Morgunblaðið - 21.01.2008, Page 14

Morgunblaðið - 21.01.2008, Page 14
14 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI RÍKISSTJÓRN Íslands hefur afhent söfn- unarnefnd nýs félagsheimilis í Mountain í Norður-Dakóta 75.000 dollara að gjöf til verksins. Forystumenn söfnunarinnar segja styrkinn vega mjög þungt, en safna þarf 676.000 dollurum til að fá sömu upp- hæð frá opinberum aðilum í Norður- Dakóta. Í frétt frá söfnunarnefndinni segir að með styrk Íslands hafi safnast um 300.000 dollarar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi verið greint frá fyrirhuguðu átaki á ár- legri Íslandshátíð, Deuce of August Ice- landic Celebration, í sumar og hann tekið vel í að koma að málinu. Tim Moore, bæjarstjóri í Mountain og annar formaður söfnunarnefndarinnar, seg- ir að framlag Íslands sé mikilvægt skref í að ná takmarkinu. „Við erum innilega þakklát fyrir þennan mikla styrk frá Íslandi,“ segir hann. Curtis Olafson, hinn formaður nefndar- innar, tekur í sama streng. Hann segir að tengslin við Ísland hafi styrkst mjög mikið á undanförnum árum og þessi myndarlegi styrkur snerti hverja taug og sé afrakstur góðs sambands. Afhending Loretta Bernhoft, ræðismaður Íslands í Norður-Dakóta, afhendir Tim Moore ávísunina. Curtis Olafson til vinstri. Góður styrk- ur frá Íslandi Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MIKILL hugur er í forystumönn- um Vesturfarasetursins á Hofsósi og er ýmislegt í deiglunni. Þar má meðal annars nefna sýningu frá Ís- lendingabyggðum á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada og sér- stakan Vesturfaradag sumarið 2009. Vesturfarasetrið hefur verið starfrækt síðan sumarið 1996. Val- geir Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri setursins, segir að hlutverkið sé ávallt hið sama, það er að vera þjónustustofnun fyrir fólk sem meðal annars vill afla upplýsinga um forfeður sína hérlendis eða í Vesturheimi og tengja saman rofin fjölskyldubönd. Sýningin „Annað landanna líf“, þar sem saga íslenskra vesturfara er rakin í máli og myndum með að- stoð muna, hefur verið í setrinu frá byrjun. Sýningin „Akranna skín- andi skart“ um sögu Íslendinga og ættingja þeirra í Norður-Dakóta hefur verið uppi frá 2002. Mynda- sýningin „Þögul leiftur“ hefur ver- ið í Vesturfarasetrinu síðan 2004. Nelson Gerrard, sagnfræðingur í Manitoba, kynnir þar „portrett“- ljósmyndun í Norður-Ameríku á tímum vesturferða (um 1870-1910) með hátt í 400 ljósmyndum af vest- urförum og börnum þeirra. Lengi var þar sýning um íslenska land- námið í Utah. Stjórn til stórræða Helgi Ágústsson sendiherra tók við formennsku í stjórn Vest- urfarasetursins í sumar sem leið, en með honum í stjórn eru Vil- hjálmur Egilsson, Sigfús Jónsson, Ólafur B. Thors, Jón Sveinsson og Björgólfur Guðmundsson. Að sögn Helga er mikill áhugi á starfsemi setursins og gera megi því skóna að hann aukist enn frek- ar með öflugra starfi auk þess sem leiðin að sunnan hafi styst um 30 km með bættum vegi um Þver- árfjall. Stefnt er að því að setja sýn- inguna frá vesturströnd Banda- ríkjanna og Kanada upp á næstu tveimur til þremur árum. Helgi segir að næsta stórverkefni sé hins vegar að undirbúa sérstakan Vest- urfaradag í samvinnu við Reykja- vík sumarið 2009. „Það verður mik- ið verkefni,“ segir hann. Blásið til sóknar á Hofsósi Vesturfaradagur sumarið 2009 í undirbúningi Árvakur/Júlíus Fjölmennt Fjölmenni var á Hofsósi þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði sýninguna „Fyr- irheitna landið“ um ferðir íslenskra mormóna til Utah og gera talsmenn Vesturfarasetursins sér vonir um að almennur áhugi á safninu aukist enn frekar. Vesturfarasetrið hefur verið starfrækt síðan sumarið 1996. Árvakur/Steinþór Guðbjartsson Forystumenn Helgi Ágústsson, sendiherra og stjórnarformaður Vest- urfarasetursins, og Valgeir Þorvaldsson framkvæmdastjóri. VESTURLAND Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Það var búinn að vera gamall draumur hjá Gyðu Steinsdóttur og Írisi Huld Sig- urbjörnsdóttur að ná sér í meiri menntun, en að sögn þeirra var ekki auðvelt að láta þann draum rætast því báðar voru þær komnar með fjöl- skyldu og börn á ungum aldri. Þær segja eina möguleikann hafa verið að flytja burtu til að sækja mennt- unina, en þær hafi ekki verið til- búnar til þess. Þær luku BS-prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri síðastliðið vor. „Það var vorið 2003 að boðað var til kynningarfundar í Stykkishólmi um hugsanlegt fjarnám á há- skólasviði. Ákveðið var þar að gera tilraun með slíkt nám. Ég fylltist bjartsýni, þarna fékk ég tækifæri til að gera sem mig hafði svo lengi lang- að til og ákvað strax að sækja um inngöngu í skólann,“ segir Íris Huld. „Það sama átti við um mig. Þarna opnaðist nýr möguleiki til að leita sér menntunar sem sjálfsagt var að reyna,“ bætir Gyða við. Þær stöllur vissu ekki af áhuga hinnar í upphafi, en þær skráðu sig báðar á stjórn- unarbraut. Þar hófst hið mikla sam- starf á milli þeirra í gegnum allt námið. „Við hófum fjarnámið haustið 2003. Það var erfitt að byrja að læra aftur eftir svona langt hlé. Þetta var miklu meiri vinna en við reiknuðum með. Við vorum báðar í vinnu og svo með heimili. Strax frá upphafi unn- um við mikið saman,“ segir Gyða. Það kom fram hjá þeim að samstarf þeirra var þeim mikils virði. Það var auðveldara að vera tvær saman í fjarnámi í Stykkishólmi á svo marg- an hátt. „Það komu tímar þar sem önnur hvor okkar var að gefast upp á álaginu, en þá kom hin með hvatn- inguna sem dugði til að halda áfram, þannig að við leiddumst saman í gegnum námið. Við fengum mikinn stuðning frá fjölskyldum okkar, vin- um, samstarfsfólki og vinnuveit- endum, sem var mjög mikilvægt,“ segir Íris Huld. Námið var 90 ein- ingar og tók nám þeirra fjögur ár. Þær voru að vonum ánægðar þegar þær brautskráðust frá Háskólanum á Akureyri í fyrravor. Þær eru sam- mála um að námið hafi verið mjög skemmtilegt og þroskandi. Það gef- ur þeim tækifæri til að takast á við nýja hluti og líka betri atvinnumögu- leika. Að námi loknu hafa þær báðar skipt um vinnustað og eru að fást við ný verkefni sem þeim líkar vel. Lokaverkefnið tengdist Hólminum Þegar kom að lokaverkefni þeirra í náminu vildu þær tengja það sinni heimabyggð. „Við vorum báðar þannig þenkjandi að við vildum að verkefnið tengdist bænum okkar. Við höfðum aðstöðu til námsins í fræðsluveri í Egilshúsi. Þar var gott að vera og því vildum gefa eitthvað til baka. Lendingin var sú að verk- efni okkar tengdist eflingu atvinnu- lífs í Stykkishólmi. Við beittum nálg- un sem er þetta klasasamstarf og eins Demantslíkan Porters. Við gerðum kannanir til að greina stöð- una í Stykkishólmi. Við vorum með fyrirtækjakannanir og íbúakannanir hjá íbúum 18 ára og eldri auk SVÓT- greiningar,“ segir Íris Huld. Gyða segir okkur að niðurstaða úr fyr- irtækjakönnunum sýndi að vilji er fyrir hendi hjá fyrirtækjum að vinna saman í klasasamstarfi. Gyða segir að klasasamstarf felist í því að fyr- irtæki sem eru í samkeppni vinni saman því viðskiptavinurinn fái ekki alla þjónustu hjá sama aðilanum. Viljum auka og styrkja ferðaþjónustuna í Hólminum Atvinnumálanefnd Stykkishólms- bæjar hefur leitað til þeirra Gyðu og Írisar og beðið þær að vinna meira með niðurstöður og gögn úr áð- urnefndum könnunum. Þá óskaði Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri eftir því að þær leiddu verkefni um að stofna klasa sem tengist heilsu- tengdri ferðaþjónustu í Stykk- ishólmi. Það þurfti ekki mikið að ganga á eftir þeim, því áhuginn var til staðar. „Markmiðið er að skapa samstarfsvettvang sem leiðir til betri nýtingar á þeirri aðstöðu sem fyrir er í bænum og betri þjónustu við gesti og bæjarbúa. Ef markmiðið tekst mun það leiða til nýsköpunar og vaxtar í ferðaþjónustunni. Fyrsta skrefið er að leita eftir því hjá fyr- irtækjum og þjónustuaðilum sem tengjast þessu verkefni hvort það er áhugi fyrir samstarfi. Sá ferill er far- inn í gang og er hver og einn að skoða málið út frá sínum bæj- ardyrum. Fljótlega munu þessir að- ilar hittast og ákveða með fram- haldið,“ segir Gyða og er bjartsýn. „Við höfum svo margt til að styrkja ferðaþjónustuna í Stykkishólmi og tengja hana við betri heilsu. Góð heilsa snýst ekki bara um að stunda íþróttir. Það er svo margt sem fellur undir heilsusamlegt líferni og þar höfum við í Hólminum upp á svo margt að bjóða,“ segir Íris. Í því sambandi nefna þær stöllur St. Franciskusspítalann þar sem starf- rækt er bakdeild og endurhæfing. Góð íþróttaaðstaða er í bænum og sundlaug með heilnæmu vatni í heitu pottunum og svo ekki síst umhverfið og náttúran sem heillar margan ferðamanninn. „Við vonum að þetta starf okkar skili árangri. Stykk- ishólmur hefur góða ímynd. Það gef- ur okkur mörg tækifæri og þau þurf- um við að nýta okkur til atvinnuuppbyggingar í Hólminum,“ segja þær Gyða og Íris að lokum. Fjarnámið gaf okkur tækifærið Draumur sem varð að veruleika Heilnæmt Gyða Steinsdóttir og Íris Huld Sigurbjörnsdóttir við heitu pottana í sundlauginni en heita vatnið er mjög heilsusamlegt. Þær kynna verkefni um heilsutengda ferðaþjónustu fyrir bæjarbúum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.