Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 9
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
40-70% afsláttur
www.friendtex.is Faxafen 10 sími 568 2870
NÚ ALGJÖRT
VERÐHRUN
Allir jakkar á 1.900
Kápa 3.900
Allar buxur á 1.900
Allar peysur á 1.900
1.500 og 2000
Komið og gerið frábærlega
skemmtileg kaup
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16
ATH. síðasta laguardagsopnunin okkar
Útsölunni lýkur þriðjudaginn 22. janúar
www.nb.is – kemur á óvart
Reyndar er það skrifstofa Netbankans sem flyst
úr Ármúla 13a í Lágmúla 6, aðra hæð.
Netbankinn verður eftir sem áður á sama stað
á Netinu – www.nb.is.
Kostir Netbankans
eru ótvíræðir:
• Betri vextir
• Fjölbreytt íbúðalán
• Hagstæðari kjör á lánum
• Lægri yfirdráttarvextir
TB
W
A\
RE
YK
JA
VÍ
K
\
SÍ
A
\
90
71
57
5
Útsala
Útsala
20-70% afsláttur
Laugavegi 69 - sími 551 0821
m
bl
9
62
12
0
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460
www.belladonna.is
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Stærðir 38-60
990 kr. slá
Útsala
30-50%
afsláttur
25% a
ukaafs
láttur
af útsö
luvöru
m og f
lestum
öðrum
vörum
í vers
luninn
i
ER veldi Baugs á breska smásölu-
markaðnum að riða til falls? Þannig
hefst frétt breska blaðsins Sunday
Telegraph í gær þar sem sagt er frá
rekstrartapi tveggja verslanakeðja í
eigu Baugs, Whittard of Chelsea og
Julian Graves, á síðasta ári. Þar seg-
ir að samanlagt tap þessara versl-
ana, fyrir skatta, hafi numið 8,8
milljónum punda, jafnvirði um 1,1
milljarðs króna.
Hefur blaðið þetta upp úr árs-
reikningum fyrirtækjanna sem skil-
að var til Company House í byrjun
þessa árs, sem svipar til hinnar ís-
lensku Fyrirtækjaskrár. Í reikning-
um fyrirtækjanna komi einnig fram
að Baugur hafi endurfjármagnað
rekstur þeirra og lagt til 11,2 millj-
ónir punda, eða um 1.400 milljónir
króna.
Hefur Sunday Telegraph eftir
Nicholas Shutts, stofnanda og for-
stjóra Julian Graves, að rekstrarárið
2006 til 2007 hafi verið erfitt hjá
verslunum sem selja tískufatnað.
Hins vegar sé núverandi rekstrarár
mun betra hjá Julian Graves og
Whittard of Chelsea.
Blaðið segir að á síðasta rekstr-
arári hafi sjö helstu fyrirtæki Baugs
í Bretlandi, ef undan er skilið House
of Fraser, sem keypt var árið 2006,
skilað 26,4 milljóna punda hagnaði
fyrir skatta, tæpum 3,4 milljörðum
króna, og sameiginlegar sölutekjur
numið 2,8 milljörðum punda.
Verslunarkeðjan Iceland, sem
Malcolm Walker rekur, gekk best á
árinu og þótt sölutekjur hafi lækkað
úr 1,7 milljörðum punda í 1,6 millj-
arða milli ára var hagnaðurinn 54,3
milljónir punda fyrir skatta, rúmir
6,9 milljarðar króna, samanborið við
5 milljóna punda tap árið áður.
Fataverslunarkeðjan Mk One
gekk hins vegar verst og sölutekjur
lækkuðu úr 169 milljónum punda í
118 milljónir, eða um 15 ma. kr.
„Veldi Baugs í breskri
smásölu að riða til falls?“
Bretland Tap varð á rekstri Whittard of Chelsea og Julian Graves á síðasta
rekstrarári en báðar eru þessar bresku verslanakeðjur í eigu Baugs.
FRAMTÍÐ hins skuldum vafða
banka, Northern Rock, hefur mikið
verið til umfjöllunar í Bretlandi síð-
ustu daga. Búist er við yfirlýsingu
frá Gordon Brown forsætisráðherra
í dag þar sem hann muni lýsa stuðn-
ingi við hugmyndir um að bankar
eins og Goldman Sachs komi North-
ern Rock til bjargar, frekar en að
bankinn verði ríkisvæddur eins og
hugmyndir hafa komið fram um und-
anfarið.
Áform Goldman Sachs miða að því
að taka yfir skuldir Northern Rock
við breska ríkið og breyta þeim í
hlutabréf sem geymd verða þar til
rofa fer til á alþjóðlegum mörkuðum,
og þá seld í skömmtum til fagfjár-
festa, að því er fram kemur í frétt
BBC í gær. Ganga áformin einnig út
á það að hlutabréfin muni bera rík-
isábyrgð næstu árin.
Samkvæmt frétt BBC gætu þessi
áform mætt andstöðu innan fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins þar sem svo umfangsmikill rík-
isstyrkur væri í andstöðu við reglur
þess.
Framtíð Northern
Rock gæti ráðist í dag
PENNINN heldur áfram útrás
sinni. Samkvæmt fregnum írskra
fjölmiðla hefur fyrirtækið keypt 51%
hlut í írsku kaffihúsakeðjunni In-
somnia. Kaupverðið er sagt 16 millj-
ónir evra, jafnvirði um 1,5 milljarða
króna. Forstjórinn og fleiri hluthaf-
ar munu áfram eiga 49% hlut. Stofn-
endurnir hafa haft húmor fyrir nafn-
inu en enska orðið insomnia þýðir
svefnleysi, en margir kannast við þá
tilfinningu eftir mikla kaffidrykkju.
Vitnað er í írskum fréttum í for-
stjórann, Bobby Kerr, sem segir að
opna eigi 20 ný kaffihús undir merkj-
um Insomnia á Írlandi. Með tilkomu
Pennans sé stefnt að útrás í N-Evr-
ópu á næstunni. Munu helstu stjórn-
endur halda áfram störfum sínum
hjá fyrirtækinu.
Kaupa írsk
kaffihús