjafir en þeir vilja í raun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í spurn- ingalistakönnun sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði til að greina viðhorf landsmanna til sóunar og endurvinnslu. Könnunin fór þannig fram að sendir voru spurningalistar til 3.000 manns í mars 2007. Alls svöruðu 1.198 eða rétt um 40% og er hluta niðurstaðna að finna á reykjavik.is. Meirihluti svarenda segist hafa fengið gjöf sem átti að skipta en af ein- hverjum ástæðum hafi það síðan misfarist. Þeir sem yngri eru hafa frekar látið hjá líða að skila gjöfum sem henta ekki og einnig þeir sem hafa hærri tekjur og meiri menntun. Einar Mar Þórðarson, sérfræðingur hjá Fé- lagsvísindastofnun, hafði umsjón með könnuninni. Flestir svarendur telja sig gefa gjafir fyrir um 40 til 50 þúsund á ári. Karlar kaupa gjafir að meðaltali fyrir hærri upphæðir en konur og þeir sem eldri eru kaupa gjafir fyrir hærri upphæðir en þeir sem yngri eru. Þeir sem eru með meiri menntun og hærri heimilistekjur eyða einnig meira í gjafir en aðrir Skýrsla með niðurstöðum könnunar á neysluvenjum og viðhorfum til endurvinnslu kemur út í janúar 2008. Könnunin er samstarfsverkefni Sorpu bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf., Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, Neytendasamtakanna, Land- verndar og Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Margir skipta ekki jólagjöfum af tillitssemi við gefandann SMÁSÖLUAÐILAR eru á heima- síðu Neytendasamtakanna, ns.is, hvattir til að bjóða endurskins- merki til sölu því eftirspurnin sé fyrir hendi. „Ekki er þó loku fyrir það skotið að endurskinsmerki fáist í ein- hverjum matvöruverslunum en þeim er þá ekki gert hátt undir höfði. Neytendasamtökin hvetja matvöruverslanir til að fjarlægja eitthvað af sælgætinu við kassana og rýma fyrir endurskinsmerkj- unum. Annar sjálfsagður „örygg- isbúnaður“ er seldur við kassana, nefnilega verjur, og furðulegt að matvöruverslanirnar skuli ekki hafa séð ástæðu til að bæta endur- skinsmerkjum í vöruúrvalið,“ segir á ns.is. Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst eru endurskinsmerki einna helst seld í apótekum og á bensínstöðvum. Tryggingafélögin hafa dreift endurskinsmerkjum en þau virðast búin og Umferðarstofa átti ekki endurskinsmerki. Morgunblaðið/Ásdís Endurskins- merki lítt sýni- leg í verslunum ÍSLENDINGAR tóku þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagslegan stuðning við Palestínu sem fram fór í París á mánudag. Ráðstefnan var haldin í framhaldi af friðarviðræðum í Annapolis í nóvember og er markmiðið að styðja við bakið á tveggja ára umbóta- og þróunar- áætlun heimastjórnar Palestínumanna. Utanríkisráðuneytið hefur undanfarna mánuði unnið samkvæmt sérstakri framkvæmdaáætlun um Mið- Austurlönd sem samþykkt var í ríkisstjórn og rædd í ut- anríkismálanefnd eftir ferð utanríkisráðherra, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, til Mið-Austurlanda síð- astliðið sumar. Í París tilkynnti Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggis- mála, sem sækir fundinn fyrir Íslands hönd, að framlag Íslands myndi nema fjórum milljónum Bandaríkjadala á næstu þremur árum. Er það jafn- virði um 255 milljóna íslenskra króna. Leggja fram 255 milljónir Víða er neyð meðal Palestínumanna. RAUÐI krossinn fagnar því að rík- ari þjóðir heims skuli ætla að stofna sérstakan sjóð til að auðvelda þró- unarríkjum að aðlagast loftslags- breytingum. Stofnun sjóðsins var samþykkt á loftslagsþinginu í Balí nú um helgina. Á alþjóðaráðstefnu Rauða krossins í lok nóvember skuldbatt Rauði kross Íslands sig til að rannsaka áhrif loftslagsbreyt- inga á Íslandi og taka tillit til nið- urstaðnanna í neyðarvarnaráætlun félagsins. Rauði krossinn mun leita eftir samvinnu við stjórnvöld og viðeigandi stofnanir og samtök. Breytt loftslag SNIGLARNIR, Bifhjólasamtök lýð- veldisins, undrast ummæli Rögn- valds Jónssonar, eins reyndasta vegaverkfræðings landsins, um að ákvörðun stjórnvalda um að leggja 2+2-vegi til Selfoss og Borgarness sé röng og frekar ætti að leggja 2+1-vegi. Sniglarnir telja að þetta sé ekki góð lausn og í reynd hættu- leg og vara við því að svona vegir verði lagðir á Íslandi í framtíðinni. Þeir ýti undir hraðakstur á tvöföld- um köflum, sérstaklega á háanna- tíma, hvort sem um er að ræða bíla, mótorhjól, fjórhjól eða önnur öku- tæki. Þá styðja Sniglarnir allshugar áætlanir um 2+2-vegi milli þessara staða. Vilja tvöfalda vegi Hópakstur Ökumenn á 650 hjólum aka af stað frá Perlunni áleiðis til Hafnarfjarðar. STUTT „MÉR fannst þetta stórt,“ sagði Viktoría Guðmunds- dóttir eftir að hún skoðaði aurflóðið sem hún lenti í á Eyrarhlíð í fyrrakvöld. Flytja þurfti bílinn á verkstæði til að þrífa hann og laga. Vegagerðin ákvað að takmarka hraða á veginum um Eyrarhlíð við 50 km/klst. en nokkrar aurskriður féllu þar í fyrrinótt og var vegurinn hreinsaður í gær. Á bloggi Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings segir að á Ísafirði hafi mælst um 45 mm regns frá því um kl. 18 í fyrrakvöld og til kl. þrjú í fyrrinótt. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson „Mér fannst þetta stórt“ STEFNT verður að útboði sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu, norðaustur af Íslandi. Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu iðnaðarráðherra í þá veru. Miðað er við að hægt verði að bjóða leyfin út 15. janúar 2009. Niðurstöður jarðeðlisfræðilegra mælinga þykja gefa vísbendingar um að á svæðinu gæti verið að finna bæði olíu og gas í vinnanlegu magni. Olía og gas hafa fundist víða á ná- lægum og jarðfræðilega skyldum svæðum. Í frétt frá iðnaðarráðuneyt- inu segir einnig að mikil þróun sem orðið hefur í bor- og vinnslutækni ásamt reynslu af olíu- og gasvinnslu á miklu hafdýpi á norðlægum slóðum sé forsenda þess að nú er hægt að leita þessara auðlinda á Drekasvæði. „Ríkisstjórnin stefnir að því að stuðla að skynsamlegri nýtingu hugsanlegra olíu- og gasauðlinda á Drekasvæðinu í sem mestri sátt við umhverfið og samfélagið, þjóðinni til hagsbóta. Engin trygging er fyrir því að olía og gas finnist í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu en ljóst er að verulegur olíu- og gasfundur gæti haft kröftug efnahagsleg áhrif á ís- lenskan þjóðarbúskap. Með því væri fleiri stoðum skotið undir efnahag og sjálfstæði þjóðarinnar, auk þess sem olíuvinnsla myndi efla byggð á svæð- um sem næst liggja Drekasvæðinu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Gerðar verða ýtrustu kröfur um ör- yggi starfsfólks og umhverfisvernd. Stefnt að útboði leyfa til olíuleitar við Ísland Í HNOTSKURN »Drekasvæðið er við mörk ís-lensku efnahagslögsögunnar suður af Jan Mayen. Norðurhluti þess er 42.700 km2 að flatarmáli. Nafn svæðisins vísar til drekans í skjaldarmerki lýðveldisins, þ.e. landvættar Austurlands. »Jarðfræðilega er svæðið hlutiaf meginlandi sem lá milli Noregs og Austur-Grænlands. Þar má finna þykk setlög. »Þekking á umhverfisþáttumsvæðisins er takmörkuð. Vanda þarf undirbúning og tryggja mengunarvarnir og skipulag viðbragða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.