Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 35 Í ÁGÆTRI grein sinni í Við- skiptablaðinu föstudaginn 7. desem- ber sl. færir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður grein- ingardeildar Lands- bankans, ágæt rök fyr- ir nauðsyn verðtryggingar á Ís- landi. Rökin eru að- allega þau að lítil hag- kerfi, sem hafa ýktari hagsveiflur, þurfa frekar á verðtrygg- ingum að halda. Spurningin er þá; hvers vegna hafa allar aðrar litlar þjóðir kom- ist ágætlega af án þess að hafa verðtryggingu, með öllum þeim ókost- um fyrir neytandann sem því fylgir? Hvers vegna hefur gengið ágætlega hjá Lúx- emborg þrátt fyrir skort á verðbótum þar? Sveiflur í aðalat- vinnuvegi Lúxemborg- ara, nefnilega fjár- málastarfsemi, eru síst minni en sveiflur í ís- lenska þorskstofn- inum. Getur verið að forsvarsmaður banka sem græðir tugi millj- arða árlega á verðbót- um sé ekki sá hlutlaus- asti til þess að fjalla um þessi mál? Edda á þakkir skilið fyrir að taka upp umræðuna um hvernig hávaxta- stefnan íslenska tengist íslensku krónunni. Hún kvartar yfir því að umræðan komist aldrei neitt áfram heldur sé hún alltaf í sömu spor- unum. Það er alveg rétt hjá Eddu, en ástæðan er sú að það er alltaf verið að ræða en aldrei sest niður og reiknað. Það er nefnilega hægt að reikna þó nokkuð nákvæmlega hvað það kostar að hafa íslensku krón- una. Reikningsdæmið er í grófum dráttum þannig: Ef Íslendingar hefðu alþjóðlegan gjaldmiðil myndu vextir á landinu væntanlega vera „alþjóðlegir“. Í dag bera íbúðarlán á Íslandi u.þ.b. þrefalt hærri vexti en íbúðarlán í nágrannalöndunum (jafnvel þótt erlendu bankarnir séu í eigu Íslendinga). Þetta má t.d. sjá við að fara inn á reiknivél fyrir íbúð- arlán í íslenskum bönkum í Noregi. Ef vextirnir í nágrannalöndunum eru u.þ.b. 5% en 15% á Íslandi, þá er munurinn 10%. Láta mun nærri að íbúðarskuldir landsmanna séu 1.000 milljarðar. Þá kostar það íslenska íbúðareigendur 10% af 1.000 millj- örðum árlega að hafa íslensku krón- una, nefnilega 100 milljarða. Og hér eru aðeins teknar skuldir til íbúða en ekki vegna neyslu, atvinnurekst- urs o.fl. Ennfremur eru vaxtavextir ekki meðreiknaðir. Þetta eru grófar áætlanir en seðlabankinn, fjár- málaráðuneytið, greinardeildir bankanna, hagstofan, hagfræðideild HÍ, viðskiptadeildir margra háskóla, Blaðamannafélag Íslands og fjöld- inn af öðrum stofnunum og félögum hafa aðgang að þessum tölum og gætu hvenær sem er reiknað þetta út nákvæmar. Nú á bara eftir að reyna að áætla: Hvað náum við inn miklum fjár- munum með hagstjórn í gegnum ís- lensku krónuna? Náum við þessum 100 milljörðum á ári tilbaka? Hags- tjórnarmáttur íslensku krónunnar er ekki mikill. Til þess liggja fjöl- margar ástæður. Gjaldeyririnn er afar lítill og getur lítið virkað á móti alþjóð- legum sveiflum. Enn- fremur notar bara ís- lenskur almenningur krónuna, stærri við- skipti, sem eru yfir 80% af fjármálaums- vifum í landinu, fara fram í erlendum gjald- miðlum. Handafls- aðgerðir í gegnum ís- lensku krónuna ná því aðeins til lítils brots af fjármálaumsvifum í landinu og eru því máttlitlar. Þannig mætti lengi telja. Því sér maður strax í hendi sér að hagstjórnin sem næst í gegnum ís- lensku krónuna skilar ekki 100 milljörðum króna á ári. Samt þarf að ganga í að vinna reikningsdæmið til enda, því þá fyrst mun umræða um þessi mál geta byggst á hand- föstum upplýsingum. Þá getur Edda komist úr sporunum. Þess má að lokum geta að verðtryggingin er ekki vandamálið. Verðtryggingunni hef- ur þegar verið aflétt, hvaða Íslend- ingur sem er getur nú þegar fengið óverðtryggð húsnæðislán, t.d. hjá Glitni. Hins vegar eru vextirnir á slíkum óverðtryggðum lánum 15,8%. Á þessu sést að afnám verð- tryggingar bjargar engu! Hið raun- verulega vandamál er að íslensku bankarnir eru ekki í neinni sam- keppni við erlenda banka sem bjóða þrefalt lægra vexti. Það er hér sem íslenska krónan kemur inn. Vegna gengisáhættunnar er hún tæknileg viðskiptahindrun sem gerir íslensk- um bönkum kleift að selja vöru sína þrefalt dýrari á Íslandi en annars staðar er gert í hinum siðmenntaða heimi. Það er mótsagnakennt þar sem einmitt bankarnir og rík- isstjórnin segjast styðja frjálsa sam- keppni. Edda Rósa hélt því fram í grein sinni að það sem væri sérstakt fyrir lítil einöngruð lönd væri að þar þyrfti verðtryggingu. Hið rétta er hins vegar að það sem er sérstætt við lítil einöngruð lönd er að lögmál frjálshyggjunnar og frjálsrar sam- keppni gilda þar ekki nema að fyllstu djúphygli sé gætt, sértaklega ekki í litlum löndum þar sem pen- ingaöflin hafa algera áróðurs- yfirburði. P.S. Athugasemd þessi var skrif- uð daginn eftir að Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greining- ardeildar Landsbankans, birti grein í Viðskiptablaðinu föstudaginn 7. desember sl. um að viðhalda ætti verðtryggingu á Íslandi og hvernig íslenska krónan tengdist þessu máli. Eftir að hafa margítrekað reynt að fá þessa svargrein birta í Viðskipta- blaðinu án árangurs var hún að lok- um send Morgunblaðinu. Afnám verðbóta lækkar ekki vexti Andrés Magnússon gerir tvær athugasemdir við grein Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðu- manns greiningardeildar Landsbankans, sem birtist í Viðskiptablaðinu föstudaginn 7. desember sl. » Vextir á Íslandi eru nær þrefalt hærri en í nágrannalönd- unum, afnám verðbóta leysir ekki þann vanda. Krónan hamlar sam- keppni frá erlendum bönkum Andrés Magnússon Höfundur bjó 12 ár í Noregi og greiddi af húsnæðislánum samtímis í Noregi og Íslandi. Til sölu glæsileg tveggja herbergja kjallaraíbúð, Snorrabraut 36, frábær staðsetning v/miðbæinn, nýjar skolpleiðslur, nýjir ofnar, ný gólfefni, nýjar innréttingar, nýjar hurðir og fl. Íbúðin er ósamþykkt. Verð 18,9 millj. - veðbandalaus. Tek jafnvel V-8 jeppa eða pickup allt að 6 millj. sem innborgun. Jón Egilsson hdl., sími 568 3737/896 3677. Til sölu glæsileg 2ja herbergja kjallaraíbúð                                                                                            !      "#                     $  % &         "#         $    '               &              $  &   (  & (           )        (              (      &    $     * &    $            '    !       ( + $   +,-        + $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.