Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMORKA, Samtök orku- og veitu- fyrirtækja heldur í samstarfi við hitaveitur í landinu upp á hundrað ára afmæli hitaveitu á Íslandi. Er þar miðað við frumkvöðlastarf Stefáns B. Jónssonar sem virkjaði hver til húshitunar á Suður- Reykjum í Mosfellssveit árið 1908. Af því tilefni hefur verið hannað merki hundrað ára hitaveitu á Ís- landi. Merkið á að sýna á táknræn- an hátt þau bættu lífsgæði sem fólg- in eru í hitaveituvæðingu á Íslandi. Samorka vill beina sjónum að því hlutverki sem heita vatnið hefur gegnt í því skyni að bæta heilsufar og lífsgæði almennt. Er þar m.a. horft til betri hitunar hýbýla, heil- næmara andrúmslofts og aukinna tækifæra til útivistar og hreyfingar tengt sundlaugamenningu. Samorka mun minnast afmæl- isins með ýmsu móti, m.a. með gerð heimildarmyndar um hitaveitur á Íslandi, útilistarverki í Mosfellsbæ og fjölþjóðlegri ráðstefnu um hita- veitur, sem skipulögð er í samstarfi við Háskóla Íslands. Hundrað ára hitaveita Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is GERA verður gangskör að því að mennta fleiri heim- ilislækna þar sem á næstu 10-15 árum munu allt að 75 heimilislæknar á land- inu öllu hætta störfum þegar þeir komast á eft- irlaunaaldur. Elínborg Bárðardóttir, formaður Félags heimilislækna, seg- ir að nú séu um 25 læknar í sérnámi í heimilislækn- ingum. „Það er auðvitað alveg ljóst að það vantar heimilislækna,“ segir Elínborg og að það hafi verið vitað árum saman. Þó er mis- jafnt eftir stöðvum á höfuðborgarsvæðinu hversu mikil vöntunin er. Ástandið er, að sögn Elínborgar, einna verst í Árbæ og á Heilsugæslustöð Miðbæjar. Það kemur ekki síst til af því að við stöðina í Árbæ bættust skjólstæðingar úr Grafarholti og nú síðast Norðlingaholti. Kvörtun í hverri viku Elínborg er heimilislæknir á heilsugæslu- stöðinni í Efstaleiti og hún nefnir sem dæmi að þar séu fimm fastir heimilislæknar starf- andi og tveir sérnámslæknar. „Þetta hverfi telur 11-12.000 manns og 3 læknar af 7 eru í hlutastarfi í móttöku. Sjálf er ég í 80% starfshlutfalli og með 1.560 skjólstæðinga,“ segir hún og að hún fái nánast í hverri viku kvörtun um að erfitt sé að fá tíma hjá henni. „Það er alveg klárt í mínum huga að við hér í Efstaleitinu þurfum nýjan lækni en það hef- ur ekki fengist fjárveiting til þess.“ Ástandið segir hún ekki nógu gott á mörg- um stöðvum á höfuðborgarsvæðinu en tekur fram að ástandið hafi batnað fyrir nokkrum árum, þegar við bættust læknar í Glæsibæ og Hafnarfirði. „Þá hafði verið mjög slæmt ástand í Hafnarfirði lengi,“ segir hún með áherslu. Fjölgun læknanna gangi þó ekki nógu hratt og „nú sýna tölur að við stöndum okkur ekki nógu vel í að mennta heimilis- lækna“. Ef fjárveiting fengist fyrir fleiri stöðum á heilsugæslustöðvunum vaknar sú spurning hvort læknar fengjust til að manna þær við- bótarstöður. Því svarar Elínborg að það væri hægt að hluta til. „En það er samt hitt áhyggjuefnið,“ viðurkennir hún. „Við erum að átta okkur á því að stór hluti af heimilislæknum á landinu er á aldrinum 55-65 ára. Og hvað gerist á næstu 10-15 ár- um með þessa menn? Þeir hætta að vinna, ekki satt?“ spyr hún og bætir við að á öllu landinu séu 75 heimilislæknar á þessum aldri. Fleiri vilja komast að en geta Sérnámsstöður geta þeir unglæknar feng- ið sem búnir eru með kandidatsárið. Eftir sex ára læknanámið fer eitt ár í kandidatsár, þ.e. að vinna á ýmsum deildum sjúkrahúsa og á heilsugæslustöð. Í kjölfar þess tekur viðkomandi ákvörðun um hvaða sérnám hann vill fara í en sérnám tekur að jafnaði 4-5 ár. Hér á Íslandi er hægt að fara í sér- nám í lyflækningum, heimilislækningum og geðlækningum. „Fagfélagið [Félag heimilis- lækna] hefur lagt mikla vinnu í kennslupró- grammið frá því árið 2000,“ segir Elínborg, „og það er almenn ánægja með það og fleiri vilja komast í prógrammið en geta því það er ekki til fjárveiting,“ segir hún og útskýrir að sérnámslæknar sem eru í prógramminu séu á starfslaunum, fái þannig laun sem að- stoðarlæknar. Slíkar sérnámsstöður eru ekki á öllum heilsugæslustöðvum, sumar eru kennslustöðvar en aðrar ekki. Nú um stund- ir eru 25 manns að fara í gegnum kennsluprógrammið í heimilislækningum. Sérnámsstöður hafa verið veittar af heil- brigðisráðuneytinu og að sögn Elínborgar hefur verið um að ræða u.þ.b. 2 stöður á ári. „Samt ekki alveg svo og það gerðist til dæmis ekki síðastliðið haust. Við erum líka að ýta á eftir því að við fáum fleiri sérnáms- stöður. Nú hafa 27 manns óskað eftir því að fá viðtal við kennslustjórann, af því að þeir hafa áhuga á að fara í heimilislækningar, en hún hefur engar stöður handa þeim.“ Á landinu öllu eru tæplega 200 heim- ilislæknar starfandi. Miðað við að þegar séu 25 að sérhæfa sig, eins og staðan er núna, sú tala tvöfaldist á næstu árum og 75 muni hætta störfum á næstu 10-15 árum má reikna með að yfir 80 heimilislækna muni vanta að þessum tíma liðnum ef einnig er tekin inn mannfjöldaspá Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu eru 110-115 heimilis- læknar starfandi en þar af eru margir í hlutastöðum. Þörfin er 130 læknar. Miðað er við að til að heimilislæknir geti veitt þá þjónustu sem þörf er á sé hann með 1.500 skjólstæðinga. Árvakur/Kristinn Í Árbæjarstöðinni Gunnar Ingi Gunnarsson yfirlæknir skoðar einn skjólstæðing sinn.  Ef svo fer fram sem horfir mun vanta 80 heimilislækna til að hægt sé að veita fullnægjandi þjónustu  Misjafnt eftir heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins hversu mikil vöntun er á heimilislæknum Elínborg Bárðardóttir 75 hætta á næstu 10-15 árum GUNNAR Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á heilsugæslunni í Árbæ, segir að erfitt sé að „vera á austurvígstöðvum höfuðborgarinnar með heilbrigðisþjónustu þar sem hin hraða uppbygging fer fram. Grafarholtið og Norð- lingaholtið eru að byggjast upp með miklum hraða.“ Eðli málsins samkvæmt eru þetta ungar fjölskyldur sem flytjast á svæðið og gjarnan með börn. „Við finnum mjög fyrir því, þetta er jú á okkar svæði. Fyrir vorum við með of fáa lækna í alltof þröngu hús- næði,“ segir hann. Ný stöð fyrir Árbæ er í byggingu en að sögn Gunnars Inga hefur ekki verið veitt heimild til að bæta við stöðugildi. Margir eru á biðlista eftir lækni í Árbæ og að sögn Gunnars Inga bætast að meðaltali við á stöðina tíu skjólstæðingar dag hvern. Þegar vantar einn lækni á stöðina og styttist í þeir verði tveir. Tíu skjólstæðingar bætast við á degi hverjum „JÚ, ÞAÐ vantar heim-ilislækna hérna,“ segir Jón Bjarni Þorsteinsson, heimilislæknir á heilsu- gæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði. Hann upp- lýsir að eftir áramót hafi þurft að loka fyrir skrán- ingu á nýjum skjólstæð- ingum, en með bréfi sem barst frá forstjóra heilsugæslunnar, Guð- mundi H. Einarssyni, hinn 22. janúar sl. sé skylt að skrá alla sem þess óska hjá heim- ilislækni á heilsugæslustöðvum höfuðborg- arsvæðisins. „Það þýðir einfaldlega að við skráum núna aukalega á menn. Það er bara beiðni um að við gerum það,“ segir Jón Bjarni. Á Sólvangi eru átta stöður fastra heim- ilislækna. „Það er talað um að 1.500 manns séu á hvern lækni. Einstaka læknir er með meira og allt upp í 2.300,“ segir Jón Bjarni. Allt að 2.300 manns á lækni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.