Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 25
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 25
UM 3,3, milljarðar manna geta nú nýtt sér farsíma-
tæknina en að sögn danska dagblaðsins Berlingske
Tidende á rúmlega helmingur jarðarbúa gsm-síma.
Var farsímanet að finna í 224 löndum í september í ár
– 1987 voru þau hins vegar ekki nema 35.
„Farsímaiðnaðurinn hefur til þessa alltaf farið
fram úr björtustu spám um fjölgun símnotenda,“ hef-
ur blaðið eftir Mark Newman sem fer fyrir rannsóknadeild greiningarhússins
Informa Telecom & Media. Informa áætlar að nú í sumar hafi farsímanetið
getað náð til um 90% jarðarbúa. Eru 60% þeirra sem búa á svæðum með far-
símasamband með slíkan síma. Í 59 löndum, m.a. í Danmörku, er enginn
landshluti án gsm-sambands og víða eru farsímafyrirtækin fleiri en eitt.
Það er svo kúveiska farsímafyrirtækið Zain sem getur státað af hæsta
meðalreikningnum –um 4.500 kr. reikningi á mánuði. Lægstur er meðalreikn-
ingurinn hins vegar hjá símafyrirtækinu Sheba Telecom í Bangladesh og
nemur hann tæpum 200 kr. á mánuði.
Helmingur jarðar-
búa með gsm-síma
Gsm Um 90% jarðarbúa
eru í sambandi.
Rúnar Kristjánsson las nýlegaað Íslandsdeild Amnesty
hefði sent forsetanum bréf til að
vekja athygli hans á kjörum
verkafólks í Kína. Ekkert svar
barst þó frá forsetanum og Rúnar
orti:
Forsetinn við lúxus lifir,
ljóst það dæmin sýna.
Og veltir ekki vöngum yfir
verkafólki í Kína.
Jónas Hallgrímsson varð Rúnari
yrkisefni:
Jónas forðum gekk um grund,
gaddur blés í kaunin.
Þurfti alla ævistund
einn að ganga hraunin.
Soltinn oft á sinni för
sat hann uppi um nætur,
við að leggja á landans skör
ljóðmenningarbætur.
Dó hann svo á danskri fold,
dökk var tímans móða,
meðan lá þar lengi í mold
listaskáldið góða.
Týndist margt þeim tíma í,
telst þó fjölga meinum,
ef menn grenja út af því
yfir dönskum beinum!
Að lokum sendir hann umsjón-
armanni jólakveðju og þakkar
sambandið á árinu sem er að líða:
Yfir þér og þínum sé
þráfalt gæfuvörnin,
sú er ljúfust lífs um vé
leiðir góðu börnin.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af Jónasi og
forsetanum
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
-hágæðaheimilistæki
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
GJAFAKORT
KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR - SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD
Aðrir söluaðilar fyrir Magimix: Kokka, Laugavegi - Villeroy & Boch, Kringlunni - Egg, Smáratorgi
Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is
fást í Eirvík
JÓLAGJAFIRNAR
Námskeið við þráhyggju og áráttu
• Sækja á þig þrálátar, óþægilegar eða ógeðfelldar hugsanir?
• Valda þessar hugsanir þér vanlíðan?
• Finnst þér þú knúin(n) til þess að gera hluti endurtekið og átt erfitt með að sporna við
því?
• Ertu óþarflega upptekin(n) af hreinlæti, röð og reglu, réttu og röngu eða hættum af
ýmsum toga?
Skráning á námskeiðið er þegar hafin á kms@kms.is eða í síma 822 0043.
Skráningu lýkur 26. desember n.k.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Kvíðameðferðarstöðvarinnar: www.kms.is
Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir 3 vikna námskeiði fyrir fólk með þráhyggju
og áráttu sem hefst 2. janúar á komandi ári. Einn helsti sérfræðingur sálfræðinga á
sviði þráhyggju og áráttu, dr. Þröstur Björgvinsson sálfræðingur, mun stýra
námskeiðinu.
dr. Þröstur Björgvinsson
sálfræðingur
M
b
l 9
51
18
1