Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 27
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 27
orrustunnar eða hvað stendur til,
þeir vita ekki hvort vel gengur eða
illa og hafa enga yfirsýn yfir at-
burðarásina. Að þessu leyti er bók
Cranes svipuð bókinni Dispatches,
sem blaðamaðurinn Michael Herr
skrifaði um stríðið í Víetnam. Þar
gerir blaðamaðurinn ekki tilraun til
að gera grein fyrir gangi stríðsins að
neinu marki, en lýsir glundroðanum,
hugarheimi hermannanna og
reynslu fréttaritaranna.
x x x
Áttatíu ár eru á milli bókanna ogátakanna, sem lýst er. Orð-
bragð hermannanna er annað og
vopnabúnaðurinn, en í grunninn hef-
ur ekkert breyst. Í hverju stríði eru
hetjur, en flestir eru þátttakend-
urnir leiksoppar ráðamanna, sem
ákveðið hafa að senda annarra
manna börn út í opinn dauðann.
Fleiri bækur mæti nefna, sem
taka með eftirminnilegum hætti á
fánýti stríðs –Tíðindalaust á vest-
urvígstöðvunum eftir Erich Maria
Remarque um tilgangslaust blóðbað
fyrri heimsstyrjaldar og The Naked
and the Dead eftir Norman Mailer
um átök heimsstyrjaldarinnar síðari
koma upp í hugann. Hið rauða tákn
hugprýðinnar er eftirminnileg
ádrepa og ætti að vera hverjum
ráðamanni og herforingja skyldu-
lesning.
en tekst engu að síður
að lýsa átökunum með
þeim hætti að úr varð
ein af lykilskáldsögum
bandarískra bók-
mennta.
x x x
Bókin gerist á tím-um borgarastyrj-
aldarinnar í Bandaríkj-
unum og söguhetjan
ákveður að ganga í her-
inn, en væntingar
hennar snúast fljótt í
andstæðu sína. Her-
mennirnir hafa ekki
hugmynd um markmið
Margir hafa skrifaðum stríð, en
fáum hefur tekist jafn
vel upp og Stephen
Crane í bókinni Hið
rauða tákn hugprýð-
innar, sem komin er út
í þýðingu Atla Magn-
ússonar. Bókin lýsir
með mögnuðum hætti
fánýti stríðsátaka frá
sjónarhóli óbreytts
hermanns, sem álpast
um vígvöllinn, ýmist
með vopn á lofti eða á
flótta undan átök-
unum. Höfundurinn
barðist aldrei í stríði,
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
SMÁKÖKUR sjást eiginlega bara
einu sinni á ári, á aðventunni. Ilm-
urinn af gömlu, góðu sortunum og
nokkrum nýjum fyllir híbýli sumra
og fyrir marga er það sjálfur jóla-
ilmurinn. Smákökurnar eru svo
maulaðar á aðventunni og yfir jólin,
oft með bókalestri. En það má líka
nota smákökurnar í skreytingar
eins og hér sést þar sem, vanilluh-
ingir, loftkökur og mömmukossar
fengu nýtt hlutverk í fallegri
skreytingu. Rauður silkiborði var
þræddur í gegnum vanilluhringina
og þeir síðan hengdir á rauðlitaða
grein og gerð slaufa. Koníakslit-
uðum borða var brugðið utan um
loftkökurnar svo þær litu út eins og
pakkar, og festir við greinina. Stór
nál var notuð til þess að stinga gat í
miðju mömmukossana og fjólublár
borði síðan þræddur þannig að
hann myndaði mynstur áður en
hann var hengdur á greinina – og
að sjálfsögðu með slaufu.
Skreytt
með smá-
kökum
Morgunblaðið/Kristinn
uhj@mbl.is
Freyju var ekki hugað líf. Í dag hefur hún afrekað meira en margir á hennar aldri.
Postulín er viðburðarík og áhrifamikil saga ungrar konu sem lætur ekkert stoppa sig.
Postulín einnig
fáanleg á hljóðbók,
lesari Alma Guðmundsdóttir.
almaogfreyja.blog.is „Draumur Freyju er samfélag án mismununar ...
hún er nútímahetja sem brýtur staðalmyndir.“
Gunnar Hersveinn
Mbl.
Við höfum sjaldan verið stoltari af vali okkar á
Konu ársins ... Freyja er mikil baráttukona og frábær
fyrirmynd sem hefur helgað líf sitt einni hugsjón; því að
breyta viðhorfum til fólks með fötlun og stuðla að því
að samfélagið geri ráð fyrir öllum. Til hamingju Freyja!
Nýtt líf
Freyja Haraldsdóttir hlaut
Hvatningarverðlaun ÖBÍ
í einstaklingsflokki.
Freyja var verðlaunuð fyrir
áhrif sín í því að breyta
viðhorfi fólks til fatlaðra
og fyrir að vera frum-
kvöðull í að koma á fót
notendastýrðri þjónustu.