Morgunblaðið - 31.01.2008, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 30. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
ERTU AÐ VINNA?
Einn af hverjum níu Íslendingum svaraði játandi og fékk
vinning í Happdrætti Háskólans á síðasta ári. Við stefnum
að því að enn fleiri jánki á þessu ári.
– Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.
Lík í óskilum >> 33
Allir í leikhús
Leikhúsin í landinu
SPENNIÐ BELTIN!
UPPÁHALDSFLUGFREYJA ELTONS JOHNS OG
MADONNU SKEMMTIR ÍSLENDINGUM >> 32
Eftir Agnesi Bragadóttur
og Bjarna Ólafsson
HREIÐAR Már Sigurðsson, for-
stjóri Kaupþings, segist ekki hafa
fengið aðvörun frá Fjármálaeftirlit-
inu þess efnis að eftirlitið myndi ekki
fallast á yfirtöku Kaupþings á hol-
lenska bankanum NIBC.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins sendi eftirlitið skriflegar
fyrirspurnir til Kaupþings eftir
stjórnarfund þess sl. föstudag, þar
sem spurt var mjög ákveðið og gagn-
rýnið, sérstaklega út í þá þætti sem
lutu að stöðu og fjárhag NIBC.
Sömu heimildir herma að það hafi
verið sameiginlegur skilningur
bandaríska seljandans, JC Flowers,
og Kaupþings að í ljósi fyrirspurna
FME væri rétt og skynsamlegt að
semja um að fallið yrði frá yfirtök-
unni. Munu báðir aðilar hafa talið
líklegt að þegar eftirlitið skilaði nið-
urstöðu þá yrði hún neikvæð og yf-
irtökunni hafnað.
Þrátt fyrir að hafa hækkað um-
talsvert í upphafi dags í gær fór svo
að Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á
Íslandi lækkaði um 0,21%. Bréf Eim-
skipa hækkuðu um 4,33% og bréf
Kaupþings um 0,78%. Trygginga-
álag á skuldabréf bankanna lækkaði
í gær. Álag á bréf Kaupþings lækk-
aði um 65 punkta og er um 475
punktar. Álag Glitnis lækkaði um 15
punkta og er um 430 punktar og álag
Landsbanka lækkaði um 45 punkta
er nú um 240 punktar.
Erlendar vísitölur lækkuðu al-
mennt en ekki var um miklar lækk-
anir að ræða. Breska FTSE-vísital-
an lækkaði um 0,81% og þýska DAX
um 0,26%. Bandarískar vísitölur
lækkuðu þrátt fyrir 0,5 prósentu-
stiga stýrivaxtalækkun þar í landi í
gær. Lækkaði Dow Jones-vísitalan
um 0,30% og Nasdaq 0,38%.
Töldu að yfirtöku yrði hafnað
!
!
Segist ekki hafa fengið
aðvörun frá FME
Árvakur/Ómar
Hæstánægð Jón Áskell Þorbjarnarson, Ólafur Kjaran Árnason og Auður
Tinna Aðalbjarnardóttir, sigurlið Hagaskóla í spurningakeppni grunnskól-
anna, Nema hvað?, eftir frækinn sigur á Árbæjarskóla í gærkvöldi.
Hagaskóli vann Nema hvað?
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
ALLIR lyfseðlar heilsugæslunnar í
landinu verða frá og með mars nk.
sendir rafrænt í lyfjaverslanir.
Heilsugæslustöðvar og langflest apó-
tek á landsbyggðinni eru nú þegar
tengd kerfinu og á næstu vikum bæt-
ist höfuðborgarsvæðið við. Í fram-
haldinu er unnið að því að tengja
sjúkrahús, aðrar heilbrigðisstofnanir
og sérfræðinga á stofum kerfinu og er
vonast til að það verði orðið að veru-
leika í lok þessa árs.
Til greina kemur að heilbrigðis-
ráðuneytið bjóði út nýtt tölvukerfi
fyrir rafræna sjúkraskrá heilbrigðis-
stofnana. Kerfið sem nú er stuðst við
á nær öllum heilbrigðisstofnunum,
svonefnt Sögukerfi, hefur sætt mikilli
gagnrýni af notendum, m.a. hefur
læknaráð Landspítala ályktað ítrekað
vegna málsins.
„Það eru tveir kostir, að hætta við
Sögukerfið eða laga það að þörfum
sjúkrahúsanna eins og t.d. hefur verið
reynt á Landspítalanum og víðar
seinustu ár,“ segir Ingimar Einars-
son, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu. „Það er hins vegar alls óvíst
að menn nái í höfn með það. Þá þarf
að skoða aðra kosti í stöðunni.“ | 11
Lyfseðlar
verða allir
rafrænir
Sjúkraskrárkerfin
hugsanlega boðin út
BYGGING Búðarhálsvirkjunar er
aftur komin á dagskrá Landsvirkj-
unar og miðast undirbúningur við að
útboð geti farið fram á þessu ári ef
samningar takast um raforkusölu
frá virkjuninni. Öll leyfi fyrir Búð-
arhálsvirkjun liggja fyrir sem og
umhverfismat. Endanleg ákvörðun
verður þó ekki tekin fyrr en nið-
urstöður liggja fyrir um raforkusölu.
Ráðgert er að Búðarhálsvirkjun
verði 80-90 MW virkjun.
Skipulagsstofnun féllst árið 2001 á fyrirhugaða byggingu Búðarháls-
virkjunar með stíflun Köldukvíslar og Tungnaár við Búðarháls, lagningu
Búðarhálslínu 1 og lagningu vega á Búðarhálsi með því skilyrði að bætt yrði
fyrir umhverfisáhrif vegna gróðurlendis sem tapaðist af völdum Sporð-
öldulóns við Búðarháls. Þær umbætur fælust í endurreisn gróðurlendis.
Sporðöldulón verður um 7 km², þar af eru um 2 km² vel gróið svæði. | 6
Búðarhálsvirkjun
komin á dagskrá á ný
Eftir Bjarna Ólafsson og
Guðrúnu Hálfdánardóttur
HALLDÓR Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segist undr-
ast þá ákvörðun matsfyrirtækisins
Moody’s að taka lánshæfiseinkunn
bankans til athugunar, en Moody’s
tilkynnti í gær að lánshæfisein-
kunnir Glitnis og Landsbanka
hefðu verið teknar til athugunar til
hugsanlegrar lækkunar. Lánshæf-
iseinkunn Kaupþings er enn í at-
hugun hjá matsfyrirtækinu, en í
öllum þremur tilfellum er um að
ræða einkunnir vegna langtíma-
lána og fjárhagslegs styrkleika.
Í tilkynningu frá Moody’s segir
að ástæða athugunarinnar sé
áhyggjur af því hve viðkvæmir
bankarnir séu fyrir sveiflum á
markaði, þar sem stór hluti tekna
þeirra komi af fjárfestingabanka-
og fyrirtækjasviðum þeirra.
Gagnrýnir Halldór það að
Moody’s skuli setja alla bankana
undir sama hatt þegar áhrif hrær-
inga á mörkuðum séu metin.
„Við áttum okkur á þessari
ákvörðun hvað Landsbankann
varðar,“ segir Halldór, en bankinn
hafi gert það sem matsfyrirtækið
hafi bent á sem atriði sem styrkt
gætu lánshæfismat bankans. Hafi
lausafjárstaða verið bætt og dregið
úr markaðsáhættu svo dæmi séu
tekin. Segir hann að farið verði yfir
málið með Moody’s á næstu dög-
um.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis,
segist setja afstöðu Moody’s í sam-
hengi við óvissu á alþjóðamörkuð-
um. Staða Glitnis sé hins vegar
sterk og stefnan skýr.
Áttar sig ekki á
ákvörðun Moody’s
Kaupþing og JC Flowers | 4
Um misskilning | Miðopna
Fáir standa nú betur | Viðskipti