Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur frettakonan@hotmail.com ! Hér í Frakklandi er rótgróin hefð fyrir því að almúginn ryðjist út á götur og láti í sér heyra og standi fyrir hverskyns mótmælum. Í fyll- ingu tímans hefur nærvera fjöl- miðla orðið að lífsnauðsynlegum hluta mótmælaaðgerða. Mótmæli án fjölmiðla á svæðinu eru mis- heppnuð, líkt og annars staðar í veröldinni. Mótmæli níu starfsmanna á fína kaffihús- inu Café Jappe í dýrasta hverfi Par- ísarborgar vöktu til að mynda óskipta at- hygli fjölmiðla um daginn. Mennirnir hafa unnið í mörg ár í eldhúsinu að skera, skræla eða sjóða ofan í fólk sem þénar mán- aðarlaun þeirra á dag. Starfsmennirnir eru frá Malí og ástæðan fyrir því að þeir lögðu niður skrælarann og fóru í setuverkfall frammi í sal er sú að þeir voru komnir með nóg af því að vera réttindalausir án pappíra sem er í verkahring vinnuveitandans að út- vega. Fastakúnni á Café Jappe er maður sem gengið hefur hart fram gegn ólöglegum innflytjendum. Hann heitir Nicolas Sar- kozy. Soldið kaldhæðnislegt að á meðan hann fyrirskipaði lögreglu að draga börn ólöglegra innflytjenda út úr miðju skóla- haldi sat hann og át salat sem réttindalaus innflytjandi skar ofan í hann. En setuverkfallið – eða nærvera fjölmiðla – hafði þau áhrif að umræðan um ábyrgð vinnuveitenda er komin inn í hnausþykkan lagabálk um réttindi innflytjenda. Já, það er kúnst að ná fram breytingum með and- ófi. Og það er kúnst að koma til móts við mótmælendur. Þessa dagana eru 40 ár frá hinum eft- irminnilega maí ’68 og Frakkar mjög upp- teknir af þessum tímamótum. Margir velta því fyrir sér hvers vegna franskt samfélag fór á hvolf þessa vormánuði, hver sé raun- veruleg hetja maí ’68 og hverju maí ’68 áorkaði eða breytti. Fólk rifjar upp and- rúmsloftið þetta ótrúlega vor þegar það var ungt og fannst það tilheyra einhverju alveg sérstöku þegar skundað var af stað í næstu göngu. Maí ’68 varð ekki til upp úr þurru. Stöðn- uðu andrúmslofti eftirstríðsáranna var um- turnað, leiðinn var skoraður á hólm og sömuleiðis De Gaulle, stríðshetjan ósnert- anlega. Alsírstríðinu lauk nokkrum árum fyrr og nýlenduveldi Frakka að líða undir lok. Svo var það stríðið í Víetnam og vorið í Prag. En fyrir mig, sem var ekki fædd þennan maímánuð, virkar þetta samt oft sem nos- talgía horfinna unglingsára. Er ekki hluti af æskunni að standa uppi í hárinu á ríkjandi hefðum og gildum yfirboðaranna á hverjum tíma? Kannski, en mótmælin í Frakklandi í maí ’68 voru ekki einskorðuð við háskóla- nemendur. Þjóðfélagið allt var undirlagt og óstarfhæft og þennan maímánuð fóru fram fjölmennustu allsherjarverkföll í Evrópu fyrr eða síðar og stóðu fram í júní. Auðvitað var vorið ’68 stórmerkilegt. Minningunni um maí ’68 er líka haldið hátt á lofti í samfélagi þar sem byltingar hafa kollvarpað ríkjandi þjóðfélagsskipan og komið á nýjum stjórnarfarshugmyndum. Fyrir um ári reyndi áðurnefndur Nicolas að gera lítið úr þessu afdrífaríka vori og gaf opinbert frat í maí ’68. Það var hans leið til að afvopna vinstra liðið enda mátti heyra harmakvein og hneykslan þaðan af bæ og ummælunum jafnað við argasta guðlast. En þó að maí ’68 hafi ekki umbylt þjóð- félagsskipan verður ekki tekið aftur að maí ’68 var að sönnu stór hluti af menning- arbyltingu eftirstríðsáranna þar sem æskan varð að marktækum samfélagshópi, stétta- skiptingu var umbylt og hreyfingar frið- arsinna, umhverfisverndarsinna og fem- inísta festu rætur ásamt breyttum hugmyndum um tjáningu, frelsi, siðferði og kynfrelsi með viðurkenndara frjálslyndi í ástum. Auðvitað var blússandi stemning og adrenalínflæði. Vor í lofti og allt hægt í líf- inu. Og hver hefur sinn málstað að verja. Allt bara spurning um aðferðir. Listin að mótmæla Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is Í pistli sem ég skrifaði í síðasta mánuði ræddi ég það sérkennilega misræmi sem merkja má á milli sáttar vísinda- samfélagsins um orsakir og afleið- ingar loftslagsbreytinga og frétta- flutnings vestrænna fjölmiðla, þar sem allt önnur mynd birtist af umræðunni. Með reglulegu millibili berast okkur fregnir af því í dagblöðum og öðrum miðlum að nýjar rann- sóknir kollvarpi ríkjandi hugmyndum í lofts- lagsrannsóknum. Okkur er sagt að vísindalega sáttin sé orðum aukin, hún sé einungis kenning eða grófar ýkjur sem hampað sé af umhverfis- verndarhreyfingum. Á meðan er ógjörlegt fyrir almenning að átta sig á hinu sanna í málunum. Misræmið kemur berlega í ljós séu bornar saman tvær ólíkar rannsóknir, önnur var unnin af Naomi Oreskes og birtist í tímaritinu Science 2004 og hin af M.T. og J.M. Boykoff og birtist í Global Environmental Change sama ár. Ore- skes skoðaði 928 ritrýndar vísindagreinar og komst að þeirri niðurstöðu að 75% greinanna staðfestu beint eða óbeint ráðandi hugmyndir um hlýnun jarðar, á meðan engin þeirra gagn- rýni hana. Grein M.T. og J.M. Boykoff, „Jafn- vægi sem hlutdrægni: Hnattræn hlýnun og virt- ustu dagblöð Bandaríkjanna“ („Balance as bias: global warming and the US prestige press“), fjallar aftur á móti um 636 greinar sem birtust í fjórum virtustu dagblöðum Bandaríkjanna á ár- unum 1988 til 2002, en 53% þessara greina birtu bæði „sjónarmiðin“, með og á móti ráðandi hug- myndum vísindasamfélagsins. Höfundarnir úti- lokuðu alla leiðara, pistla, bréf til ritstjóra, rit- dóma – allt sem kalla mátti „skoðun“ og gat því ekki talist til frétta um loftslagsvísindi. Niður- staða rannsóknarinnar var sú að virtustu dag- blöð Bandaríkjanna hefðu brugðist í fréttaflutn- ingi sínum og ástæðurnar mátti rekja til þeirrar hneigðar blaðamanna að sýna „jafnvægi“ í fréttaflutningi sínum. Rannsóknarspurning M.T. og J.M. Boykoff var þegin að láni frá bandaríska rannsókn- arblaðamanninum og Pulitzer-verðlaunahaf- anum Ross Gelbspan sem segir í bók sinni The Heat is On (1997) aðalvandann í fréttaflutningi af loftslagsrannsóknum liggja í uppeldi blaða- manna sem hefur verið kennt að sýna sanngirni með því að birta jafnan rök með og á móti í póli- tískum og samfélagslegum hitamálum. Þessi aðferðafræði getur skapað vandamál þegar kemur að vísindalegri umræðu vegna þess að þá „getur hugmyndafræði dulbúin sem vísindi spillt umræðunni“. Gelbspan dregur fram fjölda skjalfestra dæma um það hvernig þrýstihópar úr orkuiðnaðinum hafa stýrt fréttaflutningi af loftslagsvísindum á óheillavænlegan hátt og í nýjustu bók sinni, Boiling Point (2004), segir hann vandann hreinlega liggja í leti frétta- manna sem nenni ekki að kynna sér málin al- mennilega og birti því gagnrýnislaust allt sem fellur á borð þeirra um loftslagsmál. Jafnvægi í fréttaflutningi er mikilvægt, en því má aldrei halda á loft á kostnað staðreynda. Ef niðurstöður vísindasamfélagsins reynast réttar er hér á ferðinni veigamesta málefni sam- tíðarinnar. Því er mikilvægt að íslenskir fjöl- miðlar birti sem sannasta mynd af veruleika loftslagsvísindanna og forðist að skekkja þá mynd með því að elta uppi skoðanir ýmissa þrýstihópa sem því miður hafa ekki alltaf sann- leikann að leiðarljósi. En hvernig geta fjöl- miðlar tryggt ábyrgan fréttaflutning? Aldrei er hægt að koma í veg fyrir mistök í jafn-flókinni umræðu og þeirri sem tengist loftslagsmálum. Þar ægir öllu saman: hreinræktuðum vísindum, pólitík, sérhagsmunapoti og jafn-ólíkum kennd- um og frelsunarórum, dómsdagsótta, græðgi og sinnuleysi. Af þessum sökum er mikilvægt að fjölmiðl- arnir verji sig með einhverjum hætti fyrir með- vituðum og ómeðvituðum atlögum að sannleik- anum sem flestar eru settar fram í nafni vísindanna. Þetta má gera með ýmsu móti. Mikilvægt er að fréttir um loftslagsmál séu í höndum fárra fréttamanna á hverjum fjölmiðli, kannski tveggja til þriggja sem skuldbinda sig þá einnig til þess að kynna sér helstu rit og greinar á sviði loftslagsvísinda, jafnt verk sem snúa að rannsóknunum sjálfum og svo bæk- urnar sem lýsa þeirri pólitísku orrahríð sem einkennt hefur umræðuna síðustu 20 árin. Vegna vitleysunnar sem hlaupin er í umræðuna verða þessir fréttamenn að nálgast viðfangs- efnið eins og rannsóknarblaðamenn, heim- ildagildi frétta verður t.a.m. að vera hægt að staðfesta með óyggjandi hætti, sérstaklega ef þeim er ætlað að kollvarpa ráðandi vísinda- kenningum. (Án efa birtast með reglulegu milli- bili gallaðar rannsóknir sem staðfesta vísinda- legu sáttina á röngum forsendum en þær hljóta ekki sömu alþjóðlegu athyglina og rannsóknir sem ganga þvert á hana. Ef slíkar rannsóknir eru veigamiklar er þeim um síðir ýtt út af borð- inu af vísindasamfélaginu sjálfu séu þær gall- aðar.) Hér eru nokkrar vinnureglur sem er gott að fara eftir þegar meta á sannleiksgildi frétta um loftslagsmál. 1) Hver styður rannsóknirnar? Eru þær studdar af merkustu vísindaakademíum í heim- inum eða dreift af frjálshyggjuhugveitum á borð við Cato Institute, American Enterprise Institute, George C. Marshall Institute og Heartland Institute, sem hafa allar um árabil verið fjármagnaðar af olíu- og kolaiðnaðinum? 2) Hvar birtast rannsóknirnar? Komu þær út í viðurkenndum vísindatímaritum og eru þær ritrýndar af sérfræðingum á sviðinu, eða eru þær gefnar út á öðrum vettvangi? 3) Hver borgar fyrir rannsóknirnar? Í sjálfu sér er ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki styrki rannsóknir en upplýsingar um slíka styrki má ekki fela þar sem það gerir rannsókn- irnar tortryggilegar. Fred Singer, sem er lík- lega einn af þremur miðlægustu vísindamönn- um efasemdaiðnaðarins, hélt því t.a.m. fram í grein sem birtist í Washington Post árið 2001 að hann hefði ekki hlotið krónu frá olíufyrirtækj- unum í um 20 ár. Svo kom í ljós að þetta voru ósannindi því að á heimasíðu ExxonMobil mátti sjá að hann hafði hlotið tugþúsundir dala í laun á árinu 1998 einu. Þetta (og reyndar ótalmargt fleira) gerir Singer ótrúverðugri í mínum huga. 4) Hver er trúnaðurinn við sannleikann? Það er mannlegt að skjátlast. Trúverðugleiki felst ekki í óskeikulli yfirsýn. Ekki á að dæma ein- staklinga sjálfkrafa úr leik þótt þeim verði á mistök. Trúnað við sannleika má einnig finna í því hvort og hvernig menn greina frá villum eða mistökum í málflutningi. Að sama skapi hljóta grunsemdir að vakna ef fullyrðingum sem búið er að hrekja með óyggjandi hætti er ítrekað haldið á loft eða fölsuðum skýrslum. Dæmi um slíkt má sjá á vefsíðum ýmissa hugveitna, s.s. Cato Institute, þar sem þekkt fölsun Patricks Michaels frá 1998 á rannsóknum eins þekktasta loftslagsvísindamanns í heimi, Jims Hansen, er enn birt án athugasemda. Michaels, sem kynnti falsaða skýrslu sína frammi fyrir bandarískri þingnefnd, eyddi tveimur línum úr loftslags- línuriti Hansens frá 1988 til þess að sýna fram á að framtíðarspár hans um loftslagsbreytingar hefðu ekki ræst tíu árum síðar. Ósannindi Mich- aels voru síðar tekin upp í skáldsögu Michaels Crichton State of Fear og hafa mikið verið not- uð í afneitunariðnaðinum allt fram á þennan dag. Bakgrunnurinn að nokkrum þekktum „rann- sóknum“ sem vefengja ráðandi kenningar í loftslagsmálum er lyginni líkastur. Rannsóknin sem býr að baki „Oregon-beiðninni“ var unnin af kristnum bókstafstrúarmanni, Arthur B. Robinson, með menntun í lífefnafræði og tutt- ugu og eins árs syni hans sem hafði enga fram- haldsmenntun og hvorugur hafði bakgrunn í loftslagsvísindum. Hinir höfundarnir, Salli Baulinas og Willi Soon, eru stjarneðlisfræð- ingar og þekkt nöfn í afneitunargeiranum. Skýrslan er gefin út af Oregon Institute of Science and Medicine sem er stofnun sem Rob- inson rekur sjálfur (úr einu herbergi á sveitabæ í Siskiyou-fjöllum í suðurhluta Oregonríkis) og George C. Marshall Institute. Skýrslunni fylgdi undirskriftalisti 17.800 svokallaðra „vísinda- manna“, sjálf „Oregon-beiðnin“, en hún var not- uð af þingmönnum repúblíkanaflokksins til þess að vefengja hugmyndina um vísindalega sátt. Undirskriftunum var safnað á netinu og þar má finna sömu nöfnin oftar en einu sinni, persónur úr Star Wars myndunum og söngkonuna Gerri Halliwell úr „Spice Girls“ (sem væntanlega skrifaði ekki undir sjálf), svo aðeins nokkur dæmi séu tekin. Oregon-beiðnin er hjákátlega illa unnin fölsun, rétt eins og greinin sjálf, en af útliti hennar mátti ætla að hún hefði verið birt í hinu virta tímariti Proceedings of the National Academy of Sciences, en því fór auðvitað fjarri. The Council of the National Academy of Sciences reyndi að leiðrétta þessa þvælu en skaðinn var skeður. Nefna má ótal önnur dæmi af þessu tagi þar sem „virtir“ vísindamenn í af- neitunariðnaðinum hafa átt hlut að máli. 5) Hver er orðræða vísindanna? Síðast en ekki síst verða fréttamenn að skilja orðræðu vísindanna betur og bera virðingu fyrir þeirri varfærni sem byggð er inn í vísindalegar full- yrðingar. Vísindamenn vilja síður halda nokkru fram sem þeir geta ekki verið vissir um. Þetta veldur því að stundum virðast himinn og haf á milli fullyrðinga vísindasamfélagsins og útlegg- inga stjórnmálamanna og umhverfisverndar- hreyfinga. Þetta þýðir þó ekki að allt sé í besta lagi eins og stundum hefur verið haldið fram. Fréttamenn sem hefðu það hlutverk að greina frá loftslagsbreytingum gætu leyst úr þessum vanda á einfaldan hátt. Þeir gætu beðið vísinda- mennina að segja sér í trúnaði hvað þeim finnist um framtíðarhorfur mannkyns verði ekkert gert í því að stemma við losun koltvísýrings í andrúmsloftinu. Slík persónuleg samtöl er ekki hægt að nota beint, t.d. með því að vitna í þau, en þau geta mótað afstöðu fréttamannanna til þeirra vísinda sem þeim er ætlað að miðla. Við ætlumst til þess að þeir blaðamenn sem fjalla um menningu, fjármál, íþróttir eða bíla, búi yfir lágmarks þekkingu á sviðinu. Er ekki kominn tími á að gera sömu kröfuna þegar kem- ur að umhverfismálunum? Áskorun til íslenskra fjölmiðla Varnir Mikilvægt er að fjölmiðlarnir verji sig með einhverjum hætti fyrir meðvituðum og ómeðvituðum atlögum að sannleikanum sem flestar eru settar fram í nafni vísindanna. FJÖLMIÐLAR »Við ætlumst til þess að þeir blaðamenn sem fjalla um menningu, fjármál, íþróttir eða bíla, búi yfir lágmarks þekkingu á sviðinu. Er ekki kominn tími á að gera sömu kröfuna þegar kemur að umhverfismálunum? Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.