Morgunblaðið - 31.01.2008, Síða 4
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
HREIÐAR Már Sigurðsson, forstjóri Kaup-
þings, segir það ekki rétt að Kaupþing hafi feng-
ið aðvörun frá Fjármálaeftirlitinu í þá veru að
FME myndi ekki fallast á yf-
irtöku Kaupþings á hollenska
bankanum NIBC.
Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins sendi FME
skriflegar fyrirspurnir til
Kaupþings, í kjölfar stjórnar-
fundar Fjármálaeftirlitsins sl.
föstudag, þar sem spurt var
mjög ákveðið og gagnrýnið,
sérstaklega út í þætti sem lutu
að stöðu og fjárhag hollenska
bankans, NIBC. Samkvæmt
sömu heimildum var það sameiginlegur skiln-
ingur bandaríska seljandans, JC Flowers, og
Kaupþings, að í ljósi fyrirspurna FME væri rétt
og skynsamlegt að semja um að fallið yrði frá yf-
irtökunni. Munu báðir aðilar hafa talið líklegt að
þegar FME skilaði niðurstöðu á annað borð yrði
hún neikvæð og yfirtökunni hafnað.
„Við gengum til samninga í ágúst á síðasta ári,
þegar markaðsaðstæður voru byrjaðar að
versna á alþjóðafjármálamörkuðum. Síðan þá
hafa aðstæður farið stöðugt versnandi. Bæði við
og seljendur vorum búnir að sjá fram á að mjög
erfitt yrði að ná fram þeim samlegðaráhrifum
sem við höfðum áætlað að yrðu við kaupin,“
sagði Hreiðar Már í samtali við Morgunblaðið í
gær.
„Bæði höfðum við áætlað að fjármagnskostn-
aður sameinaðs banka í stærri og öflugri einingu
yrði lægri og eins töldum við að eftir sameiningu
gætu tekjur aukist umtalsvert. Við vorum ein-
faldlega sammála um að við núverandi markaðs-
aðstæður væri þetta illmögulegt og því væri best
fyrir alla að hætta við kaupin,“ sagði Hreiðar
Már.
Hreiðar Már segir að Kaupþing hafi haldið
FME vel upplýstu um viðræður við seljendur
undanfarnar vikur.
„Það er ekki rétt að við höfum fengið aðvörun
frá FME. Það er einfaldlega rangt. Fjármálaeft-
irlitið hefur haft málið til skoðunar lengi og við
höfum verið í nánum samskiptum við eftirlitið
vegna kaupanna. Ég geri fastlega ráð fyrir því
að versnandi markaðsaðstæður hafi haft áhrif á
það, hversu lengi kaupin hafa verið til skoðunar
hjá Fjármálaeftirlitinu.“
– Hreiðar Már, þú sagðir snemma í janúar að
þið og Exista gætuð fjármagnað þessi kaup. Gát-
uð þið fjármagnað þau, nú þegar þið sömduð við
JC Flowers um að falla frá yfirtökunni?
„Já, við gátum það, en málið verður að skoðast
í því ljósi, að JC Flowers var ekki einungis að
selja okkur NIBC, heldur hefði fyrirtækið orðið
okkar næststærsti hluthafi, ef af kaupunum
hefði orðið. Það var sameiginlegt mat okkar, að
markaðsaðstæður hefðu breyst svo mikið, að það
væri hagstæðara fyrir okkur að falla frá þessum
viðskiptum en að fullnusta samninginn.“
Hreiðar Már segir að lausafjárstaða Kaup-
þings sé mjög sterk í kjölfar þess að fallið hefur
verið frá kaupunum. Hann telur að bankar þurfi
að undirbúa sig fyrir það, að markaðsaðstæður
lagist ekki alveg á næstunni, og þegar það gerist
þá muni það ekki gerast hratt.
Fjármálaeftirlitið spurði ákveðið og gagnrýnið, einkum út í stöðu NIBC
Kaupþing og JC Flowers
bjuggust við synjun FME
Í HNOTSKURN
»Kaupþing féll í gær frá yfirtökuáformumá NIBC upp á tæpa þrjá milljarða evra.
»Jafnframt hefur Kaupþing fallið frá fyrir-huguðu forgangsréttarútboði, sem áform-
að var vegna kaupanna.
»Forstjóri Kaupþings á von á því að mark-aðsaðstæður verði erfiðar áfram.
Hreiðar Már
Sigurðsson
4 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SVAVAR Pétur Eysteinsson tónlist-
armaður afhenti í gær borgarstjóra
Reykjavíkur, Ólafi F. Magnússyni,
undirskriftalista þar sem fyrirhug-
uðu niðurrifi Klapparstígs 30, þar
sem Sirkus er til húsa, er mótmælt.
Húsið var byggt 1917.
Undirskriftirnar eru yfir 2.000
talsins og var safnað inni á Sirkus í
síðustu viku. Baráttufólkið afhenti
Ólafi einnig veggspjald með nöfn-
um þeirra tónlistarmanna og hljóm-
sveita sem komu fram á tónlistar-
og baráttuhátíðinni Látíð í bæ um
síðustu helgi. Ólafur tók vel á móti
baráttufólkinu og sagðist ætla að
bera erindið upp í borgarstjórn.
Barist
gegn
niðurrifi
Gegn niðurrifi Sirkuss Ólafur F. Magnússon tekur við undirskriftalista og veggspjaldi í Ráðhúsinu í gær.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu hefur hætt rannsókn sinni á
meintri tilraun ótilgreindra manna
til þess að nema 8 ára stúlku á brot í
nágrenni Laugarnesskóla snemma í
janúar á þessu ári. Stúlkan bar að
nokkrir menn á grænum bíl hefðu
reynt að nema sig á brott og fór
málið til lögreglunnar sem hóf
rannsókn. Að sögn Friðriks Smára
Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns
hjá LRH, virðist málið hins vegar
hafa verið byggt á misskilningi frá
byrjun og mun rannsóknadeild lög-
reglunnar því ekki aðhafast meira í
málinu.
Telpan var
ekki í hættu
AL Jazeera-
sjónvarpsstöðin
mun á laug-
ardaginn kemur
senda út hálftíma
viðræðuþátt með
forseta Íslands
Ólafi Ragnari
Grímssyni. Þátt-
urinn verður
sendur út á arab-
ískri rás stöðv-
arinnar klukkan 14 að íslenskum
tíma.
Þátturinn var tekinn upp í höf-
uðstöðvum sjónvarpsstöðvarinnar í
Doha í Katar við lok opinberrar
heimsóknar forseta Íslands til
landsins í síðustu viku.
Áætlað er að rúmlega 50 miljónir
manna horfi reglulega á hina arab-
ísku útgáfu stöðvarinnar.
Forsetinn á
Al Jazeera
Ólafur Ragnar
Grímsson
TVEIR Litháar sem nýlega voru
dæmdir í 5 ára fangelsi fyrir nauðg-
un hafa áfrýjað málinu til Hæsta-
réttar og jafnframt verið úrskurð-
aðir í áframhaldandi gæslu-
varðhald til 22. og 29. febrúar.
Mennirnir hafa setið í gæslu-
varðhaldi frá 12. nóvember en sam-
kvæmt lögum lýkur gæsluvarðhaldi
þegar dómur er kveðinn upp.
Mennirnir voru dæmdir í héraði 25.
janúar og gerðu báðir kröfu um að
þeir sættu aðeins farbanni en ekki
gæsluvarðhaldi út áfrýjunarfrest-
inn en hvorki neðra né efra dómstig
urðu við því.
Áfrýja nauðg-
unarmálinu
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÓVISSA um kaup Kaupþings á hol-
lenska bankanum NIBC ýtti undir
óróleika á íslenska hlutabréfamark-
aðinum. Kaupin gengu í gegn stuttu
áður en þrengja fór um á lánsfjár-
markaði sem gerði Kaupþingi erfitt
um vik að klára þessi viðskipti, sem
hefðu orðið þau stærstu í Íslandssög-
unni.
Greint var frá kaupum Kaupþings
á NIBC 15. ágúst sl. Kaupverðið var
tæplega þrír milljarðar evra eða 266
milljarðar króna miðað við gengi á
þeim tíma. Stærstu yfirtökur fram
að þessu höfðu verið kaup Novators
á Actavis sem kostuðu 190 milljarða
og kaup Exista í Sampo sem kostuðu
170 milljarða.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri
Kaupþings, sagði í samtali við Morg-
unblaðið þegar tilkynnt var um við-
skiptin að kaupin hefðu fyrst og
fremst þá þýðingu fyrir Kaupþing að
bankinn stækkaði töluvert og fengi
aðgang að fjórum nýjum mörkuðum;
Hollandi, Þýskalandi, Belgíu og
Singapúr. Hann sagðist sérstaklega
telja mikil tækifæri til vaxtar í
Singapúr.
Breyttar aðstæður á markaði
Á blaðamannafundi sem efnt var
til í Amsterdam þegar tilkynnt var
um yfirtökuna kom fram að Kaup-
þing myndi fjármagna kaupin með
útgáfu nýs hlutafjár í Kaupþingi, út-
gáfu skuldabréfa og með reiðufé af
handbæru fé bankans.
Í ágúst í fyrra höfðu borist fréttir
af því að veruleg vanskil væru af svo-
kölluðum undirmálslánum í Banda-
ríkjunum. Þegar kom fram á haustið
var orðið ljóst að þessar fréttir
myndu hafa víðtæk áhrif á allt fjár-
málakerfi heimsins. Upplýst var að
margir bankar þyrftu að afskrifa
umtalsverða fjármuni og mun erfið-
ara var fyrir fjármálastofnanir að
tryggja sér nægt lánsfé. Við þessar
breyttu aðstæður á mörkuðum
beindu menn eðlilega sjónum sínum
að fjármögnun á kaupunum á NIBC.
Óvissa um hvort Kaupþingi tækist
að ljúka fjármögnun á kaupunum
ýtti undir óróa á íslenska hlutabréfa-
markaðinum sem lækkaði hratt í
nóvember líkt og aðrir markaðir.
Aðstæður til að fara út í stórt
hlutafjárútboð voru orðnar allt ann-
að en ákjósanlegar. Hlutabréfaverð
lækkaði hratt, skuldabréfaálag ís-
lensku bankanna var á uppleið og
fyrirtæki í miklum erfiðleikum við að
fá lánsfé til nýrra verkefna.
Í lok nóvember sendi Kaupþing
frá sér tilkynningu um að búið væri
að ganga endanlega frá fjármögnun
á NIBC. Í tilkynningunni kom fram
að J.C. Flowers [seljandi NIBC] og
Exista myndu sölutryggja allt að 210
milljón nýja hluti í hlutafjárútboði
Kaupþings, en sölutrygging felur í
sér að náist ekki að selja hlutina
skuldbinda fyrirtækin tvö sig til að
kaupa þá. Ennfremur kom fram að
J.C. Flowers fengi meira í hlutabréf-
um í Kaupþingi og þar með minna í
peningum en áður hafði verið samið
um. J.C. Flowers hefði eignast tæp
16% í Kaupþingi og þar með orðið
næststærsti hluthafi bankans. Jafn-
framt kom fram í tilkynningunni að
enn væri beðið eftir samþykki ís-
lenskra og hollenskra fjármálayfir-
valda, en kaupin voru gerð með fyr-
irvara um samþykki þeirra.
Forstjóri NIBC óskar
eftir að hætta störfum
Michael Enthoven, forstjóri
NIBC, og Jurgen Stegmann, yfir-
maður áhættustýringar, sögðu upp
störfum í gær í kjölfar tilkynningar
um að ekkert yrði úr kaupunum. Í
yfirlýsingu frá Enthoven segir:
„Óstöðugleiki á fjármálamarkaði
hefur leitt til ólgu í bankageiranum,
m.a. hjá okkur. Það er sameiginleg
niðurstaða okkar og Kaupþings að
núverandi staða á mörkuðum stefni í
tvísýnu ávinningnum af sameiningu
og ekki sé vænlegur grunnur að
sameiginlegri framtíð. Skuldbind-
ingin við hluthafa undirstrikar trú
okkar á framtíð NIBC. Jurgen Steg-
mann og ég gerum okkur grein fyrir
þörf bankans til að aðlaga viðskipta-
módel sitt nýjum kringumstæðum
og trúum því að þetta sé rétti tíminn
til að breyta um forystu.“
Í gær birti NIBC upplýsingar um
afkomu síðasta árs. Bankinn hagn-
aðist um 235 milljónir evra eða 22,4
milljarða króna. Nettóhagnaður
varð hins vegar 91 milljón erva og
minnkaði um 62% milli ára. Í til-
kynningu bankans segir að ástæður
fyrir minni hagnaði megi fyrst og
fremst rekja til taps sem bankinn
hafi orðið fyrir af bandarískum fast-
eignalánum.
Áttu að verða stærstu viðskipti sögunnar
Kaupþing ætlaði að kaupa hollenska bankann NIBC fyrir þrjá milljarða evra Aðstæður á fjár-
málamarkaði voru hins vegar bankanum ekki hagstæðar og leiddu til þess að hætt var við viðskiptin
Í HNOTSKURN
»NIBC var stofnaður árið1945, en bankinn hefur lagt
mesta áherslu á þjónustu við
meðalstór fyrirtæki í V-Evrópu.
»Heildareignir NIBC um mittsíðasta ár voru 32,6 millj-
arðar evra, en það þýðir að hann
var álíka stór og Landsbankinn.