Morgunblaðið - 21.01.2008, Side 4
4 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skíðaveisla í
Austurríki
26. janúar
frá kr. 29.990
Frábært skíðafæri í Austurríki!
Heimsferðir bjóða nú frábært tilboð á allra síðustu sætunum 26. janúar.
Tryggðu þér flugsæti og gistingu á besta verðinu. Mjög takmarkaðframboð
á þessum frábæru kjörum!
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað "án nafns"
í Zell am See / Schuttdorf (sjá skilmála "stökktu tilboðs")
með morgunverði í 7 nætur. Sértilboð 26. janúar.
Verð kr. 29.990
Flugsæti með sköttum.
Sértilboð 26. janúar.
Verð kr. 69.990
Vikuferð með hálfu fæði.
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Skihotel Speiereck í Lungau með hálfu
fæði í viku. Sértilboð 26. janúar.
Verð kr. 94.590
- Frábært **** hótel með hálfu fæði.
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel
Unterberghof í Flachau með hálfu fæði í viku.
Sértilboð 26. janúar.
ÞÓTT mannekla og veðurfar hafi
hamlað fullum rekstri skíðasvæð-
isins í Bláfjöllum síðustu daga
tókst ágætlega að anna miklum
straum skíðaiðkenda sem lögðu
leið sína á svæðið í gær. Formaður
Bláfjallanefndar segir að búið sé
að ráða margt starfsfólk og von-
andi sé búið að ráða fram úr þeim
vanda sem menn hafi átt við að etja
upp á síðkastið.
Um 10 þúsund manns lögðu leið
sína í Bláfjöll í gær og skapaðist
oft umferðarteppa þegar verr
búnu bílarnir festust eða runnu út
af veginum. Í samtali við Morg-
unblaðið sagði Magnús Árnason,
framkvæmdastjóri skíðasvæðisins,
að hann hefði áhyggjur af því ef
keyra þyrfti sjúkrabíl á svæðið.
Ekki sást heldur til lögreglu til að
aðstoða við að greiða úr umferð.
Magnús sagði hins vegar, líkt og
margir gestir svæðisins sem Morg-
unblaðið náði tali af í gær, að raðir
í lyftur hefðu gengið nokkuð
örugglega, þrátt fyrir mannfjöld-
ann. Nær allar lyftur voru í rekstri
og var góður andi í fólki.
Um 30 manns voru að störfum á
svæðinu í gær og segir Magnús að
það dugi þótt álagið sé mikið.
Gagnrýnt hefur verið síðustu daga
að ekki sé boðið upp á meiri þjón-
ustu á svæðinu þótt færi sér gott.
Segir Magnús að þangað til í síð-
ustu viku hafi gestir svæðisins ekki
liðið fyrir þá manneklu sem verið
hefur. Það hafi hins vegar sýnt sig
að ekki er hægt að treysta eins
mikið á aukafólk og gert hafði ver-
ið ráð fyrir síðastliðið vor þegar
flestum föstum starfsmönnum var
sagt upp eftir að reksturinn hafði
verið tekinn til endurskoðunar.
„Það var lagt upp með að ég færi
inn í veturinn með lítinn fasta-
kostnað og reynt að einblína á að
nota aukafólkið. Það þýðir að ég
mátti helst ekki ráða fast starfs-
fólk. Svo fór maður að hringja í
aukafólkið og þá segja 70% þess að
þau geti ekki unnið. Þá sáum við
strax að þetta gæti ekki gengið
upp.“ Magnús segir það af og frá
að manneklan hafi haft áhrif á ör-
yggi fólks á svæðinu. „Mér dettur
ekki í hug að opna lyftu nema ég sé
100% viss um öryggið. Við höfum
lokað lyftum til að vera pottþéttir
og það hefur þá náttúrlega skapað
óánægju af því að það eykur álagið
annars staðar.“
Síðustu daga hefur skíðasvæðið
bæði auglýst eftir starfsfólki í full
störf og aukastörf.
Hermann Valsson, formaður Blá-
fjallanefndar, segir að fjölmargar
umsóknir hafi borist og nú sé
bjartara framundan en verið hafi.
Hann vill ekki tjá sig um uppsagn-
irnar snemma árs í fyrra þar sem
þær komu til fyrir hans stjórn-
arsetu. „Við höfum bara átt erfitt
með að fá fólk af því að eft-
irspurnin eftir starfsfólki hefur al-
mennt verið svo mikil.“ Sjálfur var
Hermann við störf í Bláfjöllum í
gær og segir allt hafa gengið vel.
Spurður hvort ekki hafi tapast
reynsla með því starfsfólki sem
sagt hefði verið upp játar Hermann
því og viðurkennir að þurft hafi að
fá framleiðanda nýju stólalyft-
unnar til að senda mann hingað til
lands til að aðstoða starfsmenn.
Dagarnir í síðustu viku hafi verið
erfiðir en engu að síður hafi geng-
ið tiltölulega vel í vetur.
Þjóðvegahátíð Margir þurftu að bíða í bílnum í nokkra stund eftir að komast á skíðasvæðið. Framkvæmdastjóri
svæðisins segir vel hafa verið rutt en ekki hafi allir bílar verið nægilega vel búnir til að aka veginn.
Árvakur/Frikki
Mannhaf Um 10 þúsund manns fóru á skíði í Bláfjöllum í gær. Þótt ýmis vandkvæði hafi komið upp á svæðinu síð-
ustu daga nutu borgarbúar veðurblíðunnar og þóttu raðirnar í lyfturnar ganga nokkuð örugglega.
Í HNOTSKURN
» Mannekla og hvassviðri hafavaldað því að ekki hefur
gengið sem best að halda skíða-
svæðinu í Bláfjöllum opnu.
» Forsvarsmenn skíðasvæð-isins segja að starfsfólk
svæðisins hafi þurft að leggja
mikið á sig síðustu daga í mann-
eklunni.
» Í upphafi árs 2007 var flest-um fastráðnum starfs-
mönnum sagt upp til að lækka
rekstrarkostnað.
» Sú aðgerð virðist hafa mis-tekist en nú á að fjölga fast-
ráðnum starfsmönnum á ný.
Mikið álag á skíðasvæðinu þegar um tíu þúsund manns fóru á skíði í Bláfjöllum í gær
Bílaröð
í Bláfjöll
Fastráðið starfsfólk ráðið á ný
þrátt fyrir uppsagnirnar í fyrra
Fámennt Á meðan fólk sat fast á veginum til Bláfjalla var Guðmundur
Guðjónsson einn fárra í Skálafelli. Þar voru engir starfsmenn.
EKKI hefur verið opið á skíðasvæðinu í
Skálafelli í langan tíma. Þetta hryggir
marga skíðaiðkendur sem annt er um
svæðið. Guðmundur Guðjónsson starf-
aði á svæðinu fyrir rúmum áratug og
segir hann skrýtið að borgin láti fjár-
festinguna sem sé í Skálafelli grotna
niður. Margir sem stunduðu skíði í
Skálafelli og sem búi í nágrenninu fari í
fjallið og skilji ekki af hverju það sé ekki
notað. „Við erum rosalega sár að koma
þarna upp eftir dag eftir dag og sjá að
það er bara ekkert að gerast þarna. Við
höfum ekki séð starfsmann þarna í tvö
ár.“ Möguleikar til uppbyggingar séu
betri í Skálafelli en Bláfjöllum og þegar
aðstæður séu til skíðaiðkunar hafi það
margsýnt sig að Bláfjöll anni ekki höf-
uðborgarsvæðinu öllu.
Hvað með
Skálafell?
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
VBS fjárfestingarbanki hefur flutt
starfsemi sína í nýtt húsnæði í
Borgartúni 26. Í tilkynningu frá
bankanum segir að töluverðar
breytingar hafi átt sér stað á starf-
semi hans að undanförnu og þörfin
fyrir nýtt húsnæði því orðin aðkall-
andi. VBS fjárfestingarbanki hét
áður Verðbréfastofan og var á Suð-
urlandsbraut frá stofnun, 1996.
VBS flytur
í Borgartún
KARLMAÐUR á níræðisaldri sem
lenti í árekstri á Hrútafjarðarhálsi
fyrr í mánuðinum er látinn. Hann
hét Eiríkur Jónsson og var búsettur
á Neðri-Svertingsstöðum, hann var
ókvæntur og barnlaus.
Áreksturinn varð 9. janúar við
afleggjarann að Svertingsstöðum
en þá rákust á bifreið mannsins og
vörubifreið.
Maðurinn slasaðist mikið og var
hann fluttur með þyrlu til Reykja-
víkur.
Maður látinn
eftir bílslys
Í GRÍMSEY urðu menn áþreifan-
lega varir við norðanhvassviðrið að-
faranótt laugardagsins. Vöknuðu þá
margir þorpsbúar þegar þakið á
Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnason-
ar losnaði og fór á flug. Fauk það
með miklu bramli eftir götunni og
þurftu björgunarsveitarmenn að
njörva niður það sem eftir var af
þakinu og koma braki í skjól. Fleiri
þök í þorpinu þurfti að festa betur.
Allt gekk þó slysalaust fyrir sig.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Hvassviðri Björgunarsveitarmennirnir Þór Vilhjálmsson og Svafar Gylfa-
son höfðu í nógu að snúast við störf í Grímsey þegar hvassviðrið gekk yfir.
Þak losnaði af véla-
verkstæði í Grímsey